Merkileg staðreynd

Þessi stutta frétt sem ég rakst á á vef ríkisútvarpsins vakti athygli mína, hún lætur ekki mikið yfir sér en segir þó nokkra sögu.  Fréttina má lesa hér.

Í fréttinni kemur fram (eins og má lesa hér að neðan) að meirihluti innlána hjá Íslensku bönkunum kemur nú að utan.  Á rétt tæplega 2. árum hefur þetta hlutfall vaxið úr 7% í 52%.  Þetta bendir til að Íslendingar séu ekki áfjáðir í að leggja peninga inn í banka, þeir séu hrifnari af því að taka þá að láni, og kvarta svo undan vöxtunum.

Samt hafa innlánsvextir á Íslandi verið mjög góðir undanfarin ár, til að mynda mun betri heldur en bjóðast hér í Kanada.  Það ætti að virka hvetjandi á Íslendinga að leggja frekar fé inn heldur en taka það að láni. 

En þetta segir líka ákveðna sögu um hve alþjóðlegir Íslensku bankarnir eru og að Íslenskir viðskiptavinir vega mun minna hjá þeim en áður var.

En hvernig skyldi annars útlánin skiptast á milli sömu hópa?

"Meirihluti innlána hjá útlendingum

Meirihluti innlána íslenskra banka eru í eigu útlendinga. Hlutur útlendinga var 7% árslok 2005 en fór í 51% í ágúst í haust. Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir að skýringin á þessari aukningu sé sú að viðskiptabankarnir hafi lagt áherslu á söfnun innlána í erlendum starfsstöðvum sínum.

Þá segir Fjáramálaeftirlitið að viðskiptabankar og sparisjóðir hafi lagt aukna áherslu að auka innlán. Þau hafi nærri þrefaldast á síðustu tveimur árum. Í árslok 2005 hafi hlutfall innlána af útlánum verið um 30% en um mitt þetta ár hafi hlutfallið verið komið í 52%."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það gleymist alveg að geta um innlánsvextina erlendis, í hvaða löndum þetta er og hvernig samkeppnisumhverfið er í þeim löndum.

Þetta segir manni semsagt ekki nokkurn skapaðan hlut nema það að þessir bankar eru að bjóða betri innlánsvexti erlendis en hérlendis.

Ég heyrði þessa frétt í ríkisútvarpinu í gær. Hún rifjaðist upp fyrir mér þegar eg las færsluna þína.

Þórbergur Torfason, 25.11.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef ég hef skilið þetta rétt, eru Íslensku bankarnir alls ekki að bjóða betri vaxtakjör erlendis heldur en á Íslandi.  Hitt er hins vegar staðreynd að þeir bjóða gjarna góð kjör miðað við aðra banka á "svæðinu", enda gjarna betra að fjármagna sig með innlánum en lánum.

Hér er t.d. síða sem auglýsir innlánskjör hjá Landsbankanum í Englandi og hafa þessir reikningar vakið mikla lukku ef ég hef skilið rétt.

Vextir hafa almennt verið að hækka í Evrópu, en ef ég man rétt er verðbólga í Bretlandi u.þ.b. 2%

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er akkúrat það sem ég á við. Smáauglýsing í staðarblaðinu. Mergurinn málsins er sá að ég held, að flestar þjóðir aðrir en Íslendingar, gefa gaum, þessum atriðum sem okkur finnst kennske vera smáatriði þ.e. innlánsvöxtum. Hérlendis eru jú í boði innlánsvextir en þeir helgast af allskyns klásúlum um að reikningurinn sé lokaður í svo og svo langan tíma. Meira að segja hef ég orðið vitni að tilboði sem er með hrinum ólíkindum. Banki bauð háa innlánsvexti á lokaðan reikning til 24. mánaða með því skilyrði að ákveðin lágmarksupphæð yrði vistuð á reikningnum. Viðskiptavinurinn spurði þá hvað hann gæti gert ef hann skyndilega þyrfti aura. Svarið var. Við mundum lána þér. Ég heyrði ekki frekar af þessum samskiptum enda þurfti ég ekki að heyra meira.

Mér finnst hvíla á fréttaflytjandanum að bera saman kjörin sem er verið að bjóða í sitt hvoru landinu. Mín sannfæring er að hérlendis séum við undirmálsfólk. Hér er vaxtaokur meðan þessar helvítis verðbætur hanga yfir okkur eins og austfjarðarþokan þegar henni tekst sem best upp.

Þórbergur Torfason, 25.11.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ekki veit ég hvar þú ert með viðskipti, en svo að dæmi sé tekið er skítsæmileg inneign (250þús +) á markaðsreikningi hjá Kaupþingi með 12.5 til 13.3% vexti.  Hver innlögn er bundin í 10 daga, síðan ekki söguna meir.  Aðrir bankar á Íslandi bjóða svipuð kjör.

Hver er nú verðbólgan á Íslandi og hverjir eru þá raunvextirnir?  Hvernig standa þessi kjör í samanburði við raunvexti í Bretlandi?

Staðreyndin er auðvitað sú að það er eiginlega hvergi betra að ávaxta fé sitt á sparisjóðsbók en á Íslandi (nema að menn vilji fara að taka gengisháhættu inn í) en samt kjósa Íslendingar frekar að "slá" en leggja inn.

G. Tómas Gunnarsson, 25.11.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband