Færsluflokkur: Tölvur og tækni
3.6.2008 | 15:24
Óværa
Ég fékk einhverja bölvaða óværu í tölvuna. Hegðunin var verulega undarleg. Sumt kom ekki á óvart, endalaus uppspretta af óumbeðnum síðum, bæði í IE og Firefox, en svo neitaðu vafrarnir að birta sumar síður.
Ég komst til dæmis ekki á hotmail síðuna mína og ýmsar aðrar síður neituðu vafrarnir að birta, og á sumum birtist aðeins forsíðan og vafrarnir neituðu að fylgja hlekkjum.
Það var alveg sama hvernig ég reyndi að "kemba" vélina, og sama hvaða forritum ég beitti, sum þeirra fundu allra handa "trjóu hesta" og annan óþverra, en alltaf hélt áfram að taka "sjálfstæðar ákvarðanir".
Sem betur fer virkaði DVD skrifarinn fyllilega svo ég hófst handa við að "skrifa niður" það sem merkilegt gat talist og "straujaði" svo vélina.
Allt gekk eins og til var sáð, nema að nú vantar mig auðvitað fjöldann allan af stórum og smáum forritum sem ég hafði á vélina og vinnan við að lesa þau inn aftur er umtalsverð.
Þetta hefst þó að lokum og allt verður eins og áður....
..... þangað til næst.
3.5.2008 | 01:47
Hlaðið á nóttunni
Þó að verðið á þessum bíl sé skuggalega hátt, eða um 100.000 dollarar, og ég hreinlega þori ekki að hugsa um hvað hann myndi kosta á Íslandi, þá hljóta svona bílar að vekja vonir.
Það er eitthvað svo heillandi við að hafa bílinn í hleðslu í bílskúrnum á nóttunni. Sem leiðir auðvitað hugann að því að fljótlega verður rafmagn misjafnlega dýrt eftir tíma dags hér í Toronto.
Auðvitað ódýrast á nóttunni.
En þó að hröðunin sé góð og endingin ásáttanleg, þá velti ég því óneitanlega fyrir mér hver endingin er á rafhlöðunum er og hvað þær kosta.
Svo bíð ég auðvitað eftir því að það komi fram fjölskyldubíll, nú eða lítill nettu "yarislíkur" sem nýtir sömu tækni.
En það hljóta flestir að brosa þegar þeir ímynda sér veröld án bensínstöðva, og að tengillinn í bílskúrnum knýji áfram bílinn.
Rafknúinn sportbíll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2008 | 04:37
Stærðin skiptir vissulega máli
Það virðist vera afdráttarlaust, því stærri, því betra og allir eru ánægðari og það sem meira er afköstin aukast.
Það sem meira er, vinnufélagar og kunningjarnir verða grænir af öfund.
Það er svo mikið betra að hafa stærri skjá. Þægindin aukast, afköstin aukast og vellíðanin er svo mikið, mikið meiri.
Um þetta mátti lesa í frétt The Globe and Mail í dag.
Það sem meira er, stækkunin getur borgað sig upp í fáum mánuðum með auknum afköstum.
"Michael Carey admits he was a bit surprised by the initial reaction of employees at Berkshire Operations Management Ltd. after he gave some of them a new 22-inch widescreen computer monitor to test.
"At first, people got freaked out at how huge the screen was and said it was way too big," says Mr. Carey, manager of technical services at Berkshire, a financial firm in Burlington, Ont. That didn't last. "Once they used it for even a day, if I tried to take it away they'd be chopping my hands off."
Encouraged by the response, Mr. Carey ordered 60 additional widescreen monitors for employees who are using a new application that requires a bigger viewing surface. Now he's bracing for a different reaction: the ire of the remaining three-quarters of the company who will be left out.
"It's a perk for those who get one, but a downer for those who don't," he says."
"The latest research to push the wider-is-better message came in a University of Utah study released two weeks ago. The study was funded, but not controlled, by NEC, a monitor manufacturer. Study participants were timed as they toggled between documents in programs such as Word and Excel.
Researchers found that upgrading a worker from an 18-inch to a 24-inch screen reduced the time it took to complete a task from eight hours to 5 ½hours. They estimated a company can save $8,600 per employee based on a $32,500 annual salary, even after factoring in the cost of the new monitor and increased electricity use.
A 2003 study by Microsoft researchers came to similar conclusions, as did a 2005 report by Pfeiffer Consulting. The Pfeiffer study upgraded people to a gigantic 30-inch Apple Cinema HD Display and concluded that the resulting productivity gains could lead to a return on investment of "several thousand dollars per year."
But the Utah study went a step further by also gathering feedback about how a bigger screen made participants feel. In today's workplace, apparently, you are what you use.
"It made them feel like they had accomplished more," says Elizabeth Wolff, a research analyst with NEC. "In addition to having productivity gains, a larger screen also has a positive spin on how people feel and their satisfaction at work as well.""
"The original idea for the monitors was to help productivity and make the work environment a little better," says Geoffrey Bainbridge, the company's vice-president of human resources. "Then we had the idea of surprising them with the monitors when they came back [from holiday]."
To employees, it amounted to a late Christmas bonus. (A former employee of the company, I visited the offices shortly after the monitors had arrived and witnessed the giddiness first-hand.)
At Berkshire, Mr. Carey hopes to appease the have-nots soon: He's decided that any new monitor purchases will be for 22-inch screens, so eventually everyone will be upgraded.
Meanwhile, some companies are moving to the next level of screen envy: multiple monitors. U.S.-based search engine Mahalo.com equips employees with at least two 24-inch monitors, according to a blog post by CEO Jason Calacanis. He's even encouraging workers to try a three-screen set-up of a 30-inch monitor flanked by two 24-inch "wing men."
"It's so clear that three monitors makes people über-productive," he wrote."
Það er eiginlega alveg ljóst að 19" mín er algerlega úrelt og er að eyðileggja fyrir fyrir mér flest það sem til betri vegar getur horft. Það er eins gott að fara að líta í kringum sig efitr nýjum skjá.
Ekki seinna en á morgun.
23.10.2007 | 17:54
Saving Indonesia?
Ég er alveg hissa ef hæstvirtur iðnaðarráðherra segir Indónesum ekki frá því hvílíkt feigðarflan það er að ætla að fara að byggja álver sem eigi að nýta "græna" orku landsins.
Hann hlýtur að segja þeim frá því að slíkar ætlanir séu líklegar til að skipta þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar sem séu ekki líklegar til að ná sáttum. Ennfremur hlýtur hann að vara við því að uppspretti hópar innlendra sem erlendra mótmælenda sem geri allt sem þeir geti til að tefja framkvæmdir.
Hann hlýtur að vara Indónesíska ráðamenn við því að þetta geti orðið til þess að þeir gætu orðið í vandræðum með að uppfylla skilyrði Kyoto og mæla eindregið á móti því að Indónesar sækist eftir nokkrum undanþágum á þeim forsendum að um sé að ræða "græna" orku.
Hann hlýtur að hvetja Indónesa til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, eða alla vegna atkvæðagreiðslu í þeim sveitarfélögum sem koma til með að standa næst fyrirhuguðum álverum. Hann hlýtur líka að segja þeim að ef Indónesar stefni að því að yfirgefa "þriðja heiminn", þá byggi þeir ekki álver, enda séu slík ver ekki byggð hjá þróuðum ríkjum.
Eða hvað?
Indónesar lýsa áhuga á samstarfi varðandi álframleiðslu og fiskveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 14:35
Hin eftirsótta mengun?
Frétt sem ég rakst á á visi, vakti athygli mína. Þar er fjallað um tækni til þess að vinna metanól úr annars mengandi útblæstri ál og orkuvera.
Í fréttinni segir m.a.:
"Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi.
Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki.
Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið."
"Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli."
Ef allt gengur upp er vissulega um stórtíðindi að ræða. Ekki nóg með að þá verði hægt að draga verulega úr mengun frá stóriðjuverum, heldur verða búin til verðmæti úr menguninni. Verðmæti sem aftur geta dregið úr mengun frá bílum og öðrum farartækjum.
Sjálfsagt er málið ekki jafn einfalt og einhver vandamál óleyst, en það verður virkilega áhugavert að heyra meira af þessu.
Þetta sannar líka að það gefst betur að leita lausna við vandamálum sem eru til staðar, frekar en að banna eða hætta við allt sem veldur vandamálum.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2007 | 03:12
Litlu hlutirnir
Undanfarna daga (og raunar mánuði) hef ég verið að mála eitt og annað hér að Bjórá, svona í rólegheitunum. Á meðan ég var með rúlluna í hendinni fór ég að velta fyrir mér tækninni við málningarvinnuna. Hvað þetta væri einfalt og þægilegt og hvað við ættum mikið að þakka þeim snillingi sem lét sér detta í hug að rúlla væri rétta lausnin fyrir málningarvinnuna.
Ég hafði auðvitað ekki hugmynd um hver það hafði verið sem hafði komið þetta snjallræði í hug. Svo að ég ákvað með sjálfum mér að googla þetta við gott tækifæri, sem ég og gerði í kvöld.
Merkilegt nokk, þá var málningarrúllan ekki fundin upp fyrr en 1940, og það sem meira var, það gerðist hér í Toronto að Norman Breakey fannst nóg komið af penslanotkuninni og datt niður á þessa snjöllu lausn.
Það er alla vegna ekki skemmtileg tilhugsun að mála heilu herbergin með pensli.
En þau eru fleiri "litlu" atriðin sem gera málningarvinnuna bærilegri. Til dæmis hefur það verið rakinn snillingur sem datt það fyrst í hug að óþarfi væri að hreinsa áhöldin eftir hverja notkun, heldur væri nóg að stynga þeim í plastpoka.
Sá einstaklingur ætti auðvitað skilið að fá umhverfisverndarverðlaun, því þökk sé honum þá hafa ótaldir lítrar af málningu, ekki endað í umhverfinu.
Annars er það svo hér um slóðir að flest tengt málningarvinnunni er að verða "einnota". Yfirvöld hvetja enda til þess að rúllur og og annað slíkt sé ekki hreinsað heldur hreinlega látið harðna í og síðan farið með á þar til gerða úrgangsefnastaði eða skilað af sér á umhverfisdögum. Rúllur orðnar þunnur hólkur sem smeygt er upp á þar til gert kefli. Málningarbakkar eru nokkuð hefðbundnir, en huldir með þunnum plastpakka sem síðan er tekin af og hent.
Þetta hentar mér ágætlega, enda aldrei skemmt mér verulega við að hreinsa málningaráhöld. Penslarnir eru þó ennþá hreinsaðir, alla vegna ef keyptir hafa verið dýrir og vandaðir penslar.
14.9.2007 | 01:37
Liðin tíð
Það er víst liðin tíð að ég hafi komið upp í "hæstu frístandandi byggingu í heimi". En eins og fram kemur í frétinni hefur það verið CN turninn hér í Toronto.
Ég hef farið nokkrum sinnum upp í turninn, þar sem gestakomur hingað eru varla fullkomnaðar án heimsóknar þangað. Það er alltaf jafn skemmtilegt að koma þangað upp, og útsýnið á góðum degi óviðjafnanlegt.
Glergólfið, þar sem hægt er að horfa beint niður er sömuleiðis ótrúleg upplifun, sem verður varla jöfnuð í Burj turninum.
En það er spurning hvort að ég verði ekki að skella mér til Dubai, svona til að viðhalda þeirri staðreynd að hafa komið í "hæstu frístandandi byggingu heims".
En það verður þá varla fyrr en á næsta, eða þarnæsta ári.
Burj-turninn í Dubai orðinn hæsta bygging í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.7.2007 | 05:29
Slæmt
Landið er fagurt og frítt, loftið og vatnið svo tært, Íslenskir karlmenn líklega hinir hraustustu í heimi, Íslenskt kvenfólk orðlagt fyrir fegurð, fáir snúast Íslenskum kaupsýslumönnum snúning, hvergi er betra lambakjöt eða ferskari fiskur.
En þegar Íslensk greind vekur athygli er það auðvitað gervi.
Íslenskur hugbúnaður sigrar í gervigreindarkeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2007 | 05:19
Skringilegt
Mér þykir það alltaf skringilegt þegar talað er um stafræn eða "digital" heimili. Ég fer alltaf að velta því fyrir mér hvort að ég búi þá á "analogue" heimilim eða hvaða orð skyldi nú lýsa best þessum "gamaldags" heimilum?
Hér að Bjórá eru allir veggir úr timbri og múrsteinum eða steinsteypu. Hér þarf heimilisfólkið að kveikja og slökkva "handvirkt" á ljósum og þar fram eftir götunum.
En hér er þó mikið af stafrænu "dóti". Fyrst skal nefna tölvuna, svo er það myndvélin, forritanlegi hitastillirinn (sem stjórnar miðstöðinni og loftkælingunni), þvottavélin er orðin stafræn að mestu leyti, geislaspilarinn, DVD spilarinn, síminn og sitthvað fleira mætti líklega til telja.
Ekki má heldur gleyma öllu stafrænu leikföngunum sem yngri kynslóðinni hér hefur áskotnast.
En öll þessi tæki eru "sjálfstæð" en ekki miðstýrð. Vissulega væri ég til að að "miðstýra" heimilinu í auknu mæli, það eru ótvíræð þægindi.
En í mínum huga er heimilið ekki græjurnar, heldur húsakynnin sem ég reikna ekki með að verði "stafræn" á mínu æviskeiði. En tölvuvæðing heimila og heimilistækja mun án efa halda áfram.
Ég held að tölvuvædd, miðstýrð og stafræn" "heimilistæki" séu því skemmtileg, en mér þykir skringilegt að tala um "stafræn heimili".
Verslun fyrir stafræn heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 21:17
Bannaðar ljósaperur
Þó að ég sé ekki almennt fylgjandi boðum og bönnum þá nenni ég ekki að setja mig upp á móti þessu banni á sölu glóðarpera hér í Ontario.
Ég held reyndar að svipaður árangur hefði náðst án bannsins, enda flestir sem ég þekki hér ákaflega sparsamir hvað varðar ljós og orku. En rétt er líka að athuga að það er ekki verið að banna notkun glóðarpera heldur einungis sölu þeirra. Það er heldur ekki verið að banna allar glóðarperur, heldur einvörðungu glóðarperur sem hafa slaka orkunýtingu. Þeim möguleika er haldið opið að hægt verði að bæta þessa tækni, og reyndar hefur komið fram í fréttum að GE vonast eftir því að árið 2012 verði komnar á markað frá þeim glóðarperur sem eru jafn sparneytnar og flúorperur eru í dag.
Ennfremur hefur stjórnin hér í Ontario sem og raforkufyrirtækið þeirra verið duglegt að kynna íbúunum þann sparnað sem þeir geta notið og jafnvel dreift ókeypis sparperum einstaka sinnum. Reyndar skilst mér að þeir ætli nú fljótlega að senda út "kúpón" að virði u.þ.b. 40 dollara sem gildir upp í sparperur.
Hér að Bjórá mun bannið t.d. ekki hafa nein veruleg áhrif, hér eru flúor eða halogen perur í öllum ljósum, utan einu, en það fást ekki slíkar perur. Það verður því líklega að skipta þar um ljós.
En þetta var eitt af því sem við gengum í þegar við fluttum inn, skipta alls staðar í sparperur þar sem því var við komið og höfðum það sömuleiðis í huga þegar keypt voru ný ljós.
Það einfaldlega borgar sig þegar til lengri tíma er litið að spara.
En nú fer í hönd sá tími sem raforkunotkun hér í Ontario er mest, það er nefnilega svo að rafmagnsnotkun hér er ekki mestmegnis til ljósnotkunar, eða húshitunar (þar nota flestir gas), heldur er það loftkælingin sem er frekust til rafmagnsins og er orkukerfið jafnan þanið til hins ýtrasta á heitustu dögunum hér.
Sala á glóðarperum væntanlega bönnuð í Ontario | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |