Skoðanakannanir og markaðsrannsóknir. Stjórnmálamenn og frumkvöðlar.

Sagan segir að Steve Jobs hafi eitt sinn verið spurður að því hvað Apple hafi eytt í markaðsrannsóknir áður en iPodinn svar settur á markað.  Jobs er sagður hafa svarað að bragði:

“None. It isn’t the consumers’ job to know what they want.”

Það er mikið til í þessu og ekki líklegt að neytendur hefðu talið að eitthvað í líkingu við iPodinn væri einmitt það sem þeim vantaði.  Það er að segja áður en ipodinn varð til.

Fyrirtæki sem eingöngu eltir hugmyndir væntanlegra kaupenda getur gengið þokkalega, en það kemur ekki fram með byltingarkenndar vörur.

Ég hygg að það megi heimfæra þetta að miklu leyti upp á stjórnmál, stjórnmálaflokka og stjórnmálaflokka.  Þeir stjórnmálaflokkar sem byggja starf sitt og stefnu að miklu leyti á skoðanakönnunum og því sem þeir halda að kjósendur sé að "kalla eftir", geta á tímabilum gengið ágætlega og stundum slegið í gegn.

En það sem vantar í pólítíkinn víðast hvar nú um stundir að framtíðarsýn og hugmyndir.

Ef við heimfærum speki Jobs yfir í pólítikina, þá er það ekki hlutverk kjósenda að vita hvers þeir þarfnast eftir 5. ár, heldur vantar stjórnmálaleiðtoga sem gera það, leiðtoga hafa hafa hugmyndir og framtíðarsýn.

Þörfin er fyrir leiðtoga sem leiða, frekar en stjórnmálamenn sem eru leiddir.

Hitt er svo líka til í dæminu að framtíðarsýn sé aðeins tálsýn og hugmyndir reynast misjafnlega.

Það var að mig minnir Winston Churchill sem sagði að góður stjórnmálamaður þyrfti að vera þeim kostum gæddur að geta sagt hvað gerðist eftir ár, og eftir ár þyrfti hann að geta útskýrt af hverju það gerðist ekki.

Það er líklega nær þeirri stöðu sem við þekkjum í dag.

En við þurfum samt á framtíðarsýninni og hugmyndunum að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband