Vindhögg Þorgerðar

Eins og stundum áður finnst mér erfitt að taka mark á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.  Hún setur gagnrýni sína fram á skringilegan máta.

Það vill svo til að Ísland er ekki eitt um að gera þennan samning, það þarf jú fleiri til.

Fyrst skal auðvitað nefna Breta, svo Norðmenn, Liechtensteina, og svo eru Íslendingar auðvitað fjórði aðilinn.

Allar þessar þjóðir hafa sent frá sér tilkynningar um samningin í dag.  Flestar á svipuðum tíma og hann var kunngerður á Íslandi.

Líklega hafði engin þessara þjóða fyrir því að spyrja Þorgerði, eða aðra í stjórnarandstöðunni um leyfi.

Ef til vill trúir Þorgerður því að utanríkisráðuneyti þessara þjóða hafi sammælst um að aðstoða Guðlaug Þór í prófkjöri, eða var þessu vindhöggi hennar ætlað að fella "pólítískar keilur"?

Líklegar er að kynningin hafi átt sér stað í dag vegna þess að samningum er náð.  Ef til vill vegna þess að þessum þjóðum (líklega ekki síst Bretum) þykir akkur í því að kynna það sem þeir telja góðan fríverslunarsamning og frekar yfirgripsmikinn ef ég hef skilið rétt.

Bretar sækjast enda eftir því að gera marga slíka á næstunni.

En það er rétt að hafa í huga að eins og ég hef skilið málið, er samningum náð en undirritun er enn eftir.

Samningurinn er því óstaðfestur og verður líklega kynntur á Alþingi áður en til þess kemur.

Upphlaup Þorgerðar og annara stjórnarandstæðinga er því illskiljanlegt.

Samningurinn hefur hins vegar vakið þó nokkuð mikla athygli um víða veröld.  Hér má lesa frétt Reuters, BBC, Bloomberg (fyrsta frétt Bloomberg er frá fimmtudeginum 3. júní), Intrafish.

Samingurinn vekur athygli í Kanada og í Ástralíu og sjálfsagt víðar.

Ef tímasetningar á þessum fréttum er skoðuð sýnist mér að þær séu að koma í loftið á svipuðum tíma og á Íslandi, sumar jafnvel örlítið fyrr.

Því sýnist mér tímasetningin á Íslandi vel boðleg, en meiri spurning með málflutning Þorgerðar.

 


mbl.is Þorgerður segir tímasetninguna ekki boðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er sosum ekkert illskiljanlegt við þetta "upphlaup Þorgerðar" - án þess að ég sé þar með að segja að það sé vit í þessu hjá henni.

Hún er einfaldlega að "vera í stjórnarandstöðu" - þ.e. vera á móti því sem ríkisstjórnin gerir með öllum tiltækum rökum og ráðum. Kannski ekki mjög sannfærandi rökum í þetta sinn.

Mig minnir að Davíð Oddsson hafi útskýrt þetta "að vera í stjórnarandstöðu" í samtalsbók við hann, þar sem hann sagðist hafa "hjólað í öll mál" ríkisstjórnarinn, hvort sem honum þóttu þau góð eða slæm, einfaldlega vegna þess að hann sá það sem sitt lýðræðislega hlutverk.

Það vantar tilfinnanlega á Íslandi fyrirbæri á borð við Her Majesty's Loyal Opposition og "leiðtoga stjórnarandstöðunnar". Slíkt myndi held ég gera lýðræðislega stjórnarandstöðu markvissari og draga úr svona hallærislegum upphlaupum þvers og kruss.

Kristján G. Arngrímsson, 5.6.2021 kl. 07:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það má auðvitað segja að ég hefði betur valið eitthvað annað orð en "illskiljanlegt", en það fer þó svo lítið eftir því frá hvaða sjónarhóli er litið.

Bloomberg var með frétt um málið daginn áður (á fimmtudaginn).  Hvort að það var "leki" frá einhverjum eða hreinlega að tilkynning var send út veit ég ekki.

Hitt er hins vegar ljóst af fréttum að Noregur er "aðal fréttin", eins og eðlilegt getur talist.

Bretar vilja líka eðlilega hampa þessum samningi, því að þó hann sé ekki við stórveldi þá sýnir hann að Bretar eru að fara á fullt í fríverslunarsamningum og nú er búið að landa einum.

Ég held nú reyndar að tilgangur Þorgerðar sjáist best í endann á fréttinni, þegar hún segir:  "„Það er ann­ar brag­ur á þessu held­ur en þegar til dæm­is Áslaug Arna var formaður.“"

Að sjálfsögðu hefur Þorgerður áhuga á "hagsmuni" af því hverjir veljast í forystu Sjálfstæðisflokksins og hún hefur að sjálfssögðu rétt á því að tjá sig um málin.

Hvor að það þyki "smekklegt" af formönnum annars stjórnmálaflokks er önnur saga.

Mig minnir að Davíð hafi haft þessi, eða svipuð orð um veru sína í minnihluta í borgarstjórn, enda vera hans í stjórnarandstöðu í landsmálunum ekki til staðar.

Hvað varðar "loyal opposition", þá er það líklega frekar flókið mál þegar svo margir flokkar eru sem nú.

Samkvæmt Ensku hefðinni væri Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn í því hlutverki en ég sé þá ekki fyrir mér "leiða" hina flokkana eitt né neitt.

G. Tómas Gunnarsson, 5.6.2021 kl. 13:40

3 identicon

Stundum gaman að fylgjast með pólitík. Man einhver eftir Svavarssamningnum sem var bara skrifað upp á án þess að þingið (eða allavega stjórnarandstaðan) vissi neitt? Eitthvað rámar mig í umræður um það.

ls (IP-tala skráð) 5.6.2021 kl. 20:26

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.   Ef ég man rétt sór Steingrímur Sigsússon svo gott sem degi áður en samningar voru undirritaðir í IceSave deilunni (1. samningur, eða Svavarssamningurinn) að ekkert væri að gerast í málinu.

En það er ekki eins og í gegnum tíðina að hafi þurft að hafa sannleiksögli hans í hávegum.

En þá, eins og nú er það eitt að undirrita samninga og svo að þeir verði samþykktir á Alþinig.

Ég hef fulla trú á því að fríverslunarsamningurinn við Breta verði samþkktur á Alþingi með ríflegum meirihluta, en vonandi muna sem flestir hvernig fór fyrir "Svavarssamningnum", en hann var vissulega samþykktur á Alþingi, Samfylkingur og VG til ævarandi minnkunar.

En Þorgerður veður villu og svíma í þessu máli, sem og mörgum öðrum, enda verð ég að segja að álit mitt á henni nálgast núllið.

En það kann þó að vera að hluta til vegna þess að mér hættir til að dæma þá harðar sem ég hef haft eitthvað álit á áður.

En Viðreisnarfólk eins og t.d. Þorgerður og Pawel fylla þann flokk.

G. Tómas Gunnarsson, 6.6.2021 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband