Er Seðlabankinn með allt niðrum sig?

Þó að mér gæti ekki verið meira sama um hvort að nektarmyndir (sama af hvaða toga þær eru) hanga uppi í Seðlabankanum eður, finnst mér umræðan sem hefur spunnist um þær nokkuð áhugaverð.

Það virðist ekki ganga upp að "frjálsar geirvörtur" prýði veggi bankans.

En eru geirvörtur á myndum Gunnlaugs eitthvað merkilegri en geirvörtur á mánaðadegi einvers höggdeyfaframleiðenda?  Hvað ef "pin-up" myndirnar eru teknar af frægum "listrænum" ljósmyndara"?

Hafa "listamenn" meiri rétt en aðrir til að vera "ögrandi", "móðgandi", eða "klámfengnir", nú eða kalla hjúkrunarfræðinga hjúkrunarkonur?

Eiga allir rétt á að lifa og starfa í umhverfi sem ekki misbýður þeim eða móðgar á nokkurn hátt?  Hver á að tryggja það og hvernig?

En hins vegar verð ég líka að segja að ég skil Seðlabankann fullkomlega.  Ef ég ræki stóran vinnustað og einhver hluti af starfsfólkinu óskaði þess við mig að einhverjar myndir yrðu teknar niður, myndi ég án efa gera það ef ég teldi að "andinn" á vinnustaðnum yrði betri.

Á hvers rétt gengur það?

Hugsanlega þeirra sem nutu myndanna, fram hjá því er ekki hægt að líta.  Þeir geta orðið af hugsanlegum ánægjustundum.

En skrifstofur eru ekki "almannarými". Hafi verið rætt við þá sem unnu á skrifstofunum og þeir verið sáttir við að fá aðrar myndir á vegginn er í raun lítið frekar að ræða.

Hafi það hins vegar verið gegn þeirra vilja, er komið annað mál.

Er svo kominn tími til að setja upp skilti við inngang á listasöfnum, þar sem varað sé við því að þar sé hugsanlega að finna hluti sem geti gengið gegn blyðgunarkennd, verið móðgandi og jafnvel valdið óþægilegum hugrenningum.

Eða ætti frekar að skylda alla til þess að setja sambærilegt skilti á innanverða útihurðina hjá sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband