Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Endurtekið efni?

Að ýmsu leyti minnir þetta á það ástand á fyrri tíma.  Þegar ég var að byrja að hafa áhuga á tölvumálum var Apple að mörgu leyti með yfirburðavöru á markaðnum.

En Applevörur voru eingöngu framleiddar af Apple.  Svo kallaðar PC tölvur og vörur tengdar þeim voru hins vegar framleiddar af tugum aðila og seinna hundruðum.

Samkeppnin var því harðari og árangursríkari á PC markaðnum.  Forritunarfyrirtæki sáu líka fljótlega stærri markað þar.  

Apple átti því langt skeið þar sem það átti erfitt uppdráttar.

Að einhverju marki er eins og sagan sé að endurtaka sig.  Fjöldinn sigrar gæðin, eða á Apple einhveja ása upp í erminni?

P.S.  Það sama má að miklu leyti segja um sigur VHS kerfisins á Beta á myndbandamarkaðnum.

 

 


mbl.is Android komið í 80% markaðshlutdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins ástæða til að hrósa Össuri

Það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að hrósa Össuri Skarphéðinssyni undanfarin ár.  Þó má oft hafa gaman af honum, en það er þó aðallega þegar hann hemur sig ekki í vitleysunni.  Svona eins og sífelldar lausnir hans á eurokrísunni eru annars vegar.

En nú er ástæða til þess að hrósa karlinum.

Það er löngu tímabært að Íslendingar hugi meira að netöryggi landsins og það er hægt að leita aðstoðar á mörgum síðri stöðum en hjá Eistlendingum.

Auðvitað hefðu Íslendingar átt að vera búnir að gerast aðilar að netöryggisetri NATO fyrr, en betra er seint en aldrei.

Því hrósa ég Össuri nú.

Þetta ásamt fríverslunarsamningi við Kína eru nokkuð merkilegir endapunktar hjá Össuri í utanríkisráðuneytinu.

 


mbl.is Ísland aðili að netöryggiskerfi NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn Íslands ekki samkoma kórdrengja

Kórdrengir myndu líklega ekki ná langt í FBI.  Það myndu þeir líklega ekki heldur gera í Íslenskum stjórnmálum.

Og alls ekki ná sama stjórnmálaaldri og Össur, Jóhanna, Ögmundur eða Steingrímur J. Sigfússon.

En því hefur ekki verið svarað hvað Íslensku hagsmunir lágu að baki því að ríkisstjóirnin hafði afskipti af því að Íslenskur ríkisborgari hafði af fúsum og frjálsum vilja samstarf við FBI.

Einstaklingurinn fór síðan af landi brott með Bandarísku alríkislögreglumönnunum, og dvaldi í Bandaríkjunum í nokkra daga og sneri síðan heim á leið.  Frjáls ferða sinna.

Var þetta andsnúið hagsmunum Íslenska ríkisins, eða Íslensku ríkisstjórnarinnar?

Hvað knúði Íslenska ráðherra til þess að skipta sér af lögregulstörfum með þessum hætti?

Verður því einhverntíma svarað?


mbl.is FBI ekki samkoma kórdrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef aðeins verð er látið ráða....

Þessi frétt á vef RUV vakti athygli mína.  Þar ver verið að fjalla um bóhaldskerfið sem Skýrr/Advania hefur sett upp hjá Ríkinu.

Það var þessi setning sem vakti sérstaka athygli mína:

Lágt verð Skýrr réði úrslitum um að tilboði þeirra í fjárhags- og mannauðskerfi fyrir ríkið var tekið, en ekki boði Nýherja. Nýherji þótti hins vegar bjóða upp á betra kerfi og vera hæfari til að standa við tilboð sitt.

Lykilatriði í þessari setningu er að mínu mati...  "og vera hæfari til að stand við tilboð sitt".  En hins vegar virðist verð vera yfirgnæfandi þáttur í ákvörðunartökunni.

En það er eitt að geta boðið lágt verð, en annað að vera metinn síður hæfur til að standa við það.  Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf ódýrast til lengri tíma litið að kaupa það sem kostar minnst í upphafi.

Gamla slagorðið "Það besta er ódýrast" á við býsna mörgum tilfellum.

Það hljómar ekki vel í mínum eyrum að taka tilboði sem býður upp á verri lausn og tilboðsaðilinn er metinn síðri í að geta staðið við tilboðið.

Er ekki grundvallaratriði að tilboðsaðili sé metin fullkomlega hæfur til að standa við tilboð?

Það er ekki mikil kúnst að koma með lág tilboð, ef ekki er gerð krafa um að staðið sé við þau.  Ef endalaust er hægt að koma með aukareikninga og leggja aukakostnað á verkkaupa.

Að kaupa síðari vöru af aðila sem er metinn síður líklegur til að geta staðið við tilboð sitt.  Þarf að segja meira.

P.S.  Það er auðvitað rétt að það komi fram hér að ég er fyrrverandi starfsmaður Nýherja, en hafði þó horfið til annara starfa þegar þetta gerðist og kom ekkert nálægt SAP (nema sem notandi) eða útboðsgerð þessu tengdu.


Skoðanakannanir og markaðsrannsóknir. Stjórnmálamenn og frumkvöðlar.

Sagan segir að Steve Jobs hafi eitt sinn verið spurður að því hvað Apple hafi eytt í markaðsrannsóknir áður en iPodinn svar settur á markað.  Jobs er sagður hafa svarað að bragði:

“None. It isn’t the consumers’ job to know what they want.”

Það er mikið til í þessu og ekki líklegt að neytendur hefðu talið að eitthvað í líkingu við iPodinn væri einmitt það sem þeim vantaði.  Það er að segja áður en ipodinn varð til.

Fyrirtæki sem eingöngu eltir hugmyndir væntanlegra kaupenda getur gengið þokkalega, en það kemur ekki fram með byltingarkenndar vörur.

Ég hygg að það megi heimfæra þetta að miklu leyti upp á stjórnmál, stjórnmálaflokka og stjórnmálaflokka.  Þeir stjórnmálaflokkar sem byggja starf sitt og stefnu að miklu leyti á skoðanakönnunum og því sem þeir halda að kjósendur sé að "kalla eftir", geta á tímabilum gengið ágætlega og stundum slegið í gegn.

En það sem vantar í pólítíkinn víðast hvar nú um stundir að framtíðarsýn og hugmyndir.

Ef við heimfærum speki Jobs yfir í pólítikina, þá er það ekki hlutverk kjósenda að vita hvers þeir þarfnast eftir 5. ár, heldur vantar stjórnmálaleiðtoga sem gera það, leiðtoga hafa hafa hugmyndir og framtíðarsýn.

Þörfin er fyrir leiðtoga sem leiða, frekar en stjórnmálamenn sem eru leiddir.

Hitt er svo líka til í dæminu að framtíðarsýn sé aðeins tálsýn og hugmyndir reynast misjafnlega.

Það var að mig minnir Winston Churchill sem sagði að góður stjórnmálamaður þyrfti að vera þeim kostum gæddur að geta sagt hvað gerðist eftir ár, og eftir ár þyrfti hann að geta útskýrt af hverju það gerðist ekki.

Það er líklega nær þeirri stöðu sem við þekkjum í dag.

En við þurfum samt á framtíðarsýninni og hugmyndunum að halda.


Einstaklingur sem breytti heiminum

Steve Jobs in memorian

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru einhverjir töfrar í kringum Steve Jobs.  Hann breytti heiminum.  Ég man enn þegar ég prufaði Macintosh í fyrsta sinn, gamla "rafsuðuhjálminn", það var seint á árinu 1984.  Í fyrsta sinn sem ég vann eitthvað gagnlegt á tölvu. 

Þetta frábæra notendaviðmót og tölvumúsin sem áttu án efa stóran þátt í hve hratt einkatölvan sigraði heiminn.

Þó að tækninni hafi fleygt fram hraðar en auga á festi og ég hafi ekki notað "Makka" í fjöldamörg ár, er tölvu viðmótið ennþá ótrúlega keimlíkt og ég kynntist þennan dag fyrir 27. árum.


mbl.is Steve Jobs látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akstur og SMS (ekki fyrir viðkvæma)

Fékk sendan hlekkinn á þetta myndband í dag.  Frábært myndband sem erfitt er að horfa á þó að vitneskjan um að þetta sé leikið sé fyrir hendi.

Eitthvað sem enginn vill þurfa að sjá, en allir ættu að hugsa um.  Það veitir svo sannarlega ekki af því að hafa hugann við aksturinn - alltaf.  Samt er það svo allgengt að sjá einstaklinga hér á hraðbrautunum, í símanum, sendandi smáskilaboð, borða, laga á sér "meikuppið" eða hárgreiðsluna, með hugann við eitthvað allt annað en aksturinn

 


Genginn Bjarni

Þá hefur Bjarni Harðarson gengið af þingi.  Ég verð að viðurkenna að það kom mér nokkuð á óvart. 

Það er rétt að það komi fram að ég hef ekki verið stuðningsmaður Bjarna, né framsóknarflokksins og að því leyti er mér málið lítið skylt.

Ég ætla ekki heldur að verja bréfasendingar Bjarna, þær voru rætnar og ekki gerðar af góðum hug.

En það stangast ekki á við þjóðarhagsmuni að ráðast gegn Valgerði Sverrisdóttur.  Sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að það þjónaði þeim, en slíkt er alltaf álitamál og deiluefni.  Sínum augum lítur hver á silfrið.  Því get ég ekki séð að Bjarni hafi haft ríka ástæðu til þess að segja af sér þingmennsku vegna innanhússátaka í Framsóknarflokknum. 

En auðvitað er afsögn Bjarna virðingarverð, hann axlar skinn sín og heldur heim á leið.

Það er reyndar athyglivert hve ákaflega Samfylkingarmenn fagna mistökum Bjarna og að mér sýnist nú afsögn hans, þessi uppákoma styrkir óneitanlega þann arm Framsóknarflokksins sem vill falast eftir "Sambands" aðild og getur því í framtíðinni breytt landslagi Íslenskra stjórnmála.

Ekki í fyrsta sinn og líklega ekki það síðasta sem "enter" takkinn er áhrifavaldur.

P.S.  Auðvitað er þetta ekkert einsdæmi og ekki mesta "dirty trixið" sem heyrst hefur um í Íslenskum stjórnmálum, en á meðan það er ekki opinbert, er það allt í lagi, eða er það ekki?

 


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fartölva handa konunni

Brá mér í búð í gær og verslaði fartölvu handa konunni.  Sit einmitt með hana fyrir framan mig (er þó að blogga á gömlu borðvélina), búinn að opna hana, ræsa og er að búa til "recovery diska" til að eiga til vonar og vara þegar konan verður búin að koma öllu í hnút einhvern tíma í framtíðinni.

Þetta eru að verða svoddan ógnar "vöðlar" sem Windows og það sem fylgir vélunum er að það duga ekki færri en 3. DVD diskar.

En það var ekki meiningin að versla neitt ógnar tryllitæki handa konunni, endar notar hún tölvuna ekki til margra hluta, nema einna helst ritvinnslu og svo spjall og símaforrit, gjarna þá með vefmyndavélum.  Slíkur lúxus gerir afa og ömmu kleift að sjá að barnabörnin að Bjórá geti ennþá hreyft sig, brosað og séu heldur fallegri en í gær.

Eftir að hafa skoðað hitt og þetta ákvað ég að kaupa HP vél í þetta skiptið.  Hún kom skratti vel út hvað verð snerti og var líka fáanleg úr "hillunni" eða því sem næst.

Vélin var keypt í Best Buy (sem segja má að sé BT okkar Ameríkumanna, sérstaklega þegar "lógóið" er skoðað, líklega teljast "lógóin" of lík til að það geti verið tilviljun.)

Gerði ágætis kaup, að ég held, fékk HP vél með Intel Centrino 1.8. 4GB minni, DVD skrifara, 250GB harðdiski og þessu sem með fylgir fyrir rétt tæpa 1000 dollar, eða örlítið yfir 80 þúsund ISK.  Þjónustan var slök, en það kom ekki verulega að sök í þetta skiptið.

Núna þarf ég hins vegar að fara að kaupa mér þráðlausan beini (er það ekki örugglega Íslenska orðið yfir router?).  Þarf aðeins að velta fyrir mér hvað hentar best, og hvort ég eigi að kaupa mér með harðdisk möguleika eður ei.  Allar ráðleggingar vel þegnar. 

 


Flikkað upp á myndir

Á yngri árum var ég með ljósmyndadellu, líklega á frekar háu stigi.  Tók aðallega svarthvítar myndir, framkallaði og stækkaði og hafði gaman af.  Stöku sinnum tók ég góðar myndir.

Síðan eftir að skólavist lauk og aðgangi að myrkrakompu sömuleiðis datt ljósmyndaáhuginn niður.  Það var síðan eftir að stafrænu myndavélarnar fóru að koma að ég fór að fikta við að taka myndir aftur.  Fyrst var þetta aðallega með litlar "compact" vélar sem ég vann við að selja.  En um síðustu áramót var keypt að Bjórá SLR Canon d40.  Þá blossaði áhuginn upp á nýju, bara það eitt að handleika vélina færði góðar minningar.

Ennþá hef ég gaman af svarthvítu myndunum og þó að margar myndirnar séu af ómegðinni, get ég líka fengið útrás fyrir önnur áhugamál, s.s. "barkarblætið" sem hefur fylgt mér um nokkurt skeið.

Fyrir nokkrum vikum fór ég svo að hlaða myndum inn á Flickr, á slóðina www.flickr.com/tommigunnars

Þar má finna nokkra tugi mynda, meðal annars þær sem hér eru fyrir neðan og með því að "klikka" á þær er hægt að heimsækja síðuna og skoða þær nánar.

 

The Monarch in our Garden Tree Monkey Chippie Green on the Tree Going Home Your Neighbourhood Reflects on You Tongue in Cheek

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband