Fartölva handa konunni

Brá mér í búð í gær og verslaði fartölvu handa konunni.  Sit einmitt með hana fyrir framan mig (er þó að blogga á gömlu borðvélina), búinn að opna hana, ræsa og er að búa til "recovery diska" til að eiga til vonar og vara þegar konan verður búin að koma öllu í hnút einhvern tíma í framtíðinni.

Þetta eru að verða svoddan ógnar "vöðlar" sem Windows og það sem fylgir vélunum er að það duga ekki færri en 3. DVD diskar.

En það var ekki meiningin að versla neitt ógnar tryllitæki handa konunni, endar notar hún tölvuna ekki til margra hluta, nema einna helst ritvinnslu og svo spjall og símaforrit, gjarna þá með vefmyndavélum.  Slíkur lúxus gerir afa og ömmu kleift að sjá að barnabörnin að Bjórá geti ennþá hreyft sig, brosað og séu heldur fallegri en í gær.

Eftir að hafa skoðað hitt og þetta ákvað ég að kaupa HP vél í þetta skiptið.  Hún kom skratti vel út hvað verð snerti og var líka fáanleg úr "hillunni" eða því sem næst.

Vélin var keypt í Best Buy (sem segja má að sé BT okkar Ameríkumanna, sérstaklega þegar "lógóið" er skoðað, líklega teljast "lógóin" of lík til að það geti verið tilviljun.)

Gerði ágætis kaup, að ég held, fékk HP vél með Intel Centrino 1.8. 4GB minni, DVD skrifara, 250GB harðdiski og þessu sem með fylgir fyrir rétt tæpa 1000 dollar, eða örlítið yfir 80 þúsund ISK.  Þjónustan var slök, en það kom ekki verulega að sök í þetta skiptið.

Núna þarf ég hins vegar að fara að kaupa mér þráðlausan beini (er það ekki örugglega Íslenska orðið yfir router?).  Þarf aðeins að velta fyrir mér hvað hentar best, og hvort ég eigi að kaupa mér með harðdisk möguleika eður ei.  Allar ráðleggingar vel þegnar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HP ??? !!!!

Sigurður Aðils (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:16

2 identicon

Alveg vissi ég að bróðir myndi koma með comment á HP

Rúnar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

HP Hvað? Stóð á afturendanum á okkur einu sinni.  En staðreyndin er sú að nú virðast þeir standa vel að vígi, alla vegna hér í Kanada.  Mun betri spekkuð vél en sæmbærileg frá Lenovo, IBM auðvitað löngu farið af markaðnum.  Lenovo er þess heldur með miklu síðri "beint úr hillunni" úrval og ég er ekki alveg að meika þetta Dell concept sem Lenovo er að taka upp, þ.e.a.s. að panta vélina með 6. vikna fyrirvara og bíða svo og sjá hvort að eitthvað komi upp á.

Auk þess þarf ég að hafa vél konunnar með mér þegar við förum í ferðalag nú á næstunni.

G. Tómas Gunnarsson, 2.7.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband