Hvenær verður öfgasinnaður byltingarmaður íhaldssamur?

Ég hef oft gaman af því að velta fyrir mér hugtaka notkun, ekki síst notkun á alls kyns pólítískum hugtökum.

Það er býsna algengt að hugtök séu eitthvað á reiki og talað sé "í kross" um sama hugtakið.

Nú segja fréttir að íhaldssamur klerkur hafi sigrað í kosningum í Íran (ef kosningar skyldi kalla).

En ég hygg að flestir séu sammála því að byltingin í Íran árið 1979 hafi verið bæði róttæk og öfgafull.

En hvað þurfa "sömu öfl" að vera lengi við völd til þess að teljast "íhaldsmenn", eða íhaldssamir?

Eru þeir sem vilja auka frjálsræði og minnka "trúræðið" í Íran "róttækir"?  Hvað þarf til að teljast "frjálslyndur" í Íran? Er t.d. nóg að vilja hætta að höggva hendur af fólki eða hýða það?

Voru Brezhnev og félagar "íhaldsamir kommúnistar"? Var Gorbachov "frjálslyndur kommúnisti" eða "byltingarsinni" vegna þess að hann vildi virkilega breyta hlutunum?

Gætu Sænskir jafnaðarmenn verið "íhaldsamir jafnaðarmenn" vegna þess að þeir hafa verið mikið við völd og eru ef til vill orðnir hlynntir "hægfara þróun"?

Einhvern tíma ræddi ég við einstakling sem taldi "The Founding Fathers" í Bandaríkjunum til íhaldsmanna.  En ef þeir voru íhaldsmenn, hvaða skilgreiningu notum við yfir þá sem vildu áfram tilheyra Bretlandi?

Hvaða skilgreiningu höfum við á öfgamönnum?

Hvað þarf til að vera talinn öfga hægrimaður?  Nú eða öfga vinstri maður?

Hvað er frjálslyndi? Er hægt að vera öfgafrjálslyndur?

Ég hugsa að svörin við spurningum og vangaveltum sem þessum séu æði mismunandi eftir því hver svarar. 

Við því er í sjálfu sér lítið að gera, það er ekki hægt að segja að slíkar skilgreiningar séu meitlaðar í stein.

En ef skilgreiningar eru allar "út og suður" er hætt við að um- og samræður verði það einnig.

 


mbl.is Raisi verður forseti Írans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Góðar pælingar.

Mér finnst stundum eins og það sé búið að aftengja sum orð gjörsamlega frá upphaflegri merkingu sinni.

Til dæmis segja sumir að þeir sem vilja að Íslendingar gangi í Evrópusambandið séu "frjálslyndir". Frjálslyndir, því þeir vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Ekki stuðningsmenn ESB-aðildar. Ekki ESB-sinnar. Nei, frjálslyndir. 

Viðreisn tekur þetta alla leið með því að troða frjálslyndisorðinu þrisvar í eina stutta efnisgrein (https://vidreisn.is/malefni/grunnstefna/):

"Viðreisn er frjálslyndur og alþjóðlega sinnaður flokkur. Hann byggir stefnu sína og störf á jafnrétti og hugmyndafræði frjálslyndis. Grunnstefna Viðreisnar byggist á fjórum hornsteinum: Frjálslyndi og jafnrétti, réttlátu samfélagi, efnahagslegu jafnvægi og alþjóðlegri samvinnu."

Og aðeins síðar:

"Evrópusambandið er réttur vettvangur fyrir frjálslynt Ísland."

Eitthvað er orðið "frjálslyndi" þá komið langt frá uppruna sínum:

frjálslyndi: það að vera frjálslyndur, lítið fyrir boð og bönn

Geir Ágústsson, 25.6.2021 kl. 08:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Geir, þakka þér fyrir þetta. Þessar vangaveltur eru ef til vill mest til gamans, en öllu gamni fylgir alvara.

Telja ekki allir flokkar á Íslandi sig frjálslynda?  Ef til vill gæti það verið rétt, þ.e.a.s. að allir flokkar séu frjálslyndir í einhverjum málum.  Mis mörgum líklega.

En almennt frjálslyndi er annar handleggur.

En ef staðan yrði einhvern tíma svo að hægt væri að telja þjóðfélag virkilega frjálslynt, myndu þá þeir sem börðust fyrir því að koma því á, eða að afnema bönn, breytast í íhaldsmenn eða íhaldsama frjálslyndismenn, vegna þess að þeir vildu lítlu breyta?

Frjálslyndi (liberalism) er svo aftur orðið að skammaryrði hjá ákveðnum hópum í Bandaríkjunum, sem er einnig frekar skrýtið, en dæmi um hvernig hugtakanotkun getur þróast.

Jafnrétti er annað hugtak sem mér finnst hafa breyst í merkingu.  Frekar gegnsætt orð sem segir að sóst sé eftir að allir hafi sama rétt.  Jafnræði (eða jöfn skipti) or hins vegar í mínum huga annað hugtak sem er á leið með að taka yfir hugtakið jafnrétti.

Nú er til dæmis algengt að kalla flokka sem hafa barist hart fyrir takmörkun á fjölda innflytjenda (Le Pen og hennar flokkur í Frakklandi er gott dæmi um það, sem að mestu leyti er að mínu mati vinstriflokkur) hægri öfgaflokka.

Ætti þá að kalla Dönsku og Sænsku sósialdemkratana sem öfga vinstriflokka, nú þegar þeir hafa tekið upp harðari stefnu í þeim málum?

G. Tómas Gunnarsson, 25.6.2021 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband