Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
17.9.2021 | 16:14
Verðbólga og gjaldmiðlar - Er hærri verðbólga á Eurosvæðinu en Íslandi?
Það hefur oft mátt heyra að Íslenska krónan sé verðbólguvaldandi. Því hefur líka oft verið haldið fram að verðbólga landa með sama gjaldmiðil verði svipuð eða jafnvel sú sama.
Hvorugt er rétt.
Smærri gjaldmiðlum er vissulega hættara við gengissveiflum en þeim stærri, ekki síst ef atvinnulífið byggir á fáum stoðum. Það getur valdið verðbólgu eða dregið úr henni, en verðbólga þekkist ekki síður á stærri myntsvæðum og er gjarna misjöfn innan þeirra.
Núna er verðbólga á uppleið í mörgum löndum, enda hefur "peningaprentun", eða "magnbundin íhlutun" eins og þykir fínt að kalla það, verið "mantra dagsins".
Þannig er verðbólga í Bandaríkjunum hærri en á Íslandi, verðbólgan í Kanada er svipuð þeirri Íslensku og í Eurosvæðinu eru bæði lönd með lægri verðbólgu og hærri en Ísland.
(Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fyrirsögnin er að því marki röng, að meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er lægri en á Íslandi, en þar eru lönd með hærri verðbólgu en Ísland. En hærri verðbólga finnst á Eurosvæðinu.)
Hér miða ég við verðbólgutölur frá "Hagstofu Evrópusambandsins", enda fer best á að nota tölur þar sem sami grundvöllur er notaður.
Þar er verðbólga á Íslandi hvoru tveggja í júlí og ágúst 3.7%. Í Eistlandi er hún hins vegar 4.9 og 5% í sömu mánuðum.
Euroið virðist ekki halda verðbólgu þar niðri.
Verðbólgan í Grikklandi er hinsvegar aðeins 0,7 og 1,2% í þessum mánuðum, enda ríkti þar verðhjöðnun framan af ári.
Í Belgíu jókst verðbólga skarpt í ágúst og er nú 4.7%, 5% í Litháen, 3.4% í Þýskalandi. Meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er hins vegar 3%, en Írland er eina landið sem sú tala gildir um.
Það hlýtur því að vera ljóst að það er ekki gjaldmiðillinn sem skapar verðbólgu né verður hún sú sama á myntsvæði.
En stýrivextir í öllum löndum á Eurosvæðinu eru þeir sömu, það þýðir ekki að vextir á húsnæðislánum eða öðrum lánum séu eins á milli landa. Stýrivextir eru langt frá því eina breytan þegar slíkir vextir eru ákveðnir.
Það er vert að hafa þetta í huga þegar hlustað er á Íslenska stjórnmálamenn í kosningahug.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2021 | 17:50
Fyrir 60 árum
Það var aðfararnótt 13. ágúst að hafist var handa við að byggja Berlínar Múrinn. Bygging hans var samþykkt á Þingi Alþýðunnar (Volkskammer) í hinni "sósíalísku paradís" sem Austur Þýskaland var.
Í fyrst var hann lítið meira en staurar og gaddavír, en fljótlega var hann byggður úr meiri og öflugri efnum.
Fyrst hleðslusteinum og síðar steyptum einingum allt að 5 metra háum. Þróun múrsins hélt áfram allt til þess að hann féll 1989, var gerður tvöfaldur, með jarðsprengjum, hreyfiskynjuðum vélbyssum, varðturnum, varðhundum og ljóskösturum, að ónefndum þúsundum varðmanna.
Hvaða ógn beindist allur þessi viðbúnaður gegn?
Jú, því að almenningur skyldi vilja yfirgefa hina "sósíalísku paradís" sem Austur Þýsk yfirvöld töldu sig hafa byggt upp.
Ekki til að verjast innrás, ekki til þess að verjast að óboðnir gestir kæmust inn í landið, heldur til þess að hindra að "þegnarnir" gætu sótt sér frelsi.
Því öreigarnir eru víst nauðsynlegir fyrir sósíalismann, það gengur ekki að láta þá flýja.
Austur Þýskaland enda "útvörður sósíalismans".
En áður en "Múrinn" var reistur var talið að í kringum 2.5 milljónir hafi flúið sósíalismann og leitað betra lífs í Vestur Þýskalandi.
Það voru ekki síst þeir sem voru betur menntaðir, sem leituðu Vestur. En auðvitað voru það einstaklingar af öllum stéttum og stöðu sem flúðu.
Sá sem fyrstur flúði yfir múrinn var A-Þýskur hermaður.
Það að flýja sósíalismann fer ekki í manngreiningar- eða stéttaálit, heldur snýst fyrst vilja, ásetning, hugrekki og þrá eftir frelsi og betri kjörum.
Múrinn var ekki reistur til varnar Austur Þýsku þjóðinni, honum var ætlað að loka hana inn í landinu.
Tölur eru á reiki, en gjarna er talað um að að í það minnsta sex hundrað einstaklingar hafi týnt lífinu við að reyna að komast yfir Múrinn (ekki bara í Berlín, heldur á landamærunum í heild).
En ríflega 5000 eru taldir hafa náð markmiðinu og komist yfir múrinn, í gegnum hann eða undir hann. Flestir á fyrri árum Múrsins, en hann var stöðugt endurbættur og drápstæki tengd honum bætt og fjölgað.
Múrinn og Stasi, var það sem hélt Austur Þýskalandi saman í kringum 40 ár. Stasi hafði í kringum 90.000 starfsmenn, tvöföld sú tala voru uppljóstrarar tengdir stofnuninni. Samanlagt var það ca 1.7% af íbúafjöldanum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2021 | 19:00
"Sambandið" og súpertölvur
Um allan heim tala stjórnmálamenn fjálglega um tæknibyltinguna sem er (eilíflega) framundan. Flestar starfsgreinar notfæra sér stafræna tækni með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem starfa að rannsóknum þurfa æ meiri reiknigetu og æ öflugri tölvur líta dagsins ljós.
Evrópusambandið vill ekki verða eftirbátur á þessu sviði og hefur sett saman metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu "ofurtölva".
Aðeins 2. af 10 öflugustu tölvum heims eru staðsettar í Evrópu en "Sambandið" er með áætlun um að byggja net af (í það minnsta) 8 ofurtölvum.
Nýlega var síðan útboð fyrir gríðarlega öfluga tölvu sem setja átti upp á Spáni. Þá hljóp snuðra á þráðinn, vegna deilna um hvort væri mikilvægara, reiknigeta eða "aðföng innan "Sambandsins".
IBM og Lenovo var sameiginlega með besta tilboðið hvað varðaði getu og verð, en eitthvað vantaði upp á aðföng innan "Sambandsins". Atos sem er með höfuðstöðvar sínar í Frakklandi, var hins vegar með slíkt á hreinu.
En Spánverjar vildu frekar öflugri tölvu.
Frakkar eru hins vegar alfarið á því að "hollur sé heimafenginn baggi". Því geti rannsóknaraðilar einfaldlega sætt sig við heldur slakari vél.
Eða eins og segir í ágætri grein Politico um þetta mál:
"In a preliminary assessment by the Joint Undertaking's advisory boards, IBM came out on top for the quality and price of its bid, but did not reach the required threshold for "EU added value," according to the three people with knowledge of the matter. That criterion includes the need to "reinforce the digital technology supply chain in the Union."
The seemingly technical debate struck a political chord.
Spanish Prime Minister Pedro Sánchez discussed it during a meeting with French President Emmanuel Macron in March and has since also raised it with European Commission President Ursula von der Leyen, one of the people said.
Paris emphasizes the need to invest in home-grown technology and European industry a message France's EU commissioner, Thierry Breton, has taken with him to Brussels; while Madrid insists the technical performance of the supercomputer is crucial for the scientists and businesses that will make use of it.
"We expect the best supercomputer possible for the researchers," a spokesperson for the Spanish government said as the bids were being evaluated. After the tender was cancelled, the spokesperson declined to comment, as did a French government spokesperson.
Spain has an important vote in deciding which company gets the contract, but could be overruled by the European Commission, which holds half of the voting rights, as it pays half of the bill."
Þar stendur hnífurinn í kúnni og í endan maí síðastliðinn var ákveðið að fresta ákvörðuninni og fella útboðið niður.
Vegna "kórónufaraldursins" eru víst þörf á að endurskoða kröfurnar.
Frétt Politico segir reyndar að ákvörðunin hafi verið vegna þess að Spánverjar hafi algerlega tekið fyrir að skipta við Atos.
Líklegt þykir að málið geti endað í réttarsölum, en Lenovo hefur þegar farið með ákvörðun frá síðasta ári, þegar Atos vann útboð fyrir ofurtölvu sem verður staðsett á Ítalíu.
Aftur frá Politico: "France and Breton, EU Commissioner for Industry, are championing an increased emphasis on "strategic autonomy," while a group of mostly northern countries and Commission Executive Vice President Margrethe Vestager stress the importance of keeping the economy open.
Normally, Breton should be responsible for how the EU will weigh in on the Barcelona contract. But since the Frenchman was CEO of Atos before he joined the Commission in 2019, he recused himself in line with a Commission decision on his conflicts of interest, and the file is now in Vestager's hands, a Commission spokesperson said.
But Breton still has an influence. In the governing board of the Joint Undertaking, the Commission is represented by Thomas Skordas, a high-ranking official from the technology department who reports to Breton. "Breton does not need to give instructions [on the Barcelona contract], his preference is already clear from his insistence on digital sovereignty," the first person familiar with the tendering process said."
Fyrrverandi forstjóri Atos, Thierry Breton (síðasta starf sem hann gengdi áður en hann varð "kommissar") er "kommissar" í Framkvæmdastjórn "Sambandsins", en kemur auðvitað ekkert nálægt ákvörðunum, eða hvað?
En hvort er mikilvægara "innlend" aðföng eða gæði og geta?
En í innkaupum sem þessum geta verið ýmis sjónarmið, "merkantílismi" er eitt og öryggissjónarmið geta sömuleiðis verið vert að gefa gaum.
En innkaup geta vissulega verið flókin og erfitt að halda öllum í "fjölskyldunni" ánægðum.
Þegar svo stendur á, virðist "Sambandið" gjarna telja að best sé að fresta hlutunum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2021 | 01:26
Ef til vill fyrst og fremst ósigur lýðræðisins
Það er mér að meinalausu að flokkar Macron og Le Pen bíði ósigur og atkvæðin færist heldur hægra megin við miðjuna.
Reyndar virðist Franski Sósíalistaflokkurinn ætla að fá ágætis kosningu sömuleiðis, þannig að úrslitin eru "hefðbundnari" en undanfarið ef svo má segja.
En það sem stendur ef til vill upp úr er áætluð kjörsókn. Þegar þetta er skrifað er talað um að hún hafi verið eitthvað rétt yfir 30%.
Tveir þriðju Franskra kjósenda virðast hafa hundsað þessar kosningar. Þátttakan er talinn enn lægri á meðal ungra kjósenda (undir 35) eða í kringum 23%.
Þetta eru svipaðar tölur og í fyrri umferðinni, en fyrir þá seinni eru þær ekki endanlegar þegar þetta er skrifað.
Vissulega er það svo í þessum kosningum sem öðrum að það eru þeir kjósendur sem nota réttindi sín sem ráða niðurstöðunni.
En það er óneitanlega vert að gefa því gaum þegar kjörsókn er jafn lítil og raunin er nú i Frakklandi.
Hvort það er skortur á trú kjósenda á lýðræðinu eða á frambjóðendum ætla ég ekki að fullyrða um, ef til vill hvoru tveggja, eða aðrar ástæður sem blasa ekki við.
Það má einnig velta því fyrir sér hvort að aukin hætta sé á að einstaklingar og hópar leiti annara leiða en að greiða atkvæði til að finna óánægju sinni farveg.
Léleg kosningaþátttaka enda ekki eina "aðvörunin" sem hefur komið fram í Frakklandi að undanförnu.
En hins vegar er enn býsna langt til næstu forsetakosninga og margt getur breyst á þeim tíma. En það er ljóst að "hefðbundnu" flokkarnir eru að ná vopnum sínum, en hvort að þeir hafi "svörin" sem Frakkland þarfnast er önnur spurning.
Ósigur Macron og Le Pen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.6.2021 | 16:54
Verðlag er hátt á Íslandi, en sker sig minna frá "samanburðarlöndum" en oft er talið
Það geta ekki talist nýjar fréttir að verðlag sé hátt á Íslandi. Það er nokkuð vel kunn staðreynd.
Þó að ekki séu öll ríki Evrópu með í samanburði Eurostat, má reikna með því að þó lönd sem eru utan hans séu ekki við toppinn sem gerir Ísland að 4ja dýrasta landi Evrópu í, miðað við útreikninga Eurostat.
Aðeins Sviss, Danmörk og Noregur eru dýrari. Fáum kemur líklega á óvart að sjá Sviss og Noreg á toppnum, en líklega eru einhverjir hissa á því að sjá Danmörk í öðru sæti (á undan Noregi), og þá jafnframt "dýrasta" Evrópusambandslandið.
En það vekur ekki síður athygli hve lítill munur er t.d. á Íslandi og Írlandi og Luxembourg.
Ísland er 37% yfir "Sambandsmeðaltalinu" en Írland og Luxembourg 36%. Þau eru þau tvö lönd sem eru "dýrust" á Eurosvæðinu.
Síðan koma Svíþjóð og Finnland. Ég tel það koma fáum á óvart að Norðurlöndin ásamt Sviss og Luxembourg raði sér í efstu sætin. Sjálfum mér kom það örlítið á óvart hvað Írland er ofarlega.
Ísland er í miðju Norðurlandanna, tvö þeirra eru örlítið dýrari, tvö heldur ódýrari.
En auðvitað eru svo einstaka flokkar sem skipast öðruvísi.
Hvað Ísland varðar eru það líklega 2. flokkar sem skera sig úr. Annars vegar áfengi og tóbak (en þar er Ísland u.þ.b. 90% yfir meðaltalinu, aðeins Noregur hærri, en Írland skammt undan) og svo aftur orka (en þar er Ísland með 63.4% af meðaltalinu og nokkurn veginn á pari við Noreg).
Eini flokkurinn sem Ísland er dýrasta landið í þessum samanburði er raftæki (consumer electronics), en þar er Ísland 22.9% dýrari en "Sambandsmeðaltalið".
Heilt yfir tel ég að Íslendingar geti þokkalega við unað, þó að án efa sé svigrúm til þess að gera betur.
En smár markaður þar sem flutningskostnaður verður alltaf hár gerir það líklegt að Ísland verði í "hærri sætunum".
En auðvitað er fjöldi breytanna mikill í dæmi sem þessu. En ég get ekki séð að gjaldmiðill hafi afgerandi áhrif á verðlag, eða stuðli að því að það lækki.
En hér má skoða samanburðinn nánar ef áhugi er fyrir hendi.
P.S. Meiningin var að þessi færsla tengdist þessari frétt af mbl.is, en það virðist hafa misfarist.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2021 | 00:29
Hvenær verður öfgasinnaður byltingarmaður íhaldssamur?
Ég hef oft gaman af því að velta fyrir mér hugtaka notkun, ekki síst notkun á alls kyns pólítískum hugtökum.
Það er býsna algengt að hugtök séu eitthvað á reiki og talað sé "í kross" um sama hugtakið.
Nú segja fréttir að íhaldssamur klerkur hafi sigrað í kosningum í Íran (ef kosningar skyldi kalla).
En ég hygg að flestir séu sammála því að byltingin í Íran árið 1979 hafi verið bæði róttæk og öfgafull.
En hvað þurfa "sömu öfl" að vera lengi við völd til þess að teljast "íhaldsmenn", eða íhaldssamir?
Eru þeir sem vilja auka frjálsræði og minnka "trúræðið" í Íran "róttækir"? Hvað þarf til að teljast "frjálslyndur" í Íran? Er t.d. nóg að vilja hætta að höggva hendur af fólki eða hýða það?
Voru Brezhnev og félagar "íhaldsamir kommúnistar"? Var Gorbachov "frjálslyndur kommúnisti" eða "byltingarsinni" vegna þess að hann vildi virkilega breyta hlutunum?
Gætu Sænskir jafnaðarmenn verið "íhaldsamir jafnaðarmenn" vegna þess að þeir hafa verið mikið við völd og eru ef til vill orðnir hlynntir "hægfara þróun"?
Einhvern tíma ræddi ég við einstakling sem taldi "The Founding Fathers" í Bandaríkjunum til íhaldsmanna. En ef þeir voru íhaldsmenn, hvaða skilgreiningu notum við yfir þá sem vildu áfram tilheyra Bretlandi?
Hvaða skilgreiningu höfum við á öfgamönnum?
Hvað þarf til að vera talinn öfga hægrimaður? Nú eða öfga vinstri maður?
Hvað er frjálslyndi? Er hægt að vera öfgafrjálslyndur?
Ég hugsa að svörin við spurningum og vangaveltum sem þessum séu æði mismunandi eftir því hver svarar.
Við því er í sjálfu sér lítið að gera, það er ekki hægt að segja að slíkar skilgreiningar séu meitlaðar í stein.
En ef skilgreiningar eru allar "út og suður" er hætt við að um- og samræður verði það einnig.
Raisi verður forseti Írans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2021 | 21:40
Fyrir áttatíu árum
Þann 14. júni 1941 hófust umfangsmiklir nauðungarfluttningar í Eystrasaltslöndunum, hersetnu Póllandi og í Hvíta Rússlandi og Ukraínu.
Tugþúsundir íbúa Eystrasaltsríkjanna voru fluttir í gripavögnum vinnubúðir eða fangelsi á afskektum stöðum í Sovétríkjunum.
Frá Eistlandi var í ríflega 10.000 einstaklingum pakkað í gripavagnana og þeir fluttir nauðugir á brott. Fjölskyldur, einstaklingar, smábörn, öldungar, konur og karlar.
Í gripavögnunum mátti finna u.þ.b. 2500 börn undir 16 ára aldri og í kringum 5000 konur.
Aðeins í kringum 3400 áttu afturkvæmt til Eistlands.
Stuttu seinna réðust Þjóðverjar á Sovétríkin
Nauðungarflutningar í Gulagið héldu svo áfram eftir að heimsstyröldinni lauk.
Sem tengingu við nútímann má nefna að móðir Kaju Kallas, núverandi forsætisráðherra Eistlands, var þann 25. mars 1949, flutt nauðungarflutningum til Síberíu, ásamt móður sinni og ömmu. Þá var hún 6. mánaða gömul.
Hún sneri aftur til Eistlands 10. ára.
Hér er heimasíða Hernáms- og frelsissafnsins í Tallinn.
Hér má sjá minnismerki um þá Eistlendinga sem týndu lífinu af völdum Sovétsins.
Hér er svo frétt Eistneska ríkisútvarpsins um minningarathafnir dagsins.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2021 | 20:33
Samræming skattprósentu er að mörgu leiti blekking
Ef til vill er rétt á að byrja á því að fyrirsögn mbl.is á þessari frétt er kolröng. Samkomulag G7 hópsins snýst ekki um fjármagnstekjuskatt, heldur það sem oftast er kallaður tekjuskattur fyrirtækja, en er í raun hagnaðarskattur þeirra.
Fjármagnstekjuskattur er annað, en þó vissulega skylt fyrirbæri.
En hvaða þýðingu hefur það að setja lágmarkstekjuskattsprósentu á fyrirtæki innan G7? Í sjálfu sér nákvæmlega enga, enda prósentan mun hærri í þeim öllum en lágmarkið kveður á um.
En auðvitað hefur slík ákvörðun áhrif, ekki síst með þeim hætti að stærri ríki setja þrýsting á smærri ríki að hækka tekjuskattsprósentu fyrirtækja.
Það eru t.d. 3. ríki innan Evrópusambandsins sem mun ekki taka slíkum þrýstingi vel. Það eru Luxembourg, Holland og Írland.
Það er ekki tilviljun að "slanguryrði" s.s. "double Irish with a Dutch sandwich" er vel þekkt í fjármálaheiminum.
Ef ég hef skilið rétt rann það sitt skeið á síðasta ári en sjálfsagt hafa vel menntaðir skattalögfræðingar og fjármálaverkfræðingar fundið nýrri og betri leiðir.
Þessi vefsíða skýrir t.d. að hluta til hvernig það má vera að tekjuskattsprósenta í Luxumbourg er rétt tæplega 25%, en mörg fyrirtæki komast upp með að borga í kringum 1%.
Það er nefnilega svo að opinber skattprósenta segir ekki alla söguna.
Í raun minnst af henni.
Skattalöggjöf hvers lands fyrir sig er það sem skiptir ekki minna máli, og svo er það vilji einstakra ríkja til að gera "sérstaka skattasamninga" við stórfyrirtæki hvert um sig.
Engan hef ég heyrt tala um að samræma skattalöggjöfina eða það að bannað verði að einstök fyrirtæki geri "sérsamninga".
En án þess að slíkt sé gert er þetta að mestu leiti "óþarfa hjal" eins og svo mörgum stjórnmálamönnum er tamt. Þeir vilja jú að þeir líti út fyrir að vera að gera eitthvað en reyndin er önnur.
Þess vegna þarf í sjálfu sér ekki að koma neitt á óvart að slíkt komi frá Biden, sem hefur að ýmsu leiti "sérhæft" sig í slíkum "aðgerðum" á ríflega 50 ára stjórnmálaferli.
En munu þá engin fyrirtæki borga hærri skatt?
Um það er erfitt að segja þó að vissulega eru miklar líkur á því að fyrirtæki borgi hærri skatta á komandi árum. Það er þó líklegra en ekki að þær skattahækkanir bitni fyrst og fremst á smærri og millistórum fyrirtækjum, sem ekki hafa sömu möguleika til að hafa áhrif á skattalöggjafir og þau stóru. Eru síður með her "lobbýista" í vinnu o.s.frv.
Þeirra sem eru þokkalega stór, en hafa síður "her" skattalögfræðinga, fjármálaverkfræðinga o.s.frv. á launaskránni.
Hvað eru "meðalstór" fyirtæki?
Í Bandaríkunum er oft miðað við að meðalstór fyrirtæki velti á bilinu frá 10 milljónum dollara til 1 milljarðs dollara.
Í Evrópusambandinu er oft talað um þau fyrirtæki sem velta minna en 50 milljónum euroa og hafa frá 50 til 250 starfsmenn.
En mun þetta samkomulag G7 ríkjanna hafa áhrif? Það er alla vegna ekki hægt að sjá það á hlutabréfaverði risafyrirtækja að fjárfestar óttist að skattbyrði þeirra muni aukast úr hófi og þar með draga úr hagnaði og arðgreiðslum.
Það er líklegra að um verði að ræða dulítinn "kattar og músar" leik, þar sem rétt eins og í "Tomma og Jenna", músin verði ekki auðveld bráð, en starfsöryggi alls kyns "skattasérfræðinga" lítur betur út en nokkru sinni fyrr og er vænlegt fyrir ungt fólk að hefja nám í.
Samkomulag G7 um fjármagnstekjuskatt í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 13.6.2021 kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.6.2021 | 02:08
Þeir sem bera saman epli og appelsínur, finna gjarna ranga niðurstöðu
Það er gömul saga og ný að auðugustu menn veraldar eru sakaðir um að greiða lágt hlutfall af tekjum sínum í skatta.
Í ajálfu sér ætla ég ekki að mótmæla því, enda ráða þeir gjarna til sín einhverja af "greindustu" einstaklingum jarðarinnar (og alls ekki tekjulága og líklega ætti frekar að segja hóp af þeim) til að sjá um skattframtölin sín og notfæra sér allar þær "holur" sem stjórnmálamenn hafa í skattkerfi hinna ýmsu landa.
Skattalög Bandaríkjanna eru til dæmis lengri lesning en bíblían eða allar bækurnar um Harry Potter. En í sjálfu sér er ekki nóg að kunna skil á því, heldur koma til alls kyns dómafordæmi og svo framvegis.
"Góður hópur" af skattalögfræðingum þarf því að "kunna skil" á u.þ.b. 70.000 blaðsíðum er sagt.
Hvers vegna?
Ekki ætla ég að fullyrða um að hvað miklu leyti má færa þetta yfir á önnur lönd, en eins og lesa má um í fréttum, er mikið traust sett á þá sem telja fram, eins og t.d. meðlimir hljómsveitarinnar Sigurósar hafa kynnst.
Hitt er svo að eignir og skattgreiðslur eru í sjálfu sér óskyldir hlutir, oft á tíðum, en þó ekki alltaf.
Til dæmis er sagt að Jeff Bezos hafi greitt 1.4 milljarða dollara í tekjuskatt af 6.5 milljarða tekjum á árunum 2006 til 2018. Það gerir u.þ.b. 21% skatt, en sjálfsagt hefur hann haft einhverja "frádráttarliði".
En "eignir" hans jukust um 127 milljarða dollar á sama tíma. Og það er einmitt út frá þeirri eigna aukningu sem sumir vilja reikna skattgreiðslur hans.
En hvað er "eign"?
"For instance, Amazon CEO Jeff Bezos paid $1.4 billion in personal federal taxes between 2006 to 2018 on $6.5 billion he reported in income, while his wealth increased by $127 billion during that same period. By ProPublica´s calculation, that reflects a true tax rate of 1.1%."
En er það rökréttur útreikngur?
Ef einhver keypti einbýishús í Reykjavík á 50 milljónir árið 2006 og það var metið á 120 milljónir árið 2018, á það að vera reiknað með þegar skattgreiðslur eru reiknaðar í prósentum?
Ef listaverk sem keypt var árið 2006 á 60.000, er milljón krónu virði í dag, ætti það að reiknast inn í tekjuskattstofn viðkomandi?
Staðreyndin er sú að einbýlishúsið "nýtist" eigendum sínum ekki "meira", listaverkið hangir ennþá á veggnum og veitir ánægju og hlutabréfin í Amazon geta risið eða fallið og eru eign sem skapar ekki meiri tekjur, nema hugsanlega sem arð, sem er þá skattlagður.
Þannig geta t.d. hlutabréf lækkað verulega í verði frá þeim degi sem skila á skattskýrslu, til þess dags sem standa á skil á skattinum, þó að þau hafi aldrei verið seld.
Að öllu þessu sögðu má að sjálfsögðu alltaf deila um hvað skattprósenta á að vera, hvað flókin skattalöggjöf á að vera, á að útrýma undanþágum o.s.frv.
En að skattleggja óinnleystan "bóluhagnað", því ekkert er í hendi þangað til hlutabréf eða aðrar eignir eru seldar, er óráðsplan.
P.S. Þó ekkert sé hægt að fullyrða, má telja líklegt að skattgreiðslum þeirra auðugri hafi verið vísvitandi lekið af ríkisstjórn Joe Biden, enda fátt árangursríkara til að afla stuðnings almennings við stórfelldar skattahækkanir.
Sorglega staðreyndin er sú að líklega munu þeir sem eru mun lægri staddir í "stiganum" vera þeir sem borga, enda hafa þeir síður efni á því að ráða "bestu skattalögfræðingana" o.s.frv.
Þeir eru heldur ekki á þeir sem sitja tugþúsunda dollara málsverði til stuðnings stjórnmálamönnum.
Það verða því ekki þeir á toppnum sem borga, heldur þeir sem standa neðar í stiganum.
Raunbreytingin verður lítil, en lélegir stjórnmálamenn geta stært sig af því að hækka skattprósentuna, en flestar eða allar undanþágurnar verða enn til staðar.
P.S.S. Það er eiginlega hálf sorglegt að sjá mbl.is ýta undir fréttaflutning af þessu tagi.
Greiddu ekki krónu í skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2021 | 22:58
Vindhögg Þorgerðar
Eins og stundum áður finnst mér erfitt að taka mark á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hún setur gagnrýni sína fram á skringilegan máta.
Það vill svo til að Ísland er ekki eitt um að gera þennan samning, það þarf jú fleiri til.
Fyrst skal auðvitað nefna Breta, svo Norðmenn, Liechtensteina, og svo eru Íslendingar auðvitað fjórði aðilinn.
Allar þessar þjóðir hafa sent frá sér tilkynningar um samningin í dag. Flestar á svipuðum tíma og hann var kunngerður á Íslandi.
Líklega hafði engin þessara þjóða fyrir því að spyrja Þorgerði, eða aðra í stjórnarandstöðunni um leyfi.
Ef til vill trúir Þorgerður því að utanríkisráðuneyti þessara þjóða hafi sammælst um að aðstoða Guðlaug Þór í prófkjöri, eða var þessu vindhöggi hennar ætlað að fella "pólítískar keilur"?
Líklegar er að kynningin hafi átt sér stað í dag vegna þess að samningum er náð. Ef til vill vegna þess að þessum þjóðum (líklega ekki síst Bretum) þykir akkur í því að kynna það sem þeir telja góðan fríverslunarsamning og frekar yfirgripsmikinn ef ég hef skilið rétt.
Bretar sækjast enda eftir því að gera marga slíka á næstunni.
En það er rétt að hafa í huga að eins og ég hef skilið málið, er samningum náð en undirritun er enn eftir.
Samningurinn er því óstaðfestur og verður líklega kynntur á Alþingi áður en til þess kemur.
Upphlaup Þorgerðar og annara stjórnarandstæðinga er því illskiljanlegt.
Samningurinn hefur hins vegar vakið þó nokkuð mikla athygli um víða veröld. Hér má lesa frétt Reuters, BBC, Bloomberg (fyrsta frétt Bloomberg er frá fimmtudeginum 3. júní), Intrafish.
Samingurinn vekur athygli í Kanada og í Ástralíu og sjálfsagt víðar.
Ef tímasetningar á þessum fréttum er skoðuð sýnist mér að þær séu að koma í loftið á svipuðum tíma og á Íslandi, sumar jafnvel örlítið fyrr.
Því sýnist mér tímasetningin á Íslandi vel boðleg, en meiri spurning með málflutning Þorgerðar.
Þorgerður segir tímasetninguna ekki boðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)