Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Hver má tjá sig, hvernig má hann tjá sig, hvar má hann tjá sig, hver getur bannað tjáningu og hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins?

Það hefur mátt heyra ýmsar spurningar í þesa átt undanfarna daga.

Ekki síst frá Bandaríkjunum, en þetta er þó spurning sem varðar allan heiminn og spurningar sem þsssar vakna reglulega um heim allan.

Le Monde Cartoon penguin incestSlíkar spurningar hafa nú sem áður vaknað í Frakklandi, og ef til vill kemur það ekki á óvart, að nú sem stundum áður vakna spurningar í tengslum við skopmynd/ir.

Fyrir nokkrum dögum baðst ritstjóri Le Monde afsökunar á því að hafa birt skopmynd, þar sem er gert grín að sifjaspelli.

Þó að Franskan mín sé ekki upp á mörg tonn af  fiski, telst mér til að texti skopmyndarinnar sem ég birti hér til hliðar sé á þessa leið, í minni eigin þýðingu, þar sem mörgæsarungi spyr fullorðna mörgæs, eftirfarandi spurningar:

"Ég var misnot/uð/aður af ættleiddum hálfbróður maka trans föður míns sem nú er mamma mín, er það sifjaspell?".

Ritstjóri Le Monde baðst afsökunar á birtingu skopmyndarinnar, en eftir því sem ég kemst næst má enn finna myndina á vef blaðsins.

Teiknarinn, Xavier Gorce, brást hins vegar illa við afsökunarbeiðninni, sagði upp samningi sínum við blaðið og lét hafa eftir sér "að frelsið væri ekki umsemjanlegt".

Þetta er örlítið skrýtið mál að mínu mati. Birting var ekki dregin til baka.  Beðist var afsökunar á innihaldinu.

En teiknaranum þótti gengið gegn frelsi sínu með afsökunarbeiðninni og sagði upp.

Hann birti síðastu skopmynd sína hjá Le Monde, þar voru tvær fullorðnar mörgæsir og sagði önnur þeirra við hina: "Ertu með heilbrigðisvottorð fyrir húmornum þinum?"

Það er gott að tjáningarfrelsið sé í umræðunni, það er þarft og gott.

Líklega sýnist sitt hverjum, í þessu máli sem mörgum öðrum.

P.S. Byggt að hluta af þessari umfjöllun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband