Að þroska ost með tónlist

Einhver skemmtilegasta frétt sem ég hef lesið um nokkra hríð, var að finna í The National Post, nú fyrir skemmstu.

Þar er fjallað um rannsóknir Svissneskra vísindamanna á því að spila mismunandi tegundir tónlistar á meðan ostur þroskast.

Notast var við stór "hjól" af Emmental og látlaust spiluð tónlist í hljóðeinangruðum boxum.

Lögin sem notast var við voru: Yello -  “Monolith” (ambient), Mozart’s “The Magic Flute” (klassík), A Tribe Called Quest’s “Jazz (We’ve Got)” (hip-hop), Led Zeppelin’s “Stairway to Heaven” (rokk), and Vril’s “UV” (teknó).

Lagaspilunin tók 6. mánuði og niðurstaðan er sú að tónlistin hafi marktæk áhrif á ostinn.

Ostur sem naut tónlistar þótti mildari og bragðbetri en ostur sem engrar tónlistar naut.

Bestur þótti ostur sem var spilað hip-hop fyrir, eða lagið "Jazz (We´ve Got), með A Tribe Called Quest, frá því snemma á 10. áratugnum.>Lagið er hrein snilld, og ekki að undra að það hafi góð áhfrif á ostinn.

 

 

 

 

Svo er spurning hvort að Osta og smjörsalan eigi ekki eftir að notfæra sér þetta. Gæti orðið búbót fyrir tónlistarmenn einnig.

6 mánaða "Hatari" gæti orðið góð söluvara, 45% "Bubbi" og þeim þjóðlegri væri boðið upp á ost sem hefði þroskast undir rímum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband