Færsluflokkur: Viðskipti

Hugsanlegt að "bóluefni" gegn Kórónaveirunni verði tilbúið í haust?

Mál málanna þessar vikurnar er auðvitað Kórónavírusinn og síðan vangaveltur um hvenær bóluefni gætu, hugsanlega, kannski, ef til vill orðið tilbúið.

Hvenær það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá, er að sjálfsögðu rétta svarið við slíkum spurningum.

En við vitum að gott fólk vinnur baki brotnu út um allan heim og leitar að lausninni og sjálfboðaliðar hér og þar eru sprautaðir í tilraunaskyni.

Við öll getum verið þakklát bæði vísindafólkinu og sjálfboðaliðunum.

En þessi frétt Bloomberg frá því í gær, vakti athygli mína og ef til örlittla bjartsýni. En bjartsýni er mikils virði á þessum "síðustu og verstu".

Í fréttinni segir m.a.:

"A coronavirus vaccine trial by University of Oxford researchers aims to get efficacy results by September, and manufacturing is already underway.

A team led by Sarah Gilbert, a professor of vaccinology, has recruited 500 volunteers from the ages of 18 to 55 for the early- and mid-stage randomized controlled trial. It will be extended to older adults and then to a final stage trial of 5,000 people. Gilbert said that the timing is ambitious but achievable.
 
...
 
“We would hope to have at least some doses that are ready to be used by September,” she said in an interview. “There won’t be enough for everywhere by then, but the more manufacturing we can do starting from now, then the more doses there will be.”"
 
"The group’s experimental immunization is among the first to enter clinical trials. The World Health Organization counts 70 vaccine candidates in development, with three others in human testing. They are from CanSino Biological Inc. and the Beijing Institute of Biotechnology; Inovio Pharmaceuticals Inc.; and Moderna Inc. along with the National Institute of Allergy and Infectious Diseases."
 
Það virðist ríkja bjartsýni og þegar hafinn undirbúningur að framleiðslu bóluefnisins.
 
Það er hins vegar of snemmt að fagna, enginn veit hvað framhaldið verður, Kórónuveiran getur líka snúið á þá sem vinna að bóluefnum.
 
Enn smá bjartsýni sakar ekki heldur.
 
P.S.  Ég hef verið að velta fyrir mér Íslensku orðunum, bóluefni og bólusetning upp á síðkastið.
 
Skrýtin orð.
 
Eru einhver önnur orð notuð um slíkt?
 
Ef svo er ekki þurfum við ekki að finna "jákvæðari orð"?
 
 

 


Mikil og varanlega áhrif Costco - til góðs fyrir Íslenska neytendur

Það er vissulega magt umhugsunarvert sem má lesa í þessu stuttu viðtali við Finn Árnason, forstjóra Haga.

Eitt er að fyrirtækið sé búið að fækka verslunarfermetrum um 20.000. Hvað skyldi mega fækka um marga verslunarfermetra á Íslandi og samt selja sama magnið? 

Hvað skyldi mega fækka um margar bensínstöðvar á Íslandi og samt yrði enginn bíll bensínlaus?t

Finnur segir í viðtalinu að þeir séu stærsti innkaupaðili á Íslandi (sem ég dreg ekki í efa) og hann trúi ekki að Costco fái betri verð en Hagar.  Hljómar það trúverðuglega?

Costco er mörgum sinnum stærri en Hagar og geta boðið upp á mörgum sinnum meira sölumagn (fyrir framleiðendur) og mun hagkvæmari dreifingu.r

Ég veit ekki hvernig málum er háttað á Íslandi, en í Kanada, þar sem ég hef mesta reynslu af Costco, tók Costco t.d. aðeins eina tegund af kreditkortum og altalað var að þeir borguðu mun lægri upphæð í þóknum en eiginlega öll önnur fyrirtæki. Árum saman var Costo eina ástæðan fyrir því að við hjónin vorum með American Express.

Og jafnvel þó að þeir taki við fleiri tegundum á Íslandi, hversu auðvelt væri fyrir Costco að tryggja sér lægra þóknunargjald á Íslandi jafnt sem í öðrum löndum?

Þetta er bæði kostur og galli "heimsvæðingarinnar", alþjóðleg fyrirtæki standa betur að vígi, en þau færa neytendum jafnframt kjarabætur. (Það má að einhverju marki deila um það á Íslandi, enda tapa lífeyrissjóðir Íslenskra launamanna mjög líklega stórum upphæðum á fjárfestingu sinni í Högum).

Heilt yfir sýnist mér hafið yfir allan vafa að Costco hefur stuðlað að verðlækkun á Íslandi.

Það er vert að taka eftir því að fyrirtæki eins og Costco og H&M hefja starfsemi á Íslandi án þess að það virðist að Íslenska krónan standi þar í vegi. Hins vegar er ef vill vert að velta því fyrir sér hvort að það sé tilviljun að bæði fyrirtækin komi til landsins stuttu eftir að mikið af tollum og vörugjöldum er fellt niður.

Staðreyndin er sú að Íslenskir kaupmenn höfðu gott af samkeppninni. Frá mínum sjónarhóli virðast þeir um of hafa einbeint sér að því að "dekka plássið" og vera sem víðast.

En þó að við teljum að nóg sé af benínstöðvum á Íslandi, þá er ekki þar með sagt að það sé ekki þörf á einni í viðbót.

Það er einmitt það sem Costco sannar. Reykjavíkurborg dró lappirnar við samþykkt bensínstöðvar þar sem Costco vildi hugsanlega starfa.

Með "skipulagi" hafa stjórnir sveitarféalga einmitt lagt stóra steina í götu samkeppni.

En sem betur fer koma alltaf með reglulegu millibili, einhver eins og Costco sem hristir upp í markaðnum.

Það er það sem þarf, og það sem verslunarfrelsi getur tryggt, ef við leggjum ekki of stóra steina í götu þess.

 

 

 

 


mbl.is Áhrif Costco mikil og varanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of langt gengið

Það er sjálfsagt að einstaklingar, dánarbú og erfingjar verndi rétt sinn og sjálfsagt að berjast gegn því að óprúttnir aðilar noti "eignir" annara til að selja vörur sínar.

En hér er allt of langt gengið.

Það er full ástæða til að berjast gegn því að frægt fólk og "fyrirmenni" slái eign sinni á nöfn og orð.

John (með fjöldan allan af afbrigðum, s.s. Ivan, Johnny, Johan, Jóhannes, Jón o.s.frv) er líklega með algengari nöfnum í heiminum. Líkindin á milli Lemon og Lennon eru svo ákaflega hæpin, svo ekki sé sterkari til orða tekið.

Þess utan er svo John heitinn Lennon langt í frá sá eini sem hefur borið það eftirnafn.

Það er rétt að vara við þreyfingum sem þessum, þar sem fjársterkir og frægir aðilar reyna að slá eign sinni á nöfn, orð eða orðasambönd.

 

 

 


mbl.is Ono í hart við límonaðiframleiðanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilboð frá Costco í tölvupósti

Nú þegar mikið er rætt um hvort að Costco muni opna verslun á Íslandi og svo hvað þar verði á boðstólum, hef ég orðið var við að margir vita ekki hvernig verslun Costo er.

Costco er nokkurs konar blanda af heildverslun og smásöluverslun.  Að hluta til nokkurs konar "gripið og greitt", að hluta til hefðbundin smásöluverslun.

Þar við bætist að flestar verslanir þeirra hafa bensínsölu, dekkjaverkstæði, apótek, gleraugnaþjónustu, ljósmyndaprentun og passamyndatökur, bakarí inni í versluninni sem og kjötvinnslu (þó að megnið af kjötvörum sé að keypt að ég tel).

Bakarí og kjötvinnsla er með þeim hætti að við viðskiptavinurinn getur fylgst með því sem þar gerist.

Til að versla í Costco þarf að gerast meðlimur og borga árgjald. Boðið hefur verið upp á tvenns konar aðild.  Almenn aðild sem í Kanada kostar 55 dollara og svo 110 dollara aðild, innifelur frekari fríðindi, sem og endurgreiðslu upp á 2% af því sem keypt er (einhverjar vörur undanþegnar ef ég man rétt), þó að hámarki 750 dollurum.

Fyrir þá sem kaupa mikið og eru tryggir Costco, er síðari kosturinn álitlegur og gerir oft meira en að borga árgjaldið.

En hvað selur Costco?  Í stuttu máli sagt flest milli himins og jarðar.  Vöruúrval er mismunandi eftir búðum, þó að ákveðinn kjarni sé í þeim öllum.

Costco rekur einnig öfluga netverslun.  Margt sem þar er boðið upp á fæst einnig í verslununum, en annað er eingöngu í netversluninni.  Netverslunin sendir reglulega út tilboð í tölvupósti og má sjá það nýjasta hér.

Rétt er að hafa í huga að þetta er tilboð fyrir Ontario.  Öll verð eru án sölskatts, eins og tíðkast að birta verð í Kanada.  Samanburður við Ísland er líklega í mörgum tilfellum ekki raunhæfur, þar sem tollar, vörugjöld og annað slíkt spilar sína rullu á Íslandi.

Vöruúrval í netverslun má skoða á www.costco.ca eða costco.com  Mismunandi úrval er fyrir Bandaríkin og Kanada.

Hér má svo sjá nýjustu "couponana" eða afsláttarmiðana fyrir Ontario.  Þar gildir það sama, að verð eru án söluskatts, en matvæli bera engan söluskatt í Ontario, eins og víðar í N-Ameríku.

Costco hefur orð á sér fyrir að vera "gott" fyrirtæki.  Borga starfsfólki sínu vel samkeppnishæf laun og vera góður vinnustaður.  Verslanir þess sem ég hef stundað í Kanada, eru t.d. með fleiri "lokunardaga" en margar aðrar verslunarkeðjur og starfsmannavelta þar virðist ekki mikil.  Mörg andilt þar ég hef séð frá því að ég fyrst kom inn í verslunina, fyrir ríflega 12 árum.

Auðvitað eru einstaklingar þó mishrifnir af Costco, og sumum finnst ekki henta sér að kaupa inn í stórum pakkningum.

Ég er þó ekki í minnsta vafa um að fyrir Íslendinga væri mikill akkur í því ef Costco setur upp verslun á Íslandi.

Nú má sjá í fréttum að Reykjavíkurborg virðist hafa fallist á að leyfa fjölorkustöð á Korputorgi og er það vel.

Nú er bara að sjá hvert setur og hvort Costco muni opna Íslandi og ef svo fer hvort það verður í Reykjavík eða Garðabæ.

P.S. Eftir að hafa séð þessa frétt, spái ég að Garðabær verði fyrir valinu ef af verður.  Skilyrði Reykjavíkurborgar eru einfaldlega of íþyngjandi.  Ef skoðað er hvert hlutfall bifreiða notar vistvæna orku og svo aftur "hefðbundna", sést að það er auvitað skrýtið skilyrði að krefjast þess að helmingur dæla sé fyrir vistvæna orku.

Enn eitt dæmið um hvernig skipulagsyfirvöld í Reykjavík virðast vilja þvinga einhverri draumsýn á borgarbúa og fyrirtæki, sem ekki er í takt við raunveruleikann.

Slíkar takmarkanir og skilyrði hindra í raun samkeppni og spilar upp í hendurnar á þeim sem fyrir eru á markaðnum og ekki þurfa að hlýta slíkum skilyrðum.

 

 


Hvað borgaði Pepsi?

Var að horfa á Silfur Egils, frá 13. janúar.  

Nú bíð ég eftir því að Álfheiður Ingadóttir beini þeirri málaleitan að  menntamálaráðherra á Alþingi, að komast að hvað Pepsi hafi borgað Ómari Ragnarssyni fyrir að setja 4. Pepsi flöskur upp á borðið?


Jacques Delors: Allir gallar eurosins eru nú sjáanlegir

Það er skammt stórra högga á milli í yfirlýsingum hvað varðar euroið þessa dagana.  Nú er það Jaques Dolors sem segir í viðtali við The Telegraph að gallar eurosins hafi alltaf verið til staðar, en enginn viljað takast á við þá.

For a long time, the euro did remarkably well, Mr Delors argues, bringing growth, reform and price stability to the weaker members as well as the stronger. But there was a reluctance to address any of the problems. “The finance ministers did not want to see anything disagreeable which they would be forced to deal with.” Then the global credit crisis struck, and all the defects were exposed.

Það er býsna merkilegt að heyra manninn sem oft hefur verið nefndur faðir eurosins tala á þennan hátt.  Aðspurður um hvort að euroið komi til með að lifa kreppuna af, gefur hann tvírætt svar.

So will the euro survive? Mr Delors does not, of course, deviate from his belief in the European single currency. He is also very conscious of the danger of someone in his position saying anything that might help to destabilise the situation. I am struck, however, by his downbeat interpretation of events.

“Jean Monnet [the founding father of the European Union] used to say that when Europe has a crisis it comes out of the crisis stronger … but there are some, like me, who think that Monnet was being very optimistic. You must be very vigilant to make sure that you do come out of a crisis in a better state … I am like Gramsci [the Italian Marxist philosopher]: I have pessimism of the intellect, optimism of the will.”

Right now, Mr Delors judges, “even Germany” will have great difficulty in sorting out the mess. “Markets are markets. They are now bedevilled by uncertainty. If you put yourself in the position of investment funds, insurance companies and pension funds, you will understand they are looking for a clear signal.”

All the heads of government need to give this signal together. Instead, there has been, at least until the end of October, “a cacophony of statements”.

En að sumu leyti endurspeglar þetta umræðuna á Íslandi.  Þar átti helst bara að tala um góðu hliðar eurosins, það var töfralausnin og kletturinn í hafinu.  Flest ef ekki öll vandamál Íslands yrðu að baki ef sótt yrði um aðild að "Sambandinu" og stefnt á upptöku euros.  Fáir minntust á gallana.

Skyldi tími umræðunnar um gallana nú vera kominn?

Skyldi vera kominn tími til að setja aðildarumsóknina á ís - fyrir Ísland?


Efnahagslegt Stalingrad?

Hún er fróðleg, beitt og hittir beint í mark greinin sem Ambrose Evans-Pritchard skrifar á vef The Telegraph í dag.  Það er ekki töluð tæpitungan, enda á það líklega ekki við þegar skrifað er um fjármál eurosvæðisins þessa dagana.  Dagar sannleikans eru runnir upp og myndu líklega margir segja, þó fyrr hefði verið.

Það er fyllsta ástæða til þess að hvetja til lesturs greinarinnar.  Jafnt fyrir þá sem halda að allt sé á leið til fjandans og þá sem enn kunna að trúa því að um sé að ræða óróa á mörkuðum.  Feigðin hangir yfir eurosvæðinu, en hún hefur verið til staðar upp upphafi, en skuldasöfnun og töpuð samkeppnisstaða "Suðurríkjanna" færðu hana upp á yfirborðið.  Allt bendir til að lausnin sem verði valin verði frekari samruni og frekara tap á fullveldi og minnkandi lýðræði verði gjaldið.  Það er gjaldið fyrir mynt sem byggð er á pólítískum draumum, frekar en efnahagslegum staðreyndum.

Það hlýtur að þurfa að staldra við og velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpum ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill stefna Íslendingum þarna inn.  Trúir ríkisstjórnin ennþá á að aðild að "Sambandinu" sé töfralausn við efnahaglegum óstöðugleika?  Ætlar hún enn að bera á borð fyrir Íslendinga þann hálfsannleik að um sé að ræða einfalt samstarf fullvalda og sjálfstæðra þjóða og svo munii það verða?

Er ekki komin tími til að staldra við og setja umsóknaraðildina á ís - fyrir Ísland?

Læt fylgja hér með smá búta úr greininni:

Germany cannot unwind the clock. It did take the fateful step of joining monetary union, and from that awful error follows a string of strategic imperatives.

As the wise professors warned at the time, EMU would lead ineluctably to full fiscal union because an orphan currency would not endure without an EU Treasury and government to back it up, but it would a fiscal union accountable to nobody, because no European democracy exists, or can exist.

It would lead to debt pooling and shared budgets.

It would lead – fatally – to loss of the Bundestag’s sovereign powers to tax and spend. The core functions of parliament would slip away to EU mandarins.

It would lead to the emasculation of Germany’s exemplary post-War democracy.

It would lead in essence to the abolition of Germany as a nation state, even if the window flowers remained in place.

All else was illusion and wishful thinking.

That is what monetary union always meant and means now, though the trick being played on Europe’s citizens was fudged by dishonest treaties, themselves dishonestly ratified.

It is a horrible choice. My sympathies go to the German people who were never given a vote on this ensnarement and infeudation of their peaceful country, and who were egregiously deceived by their own leaders, and who cannot now begin to understand why they suddenly are target of such furious and venomous global criticism.

The Germans too are victims of this ruinous project, the greatest victims of all. Their elites have led them into a diplomatic and economic Stalingrad.


Kínverskar hunangsgildrur

Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um samskipti Íslandinga og Kína, eða jafnvel skort þar á.  Hér í Kanada hefur einnig verið fjallað nokkuð um samskipti innlendra og Kínverja, en með öðrum formerkjum þó.

Umfjöllun fjólmiðla hér hefur að miklu leytist snúist um meintar njósnir Kínverja í Kanada og hugsanlegar tilraunir þeirra til að ná tangarhaldi á Kanadískum stjórnmála- og viðskiptamönnum.  Mikla athygli vakti uppljóstanir um "dufl og daður" stjórnmálamanns við Kínverskan blaðamann, sem síðan hefur verið kölluð heim.

Nú nýverið var haldin ráðstefna um Kínverskar njósnir og fjölluðu fjölmiðlar nokkuð um hana.  Nationalpost birti athygliverða grein, þar sem m.a. mátti lesa eftirfarandi:

Canadian Security Intelligence Service (CSIS) director Richard Fadden was right all along. According to a former Chinese spy speaking to a security conference Wednesday, the Ministry of State Security has long targeted foreign politicians. Li Fengzhi, who defected in 2003, told the conference in Gatineau that China wants to steal commercial secrets and influence politicians. “China wants to find some important, influential people to speak out for China. They pay attention to this,” he said.

Mr. Fadden got into hot water last year when he said municipal officials and provincial Cabinet ministers from two provinces were under the influence of the Chinese government. He backed off from his comments after loud criticism from Chinese-Canadian groups.

Earlier in the day, the conference heard from former diplomat Brian McAdam, who detailed how the Chinese government recruits many of its informants — sexpionage. He said “virtually all” hotels in China are rigged with microphones and video cameras and many brothels, karaoke bars and massage parlours are owned by Triads who co-operate with Chinese intelligence services.

The aim is to trap unwary Westerners in “honey pot traps.” Mr. McAdam said men of influence are often targeted and face trumped up charges of rape or attempted rape and are forced to co-operate or face jail time.

“They want to capture people in shameful activities — alleging sex with minors is a common method used,” he said. British and French secret services have started warning prominent business people visiting China about the risks. “Public servants and politicians are the main targets but the Chinese are also after the technology and military sector, so they target engineers, business people and scientists, too.

Globe and Mail var einnig með stutta frétt um málið.


Af samkeppni á Íslandi?

Náði loks að horfa á Silfur Egils á netinu í dag.

Það sem stóð upp úr annars frekar slöppum þætti var gott viðtal við Friðrik Friðriksson um samkeppnismál, aðallega í smásölu á Íslandi.

Ég hugsa þó að fátt hafi komið þeim á óvart sem fylgjast með þeim geira, en viðtalið engu að síður ákaflega þarft.

Nú er fyrrverandi stjórnarformaður Samkeppnisefitirlitsins (eða hvað sú stofnun heitir nú á Íslandi) orðinn viðskiptaráðherra.

Eiga menn von á breytingum?


Offramboð á peningum?

Þær eru býsna margar fréttirnar sem eru býsna misvísandi frá Íslandi þessa dagana.

Mikið hefur verið fjallað um nauðsyn þess að styrkja orðspor Íslands erlendis og fá erlent lánsfé til landsins til þess að efla atvinnulífið.

Þessi frétt segir hins vegar af því að Íslenska bankakerfið sé býsna bólgið af peningum.  En líklega eru bankarnir varfærnir, krefjast góðra áætlana og aðhaldssams reksturs.

Einhversstaðar sá ég að það vantaði í raun ekki fé á Íslandi, heldur góða fjárfestingarkosti.

Lánsfé virðist vera til innanlands, en skortur á góðum lántakendum. Ef til vill ekki ný saga.

En spurningin er ef ríkisstjórnin telur svo mikla þörf á því að fá erlent lánsfjármagn til Íslands, hverjum á að lána það? 

Hinu opinbera?

 


mbl.is Mikið laust fé í fjármálakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband