Færsluflokkur: Viðskipti

Margt er líkt með ....

Ég hef áður bloggað um hve mér þykir umræðan oft lík hér í Kanada og á Íslandi, og kringumstæðurnar oft svipaðar.

Ég var nú eitthvað of fljótur á mér í færslunni í gær, þar sem ég talaði um að engum hefði dottið til hugar að leggja niður Kanadíska dollarann og taka upp þann Bandaríska.

Á vef The Globe and Mail í dag má einmitt lesa um slíkan málflutning. Fréttina má finna hér.

Þar má m.a. lesa eftirfarandi:

"Mr. Jarislowsky, a former Canfor Corp. director, said the loonie's rise to above par with the U.S. dollar is destroying manufacturing and could devastate the forest sector.

“We don't have a single mill in Canada which isn't losing cash at the current exchange rate despite the fact we invested hundreds of millions in dollars into new equipment when we had the money,” said Mr. Jarislowsky, chairman of Montreal investment firm Jarislowsky Fraser Ltd.

“I believe that if we stay at the present levels the entire forest products industry practically is going to be in liquidation-bankruptcy and there's going to be an enormous loss of employment.”

He scorned suggestions that now is a great time to invest in new equipment because the stronger loonie can buy more.

“Very often we are being told that this is a wonderful time to invest but if you are going to go bankrupt anyhow, and if the dollar keeps shooting further up, I would say it would be throwing good money after bad,” he said.

You may as well go bankrupt and try to save as much of your money by pulling it out of there before you go bankrupt rather than putting additional capital into the company.”

Mr. Jarislowsky said Canada could either aim for a common North American currency or peg the loonie to the U.S. greenback at about 80 cents (U.S.), allowing it to float within a small band."

"However the federal Finance Department is cool to such ideas. It resolutely opposes the notion in briefing notes prepared for Finance Minister Jim Flaherty and obtained by The Globe and Mail under access to information law earlier this year. Finance officials told Mr. Flaherty that a common currency would mean an erosion of sovereignty for Canada.

They say it would ultimately mean Canada abandoning an independent monetary policy and therefore its ability to directly influence economic conditions within its borders.

“A North American common currency would undoubtedly mean for Canada the adoption of the U.S. dollar and U.S. monetary policy,” Finance officials say in the briefings. “Canada would have to give up its control of domestic inflation and interest rates.”"

Fyrir Íslendinga óneitanalega kunnugleg umræða og kunnugleg rök, eða hvað?

 

Finance also believes that alternatives to a common currency, such as pegging the loonie to the greenback, are even worse ideas, notes show.

Prufið nú að skipta út "Canada" fyrir "Ísland" og "Forrest industry" fyrir "útflutningsgreinarnar" og llesið svo fréttina að nýju.


Sterkur gjaldmiðill?

Það getur verið erfitt að búa við sterkan gjaldmiðil.  Það þekkja Íslendingar og það þekkjum við einnig sem búum hér í Kanada.  Nú eru Evruþjóðirnar að kynnast þessu einnig.  Bandaríkjamenn bjuggu við þetta um árabil, en nú hefur dæmið snúist við hjá þeim.

Sterkur gjaldmiðill gerir útflutning mun erfiðari, rétt eins og Airbus verksmiðjurnar eru að komast að nú, enda mikill munur á stöðu evru gagnvart dollar nú eða fyrir fáum árum.

En skyldu Airbus verksmiðjurnar og aðrir útflytjendur frá Evrusvæðinu fara að mælast til þess að evran verði lögð niður og tekinn upp dollar?

Ég á ekki von á því, enda engan veginn rökrétt, rétt eins og ég hef engan heyrt tala um það í Kanada að réttast væri að taka upp Bandaríska dollarann.

 


mbl.is Veik staða dollars ógnar afkomu Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flúið frá Filipseyjum? - REIkað um í Hollandi?

Það virðist ekki vera á hreinu hvort að GGE og REI hafa verið með í þessu útboði eður ei, og ég verð að viðurkenna að hafa "hlaupið hálfgerðan apríl" með síðustu færslu.  Það telst mér þó til málsbóta að við "hlupum" hlið við hlið ég og mbl.is.

En enn er þetta eitthvað óljóst, alla vegna segir í þessarri nýju frétt mbl.is:

"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru líkur til þess að íslensku fyrirtækin dragi sig til baka, þar sem þeim þykir það verð sem boðið var of hátt."

Ég verð að segja að ég býð spenntur eftir því að heyra frekari útskýringar hvað þetta varðar, eru líkur á því að þau dragi sig til baka, eða tóku þau ekki þátt í tilboðinu?  Ef þau tóku þátt í tilboðinu, vissu þau ekki af því hvaða verð átti að bjóða?  Ef þau vissu hvaða verð átti að bjóða, hví vilja þau þá draga sig til baka?

En ég fagna því ef Orkuveita Reykjavíkur hefur komist að því að þetta tilboð væri ekki raunhæft.

Það er líka talað um að Hollenska fyrirtækið Spalmere Holdings B.V. sé í eigu Íslensku fyrirtækjanna.  Nú kemur Íslenskum almenningi auðvitað ekkert við hvernig GGE hagar sínum málum, en ef það er satt að bæði REI og GGE eigi Spalmere, þá verð ég að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir útskýringum á því hvers vegna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur tekur þátt í "orkuútrásinni" í gegnum eignarhaldsfélag í Hollandi.

Það hlýtur að vera einhver frábær útskýring til á því, eða hvað?

Nú hljóta Íslenskir fjölmiðlamenn að vera í næturvinnu til að geta flutt almenningi allar fréttir af þessu á morgun.


mbl.is Íslensku fyrirtækin út úr tilboði á Filippseyjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskir sjáendur? - Fyrsti aðilinn til að græða milljarða á orkuútrásinni?

Þá er það orðið nokkuð ljóst að Íslenskir aðilar (ásamt heimamönnum) eiga hæsta tilboðið í margumrætt orkufyrirtæki á Filipseyjum.

Það er líka ljóst að Íslensku fjárfestarnir sjá einhver meiri verðmæti í fyrirtækinu en aðrir, enda tilboð þeirra heilum 14 milljörðum ISK hærra en næsta tilboð.  Tilboð Íslensku aðilanna var rétt ríflega 20% hærra en næsta tilboð, það munar um minna.

Það er ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort að sama "reiknivél" hafi verið notuð við tilboðsgerðina og notuð var til að reikna út verðmæti GGE og REI og sumir stjórnmálamenn notuðu svo til að reikna út líklegan hagnað Íslendinga af "orkuútrásinni".  Það er alla vegna ljóst að Íslensku aðilarnir sjá eitthvað við félagið sem aðrir tilboðsgjafar sjá ekki.

Auðvitað væri það hrein meinfýsni að velta því upp hvort að það sé ef til vill sama reiknivélin og einn stærsti eignaraðilinn að GGE notaði til að taka stóra "stöðu" í stóru Bandarísku flugfélagi og fer ég ekki nánar út í þá sálma.

En það skiptir auðvitað engu máli hvað einkaaðilar gera með sitt fé, hvernig þeir reikna og hvort þeir tapi eða græði, alla vegna ekki fyrir almenning per se.  Það skiptir hins vegar miklu máli fyrir almenning þegar opinberir eða hálfopinberir aðilar standa í slíkum fjárfestingum með fé sem þeir hafa tekið af almenningi, annaðhvort með sköttum eða einokunarstarfsemi.

En það getur líka verið að félagi Össur og allir þeir sem halda því fram að Íslendingar eigi eftir að græða milljarða á "orkuútrásinni" hafi rétt fyrir sér.  Það telst líklega heldur vænleg byrjun að Filipeyska ríkið er þegar búið að "hagnast" um 14 milljarða á þátttöku Íslendinga ef tilboðinu er tekið.

Viðbót:  Var að sjá það nú á vef RUV að hinir Íslensku aðilar (GGE og REI) hafi ekki verið með í tilboðinu.  Sjá frétt RUV hér.  Það verður þvi að lesa ofanritaða færslu með þeim fyrirvara að ég veit ekki lengur hvort að GGE og REI voru með eður ei.  En ég læt færsluna standa, fyrst að ég var búinn að klambra henni saman.  Vonandi koma skýrar fréttir hvað þetta varðar fljótlega.


mbl.is Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmætar ákvarðanir á ólögmætum fundi?

Mér finnst þetta stórmerkileg en illskiljanleg frétt.

Setningin:  "Fellst sáttinn í því að Orkuveitan viðurkennir að eigendafundurinn 3. október hafi verið ólögmætur og Svandís fellur frá kröfu um að ákvarðanir fundarins verði dæmdar ólögmætar þar sem þær hafa þegar allar verið dregnar til baka, segir Ragnar.", gengur ekki upp í mínum huga.

Ef fundurinn er ólögmætur, hvernig er þá hægt að falla frá kröfu um að ákvarðanir á þeim fundi séu ólögmætar.  Segir það sig ekki sjálft að það væri eðlilegast að standa á þeirri kröfu, þar sem varla hafa verið teknar lögmætar ákvarðanir á ólögmætum fundi.

Það væri líka gaman að heyra álit löglærðra manna á því að ákvarðanir séu dregnar til baka og að þær séú lýstar ólögmætar.  Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það geti skipt máli, ef mál vegna hugsanlegs tekjutaps, vegna þessara sömu ákvarðana, yrði höfðað.

Það er nauðsynlegt í þessu máli að fara yfir atburðarásina og framkvæmdina, hvernig stjórnin stóð að því að veita heimildir og hvernig embættismenn unnu með þær heimildir, sérstaklega hvað varðar saminga. 

Það getur líka verið lykilatriði ef kæmi til skaðabótakrafna, því það hlýtur að teljast verulegt vafaatriði, hvort að fyrirtæki getur verið ábyrgt fyrir samningi, sem starfmaður þess undirritar án heimildar stjórnarinnar.

En þetta er líklega ekki síðasti þátturinn í þessarri "sápu".


mbl.is Sátt í máli Svandísar gegn OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver til í að útskýra frekar?

Ég verð að viðurkenna að mér þykir þetta frekar undarleg frétt.  Hef það á tilfinningunni þegar ég les hana að hér vanti eitthvað.

Hvernig er þessi "nýja leið" okkar Kanadamanna með fisk inná Evrópumarkað?  Hafa verið einhver vandkvæði með að koma Kanadískum fisk á markað í Evrópu?  Hafa þau vandræði verið í formi tolla eða einhvers annars?

Hverju breytir það að millilenda með hann á Íslandi?  Er eitthvað gert við fiskinn á Íslandi, hann t.d. unninn frekar?  Breytis hann í "Íslenskan fisk" áður en hann er fluttur áfram til Evrópu?

Það er "lykt" af fréttinni.


mbl.is Fiskur fluttur frá Kanada til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarstefna?

Ég ætla að vekja athygli á þessarri bloggfærslu minni og svo aftur þessarri frétt á ruv.is

Fréttin er hér eftirfarandi:

"Jafnaðarmenn hrósa ráðherra

Ungir jafnaðarmenn (UJ) fagna frumkvæði viðskiptaráðherra um endurskoðun á reglum um tollfríðindi og þeim upphæðum á vörum sem fólk má flytja með sér til landsins.

Aðflutningsgjöld séu barn síns tíma og óskiljanlegt að fólk megi ekki koma með vörur fyrir meira en 46.000 krónur án þess að borga toll og gjöld af því. Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að upphæðirnar verði hækkaðar umtalsvert eða hreinlega felldar niður. Ennfremur að tími tollvarða og peningar skattborgaranna verði nýttir í eftirlit sem skipti máli, svo sem baráttu gegn innflutningi fíkniefna."

Setningin "Ungir jafnaðarmenn hvetja til þess að upphæðirnar verði hækkaðar umtalsvert eða hreinlega felldar niður.", vakti sérstaka athygli mína.

Þó að vissulega megi misskilja setninguna á þann veg að ef ekki verði um hækkanir að ræða, sé best að fella heimildir til tolls og virðisaukaskattslauss innflutnings niður, tel ég að það sé ekki það sem Ungir jafnaðarmenn séu að meina, heldur vilji þeir að hámarkið verði fellt úr gildi og ferðamenn megi taka ótakmarkað af varningi með sér til landsins án þess að greiða af honum tolla, vörugjöld eða virðisaukaskatt.

Má þá eiga von á því að næstu tillögur frá Ungum jafnaðarmönnum verði í þá veru að allir tollar, öll vörugjöld og virðisaukaskattur verði lagður niður á Íslandi?

Eða eru þeir búnir að teygja jafnaðarstefnuna í þá átt að sjálfsagt þyki að þeir sem ferðast njóti stórfelldra fríðinda en ekki þeir sem heima sitja?  Að þeir sem ferðist geti keypt flest það sem þeir þurfi án þess að greiða til samfélagsins en þeir sem versla t.d. á netinu eða heima þurfi að greiða eftir sem áður?

Að mínu mati er best að sömu lög og skilmálar ríki, burtséð frá því hvar eða með hvaða máta menn kjósa að versla.  Það á ekki að skipta máli hvort að verslað er í verslun í Reykjavík, frá netverslun í Portúgal, eða verslun í London, varningurinn á að bera sömu gjöld og sama virðisaukaskatt ef og þegar hann er fluttur til Íslands.

Ef að Ungir jafnarðarmenn eru hins vegar að hefja baráttu fyrir því að allir tollar, öll vörugjöld og virðisaukaskattur verði lagður niður á Íslandi, þá líst mér ágætlega á það.

Það myndi þýða verulegan samdrátt í tekjum ríkissjóðs og hefja yrði löngu tímabæran niðurskurð á útgjöldum hans, en það myndi án efa leysa úr læðingi mikinn kraft í samfélaginu og stórauka samkeppni.

 

 


Iceland's Financial Sector

Það er ekki oft sem að minnst er á Íslenskan fjármálamarkað í blöðum hér í Kanada, þó að vissulega hafi Íslensk fyritæki verið til umfjöllunar, sérstaklega þegar þau hafa verið að kaupa upp Kanadísk fyrirtæki eins og gerst hefur undanfarin misseri.

En í helgarútgáfu "Globe and Mail", mátti lesa eftirfarandi klausu í þeim hluta blaðsins sem helgaður er fjármálum, "Globe Investor Weekend".  Þar skrifar Angela Barnes dálk undir heitinu Stocks Around the World This Week.

"Iceland:  Iceland´s financial has come dependent on external debt to finance strong local credit demand and is therefroe vulnarable to any restrictions in global credit.  Given the worries that have benn surfacing about global credit conditions, it is not surprising that investors pushed prices of the Icelandic banks lower.  The OMX Iceland 15 index fell almost 9% over the week."

Ísland er þarna í hópi Mexico, Hollands, Ástralíu og Japan, yfir þau lönd sem haf vakið sérstaka athygli í vikunni, fyrir utan auðvitað yfirgripsmikla umfjöllun sem er um Kanadísk og Bandarísk verðbréf.

Þó er Íslenska vísitalan ekki á meðal þeirra sem nefndar eru í dálkinum "International Indexes", ekki enn alla vegna.


Fagnaðarefni

Það er vissulega ástæða til að fagna því ef að stimpilgjöld og vörugjöld verða afnumin.  Það væri þó æskilegt að tekið væri fram hvort um væri að ræða öll vörugjöld, eða hvort eingöngu er verið að ræða um hluta þeirra.  Þó að aðeins væri um að ræða hluta, væri það vissulega framför, en ef um væri að ræða öll vörugjöld væri það bylting.

Hvað varðar stimpilgjöldin, er niðurfelling þeirra löngu tímabær.  Ég fann muninn þegar við Bjórárhjónin slógum lán til að kaupa slotið, engin stimpilgjöld, engin lántökugjöld, öll upphæðin sem við fengum að láni fór í að greiða húsnæðið.  Bankinn gaf okkur meira að segja ca. 30.000, til að dekka lögfræðikostnað.  Hér þyrftu bankarnir að sýna lit og lækka eða fella niður lántökugjöld.

Niðurfellingar á þessum gjöldum myndu gjörbreyta möguleikum almennings sem fyrirtækja á því að skuldbreyta og færa lán á milli banka, eftir því hvernig kjör gæfust.

Hvað varðar uppgreiðslugjöldin, þá finnst mér líka vanta að skýra út til hvaða ráða hið opinbera hyggst grípa til.  Er meiningin að banna uppgreiðslugjöld með lögum?

Ef svo er, þá finnst mér það frekar misráðið og slíkar aðgerðir eru í raun líklegar til að hækka vexti, enda eykur það áhættuna fyrir bankann verulega, ef hægt er að greiða lánið upp fyrirvaralaust hvenær sem er.  Slíkt gæti því virkað öfugt fyrir neytendur, enda þykir mér sjálfsagt að slíkt sé frjálst í samningum um lán, enda er ekki óalgengt að boðið sé upp á mismunandi vexti, eftir hvernig uppgreiðslukjör eru.  Í þessum efnum sem öðrum er of mikil forsjárhyggja varasöm.

 


mbl.is Vörugjöld, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REIgin mistök

Það hefur verið grátlegt að lesa um þessa atburðarás.  Fátt  hefur verið framkvæmt rétt, alla vegna frá mínu sjónarhorni.

Í mínum huga byrja mistökin þegar ákveðinn er samruni opinbers fyrirtækis og einka.  Ja, jafnvel aðeins fyrr, þegar aðeins valdir fjárfestar fá að leggja fé í fyrirtæki sem er dótturfyrirtæki OR.

 Stjórnmálamenn eiga ekki og ættu ekki að geta farið með slík fyrirtæki sem sín eigin.

Hugmyndin að fyrirtækinu er ekki slæm, að nota þann þekkingarauð sem safnast hefur hjá OR.  En síðan fer þetta niður á við.  Það er vissulega góð hugmynd að fá áhættufjármagn til þess að áhættan liggi ekki öll hjá OR, en þá á að auglýsa eftir því, fjárfestar eiga að sitja við sama borð.  Stjórnmálamenn eða stjórnendur fyrirtækisins eiga ekki að handvelja fjárfesta inn í fyrirtækið. 

Það gilda aðrar leikreglur um opinber fyrirtæki en þau sem starfa í einkageiranum.

Síðan gengur það heldur ekki upp að í mínum huga að sameina opinbert fyrirtæki og einkafyrirtæki, án þess að önnur fyrirtæki eða fjárfestar hafi þar nokkra möguleika.  Sú staðreynd að ekkert "óháð" verðmat hafi farið fram er svo annar hlutur sem virkar ekki traustvekjandi.

Líklega má bera þetta saman við að fyrst hefði völdum fjárfestum verið seldir hlutar í Símanum og fyrirtækið síðan látið renna saman við Vodafone.  Ég reikna með að það hefði ekki þótt góð "latína".

Þegar opinber fyrirtæki eru "færð" yfir í einkageirann (að hluta eða að fulllu) er nauðsynlegt að jafnræðis sé gætt, þannig að áhugasamir fjárfestar hafi jafna möguleika til að taka þátt í "geiminu".

Þetta undarlega samkrull af einka og opinberum rekstri, þar sem ákvarðanir virðast vera teknar í skyndi af þröngum hóp á einflaldlega ekki að eiga sér stað.

Oft hefur verið "hveralykt" af Orkuveitunni, en sjaldan eins og núna.

Það atriði sem hefur valdið mestu fjaðrafoki, þ.e.a.s. "kaupréttarsamningarnir", þá vil ég bæta því við að þar er opinberu fyrirtæki vissulega vandi á höndum.  Fyrirtæki verður að geta haldið lykilstarfsmönnum og boðið þeim umbun sem þarf.  En þar er einmitt opinbera eignarhaldið enn og aftur til vandræða og nauðsynlegt að hafa skýrt og heiðarlegt ferli við færslu fyrirtækis úr opinberrri (meirihluta) eigu yfir í einkageirann.

P.S.  Verð svo að bæta því við að allur samanburður við bankanna er auðvitað út í hött, og sömuleiðis sú röksemdafærsla að bankarnir hefðu orðið jafn mikils virði ef þeir hefðu verið áfram í opinberri eigu.  Slíkt færa ekki fram nema lýðskrumarar.

Vissulega má segja að Orkuveitan geti orðið af miklum hagnaði ef stór eða allur hluti REI er seldur, en lykilorðið er "geti".  Orkuveitan getur líka orðið af miklum hagnaði með því að kaupa ekki stóran hluta í Kaupþingi, Landsbankanum eða Microsoft.  En það er spurningin hvort að eigendur Orkuveitunnar (skattgreiðendur í Reykjavík, Akranesi og Borgarnesi) vilji að farið sé með fé OR í áhættufjárfestingar meira en nauðsynlegt er. 

Að mínu mati er það ákaflega skynsamlegt að halda aðeins eftir litlum (eða engum) hluta í fyrirtækinu og leggja ekki fram neitt nema þekkingu, láta öðrum eftir að leggja fram fjármagnið.  En ég endurek að þar ættu allir fjárfestar að sitja við sama borð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband