Flikkað upp á myndir

Á yngri árum var ég með ljósmyndadellu, líklega á frekar háu stigi.  Tók aðallega svarthvítar myndir, framkallaði og stækkaði og hafði gaman af.  Stöku sinnum tók ég góðar myndir.

Síðan eftir að skólavist lauk og aðgangi að myrkrakompu sömuleiðis datt ljósmyndaáhuginn niður.  Það var síðan eftir að stafrænu myndavélarnar fóru að koma að ég fór að fikta við að taka myndir aftur.  Fyrst var þetta aðallega með litlar "compact" vélar sem ég vann við að selja.  En um síðustu áramót var keypt að Bjórá SLR Canon d40.  Þá blossaði áhuginn upp á nýju, bara það eitt að handleika vélina færði góðar minningar.

Ennþá hef ég gaman af svarthvítu myndunum og þó að margar myndirnar séu af ómegðinni, get ég líka fengið útrás fyrir önnur áhugamál, s.s. "barkarblætið" sem hefur fylgt mér um nokkurt skeið.

Fyrir nokkrum vikum fór ég svo að hlaða myndum inn á Flickr, á slóðina www.flickr.com/tommigunnars

Þar má finna nokkra tugi mynda, meðal annars þær sem hér eru fyrir neðan og með því að "klikka" á þær er hægt að heimsækja síðuna og skoða þær nánar.

 

The Monarch in our Garden Tree Monkey Chippie Green on the Tree Going Home Your Neighbourhood Reflects on You Tongue in Cheek

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband