Gróf einföldun. Verðsamsetning er flókið fyrirbæri

Það er gott að fylgst er með verðlagi, það gefur aðhald og miðlar upplsýsingum til neytenda.

En það verður að vanda til verka og var sig á því að draga of stórar ályktanir án þess að heildardæmið sé reiknað.

Hér er fjallað um afnám sykurskatts og hvernig það hefur skilað sér til neytenda.

Jafnvel þegar fjallað er um jafn einfaldan hlut og hreinan strásykur, er fjöldi þeirra atriða sem sem hefur áhrif á verð hans svo mikill að erfitt er að greina hvort að skatturinn hafi raunverulega skilað sér til neytenda.

Fyrst þarf auðvitað að athuga heimsmarkaðsverð á sykri. Þrátt fyrir nokkuð skarpa hækkun síðustu þrjá mánuði eða svo, er það lægra nú en það var í upphafi ársins. En það er mælt í dollurum, þannig að styrking hans hefur vegið upp á móti lækkuninni. Því má reikna með að innkaupsverð sykurs sé eitthvað hærra í íslenskum krónum en var í upphafi árs. Síðan þarf að huga að þáttum eins og flutningskostnaði, launakostnaði, húsnæðiskostnaði, orkukostnaði o.s.frv. Ég reikna ekki með að þessi listi sé tæmandi.

Það er einfaldlega svo margt sem spilar inn í verðmyndun að þó að einn þáttur (sykurskattur) breytist er ekki víst að lækkun, nú eða hækkun verði samsvarandi.

Þegar kemur svo að sælgæti bætast enn fleiri þættir við, t.d. heimsmarkaðsverð á kakóbaunum, sem hefur hækkað verulega það sem af er ári. Eins og sykurinn er það mælt í dollurum og hefur því hækkað enn frekar í íslenskum krónum.

Sælgæti og ýmsar aðrar vörur sem innihalda sykur eru svo mis vinnuaflsfrekar, það sama gildir um orkunotkun, húsnæðis og tækjaþörf o.s.frv.

Þess vegna er samanburður sem þessi mjög erfiður og næstum ómögulegur, án þess að hafa aðgang að framlegðartölum fyrir eintaka vörutegundir.

Það breytir því ekki að verðsamanburður og miðlun verðbreytinga er þörf og góð, en það verður alltaf að varast að draga of stórar og eindregnar ályktanir af þeim.

Mér sýnist þó að þarna komi fram að lækkun vörugjalda sé að skila sér til neytenda, þó að ómögulegt sé að segja til um hvort að það sé nákvæmlega í hlutfalli við vörugjaldslækkun.

 

 

 

 


mbl.is Hefur afnám sykurskatts skilað sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband