Svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi

Af því að í dag er föstudagurinn langi (eða sá góði á Enskunni), og jafnframt verða seinna á þessu ári liðin 40 ár frá því að kvikmyndin "Life of Brian" var frumsýnd er ekki úr vegi að sýna hér eitt besta atriðið úr myndinni.  Það jafnframt er eitt af allra bestu lögum Eric Idle, ég er auðvitað að tala um "Always Look At The Bright Side of Life".

 

En það er líka þarft að velta því fyrir sér hvaða móttökur hún hlaut fyrir 40 árum og hvort mikið hafi breyst,eða hvort að hún yrði yfirleitt framleidd í dag, nú eða sýnd.

Stórfyrirtæki eins og EMI treysti sér ekki til að fjármagna verkið, og ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Georgs Harrison, bítilsins geðþekka, er óvíst að myndin hefði verið framleidd, þvi ekkert af "stóru" kvikmyndaverunum treysti sér til að koma að gerð hennar.

Það var mótmælt fyrir utan kvikmyndahús í Bandaríkjunum og hún var bönnuð í hlutum af Bretlandi og alfarið í Noregi.  Það tengist einmitt fyrirsögninni, en þannig var "Life Of Brian" auglýst í Svíþjóð:  Svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi.

Persónulega er þetta ein af mínum uppáhaldsmyndum og líklega sú sem ég hef oftast horft á.  Því hún er ennþá fersk.

Ég held að hún sé mjög "hollt áhorf" og á erindi til allra.

Oft þegar ég les eða sé einhvern "sármóðgaðan" einstakling hugsa ég til Python.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er best að horfa á "the last temptation of Christ" á undan.  Þá verður þetta allt fyndara.

Gerði það um daginn, svínvirkaði.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.4.2019 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband