Að tapa 5. hverri krónu

Það eru vissulega slæm tíðindi þegar Norrærni fjárfestingarbankinn er hættur að lána Íslendingum.  Þegar þessi frétt er lesin virðist helst mega skilja af henni að sú ákvörðun sé að einhverju leyti tengd IceSave reikningunum og deilum um hverjir beri ábyrgð á þeim.

Þegar þessi frétt á Vísi er lesin, kemur hins vegar meira kjöt á beinin.

Þar er ekkert minnst á IceSave, en sagt frá gríðarlegum útlánatöpum bankans á Íslandi.  Bankinn hefur ef marka má fréttina tapað 5. hverri krónu sem hann hafði í útlánum á Íslandi.  Nemur tapið Íslenskum lánum 140 milljónum euroa árið 2008.  Helmingur af útlánatapi bankans var tengdur Íslandi.

Að IceSave ábyrgð Íslendinga auki greiðslugetu Íslenskra fyrirtækja er eitthvað sem mér finnst ekki liggja í augum uppi, en vegir allir í kringum það mál eru torskiljanlegir.

En hitt hefði ég gaman af því að vita sem er hvaða fyrirtæki Íslensk það eru sem standa að baki þessum útlánatapi Norræna fjárfestingarbankans.

Væri það efni ekki verðugt að bera á fréttaborð almennings?

Allar upplýsingar þar að lútandi eru vel þegnar í athugasemdakerfið.


mbl.is Hættir að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævarinn

Þetta er hræðsluáróður ríkisstjórnar er hundléleg blaðamennska hjá mogganum, þessi banki hefur ekki lánað okkur peninga síðan 2007

Recent loans

Loans agreed between the Bank and its customers

YearAll200920082007
CountryAllAzerbaijan*BrazilChinaDenmarkEstoniaFinlandIcelandIndiaLatviaLithuaniaNetherlandsNorwayPhilippinesPolandRussiaSerbiaSlovakiaSwedenThailandUkraineUruguay
Sector
  • Select sectors
  • Environment
  • Energy
  • Transport, logistics and communications
  • Innovations
  • Financial intermediary
  • Manufacturing and mining
  • Services and other
DateCountryClient
17 Oct 2007IcelandLandsnet hf.Read more
5 Sep 2007IcelandByggðastofnun (Institute of Regional Development)Read more
3 Jul 2007IcelandLánasjóður sveitarfélaga ohf. (Municipality Credit Iceland).Read more
16 Apr 2007IcelandAkureyri MunicipalityRead more
12 Mar 2007IcelandRARIK ohfRead more
8 Mar 2007IcelandSparisjóður Reykjavíkur og nágrennisRead more

Sjá nánar hér

Sævarinn, 5.8.2009 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband