Er kvóti á óréttlæti?

Mikið hefur verið rætt um niðurstöðu Mannréttindanefndar SÞ hvað varðar Íslenska kvótakerfið.  Eins og í öllum málum þá sýnist sitt hverjum.  Slíkt telst líklega ekki óeðlilegt þegar um kvótakerfi er að ræða, enda flestir líklega sammála um að best væri ef hægt væri að vera án slíkra kerfa, ekki bara í sjávarútvegi, heldur alls staðar.

Sjálfur hef ég aldrei verið þeirrar skoðunar að kvóti væri eftirsóknarverður, en hef skilið nauðsyn þess þegar um takmarkaðar auðlindir er að ræða.  Þegar útdeila á takmörkuðum gæðum er líklega ekki til öllu betri leið til að hafa á nýtingu einhverja stjórn.  Auðvitað má hugsa sér misjafn útfærslu á kvóta, t.d. aflmark eða að hafa dagakvóta.

En þá er auðvitað eftir að finna leið sem allir gætu sætt sig við til að úthluta kvótanum og þá vandast nú málið fyrst fyrir alvöru.

Sjálfur hef ég alltaf hrifist af þeirri tillögu að úthluta kvóta til allra landsmanna.  Þeir geti síðan ráðstafað sínum kvóta að vild.  Veitt hann sjálfir, selt hann "heimamönnum", selt hann hæstbjóðenda, nú eða einfaldlega látið hann ónýttan,  ef þeim hugnist ekki fiskveiðar.  Ég held að margir myndu taka undir það að varla er til réttlátari leið og myndi hún undirstrika að auðlegðin væri í eign allrar þjóðarinnar.

Aðalspurningin hvað varðar þessa aðferð væri líklega að erfitt væri fyrir fyrirtæki að búa sig undir framtíðina, ef aðeins væri tryggur kvóti til árs í senn. 

En hvað er réttlæti og hvað er óréttlæti?  Sjálfsagt er erfitt að finna leið sem að öllum (Mannréttindanefnd SÞ meðtalin) þætti réttlát.  Það sama má reyndar segja um býsna margt sem hið opinbera tekur sér fyrir hendur, ekki síst skattheimtu.

Var það til dæmis réttlátt þegar hið opinbera notaði fé skattgreiðenda til þess að létta undir útgerðarmönnum (fyrir daga kvótakerfisins) sem ekki virtust geta rekið fyrirtæki sín á sómasemlegan hátt?

Er það réttlátt að ríkið skattleggi almennng til að standa straum af kostnaði við tónlistarhús í Reykjavík?  Nú eða Héðinsfjarðargöng?

Nú eða ef þér yrði boðið að velja á milli skattalækkunar eða þess að þess að ríkið greiði listamannalaun, hvort myndir þú velja?  Hvort finnst þér réttlátt?

Sjálfsagt eru misjafnar skoðanir á þessum málum, rétt eins og kvótakerfinu og verður auðvitað hver og einn að svara fyrir sig.

En svo eru líka fleiri kvótar til. 

Líklegt verður að teljast að kvótar í landbúnaðarframleiðslu falli í sama flokk og þeir sem gilda í sjávarútvegi.  Ég tel það ólíklegt að Mannréttindanefnd SÞ myndi telja þá réttláta frekar en fiskveiðikvótana.  Líklega er mest allt landbúnaðarkerfi ESB byggt á svipuðu óréttlæti.

Fiskurinn í sjónum er heldur ekki sá eini sem seldur er óveiddur, slíkt hefur lengi tíðkast inn til landsins. 

Sömu sögu er svo líklega að segja af þeim laxakvótum sem keyptir hafa verið víða um lönd til þess að vernda laxastofna, sú vinna öll fellur líklega um sjálfa sig, ef Mannréttindanefnd SÞ fær einhverju um það ráðið og er samkvæm sjálfri sér.

En það er vissulega rétt að kvótakerfið er ekki gallalaust, ekki frekar en lýðræðið.  En þau eiga eiga það sameiginlegt að vera það besta sem við höfum fundið upp, alla vegna ennþá. 

Kvótakerfið hefur enda verið staðfest í mörgum kosningum á Íslandi ef svo má að orði komast, þvi að þó að aldrei hafi verið kosið beint um það, hefur það vissulega verið fyrirferðarmikið í fleiri en einum kosningum.

En það er eins með kvótakerfið og lýðræðið að það er sjálfsagt að ræða fyrirkomulagið, og koma með breytingartillögum, en það er áríðandi að forðast kollsteypur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er kvótakerfið einungis gæluverkefni Halldórs Ásgrímssonar og fjölskyldu, rétt áður en hann lét sig hverfa af sjónarsviði pólítíkur. Rétt eins og Davíð, hinn spillti, vnur hans gerði þegar hann lét breyta eftirlaunafrumvarpi þingamanna og lét sig líka hverfa. Við þurfum ekkert að rökræða þetta! Stjórnsýslulög eru meingölluð og afsprengi málfundafélaga, flokkanna una glöð við sitt. Við erum ekki bjánar...eða hvað? En bara svo fjandi valdalaus!

Kristján (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband