Loksins ástæða til að hrósa Össuri

Það hafa ekki gefist mörg tækifæri til að hrósa Össuri Skarphéðinssyni undanfarin ár.  Þó má oft hafa gaman af honum, en það er þó aðallega þegar hann hemur sig ekki í vitleysunni.  Svona eins og sífelldar lausnir hans á eurokrísunni eru annars vegar.

En nú er ástæða til þess að hrósa karlinum.

Það er löngu tímabært að Íslendingar hugi meira að netöryggi landsins og það er hægt að leita aðstoðar á mörgum síðri stöðum en hjá Eistlendingum.

Auðvitað hefðu Íslendingar átt að vera búnir að gerast aðilar að netöryggisetri NATO fyrr, en betra er seint en aldrei.

Því hrósa ég Össuri nú.

Þetta ásamt fríverslunarsamningi við Kína eru nokkuð merkilegir endapunktar hjá Össuri í utanríkisráðuneytinu.

 


mbl.is Ísland aðili að netöryggiskerfi NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ansi er ég hræddur um að þetta sé tvíeggjað sverð að láta Nató hafa kontról á internetinu. Ég hef hvergi séð því lýst hvernig né hvers vegna sé verið að fela þeim þetta. Hvaða völd hafa þeir og hvernig geta þeir beitt þeim? Hvað um persónuferlsi og prívasí?

Þetta apparat er í anda þess sem Bandaríkjamenn eru með á eigin vegum og njósna um alla pósta og netnotkun fólks. Þetta er ekki batterí sem verst netárásum allavega. Þær uppgötva menn ekki fyrr en þær eru afstaðnar. Þetta er bara þáttur í glóbaliskum Fasisma í anda Orwell vittu til.

Það er engin fræðileg leið að Össur hafi verið að gera eitthvað rétt. Það getur hann ekki. Ég held að þú ættir að bíða með skjallið þar til annað kemur í ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2013 kl. 19:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er ekkert að skjalla Össur, enda engin ástæða til

Það er heldur engin að tala um að NATO ætli sér að "kontróla" internetinu, eða reyna að forma það eða stjórna á einn eða neinn hátt.

Þetta er heldur ekki tengt NSA, eða öðrum þeim hlustunarbatteríum sem Bandaríkin hafa yfir að ráða.  Þeir þurfa heldur ekki á stofnun í Eistlandi að halda til þess.

En þessari stofnun er ætlað að miðla þekkingu og vörnum gegn internetárásum.  Líklega er hún staðsett í Eistlandi vegna yfigripsmikillar reynslu og þekkingar Eistlendinga í þeim málum.

Þeir hafa enda ítrekað orðið fyrir tölvuárásum frá nágranna sínum, en hefur sem betur fer tekist að verjast þeim nokkuð vel.

Það er engun alls varnað, ekki euro-Össa heldur.

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband