Fyrir 60 árum

Það var aðfararnótt 13. ágúst að hafist var handa við að byggja Berlínar Múrinn. Bygging hans var samþykkt á Þingi Alþýðunnar (Volkskammer) í hinni "sósíalísku paradís" sem Austur Þýskaland var.

Í fyrst var hann lítið meira en staurar og gaddavír, en fljótlega var hann byggður úr meiri og öflugri efnum.

Fyrst hleðslusteinum og síðar steyptum einingum allt að 5 metra háum. Þróun múrsins hélt áfram allt til þess að hann féll 1989, var gerður tvöfaldur, með jarðsprengjum, hreyfiskynjuðum vélbyssum, varðturnum, varðhundum og ljóskösturum, að ónefndum þúsundum varðmanna.

Hvaða ógn beindist allur þessi viðbúnaður gegn?

Jú, því að almenningur skyldi vilja yfirgefa hina "sósíalísku paradís" sem Austur Þýsk yfirvöld töldu sig hafa byggt upp.

Ekki til að verjast innrás, ekki til þess að verjast að óboðnir gestir kæmust inn í landið, heldur til þess að hindra að "þegnarnir" gætu sótt sér frelsi.

Því öreigarnir eru víst nauðsynlegir fyrir sósíalismann, það gengur ekki að láta þá flýja.

Austur Þýskaland enda "útvörður sósíalismans".

En áður en "Múrinn" var reistur var talið að í kringum 2.5 milljónir hafi flúið sósíalismann og leitað betra lífs í Vestur Þýskalandi.

Það voru ekki síst þeir sem voru betur menntaðir, sem leituðu Vestur. En auðvitað voru það einstaklingar af öllum stéttum og stöðu sem flúðu. 

Sá sem fyrstur flúði yfir múrinn var A-Þýskur hermaður.

Það að flýja sósíalismann fer ekki í manngreiningar- eða stéttaálit, heldur snýst fyrst vilja, ásetning, hugrekki og þrá eftir frelsi og betri kjörum.

Múrinn var ekki reistur til varnar Austur Þýsku þjóðinni, honum var ætlað að loka hana inn í landinu.

Tölur eru á reiki, en gjarna er talað um að að í það minnsta sex hundrað einstaklingar hafi týnt lífinu við að reyna að komast yfir Múrinn (ekki bara í Berlín, heldur á landamærunum í heild).

En ríflega 5000 eru taldir hafa náð markmiðinu og komist yfir múrinn, í gegnum hann eða undir hann.  Flestir á fyrri árum Múrsins, en hann var stöðugt endurbættur og drápstæki tengd honum bætt og fjölgað.

Múrinn og Stasi, var það sem hélt Austur Þýskalandi saman í kringum 40 ár.  Stasi hafði í kringum 90.000 starfsmenn, tvöföld sú tala voru uppljóstrarar tengdir stofnuninni.  Samanlagt var það ca 1.7% af íbúafjöldanum.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband