Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
20.11.2015 | 13:12
Gróf einföldun. Verðsamsetning er flókið fyrirbæri
Það er gott að fylgst er með verðlagi, það gefur aðhald og miðlar upplsýsingum til neytenda.
En það verður að vanda til verka og var sig á því að draga of stórar ályktanir án þess að heildardæmið sé reiknað.
Hér er fjallað um afnám sykurskatts og hvernig það hefur skilað sér til neytenda.
Jafnvel þegar fjallað er um jafn einfaldan hlut og hreinan strásykur, er fjöldi þeirra atriða sem sem hefur áhrif á verð hans svo mikill að erfitt er að greina hvort að skatturinn hafi raunverulega skilað sér til neytenda.
Fyrst þarf auðvitað að athuga heimsmarkaðsverð á sykri. Þrátt fyrir nokkuð skarpa hækkun síðustu þrjá mánuði eða svo, er það lægra nú en það var í upphafi ársins. En það er mælt í dollurum, þannig að styrking hans hefur vegið upp á móti lækkuninni. Því má reikna með að innkaupsverð sykurs sé eitthvað hærra í íslenskum krónum en var í upphafi árs. Síðan þarf að huga að þáttum eins og flutningskostnaði, launakostnaði, húsnæðiskostnaði, orkukostnaði o.s.frv. Ég reikna ekki með að þessi listi sé tæmandi.
Það er einfaldlega svo margt sem spilar inn í verðmyndun að þó að einn þáttur (sykurskattur) breytist er ekki víst að lækkun, nú eða hækkun verði samsvarandi.
Þegar kemur svo að sælgæti bætast enn fleiri þættir við, t.d. heimsmarkaðsverð á kakóbaunum, sem hefur hækkað verulega það sem af er ári. Eins og sykurinn er það mælt í dollurum og hefur því hækkað enn frekar í íslenskum krónum.
Sælgæti og ýmsar aðrar vörur sem innihalda sykur eru svo mis vinnuaflsfrekar, það sama gildir um orkunotkun, húsnæðis og tækjaþörf o.s.frv.
Þess vegna er samanburður sem þessi mjög erfiður og næstum ómögulegur, án þess að hafa aðgang að framlegðartölum fyrir eintaka vörutegundir.
Það breytir því ekki að verðsamanburður og miðlun verðbreytinga er þörf og góð, en það verður alltaf að varast að draga of stórar og eindregnar ályktanir af þeim.
Mér sýnist þó að þarna komi fram að lækkun vörugjalda sé að skila sér til neytenda, þó að ómögulegt sé að segja til um hvort að það sé nákvæmlega í hlutfalli við vörugjaldslækkun.
Hefur afnám sykurskatts skilað sér? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2015 | 14:48
Að leiða ljós til Bretlands?
Hugsanlegur rafmagnssæstrengur frá Íslandi til Bretlands hefur verið allnokkuð í umræðunni undanfarið og sitt sýnst hverjum.
Ég hef skrifað um þær vangaveltur áður og ávallt verið skeptískur á slíkar áætlanir, en ekki lokað á frekari athuganir eða staðreyndasöfnun.
En í íslenskum fjölmiðlum hefur reglulega mátt lesa fréttir um hve háar niðurgreiðslur breta á endurnýjanlegum orkugjöfum séu og hve hagnaðarvon íslendinga sé gríðarleg. Jafnframt hefur verið fjallað um yfirvofandi orkuskort í Bretlandi og hve mikil búbót sæstrengur gæti orðið í þeim efnum.
Enn fremur hefur mátt lesa hve gríðarlega styrki bretar muni veita fyrirhuguðu kjarnorkuveri sem frakkar og kínverjar hyggjast reisa. Sá styrkur, ef ég hef skilið rétt er fyrst og fremst í formi tryggingar á verulega háu rafmagnsverði.
Það er alveg rétt að bretar hafa í vaxandi mæli áhyggjur af háu raforkuverði og orkuskorti. En fréttirnar í Bretlandi undanfarna daga hafa aðallega snúist um hvernig draga eigi úr niðurgreiðslum á endurnýjanlegri orku og vinda ofan af því kerfi.
Meginstefnan eigi að vera að niðurgreiðslur séu tímabundnar.
Hvað varðar verðtryggingu til kjarnorkuvers, sem er verulega há, hef ég alltaf skilið það svo, að það sé gert vegna þess að kjarnorkuverið geti það sem endurnýjanlegir orkugjafar og sæstrengur geta ekki lofað, boðið upp á trygga og stöðuga orkuafhendingu.
Persónulega get ég því ekki séð að framtíðarhorfur fyrir íslenska orkusölu, um sæstreng til Bretlands yrði jafn gjöfular og góð og margir vilja meina.
Hitt er svo að mér hefur þótt vanta í umræðuna um sæstreng hvar og hvernig eigi að virkja til að selja orku. Því þótt að margir láti í veðri vaka að íslendingar eigi umframorku sem væri einmitt það sem nota á fyrir strenginn, þá þykir mér ekki trúlegt að nokkur fjárfesti í streng á milli Íslands og Bretlands með því fororði að einungis umframorka fari um strenginn. Það þýddi þá að í slæmu árferði og aukinni orkunotkun á Íslandi væri jafn líklegt og ekki að ekkert rafmagn væri flutt um strenginn.
Slíkt hljómar ekki sem vænlegur fjárfestingarkostur í mínum eyrum.
Það þarf að ræða málið í heild sinni og ekki láta nægja að hlusta á hvað hagnaðurinn "geti" orðið gríðarlegur.
En það má líka velta því fyrir sér, ef að útlit er fyrir að íslendingar vilji virkja frekar og útlit er fyrir að raforka verði umfram eftirspurn á Íslandi, hvort að ekki sé margir aðrir leikir í stöðunni.
Væri til dæmis ekki tilvalið fyrir Landsvirkjun, í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila að fera í kynningarherferð miðaða á lítil og miðlungsstór iðnfyrirtæki í Bretlandi og annars staðar í Evrópu, þar sem lögð er áhersla á lágt rafmagnsverð á Íslandi og afhendingaröryggi.
Sé raunveruleg hætta á orkuskorti í Bretlandi, jafnframt því að orkuverð sé verulega lægra á Íslandi, ætti slíkt að vera kostur sem ýmis fyrirtæki myndu í það minnsta velta fyrir sér. Vissulega er rafmagn misjafnlega hátt kostnaðarhlutfall, þannig að finna þyrfti geira með hlutfallsega mikla rafmagnsnotkun. Afhendingaröryggið ætti svo að vera trompið.
Því eftir sem mér skilst, er raforkuverð í Bretlandi ekki það hæsta í Evrópu, þó að það sé vissulega hátt.
Stöplaritin eru fengin héðan.
P.S. Allar svona vangaveltur verða hins vegar hálf hjákátlegar þegar lesnar eru fréttir um að Landsvirkjun hafi þurft að tilkynna um skerðingu á orkuafhendingu (sem líkega verður þó ekkert af) og að iðnfyrirtæki hér og þar um landið (millistór fyrirtæki) geti ekki fengið þá orku sem þau vilja.
Slíkt ætti auðvitað að vera brýnasta verkefni Landsvirkjunar og Landsnets.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2015 | 19:46
"Samband" með "Bene(lux)fits"
Á undanförnum árum hefur all mikið verið rætt um svokölluð skattaskjól á meðal Íslendinga og reyndar víðar um veröldina. Mest og hæst hefur umræðan verið um Tortola.
En skattaskjólin eru mun nær Íslandi.
Beneluxlöndin ásamt Írlandi hafa myndað "skattaskjólbeltið" í Evrópusambandinu. Þarlend stjórnvöld hafa gert afar hagstæða skattasamninga við alþjóðleg fyrirtæki og þannig flutt skatttekjur til sín, en jafnframt "rænt" önnur lönd Evrópska efnahagssvæðisins tekjum. Þó þannnig að alþjóðafyrirtækin hafa sparað sér fjallháar upphæðir í skattagreiðslum.
Íslendingum er þetta all kunnugt, enda ef til vill ekki einleikið hvað mörg íslensk fyrirtæki kusu að starfa í Luxemburg og Hollandi á árunum fyrir hrun. Ég veit ekki hvort að líta þarf á mikinn útflutning Íslendinga til Hollands nú, að hluta til sömu augum.
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að að það að flytja fé í skattaskjól þarf ekki á nokkurn hátt að vera ólöglegt. Það er líka vert að hafa í huga að það er tvennt ólíkt hvort að ríki hefur lága skattprósentu, sem gildir þá fyrir öll fyrirtæki, eða hvort það gerir sérstaka samninga við einstaka fyrirtæki.
Það fannst því mörgum ótrúlegt að heyra Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (og fyrrum forsætisráðherra Luxemburgar) að "Sambandið" væri í forystu fyrir því að afnema skaðlega "skattasamkeppni" og skoraði á ríki heims að fylgja fordæmi þess.
Mörgum fannst það stórt upp í sig tekið, því "Luxleaks" er flestum enn í fersku minni.
Nýleg grein í Der Spiegel sýnir hvernig Benelux löndin buðu stórfyritækjum gríðarlega hagstæða skattasamninga og stóðu í vegi fyrir breytingum á löggjöf "Sambandsins" sem hefði getað svipt þau þessum miklu aukaskatttekjum.
Það þarf ekki að undra að mörg nágrannaríkjanna telja að þær hafi verið á sinn kostnað.
Í grein Der Spiegel segir m.a.:
"Representatives of the other EU member states knew very well what was going on. The German representative in the Working Group on Tax Questions, for example, filed a cable to Berlin in March 2013 in which he noted there had been repeated "doubts about the harmlessness" of a few of the tax models, "mostly having to do with the license box rules of LUX and NDL," the abbreviations being references to Luxembourg and the Netherlands.
But nothing was done about it for years. Each time the Working Group on Tax Questions proposed changes, Luxembourg, Belgium and the Netherlands warded them off successfully. It's no wonder, either, given that representatives of the Benelux countries regularly coordinated their decisions in advance at their own meetings.
Stonewalling and other Tactics
Working in close collaboration, Luxembourg and the Netherlands refused to reveal information about tax rulings for major corporations as far back as 2010, four years prior to the LuxLeaks scandal.
The new revelations are highly sensitive. It's not just European Commission President Juncker whose past as the leader of the tax-haven Luxembourg is catching up to him. Another important man at the top of an EU institution also now has some uncomfortable questions to answer: Dutch Finance Minister Jeroen Dijsselbloem. Even after ascending to his current position as head of the Euro Group, his country continued to block every call for change."
Greinin lýsir nánar hvernig Benelux löndin soguðu til sín skatttekjur, með einstökum samningum niður í 1% skattprósentu fyrir fyrirtæki.
Og allir vita hvað hefur verið gert og hvað þarf að gera, en ekkert geristm nema að nefndirnar funda, það gerist varla meira "Evrópusambandslegra" en það:
When it comes to EU tax issues, not much can be done without consensus, a reality that also applies to the Code of Conduct Group. The group has been meeting four to six times a year since 1998 and for at least the last half decade, no issue has been as controversially discussed as that of the patent box. But nothing has been done. In the EU, tax-code compliance is treated not unlike age-limits for movies: It is largely voluntary.
Joining Forces
That was the situation back in March 2013 when tax experts met to discuss possible future guidelines to address problematic tax practices. "A taxation provision can be harmful," read a statement prepared prior to the meeting, "if its intention is not that of serving the economic targets of a member state, for example that of stimulating the economy or innovation." It is really quite a banal sentence: Tax rebates only make sense when the country offering them benefits as well.
But the Benelux countries immediately understood that the sentence took direct aim at their patent box and, as usual, they joined forces in an effort to have it removed. It would be best, they demanded, were the Code of Conduct Group to no longer focus on harmful practices that had already been implemented. "BEL, NDL, LUX demanded that certain, not-yet-evaluated, potentially harmful regimes could only be evaluated by way of a formal revision," the German group member reported to Berlin. That is akin to allowing criminals to decide when their crimes fall under the statute of limitations.
The timing of the meeting was sensitive for another reason: In March 2013, Dijsselbloem was no longer simply finance minister of the Netherlands. By then, he had already been named head of the Euro Group, the body of EU finance ministers that coordinates finance and tax policy with the common currency member states. It is the Euro Group that helps make important decisions on aid packages for Greece and other euro-zone member states.
But when it comes to the patent box, the Netherlands was not first and foremost concerned about the integrity of the common currency union. Rather, the country's own national interests were in the foreground. That can be seen in the Dutch response to a compromise proposal put forward by Germany and the United Kingdom. Even though the compromise plan was approved by tax experts from the OECD, the Netherlands entered a "reservation of political nature." The rest of the group resolved that changes to the existing patent box guidelines "must be introduced by the middle of 2015."
Stalling Tactic
So far, though, almost nothing has happened. And Luxembourg has continued its efforts to block any changes. After experts from all member states, following years of debate, finally managed to arrive at a cautiously critical appraisal of the tax-rebate model, "LUX requested a written evaluation from the Council's legal services," a German EU diplomat wrote in June 2014. The move was clearly a stalling tactic.
Í lok greinarinnar (sem ég hvet alla til að lesa í heild sinni), má lesa eftirfarandi:
"Juncker's credibility has been shaken, partly because the accusations aren't just about tax law. They also call into question the image that Juncker has for years been portraying of himself, that of the model European. Now, he stands accused of being the architect of a business model that is based on the extremely un-European principle of steering tax flows away from neighboring countries into Luxembourg's coffers. As Commission president, he demands EU solidarity almost daily when it comes to the refugee crisis. But how credible can he be after years of promoting policies that can accurately be described by the term "tax dumping?""
Það þarf engan að undra þó að hrikti í "Sambandinu", í góðsemi vega þeir hver annan á þeim "Glæsivöllum".
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2015 | 19:12
Skrípaleikur í kringum sölu og innflutning á áfengi
Það mega allir (eftir því sem ég kemst næst) sem hafa náð löglegum aldri flytja inn áfengi til Íslands. Þeir borga af því tilskilin gjöld til hins opinbera og mega síðan glaðir drekka sitt og bjóða gestum.
En þeir mega ekki selja það í verslunum sem þeir kunna að eiga.
Sömuleiðis er allt áfengi sem selt er á Íslandi flutt inn eða framleitt af einkaaðilum. Þeir borga af því til lögboðin gjöld til hins opinbera og dreifa því svo til veitingahúsa, ÁTVR og Fríhafnarinnar.
Það er því allt eins líklegt að áfengið sem einstaklingar drekka á veitinga- eða öldurhúsum hafi aldrei farið um hendur hins opinbera (þ.e. ef litið er fram hjá tollafgreiðslu).
En líklega hefur mest af söluaukningu á áfengi undanfarin ár einmitt átt sér stað á veitingahúsunum, líklega mest vegna fjölgunar erlendra ferðamanna.
Ég hef enga trú á því að ÁTVR (og þar með ríkissjóður) hafi misst nokkurn spón úr aski sínum þegar dreifing til veitingahúsa var færð yfir til einkaaðila. Líklega hefur fyrirtækið frekar sparað við þá breytingu.
Ég hef heldur ekki heyrt af því að verð til veitingahúsa hafi hækkað, eða þjónusta minnkað, en get vissulega ekkert fullyrt um slíkt.
En eftir stendur að ótrúlega stór hópur er þess fullviss að engum sé treystandi fyrir því að selja einstaklingum áfengi nema ríkinu, þ.e.a.s ef það er ekki á veitingahúsi.
Ja nema auðvitað ef einkaaðilinn er í útlöndum og nýtur milligöngu póstfyrirtækja.
Þá er hættan af sölu einkaaðila líklega úr sögunni, eða hvað?
Væri netverslunin íslensk, væri líklega voðinn vís.
Vínáhugamenn panta í gegnum netið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Enn á ný virðist umræða um upptöku euros aukast aftur á Íslandi. Að sumu leyti er það skiljanlegt, vegna þess að auðvelt er að setja upp nokkuð sláandi dæmi um mismun á vaxtakjörum sem bjóðast á landinu bláa og sumum ríkjum á Eurosvæðinu.
En það fylgir sjaldnast sögunni hvers vegna vaxtamunurinn er svo hár nú um stundir.
Stýrivextir Seðlabanka Eurosvæðisins, sem og Danmerkur og Svíþjóðar hafa undanfarna mánuði verið neikvæðir. Svo mikið hefur legið við að reyna að hrista "líf" í efnahag Eurosvæðisins, og að keyra niður gengi gjaldmiðils þess sem og Danmerkur og Svíþjóðar (sem er er jú aðallega til að hindra "flóttafólk" úr euroinu að koma þangað).
Samhliða þessu hefur farið fram massív peningaprentun.
Á sama tíma á Íslandi hefur mátt heyra hver varnaðarorðin á fætur öðrum, um að nú verði að fara varlega svo að efnahagslífið ofhitni ekki og hvatt hefur verið til þess að "kippa úr umferð" fjármagni og reyna að slá á þennslu.
Það hefur því vantað algerlega í umræðuna af hálfu "Sambandssinna" sem endilega vilja taka upp euro, hvernig massív peningaprentun og neikvæðir stýrivextir myndu hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf og hvers vegna það er einmitt það sem íslendingar þarfnast nú.
En massív peningaprentun og neikvæðir stýrivextir væru einmitt raunveruleikinn á Íslandi í dag, ef euro væri gjaldmiðillinn.
31.10.2015 | 19:14
Allt dýrara á Íslandi miðað við höfðatölu?
Í umræðum um Ríkisútvarpið undanfarna daga hefur oft mátt sjá þá röksemd að eðililegt sé að rekstur slíkrar stofnunar kosti mun meira per íbúa á Íslandi en hjá stærri þjóðum.
Í sjálfu sér er ekki hægt að bera á móti því að ýmis rök styðja við slíkar fyllyrðingar.
Líklega mætti þá segja að býsna margt annað ætti að vera mun dýrara á íbúa á Íslandi en í fjölmennari löndum.
Líklega er sínfónían dýrari á hvern íbúa, listasöfn sömuleiðis, Þjóðleikhúsið, íþróttaiðkun, vegakerfið, heilbrigðiskerfið og svo mætti eflaust lengi áfram telja.
Sannleikurinn er þó líklega sá að svo er í sumum tilfellum, en öðrum ekki.
Það liggur í hlutarins eðli að oftast nær geta Íslendingar ekki leyft sér meira en að eyða svipuðu hlutfalli af þjóðartekjum, eða skatttekjum og aðrar þjóðir til sambærilegra hluta.
Það blasir við að ef flestir hlutir væru dýrari á hvern íbúa en hjá öðrum þjóðum, væru lífskjör Íslendinga verulega slakari en þekkist annars staðar, því þó að þjóðartekjur á einstaklinga séu með ágætum á Íslandi, skara þær á engan hátt fram úr.
Það liggur því í hlutarins eðli að íslendingar verða að sníða sér stakk eftir vexti. Flestum þætti líklega eðlilegt að slíkt snið næði jafnt yfir Ríkisútvarpið og aðra starfsemi.
En vissulega má deila um það eins og flest annað. Það er einmitt það sem er verið að gera þessa dagana og getur varla talist óeðlilegt.
Ríkisútvarpið er að mörgu leyti merkileg stofnun, en flokkast þó ekki undir grundvallarþjónustu ríkisins, eða þá mikilvægustu, alla vegna ekki í mínum huga.
31.10.2015 | 09:41
Maastricht skilyrðin
Ég var að þvælast um netið þegar ég sá á einhverju bloggi að verið var að ræða að ef færi fram sem horfði, og "stöðugleikaaðgerðin" tækist vel og gjaldeysishöft yrðu afnumin, væri Ísland í þeirri stöðu að uppfylla flest skilyrði Maastricht samkomulagsins, hvað varðar upptöku á euro.
Það vantaði eingöngu að uppfylla skilyrði hvað varðaði vaxtakjör.
En hvað varðaði verðbólgu, afkömu hins opinbera (skuldir og halla) og jafnvel gengistöðugleika lyti dæmið vel út fyrir Ísland.
Þetta telja ýmsir merki þess að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið.
Það er vissulega rétt að horfur í efnahagsmálum Íslendinga eru að mörgu leyti öfundsverðar. Sigur er ekki unninn, ef svo má að orði komast er útlitið er gott og kúrsinn virðist réttur.
Flest stefnir í rétta átt og til betri vegar.
Verðbólga er lág, skuldir hins opinbera (og reyndar heimilanna einnig) fara lækkandi, atvinnyuleysi er lágt, kaupmáttur eykst og framtíðarhorfur all bjartar.
Hví í ósköpunum ætti slík staða að hvetja íslendinga til að ganga í "Sambandið" og taka upp euro?
Hvað mörg euroríki skyldu nú uppfylla skilyrðin til að vera þar, eftir mislanga dvöl sína á myntsvæðinu?
Skyldi Eurosvæðið sem heild (meðaltal ríkjanna) uppfylla skilyrðin sem þar gilda?
Hvert er atvinnuleysið á Eurosvæðinu?
Það er á Eurosvæðinu að nú er glaðst yfir því að í síðasta mánuði, jókst "verðbólga" og varð 0%, svæðið er, alla vegna í bili, komið út úr verðhjöðnun.
Það er á Eurosvæðinu, að glaðst er yfir því að atvinnuleysi dróst saman um 0.3%, og er nú ekki nema 10.8%, það lægsta í 3. ár.
Vissulega eru vextir lágir á Eurosvæðinu, verulega svo en á Íslandi. Seðlabanki Eurosvæðiðisins hefur nú stýrivexti sína í mínus og "prentar" peninga eins og enginn sé morgundagurinn.
Slík er örvæntingin við að reyna að "hrista" líf í efnahag svæðisins.
Að bera saman vexti á Íslandi við nágrannalönd sem standa í stórfelldri preningaprentun og öðrum aðgerðum til að keyra gengi gjaldmiðla sinna niður, er langleiðina út í hött.
Reyndar eru æ fleiri að komast á þá skoðun að (of) lágir vextir séu alvarleg meinsemd sem skapi æ fleiri vandræði til framtíðar, því lengur sem þeir gilda, en það er önnur saga.
24.9.2015 | 08:03
Víðtæk áhrif Volkswagen hneykslisins
Volkswagen díselhneykslið vindur á meira upp á sig, og í raun er engin leið að segja um hversu víðtæk áhrif það á eftir að hafa.
Hætta er á því að Volkswagen fari hreinlega á höfuðið. Séu 11 milljónir bíla með ólöglegan hugbúnað (sumir vilja meina að talan geti orðið hærri, því bensínbílar geti sömuleiðis verið undir), getur kostnaður við innköllun þeirra og hugsanlegra skaðabóta og sekta riðið fyrirtækinu að fullu.
Það verður einnig að teljast líklegt að dragi úr sölu hjá fyrirtækinu á komandi misserum sem aftur setur verðþrýsting niður á við á bíla þess.
Hvort að núverandi hluthafar séu tilbúnir til að koma með aukið hlutafé, ef illa fer á svo eftir að koma í ljós.
Þessi skandall mun án efa hafa gríðarleg áhrif á framtíð dísilbíla, þó ef til vill sé full sterkt til orða tekið að þeir muni mæta endalokum sínum.
En það er nokkuð ljóst að díselbílar munu eiga undir högg að sækja á næstunni og um leið er þetta áfall fyrir Evrópusambandið sem hefur lagt mikla áherslu á fjölgun díselbíla (sem ýmsir vilja þó meina að hafi aðallega verið leið til að styrkja stöðu Evrópskra bílaframleiðenda).
Sú stefna var þegar orðin umdeild vegna mengunar frá díselbílum og þessi skandall mun þyngja kröfuna um fækkun og jafnvel bann díselbíla.
Staða þýsku ríkisstjórnarinnar veikist við þennan stóra skandal. Hún liggur undir áburði um að hafa vitað af svindli Volkswagen (sem hún hefur þó neitað staðfastlega) og svo er líklegt að áhrifin á þýskan efnahag verði neikvæð. Margir spá að þetta verði þess valdandi að hagvöxtur verði minni en vonast hefur verið eftir.
Það verður sömuleiðis fróðlegt að fylgjast með hvernig tekið verður á málinu innan Evrópusambandsins. Það er ljóst að stór bílaframleiðslulönd eins og Frakkland, Ítalía og Bretland, væri það ekki um of á móti skapi að koma höggi á þýskan bílaiðnað.
Loks verður ekki hjá því komist að nefna að hneyksli af þessari stærðargráðu mun hafa neikvæð áhrif á stórfyrirtæki sem heild.
Háværar kröfur um aukið eftirlit munu hljóma og erfitt að segja að þær eigi ekki rétt á sér undir kringumstæðum sem þessum.
Efasemdir og getgátur um álíka vinnubrögð hjá öðrum fyrirtækjum mun án efa verða algeng.
Jafnframt er það ákveðinn áfellisdómur yfir starfsemi eftirlitsaðila, að slík undanbrögð skuli hafa viðgengist þetta lengi, og hlýtur að kalla eftir endurskipulagningu á vinnubrögðum þeirra.
Því þetta risastóra svind, sýnir að það er langt í frá nóg að setja strangar reglur og eftirlit, ef það virkar ekki, nema eins og "snuð" fyrir almenning.
Það er líklegt að "eftirskjálftar" þessa hneykslis eigi eftir að verða all nokkrir og finnast um nokkuð langa hríð.
Boða endalok dísilbílsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2015 | 18:10
Aðvörun til íslenskra kjósenda
Á undanförnum misserum hefur oft mátt lesa þá skoðun hér og þar að samstarf flokkanna fjögurra, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna ætti að vera fyrirmynd að frekara samstarfi flokkanna, ekki síst á landsvísu.
Jafnvel hefur verið rætt um bandalag eða þá náið samstarf.
Framganga borgarstjórnarmeirihlutans undanfarna daga og svo þessi tillaga Birgittu Jónsdóttur, er eins og aðvörun til íslenskra kjósenda um hverju megi eiga von á, ef þessir fjórir flokkar taka yfir stjórn landsins.
Þannig gæti hugmyndafræði "villta vinstursins" hæglega tekið yfir utanríkisstefnu Íslands og bakað íslendingum ómælt tjón með illa undirbúnum og flausturslegum samþykktum eins og gerðist hjá meirihlutanum í Reykjavík.
Eftirlitsnefndir sem úrskurðuðu hvort að einstak vörur innihéldu íhluti frá Kína kæmi líklega til sögunnar, upprunvottorðs yrði krafist fyrir bensín og olíur (það er býsna mörg olíuríkin sem hafa ekki gott "vottorð" í mannréttindamálum), og svona mætti lengi áfram telja.
Það er ekki auðvelt, hvorki fyrir einstaklinga eða þjóðir að vera "political correct".
En íslenska þjóðin getur ekki sagt að hún hafi ekki verið vöruð við.
Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstórn Reykjavíkur sá um það - ásamt Birgittu Jónsdóttur.
Vill sniðganga vörur frá Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2015 | 10:15
Mock a(nd) German
Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en flestur skáldskapur. Þannig má segja að "stóra Volkswagen díselshneykslið" sé eins og klippt út úr frekar slæmri B-mynd um illa innrætta kapítalista sem einskis svífast í leit sinni að hagnaði og skiptir engu þó að þúsundir einstaklinga láti lífið vegna loftmengunar.
En ef að góðu gæjarnir sem berðust gegn "þýsku illmennunum" hétu Mock og German, þætti líklega mörgum það frekar "korny".
En slíkt mun þau vera raunveruleikinn, það er engin kvikmynd, en þeir sem komust á snoðir um svindl þýska bílarisans, heita Peter Mock og John German.
Tilgangur þeirra var reyndar ekki að fletta ofan af einum eða neinum, heldur að sýna farm á hvað díselbílar væru góðir fyrir umhverfið.
Niðurstaðan varð önnur og er sú saga enn að skrifast.