Hatari á Gaza?

Ég horfði nú ekki á Söngvakeppnina í gær, en ég held að ég hefi heyrt flest lögin á einn eða annan hátt.

Persónulega er ég sáttur við val áhorfenda.  Sjálfur hefði ég greitt Hatara atkvæði mitt alla leið.

Einfaldlega fínt lag og bar höfuð og herðar yfir önnur - svona að mínu mati. 

Hvað varðar svo pólítík hljómsveitarinnar, þá verð ég að viðurkenna að hún er mér minna að skapi, en ekki svo að ég geti ekki hlustað á tónlistina.

Ég er enda vanur því að margir listamenn sem ég kann að meta hafi stjórnmálskoðanir sem eru andstæðar mínum og jafnvel stundum hálf fyrirlitlegar.

Það hefur aldrei truflað mig við að lesa góða bók, hlusta á góða tónlist, horfa á góða bíómynd eða dást að ljósmynd.

En ég gat ekki varist þeirri hugsun þegar ég horfði á stórgott myndband Hatara, að ef svo færi að Sjónvarpið myndi enda á því að senda þá til Jerúsalem, hvort að þeir myndu ekki nota tækifærið og fara í tónleika ferð um nágrannalöndin?

Hatari - in concert - á Gaza, Vesturbakkanum, Egyptalandi, Líbanon. Þeir gætu jafnvel reynt að "hoppa" yfir til Íran.

 


mbl.is Hatari og Hera í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Aha... ég horfði ekki á söngvakeppnina í gær.  Held að þetta sé þá eina lagið þaðan sem ég hef heyrt.
Hljómar eins og Laibach eða Malice Mizer (mæli persónulega með hvorugu).

Þetta getur ekki verið versta lagið.

Ég held, byggt á engu nena eigin húmor, að þetta sé einhver brandari sem við hin höfum enn ekki skilið.

Það getur alveg vel verið að þeir séu að flytja okkur einhvern ó-írónískan fasista-áróður.  Það breytir því ekkihvernig þeir líta út eða hljóma.  Þetta er Sylvía Nótt ársins, held ég.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2019 kl. 13:39

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Virkilega flott lag. Og sammála þér um það, að stjórnmálaskoðanir listamanna ættu aldrei að trufla neinn í að njóta listarinnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.2.2019 kl. 17:24

3 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Ég er sammála um það, að stjórnmálaskoðanir listamanna ættu aldrei að trufla neinn í að njóta listarinnar, nema þegar stjórnmálaskoðanirnar eru ekki réttar þá þarf að fara vel yfir málið.

Og auðvitað má alls ekki njóta listar frá listamönnum sem hafa verið metooaðir, og gildir þá engu hvort þeir hafa réttar pólitískar skoðanir.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 10.2.2019 kl. 19:57

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásgrímur, þakka þér fyrir þetta.  Það má vel vera að þetta sé allt saman "brandari", það skemmir ekki tónlistina.

Það að vera frekar ósjálfkvæmir sjálfum sér getur líka verið brandari, en er þó oft sett fram á alvarlegan máta.

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Oft skapa "skrýtnir" einstaklingar eitthvað ótrúlega frábært. Lagið er varla meira en þokkalegt, en í þessu eins og mörgu öðru er nóg að vera betri en það sem keppt er við.

En það er pólítk í listinni, og stundum list í pólítkinni.

@Richard, þakka þér fyrir þetta.  Það er mín skoðun og upplifun að þetta trufli mig ekki.  Hvað aðrir ákveða er þeirra mál. Hef aldrei haft þessa sterku löngum til að breyta öðrum, ja nema ef til vill börnunum mínum :-)

En ég tek ekki afstöðu til listaverka eftir því hvað einstaklingar eru sakaðir um, allra síst þegar ég hef enga möguleika á því að dæma um hvort ásakanir séu réttar eða rangar.

Ég er enn þeirrar skoðunar að sumar myndir Woody Allen séu hreint stórkostlegar. EEA/EES samningurinn er hvorki betri eða verri vegna ásakana sem JBH er borinn.

Polanski hefur líka gert frábærar myndir, en mér finnst of langt gengið þegar barist var gegn framsali hans.  Hann átti að mæta fyrir rétt eins og aðrir.

Í engu tilfella er ég í aðstöðu til að dæma um sannleiksgildið ásakana.

Svona má lengi telja.

G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2019 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband