Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
20.2.2022 | 03:12
Nýtt lag frá Jordan Peterson
Sál- og stjórnmálafræðingnum Jordan Peterson er ýmislegt til lista lagt og hefur komið með mörg athyglisverð sjónarhorn á lífið og tilveruna.
Hann er umdeildur og kögunarhólar hans, hvort sem er á hið menningarlega eða pólitíska landslag, nú eða ráðleggingar hans til einstaklinga hafa oft valdið úlfaþyt.
En hér er splunkunýtt lag frá Peterson.
27.1.2022 | 19:54
Lest fyrir frelsið ekur til Ottawa
Mér virðist sem víða um lönd séu einstaklingar að vakna upp við þann vonda draum að erfiðara geti orðið að endurheimta frelsi en að tapa því, og verði ekki gripið til aðgerða kunni stjórnvöld að stjórna með tilskipunum og reglugerðum um langa framtíð.
Einn hópur sem hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að neita tilskipun um skyldubólusetningu er skipaður Kanadískum trukkabílstjórum.
Langar trukkalestir hafa lagt upp frá bæði vestur sem austurströnd Kanada og bílalestir hafa einnig lagt upp frá Ontario (Windsor).
Allir stefna til höfuðborgarinnar Ottawa og er meiningin að safnast saman þar á laugardag og eyða nokkrum dögum í höfuðborginni.
Engin veit hvað er von á mörgum til höfuðborgarinnar, sumir reikna með 500.000 til milljón manns en það á eftir að koma í ljós.
En þrátt fyrir að kalt sé í Kanada á þessum árstíma hafa þúsundir Kanadabúa safnast smaan þar sem trukkalestirnar fara um, veifa skiltum og Kanadíska fánanum og sýna stuðning við baráttu trukkabílstjóranna.
Það er rétt að hafa það í huga að mótmælin snúast ekki um að vera á móti bólusetningum, heldur á móti skyldubólusetningu, eða skerðingu réttinda óbólusettra.
Sumir af þeim sem taka þátt í mótmælunum hafa lýst því yfir að þeir séu bólusettir.
"Go Fund Me" síða til að hjálpa til við kostnaðinn af akstrinum hefur þegar safnað yfir 6. milljónum Kanadadollar, en mísvísandi fréttir hafa verið um hvort að "Go Fund Me" hafi fryst söfnunarféð eða ekki.
Hvaða áhrif þetta hefur á Kanadísk stjórnvöld eða Kanadísk stjórnmál á eftir að koma í ljós.
En það er þó ljóst að trukkabílstjórnarnir munu ekki hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada í Ottawa.
Hann var svo "óheppinn" að hitta Covid smitaðan einstkling og er farinn í 5 daga sóttkví.
En þó að trukkabílstjórarnir hafi lýst yfir að mótmælin eigi að fara friðsamlega fram, óttast ýmsir að aðrir hópar muni notfæra sér mannjöldann.
En rétt eins og er oft í mótmælum sem þessum er "tjaldið býsna" stórt og þátttakendur hafa mismunandi skoðanir og eru að mótmæla mismörgum atriðum, ef svo má að orði komast.
En margir telja þetta verða stærstu mótmæli í Kanada í langan tíma.
Mikið myndefni frá akstri lestanna má finna á YouTube og hefur fjöldi beinna útsendinga verið þar um lengri eða skemmri tíma.
P.S. Fyrir þá sem hafa gaman af "Íslenskum tengingum", þá keyrði Vesturlestin í gegnum Árborg í Manitoba.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Hvar liggja mörkin á milli ábyrgðar starfsmanns og ábyrgðar fyrirtækis eða stofnunar? Það er líklega spurningin sem skiptir mestu máli þegar rætt er um hvort að rétt og eðlilegt sé að höfðað sé mál gegn starfsmönnum stofnunar s.s. Seðlabankans.
Persónulega tel ég opinbera starfsmenn ekki eiga eða þurfa meiri rétt en starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði.
Ég tel starfsmenn Seðlabankans eigi ekki að þurfa frekari vernd en t.d. lögreglumenn.
Að krefjast "skaðleysis" þeim til handa finnst mér langt seilst.
Þegar Seðlabankinn ákærði Samherja, voru jafnframt 3. eða 4. lykilstarfsmenn Samherja ákærðir.
Er eitthvað óeðlilegt að lykilsstarfsmenn Seðlabanka geti sömuleiðis verið ákærðir?
Fram hefur komið í fréttum að mjög vafasöm tölvupósts samskipti hafi farið á milli starfsmanna Seðlabanka og Ríkisútvarpsins.
Er óeðlilegt að fyrir slíkt sé kært?
Ef yfirmenn viðkomandi starfsmanna stíga fram og segja þá aðeins hafa verið að framfylgja skipunum sínum, horfir öðru vísi við og ætti þá ákærur að beinast að yfirmönnum?
En eins og frægt er orðið, þykir að ekki nóg að hafa eingöngu verið að framfylgja skipunum til að teljast saklaus.
Persónulega get ég ekki séð nein rök fyrir því að opinberir starfsmenn fái "skaðleysi", frekar en starfsmenn hjá öðrum fyrirtækjum.
Opinberir starfsmenn hljóta að þurfa að gæta þess eins og aðrir að misnota ekki vald sitt eða starf og gæta þess að lög og lagaheimildir séu að baki aðgerða þeirra.
Svo að eitt af tískuorðum nútímans sé notað, þá þurfa þeir einnig að gæta þess að gæta meðalhófs.
Það væri mikil afturför ef opinberir starfsmenn yrðu gerðir "skaðlausir" vegna valdníðslu gegn almenningi.
Umdeilanlegt að höfða mál gegn starfsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.4.2021 | 02:27
Atvinna, einkalíf og siðanefndir og -vandir einstaklingar
Urskurðir siðanefnda vekja alltaf athygli, en ekki nauðsynlega gleði. Hvort að siðavandir einstaklingar sitji í siðanefndunum eru sömuleiðis skiptar skoðanir um.
En hvaða rétt hafa fyrirtæki til að skipa siðanefndir til að fjalla um athæfi starfsmanna sinna utan vinnutíma?
Fróðlegt væri að heyra álit stéttarfélaga á því.
Ég er sammála því að ýmsu leyti virðist framganga Helga á samfélagsmiðlum rýra trúverðugleika hans sem hlutlauss fréttamanns, og þá óbeint stofnunarinnar sem hann starfar fyrir.
En hvar liggja mörkin á milli vinnu og einkalífs?
Hefur vinnuveitandi rétt á því að krefjast á starfsmaður viðri skoðanir sínar hvergi opinberlega?
Má íþróttafréttaritari "halda með" félagi?
Eftir því sem mér skilst lét RÚV starfsmann sinn á Selfossi "fjúka" vegna svipaðs atviks, en ég treysti mér ekki til segja um hvort það er fyllilega sambærilegt eða ekki, þekki ekki nóg til málsins.
Kennari norður í landi, sem var rekinn fyrir að viðra í frítíma sínum, trúarskoðanir og hvernig "heilög ritning" fjallar um samkynhneigð, var rekinn úr starfi.
En dómstólar töldu rétt hans til að að aðhafast slíkt í frítíma sínum ótvíræðan.
Kennari við háskóla var hins vegar rekinn fyrir að tjá þær skoðanir að konur væru til leiðinda og spilltu fyrir, og dómstólar töldu það lögmæta ástæðu uppsagnar.
Ég þekki ekki hvort að hann ritaði orð sín á Facebook í frítíma sínum eða í vinnunni. Þó skilst mér að um hafi verið að ræða lokaðan hóp.
Þannig að eitthvað eru málin blandin.
Hvar liggja mörkin á milli einkalífs og atvinnu?
Getur framkoma í frítíma, réttlætt atvinnumissi?
Er hægt að banna starfsmönnum að tjá skoðanir sínar?
Ef starfmaður lætur tattúvera hamar og sigð á áberandi stað, gefur það vinnuveitenda rétt til að segja honum upp, vegna þess að táknið gæti sært bæði samstarfsfélaga og viðskiptavini?
Persónulega finnst mér enginn vafi á því að Helgi Seljan hefur brotið siðareglur RUV, rétt eins og mér fannst líklegt að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur Alþingis.
En hvort að siðareglurnar og siðanefndirnar eigi rétt á sér er allt annar handleggur.
Hvort að það sé lagagrunnur fyrir því að setja starfsmenn undir slíkt, utan vinnutíma, væri fróðlegt að fá úrskurð um.
Þó að í "tísku" sé að setja slíkar reglur segir það lítið til um lögmæti þeirra, það er að segja utan vinnutíma.
En framganga utan vinnutíma getur vissulega skaðað trúverðugleika t.d. fréttamanna, en ég held að engar siðareglur breyti afstöðu þar um. Einstaklingar dæma eftir "eigin standördum".
En ef til vill segir Helgi Seljan okkur ábúðarfullur frá því næst þegar þingmaður verður sakaður um að hafa brotið siðareglur eða næst þegar háskólakennari verður rekinn fyrir að segja einhverja vitleysu á samfélagsmiðlum.
En svo gæti RUV líka haft "siðameistara" sem starfsmenn senda færslur sínar til, og fá samþykki, áður en þeir birta þær á samfélagsmiðlum.
Siðanefnd féllst ekki á endurupptöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.2.2021 | 17:41
Þangað til fyrir 6. árum
Þangað til fyrir 6. árum hefði sambærileg frétt og þessi getað komið frá Íslandi.
Snemma árs 2015 voru lög um guðlast felld úr gildi á Íslandi.
Ég held að síðast hafi lögin verið "virk" hafi verið árið 1997, þegar Spaugstofan var ásökuð um guðlast.
Þáttur þeirra var rannsakaður, en ef ég man rétt hætti saksóknari við ákæru.
En það var ekki fyrr en 2015 sem lögin voru afnumin.
Fyrir það geta Íslendingar þakkað Pírötum, en flutningsmenn frumvarpsins um afnámið voru Helgi Hrafn, Jón Þór og Birgitta.
Þungarokkari sektaður fyrir guðlast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2021 | 02:10
Að dæsa yfir Pfizer, bóluefni og siðferði
Í sjálfu sér þarf það ekki að koma neinum á óvart (og allra síst svona eftir á, lol) að Pfizer hafi ekki þótt það fyrirhafnarinnar virði að efna til rannsóknar á Íslandi.
Eftirspurnin eftir bóluefni er næg. 500.000 skammtar eru líklega nokkra miljarða (ISK) virði.
Þess utan, þegar framleiðslugetan er takmörkuð og ríki og ríkjasambönd allt að því hóta bóluefnaframleiðendum og "reida" verksmiðjur þeirra, þá verður að stíga varlega til jarðar.
Ég er einnig sammála því að því er líklega (ég er nú langt frá því sérfræðingur) lítið rannsóknargildi í því að bólusetja þjóð þar sem sárafáir hafa veikst og smit eru fá. Hvernig leiðir slók rannsókn fram gagnsemi bólusetningar?
Ja, ekki nema að hugsunin hafi verið að flytja inn smitaða einstakinga gagngert til að sjá hvernig bólusetningin virkaði.
Sem félags- eða mannfræðirannsókn hefði það hins vegar líklega verið áhugavert, það er að sjá hvernig hegðun og upplifun heillar þjóðar hefði hugsanlega breyst.
En rannsóknin í Ísrael virðist ganga vel og þar má sjá beinan árangur af bólusetningum ef marka má fréttir. Þó er merkilegt að lesa að smitum fjölgi samhliða því sem fjöldi bólusettra eykst.
Ef til vill má rekja það til bjartsýns atferlis í kjölfar bólusetningar, en um slíkt er erfitt að fullyrða.
Það sem ég á hins vegar erfiðara með að skilja (þó að ég sé meðvitaður um ýmis þau rök sem fram eru færð), er sá siðferðislegi "vinkill" sem mátt hefur heyra nokkuð víða, í fræðasamfélaginu og einnig í hinu pólítíska.
Þá er spurt hvort að réttlætanlegt sé að Íslendingar "fari fram fyrir í röðinni" og yrðu hugsanlega bólusettir á undan öðrum þjóðum.
Þá er ef til vill rétt að velta fyrir sér hvort að Íslendingar hafi hikað við að "fara fram fyrir í röðinni" hingað til?
Nokkurn veginn á sama tímabili og liði hefur frá því að einhver svakalegasti heimsfaraldur (Spænska vekin) geysaði, hafa Íslendingar stigið fram á við, frá því að vera á meðal fátækari þjóða heims til þess að vera á meðal hinna best settu.
Á þeim tíma hafa Íslendingar "farið fram fyrir í röðinni" og menntað íbúa sína betur en flestar aðrar þjóðir.
Íslendingar hafa fjárfest í heilbrgðiskerfi sínu sem hefur sett þá "framar í röðina" en flestar aðrar þjóðir.
Er það siðferðislega rangt?
Fjárfest hefur verið í menntun og tækjabúnaði sem margar aðrar þjóðir hafa ekki, sem t.d. hefur leitt af sér að ungbarnaadauði hefur snarminnkað og lífslíkur Íslensku þjóðarinnar hafa aukist.
Er að siðferðislega rangt?
Miklum fjármunum hefur verið varið til forvarna og lækninga á hinum ýmsu krabbameinum, sem hefur stórlega aukið líflíkur þeirra sem slík mein hrjá á Íslandi. En vissulega standa krabbameinssjúklingum í mörgum öðrum löndum ekki til boða sömu úrræði.
Er það siðferðislega rangt?
Flestir Íslendingar eru bólusettir við fjölda sjúkdóma, jafnvel þó að íbúum ýmissa annara landa standi slíkt ekki til boða (og alls ekki án gjalds) sömu bólusetningar.
Er það siðferðislega rangt?
Auðvitað er það vinsælt (og Woke, lol) að tala í sífellu um sjálfan sig sem "forréttindapakk", en staðreyndin er sú að vissulega er gæðum heimsins misskipt.
Íslendingar (eins og margar aðrar þjóðir) hafa notað þann auð sem skapast í landinu til að setja íbúa sína "fram fyrir í röðinni" í mörgum efnum.
Er það siðferðislega rangt?
Að þessu sögðu er að sjálfsögðu eðlilegt að Íslendingar hjálpi fátækari þjóðum með að kaupa bóluefni.
En ég hygg að Íslendingar vilji flestir að Íslenskir hagsmunir séu settir ofar alþjóðlegum, ella væri jú rökrétt að Íslenskum fiskimiðum væri deilt út á milli þjóðanna eftir fólksfjölda eða efnahag.
Rannsókn Pfizer í Ísrael lofar góðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2021 | 18:58
Óþægilegar vangaveltur um dauðann?
Stundum (en þó alltof sjaldan) rekst ég á greinar sem mér þykir svo athyglisverðar að það verði að vekja athygli á þeim.
Í morgun rakst ég á grein á vefsíðunni unherd.com. Þar skrifar Dr. John Lee, fyrrverandi prófessor í meinafræði (pathology) og ráðgjafi NHS (Breska heilbrigðiskerfið)
Greinin heitir "The uncomfortable truth about death", ég hvet alla til þess að lesa greinina í heild sinni (fylgja hlekknum hér á undan), en birti hér nokkra hluta hennar.
Greinin er reyndar það vel skrifuð og hnitmiðuð að það var erfitt að stytta hana.
"...
Almost as soon as the pandemic struck, we developed a morbid fascination with the new coronavirus. Death became a part of daily life: as restrictions were introduced and the rules of society were rewritten, our only constant seemed to be the daily announcements detailing how many more lives had been taken by the new disease.
We have, of course, always been aware that death will come for us all. Yet for most of us, most of the time, we dont know where, when or how. We dont know whether it will be sudden or slow, peaceful or painful, surrounded by family or alone while connected to impersonal bleeping machines. The fact that we are aware, from an early age, of being stalked by unknown threats is naturally very frightening. Every fibre of our being drives us to do what we can to avoid it. But it is precisely because of the great influence death has on our lives that is vitally important we think about it more clearly. For as we are now discovering, how we regard our final chapter has important consequences for how we live beforehand.
...
But as we are discovering, in unique moments of crisis such as this pandemic, these two principles can come into conflict. The first applies to individuals, while the second often implies society-wide measures that can help some individuals, but at the same time may harm others. Thinking about how to balance these principles is not easy. That became clear last week, when I appeared alongside Jonathan Sumption on the BBCs Big Questions. During a segment on whether Britains lockdown was punishing too many for the greater good, his claim that not all lives are of equal value caused quite a stir. But it also raised an important question: surely there is more to life than just living and dying?
Death is a brutal endpoint, but no reasonable doctor (or court of law for that matter) makes treatment decisions based simply on whether or not a patient will die. It is also vital to take into account quality of life, which is not just some sort of luxury add-on that can be dispensed with in a crisis. It is literally all the things that make life worth living for different people. For an elderly person this may be having a cup of tea with family or friends; for a young sportsperson it may be competitive matches. Take these things away and the old person may die of loneliness, or the young person may tragically end their own life.
But are these life-endings equivalent? Perhaps, on a philosophical level, they are. On a practical level, however, the death of an 85-year-old person from a preventable cause has cost them a few years at the end of life, while a 25-year-old has, on the same calculation, lost over 60 years of life, including their most active and event-filled years. However much people may object philosophically to such discussions, avoiding them in practice can have serious unintended consequences for public policies.
It is uncomfortable to think about, but it seems quite clear to me that when you examine the quality of life years lost as a direct result of lockdowns, and compare them to those which would have been lost to the virus had we done nothing at all (which, for clarity, I am not advocating), the former is far greater. This is because you dont have to die to lose quality of life. Being unable to function properly because of depression, for example, or untreated cancer, or a postponed operation, still results in loss of quality of life as does merely being confined to your house. Surely no reasonable person can disagree that this loss must be considered when evaluating the appropriateness of society-wide measures that affect all individuals?
...
Yes, the average age at death has increased over the last century or so. But that is because more people are living to nearer our maximum age, not because that maximum age has increased. Medical advances mean that fewer of us die as children, in childbirth, of injuries and infections than used to be the case, meaning that most of us live into our 70s and 80s. The average age has increased in tandem with these advances. But the maximum age possible has not changed: the vast majority of us will still die in our 70s and 80s.
And that isnt necessarily a bad thing. After all, death is an essential part of the human condition. It may be a frightening prospect, but it can motivate us to get the most out of every single day. You simply cant put a value on that, which is why putting everyones life on hold in the face of a new pathogenic threat would only make sense if that threat were so overwhelming that the very fabric of society was at risk.
Does Covid meet that criterion? Looking at cold, hard data, I am not convinced. Take just one straightforward statistic as an example: healthy under-50s made up less than 1% of apparent Covid-related deaths in 2020 fewer than 700 of the 72,178 deaths recorded by Public Health England. For comparison, there are around 1,700 deaths a year from road accidents in Britain. When that context is understood, and when we start to accept death as a natural endpoint and quality of life as a vital consideration, todays morbid climate of fear seems far from justified.
A far more intuitively wise outlook was offered by Jeanne Calment, the worlds oldest ever person. She lived to the exceptional age of 122 years and 164 days. On her 120th birthday she was asked by an over-enthusiastic young reporter How do you see your future? Her response: "Short." If only we could all be so frank. Perhaps then we will be better able to enjoy everything that comes before."
24.1.2021 | 13:54
Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?
Hver má tjá sig, hvernig má hann tjá sig, hvar má hann tjá sig, hver getur bannað tjáningu og hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?
Það hefur mátt heyra ýmsar spurningar í þesa átt undanfarna daga.
Ekki síst frá Bandaríkjunum, en þetta er þó spurning sem varðar allan heiminn og spurningar sem þsssar vakna reglulega um heim allan.
Slíkar spurningar hafa nú sem áður vaknað í Frakklandi, og ef til vill kemur það ekki á óvart, að nú sem stundum áður vakna spurningar í tengslum við skopmynd/ir.
Fyrir nokkrum dögum baðst ritstjóri Le Monde afsökunar á því að hafa birt skopmynd, þar sem er gert grín að sifjaspelli.
Þó að Franskan mín sé ekki upp á mörg tonn af fiski, telst mér til að texti skopmyndarinnar sem ég birti hér til hliðar sé á þessa leið, í minni eigin þýðingu, þar sem mörgæsarungi spyr fullorðna mörgæs, eftirfarandi spurningar:
"Ég var misnot/uð/aður af ættleiddum hálfbróður maka trans föður míns sem nú er mamma mín, er það sifjaspell?".
Ritstjóri Le Monde baðst afsökunar á birtingu skopmyndarinnar, en eftir því sem ég kemst næst má enn finna myndina á vef blaðsins.
Teiknarinn, Xavier Gorce, brást hins vegar illa við afsökunarbeiðninni, sagði upp samningi sínum við blaðið og lét hafa eftir sér "að frelsið væri ekki umsemjanlegt".
Þetta er örlítið skrýtið mál að mínu mati. Birting var ekki dregin til baka. Beðist var afsökunar á innihaldinu.
En teiknaranum þótti gengið gegn frelsi sínu með afsökunarbeiðninni og sagði upp.
Hann birti síðastu skopmynd sína hjá Le Monde, þar voru tvær fullorðnar mörgæsir og sagði önnur þeirra við hina: "Ertu með heilbrigðisvottorð fyrir húmornum þinum?"
Það er gott að tjáningarfrelsið sé í umræðunni, það er þarft og gott.
Líklega sýnist sitt hverjum, í þessu máli sem mörgum öðrum.
P.S. Byggt að hluta af þessari umfjöllun.
22.1.2021 | 21:28
Ágúst Ólafur og fyrirgefningin
Það er rétt að byrja á því að segja að ég hef aldrei kosið Samfylkinguna og líklega mun verða í það minnsta frekar svalt í víti áður en til þess kemur (gæti verið klókt að gera það á mínum síðustu árum, til að gera vistina þar bærilegri).
En ég hef samt sem áður fylgst með þeim skoðanaskiptum sem hafa orðið í kjölfar um hvaða sæti Ágúst Ólafur Ágústsson, ætti að skipa á lista flokksins, af áhuga.
Frá pólítísku sjónarmiði hafa ýmsir áhugaverðir vinklar komið fram eða ekki.
Mjög áberandi sjónarmið er að Ágúst sé látinn gjalda þess að hafa játað sig sekan um kynferðislega áreitni.
Það er skiljanlegt, enda hlýtur slíkt að teljast verulega íþyngjandi fyrir stjórnmálamann.
Jafnframt má heyra að Ágúst hafi leitað sér aðstoðar við áfengisvanda, og er talað um að verið sé að fremja "ódæðisverk" gegn óvirkum alkólístum.
Ég get ekki að því gert að mér þykir þetta merkilegt sjónarmið.
Ekki síst vegna þess að mér finnst það skrýtið sjónarhorn að skilgreina frambjóðanda eftir því hvort að hann sé óvirkur alkóhólisti eður ei, og einnig þess sem mér finnst örla á, að áfengismeðferð sé nokkurs konar "aflátsbréf" fyrir það sem á undan hefur gengið.
Ekki ætla ég að fullyrða um hvaða sjónarmiðum uppstillingarnefnd Samfylkingar hefur starfað eftir, en er ekki hugsanlegt að hún (og þeir sem greiddu atkvæði) hafi litið til starfa þingmannsins og jafnframt talið sig eiga kost á betri og öflugri frambjóðendum?
Ekki mitt að dæma, en ég get ekki séð hvernig uppstillingarnefnd hefði átt með góðu móti að ganga gegn þeim vilja sem kom fram í skoðanakönnunni, sérstaklega eftir að þeim hafði verið lekið út.
En ekki síður forvitnileg spurning í pólítískum vangaveltum er, hver lak niðurstöðunum?
En eins og oft þegar stjórnmálamenn hljóta "ótímabæran pólítískan dauðdaga", eru margir, jafnvel pólítískir andstæðingar sem bera lof á þann sem er á útleið.
Þar er að verki bæði sá Íslenski siður, að "allir eru góðir þá gengnir eru" og svo hitt, að það er gott að læða því að kjósendum að andstæðingurinn sé svo "vitlaus" að vera að stinga sína bestu menn í bakið.
Að mestu leyti er "fall" Ágústs Ólafs því "hversdagsleg pólítík", því að eins og á Glæsivöllum, þá "í góðsemi (pólítík) þar vega þeir hver annan".
Hvort að þetta eigi eftir að koma Samfylkingunni til góða í næstu kosningum er svo óráðið.
Ég held að uppstillingaraðferðin hafi ekki gert það og hvort listarnir verða sterkari verður ekki skorið úr um fyrr en í haust.
8.12.2020 | 20:02
Afhjúpar ef til vill fyrst og fremst hve afleitt "sóknargjaldakerfið" og skatturinn er
Ef þessi málshöfðun ríkisins á hendur "Zúistum" leiðir eitthvað í ljós, er það að mínu mati fyrst og fremst hve "rotið", ósanngjarnt og illa ígrundað "innheimta" og útdeiling sóknargjalda á vegum ríkisins er.
Það kemur fram í fréttinni að lítið (eðe ekkert) hafi verið um "trúarstarfsemi" á vegum "Zúista".
Ekki ætla ég að dæma eða fullyrða neitt um það.
En hefur hið opinbera "mælingar" á öðrum trúfélögum um hve mikil "trúarstarfsemi" fer þar fram?
Getur ekki verið að "Zúistar" hafi hreinlega lítinn "trúarhita"? Að þeir telji að hægt sé að iðka trú sína án þess að mæta í "musterið"?
Að mínu mati á hið opinbera auðvitað að hætta þessu. Hvert "trú" eða "lífsskoðunarfélag" á auðvitað að rukka inn sín félagsgjöld sjálft.
Þá þarf hvorki að ræsa út lögmenn eða ónáða dómstóla til þess að meta "trúarhita" í einstökum söfnuðum.
Þá þurfa skattgreiðendur á Íslandi ekki að styðja "marxista".
En ef til vill er kominn tími til að Íslendingar komi á fót söfnuði til að tilbiðja "Bakkus" eða "Dionysus", það er góður og gegn guð.
Tilbiðjendur hans eru "ofsóttur meirihlutahópur" ef svo má að orði komast.
Þar stendur kannski hnífurinn í kúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 9.12.2020 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)