Tekjur og tekjur

Það hefur nokkuð verið fjallað um það í fjölmiðlum að nú hafi Bretar farið fram úr Bandaríkjamönnum í tekjum.  Engin ástæða er til að draga það í efa, enda hefur efnahagsástand í Bretlandi verið hagfellt, en Bandaríski dollarinn hefur hins vegar ekki verið að "meika það" ef svo má að orði komast.

En það er þó eftirtektarvert að í fréttinni kemur jafnframt fram að kaupmáttur er þó ennþá meiri í Bandaríkjunum en Bretlandi.

Það er nefnilega ekki það sama tekjur og tekjur og þó gott sé að hafa háar tekjur er hár kaupmáttur betri.

Þetta sýnir þá annmarka sem eru á alþjóðlegum samanburði sem þessum.  Dollarinn hefur sjaldan verið lægri, og það þýðir að tekjur Breta í dollurum hafa sjaldan eða aldrei verið hærri.  En það þýðir auðvitað ekki að þeir fái eitthvað meira fyrir pundin sín heimafyrir.  Nei, í raun hafa lífskjör þeirra aðeins batnað ef þeir fara í ferðalag til Bandaríkjanna.

Sama má segja um Ísland. Nú nýverið birtist niðurstaða frá Alþjóðabankanum að hvergi væri verðlag hærra en á Íslandi.  Auðvitað er það ljóst að Ísland er með dýrustu löndum, en það er sömuleiðis ljóst að það er hátt gengi krónunnar sem hækkar verðlagið í dollurum upp úr öllu valdi, án þess að verðhækkanir heima fyrir þurfi að koma til (sem hafa þó ábyggilega verið nokkrar).

Sömu sögu er svo að segja af því þegar lífkjör eru metin, þá kemur  gengið (sérstaklega lækkun dollarans) Íslendingum upp á við, vegna þess að þá hækka tekjur Íslendinga (í dollurum) umfram það sem gerst hefur heima fyrir.

Þetta breytir því ekki að samanburður sem þessi á fyllilega rétt á sér og gefur vissulega vísbendingar sem vert er að taka mark á.  En það er kaupmátturinn sem gildir, hvað fæst fyrir peningin, ekki hvað seðlabunkinn er þykkur.

 


mbl.is Bretar munu þéna meira en Bandaríkjamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband