Einstaklingur sem breytti heiminum

Steve Jobs in memorian

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru einhverjir töfrar í kringum Steve Jobs.  Hann breytti heiminum.  Ég man enn þegar ég prufaði Macintosh í fyrsta sinn, gamla "rafsuðuhjálminn", það var seint á árinu 1984.  Í fyrsta sinn sem ég vann eitthvað gagnlegt á tölvu. 

Þetta frábæra notendaviðmót og tölvumúsin sem áttu án efa stóran þátt í hve hratt einkatölvan sigraði heiminn.

Þó að tækninni hafi fleygt fram hraðar en auga á festi og ég hafi ekki notað "Makka" í fjöldamörg ár, er tölvu viðmótið ennþá ótrúlega keimlíkt og ég kynntist þennan dag fyrir 27. árum.


mbl.is Steve Jobs látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband