Fyrir áttatíu árum

Þann 14. júni 1941 hófust umfangsmiklir nauðungarfluttningar í Eystrasaltslöndunum, hersetnu Póllandi og í Hvíta Rússlandi og Ukraínu.

Tugþúsundir íbúa Eystrasaltsríkjanna voru fluttir í gripavögnum vinnubúðir eða fangelsi á afskektum stöðum í Sovétríkjunum.

Frá Eistlandi var í ríflega 10.000 einstaklingum pakkað í gripavagnana og þeir fluttir nauðugir á brott.  Fjölskyldur, einstaklingar, smábörn, öldungar, konur og karlar.

Í gripavögnunum mátti finna u.þ.b. 2500 börn undir 16 ára aldri og í kringum 5000 konur.

Aðeins í kringum 3400 áttu afturkvæmt til Eistlands.

Stuttu seinna réðust Þjóðverjar á Sovétríkin

Nauðungarflutningar í Gulagið héldu svo áfram eftir að heimsstyröldinni lauk.

Sem tengingu við nútímann má nefna að móðir Kaju Kallas, núverandi forsætisráðherra Eistlands, var þann 25. mars 1949, flutt nauðungarflutningum til Síberíu, ásamt móður sinni og ömmu.  Þá var hún 6. mánaða gömul.

Hún sneri aftur til Eistlands 10. ára.

Hér er heimasíða Hernáms- og frelsissafnsins í Tallinn.

Hér má sjá minnismerki um þá Eistlendinga sem týndu lífinu af völdum Sovétsins.

Hér er svo frétt Eistneska ríkisútvarpsins um minningarathafnir dagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvor er betri brúnn eða rauður?"

Þetta varð Sigurði Einarssyni, síðar presti í Holti undir Eyjafjöllum, að orði í stríðsbyrjun 1939.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 14.6.2021 kl. 22:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hörður, þakka þér fyrir þetta.  Báðir aðilar börðust undir blóðrauðum fána og notuðu brúna einkennisbúninga.  Sovétið fyrir herinn og nazistarnir fyrir S.A.

Molotov-Rippentrop samningurinn skipti Evrópulöndum í "áhrifasvæði", eða nánast yfirráðasvæði.

Það var svo 22. september 1939 sem Sovétið og Þýskaland marseru saman í Brest-Litovsk.

https://en.wikipedia.org/wiki/German%E2%80%93Soviet_military_parade_in_Brest-Litovsk

Var hægt að segja að annar hvor væri betri?

G. Tómas Gunnarsson, 15.6.2021 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband