Færsluflokkur: Grín og glens

Fimmeyringur: Loo í skítamálum

Það er eiginlega ekki hægt að forðast þennan fimmeyring, hversu mikið sem reynt er.

Að Loo megi ekki tengjas salernin við fráveituna er einn af þessum fimmeyringum sem lífið býður svo reglulega upp á.

Vissulega er fimmeyringurinn betri á enskunni, "Loo can not connect caravans to sewage".

En það er þetta með frárennslismálín, upp á Enskuna:  Shit happens.


mbl.is Loo má ekki tengja hjólhýsi við fráveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr málsháttur?

Oft má súkkulaði kjurrt liggja!


Svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi

Af því að í dag er föstudagurinn langi (eða sá góði á Enskunni), og jafnframt verða seinna á þessu ári liðin 40 ár frá því að kvikmyndin "Life of Brian" var frumsýnd er ekki úr vegi að sýna hér eitt besta atriðið úr myndinni.  Það jafnframt er eitt af allra bestu lögum Eric Idle, ég er auðvitað að tala um "Always Look At The Bright Side of Life".

 

En það er líka þarft að velta því fyrir sér hvaða móttökur hún hlaut fyrir 40 árum og hvort mikið hafi breyst,eða hvort að hún yrði yfirleitt framleidd í dag, nú eða sýnd.

Stórfyrirtæki eins og EMI treysti sér ekki til að fjármagna verkið, og ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Georgs Harrison, bítilsins geðþekka, er óvíst að myndin hefði verið framleidd, þvi ekkert af "stóru" kvikmyndaverunum treysti sér til að koma að gerð hennar.

Það var mótmælt fyrir utan kvikmyndahús í Bandaríkjunum og hún var bönnuð í hlutum af Bretlandi og alfarið í Noregi.  Það tengist einmitt fyrirsögninni, en þannig var "Life Of Brian" auglýst í Svíþjóð:  Svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi.

Persónulega er þetta ein af mínum uppáhaldsmyndum og líklega sú sem ég hef oftast horft á.  Því hún er ennþá fersk.

Ég held að hún sé mjög "hollt áhorf" og á erindi til allra.

Oft þegar ég les eða sé einhvern "sármóðgaðan" einstakling hugsa ég til Python.

 

 

 

 

 


Hamingjusamir Finnar og sundlaugarpartýi

Finnskur kunningi minn sendi mér tölvupóst í morgunn þar sem hann sagði að þó að Finnar yrðu líklega seint taldir brosmildasta þjóð í heimi, þá væru þeir nú sú hamingjusamasta.

Hann taldi að það gæti ekki verið nema ein skýring á þessari hamingju, það væru sundlaugarpartýin þeirra og svo saunanFinnish Pool Party.

 

 


mbl.is Finnar hamingjusamastir þjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að þroska ost með tónlist

Einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef lesið um nokkra hríð, var að finna í The National Post, nú fyrir skemmstu.

Þar er fjallað um rannsóknir Svissneskra vísindamanna á því að spila mismunandi tegundir tónlistar á meðan ostur þroskast.

Notast var við stór "hjól" af Emmental og látlaust spiluð tónlist í hljóðeinangruðum boxum.

Lögin sem notast var við voru: Yello -  “Monolith” (ambient), Mozart’s “The Magic Flute” (klassík), A Tribe Called Quest’s “Jazz (We’ve Got)” (hip-hop), Led Zeppelin’s “Stairway to Heaven” (rokk), and Vril’s “UV” (teknó).

Lagaspilunin tók 6. mánuði og niðurstaðan er sú að tónlistin hafi marktæk áhrif á ostinn.

Ostur sem naut tónlistar þótti mildari og bragðbetri en ostur sem engrar tónlistar naut.

Bestur þótti ostur sem var spilað hip-hop fyrir, eða lagið "Jazz (We´ve Got), með A Tribe Called Quest, frá því snemma á 10. áratugnum.>Lagið er hrein snilld, og ekki að undra að það hafi góð áhfrif á ostinn.

 

 

 

 

Svo er spurning hvort að Osta og smjörsalan eigi ekki eftir að notfæra sér þetta. Gæti orðið búbót fyrir tónlistarmenn einnig.

6 mánaða "Hatari" gæti orðið góð söluvara, 45% "Bubbi" og þeim þjóðlegri væri boðið upp á ost sem hefði þroskast undir rímum.

 


Hatari á Gaza?

Ég horfði nú ekki á Söngvakeppnina í gær, en ég held að ég hefi heyrt flest lögin á einn eða annan hátt.

Persónulega er ég sáttur við val áhorfenda.  Sjálfur hefði ég greitt Hatara atkvæði mitt alla leið.

Einfaldlega fínt lag og bar höfuð og herðar yfir önnur - svona að mínu mati. 

Hvað varðar svo pólítík hljómsveitarinnar, þá verð ég að viðurkenna að hún er mér minna að skapi, en ekki svo að ég geti ekki hlustað á tónlistina.

Ég er enda vanur því að margir listamenn sem ég kann að meta hafi stjórnmálskoðanir sem eru andstæðar mínum og jafnvel stundum hálf fyrirlitlegar.

Það hefur aldrei truflað mig við að lesa góða bók, hlusta á góða tónlist, horfa á góða bíómynd eða dást að ljósmynd.

En ég gat ekki varist þeirri hugsun þegar ég horfði á stórgott myndband Hatara, að ef svo færi að Sjónvarpið myndi enda á því að senda þá til Jerúsalem, hvort að þeir myndu ekki nota tækifærið og fara í tónleika ferð um nágrannalöndin?

Hatari - in concert - á Gaza, Vesturbakkanum, Egyptalandi, Líbanon. Þeir gætu jafnvel reynt að "hoppa" yfir til Íran.

 


mbl.is Hatari og Hera í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar ættu að bjóða Trump til landsins

Ef ég væri starfandi PR-maður hjá Íslensku fyrirtæki s.s. Icelandir, Wow air, eða einhverju þokkalega stóru ferðaþjónustufyrirtæki, myndi ég bjóða Trump og fjölskyldu hans til landsins.

Það er að segja Joshua Trump og fjölskyldu hans.

Fá fyrirtæki til að slá saman, flugfar, hótelgisting, eitthvað út að borða, einhverjar skoðunarferðir, hvalaskoðun o.s.frv.

Hægt að fá góða umfjöllun hér og þar um Trump á Íslandi, Trump.

Held að þetta væri gott tækifæri.


mbl.is Lagður í einelti vegna Trump-nafnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá orðið ljóst hvar "Kúba norðursins" mun rísa?

Eitthvað sem segir mér að þetta nýja hverfi eigi eftir að verða vinsælt hjá sósíaslistum og háskólaprófessorum.

"Kúbuumhverfi" líklega ekki eitthvað sem þeir fúlsa við.  Spurning hvort að borgaryfirvöld reddi ekki sykurreir í hverfið, ef ég hef skilið rétt er hann af einhverskonar grasaætt. Líklega hægt að fá "höfundarvarin" eintök.


mbl.is Pálmatré í Vogabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veganúar

Veganúar er nú á seinni sprettinum, allir á fullu að drífa sig á Þorrablót og mikil umræða um hvoru tveggja, þó að ef til vill eigi þetta ekki mikla samleið.

Fékk þetta "slogan" sent frá kunningja, hitti mig beint í hjartastað, eða bara í magann.

 

Veganuar Is A Big

 

Missed Steak.


Er Seðlabankinn með allt niðrum sig?

Þó að mér gæti ekki verið meira sama um hvort að nektarmyndir (sama af hvaða toga þær eru) hanga uppi í Seðlabankanum eður, finnst mér umræðan sem hefur spunnist um þær nokkuð áhugaverð.

Það virðist ekki ganga upp að "frjálsar geirvörtur" prýði veggi bankans.

En eru geirvörtur á myndum Gunnlaugs eitthvað merkilegri en geirvörtur á mánaðadegi einvers höggdeyfaframleiðenda?  Hvað ef "pin-up" myndirnar eru teknar af frægum "listrænum" ljósmyndara"?

Hafa "listamenn" meiri rétt en aðrir til að vera "ögrandi", "móðgandi", eða "klámfengnir", nú eða kalla hjúkrunarfræðinga hjúkrunarkonur?

Eiga allir rétt á að lifa og starfa í umhverfi sem ekki misbýður þeim eða móðgar á nokkurn hátt?  Hver á að tryggja það og hvernig?

En hins vegar verð ég líka að segja að ég skil Seðlabankann fullkomlega.  Ef ég ræki stóran vinnustað og einhver hluti af starfsfólkinu óskaði þess við mig að einhverjar myndir yrðu teknar niður, myndi ég án efa gera það ef ég teldi að "andinn" á vinnustaðnum yrði betri.

Á hvers rétt gengur það?

Hugsanlega þeirra sem nutu myndanna, fram hjá því er ekki hægt að líta.  Þeir geta orðið af hugsanlegum ánægjustundum.

En skrifstofur eru ekki "almannarými". Hafi verið rætt við þá sem unnu á skrifstofunum og þeir verið sáttir við að fá aðrar myndir á vegginn er í raun lítið frekar að ræða.

Hafi það hins vegar verið gegn þeirra vilja, er komið annað mál.

Er svo kominn tími til að setja upp skilti við inngang á listasöfnum, þar sem varað sé við því að þar sé hugsanlega að finna hluti sem geti gengið gegn blyðgunarkennd, verið móðgandi og jafnvel valdið óþægilegum hugrenningum.

Eða ætti frekar að skylda alla til þess að setja sambærilegt skilti á innanverða útihurðina hjá sér?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband