Nýtt lag frá Jordan Peterson

Sál- og stjórnmálafræðingnum Jordan Peterson er ýmislegt til lista lagt og hefur komið með mörg athyglisverð sjónarhorn á lífið og tilveruna.

Hann er umdeildur og kögunarhólar hans, hvort sem er á hið menningarlega eða pólitíska landslag, nú eða ráðleggingar hans til einstaklinga hafa oft valdið úlfaþyt.

En hér er splunkunýtt lag frá Peterson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Má ekki gleyma að titla Peterson Íslandsvin - var mjög gaman að sjá hann og heyra í Hörpu. Einn allra öflugasti samfélagsgagnrýnandi sem komið hefur fram á síðari árum.

Kannski samt spurning hvort hann er að fara framúr sjálfum sér um þessar mundir. (Þá á ég ekki við að hann sé farinn að hafa rangar skoðanir heldur bara að hann er kannski farinn að láta til sín taka á sviðum sem eru ekki hans forte).

Kristján G. Arngrímsson, 20.2.2022 kl. 10:45

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég setti þetta inn hér, vegna þess að mér þótti það skondið að Peterson væri að senda frá sér lag.

Það þarf óneitanlega hugrekki til þess að viðurkenna að hlusta á Jordan Peterson, ég vona þó að þó hafir ekki hitt hann, þá neyddist ég líklega til þess að "cancela" þér.

https://www.newsweek.com/skrillex-jordan-peterson-photo-leaves-internet-baffled-1676544

En að öllu gamni slepptu, þá er Peterson einn af þessum mönnum sem væri nauðsynlegt að finna upp, væri hann ekki til.

Það er alltaf fróðlegt að heyra álit hans á málum, hvort sem ég er sammála honum eða ekki.

Það er stórmerkilegt að fræðslustofnanir telji sig ekki geta boðið upp á starfskrafta hans og afturkalli boð til hans.

G. Tómas Gunnarsson, 20.2.2022 kl. 14:51

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei ég hitti hann nú ekki, sat bara í áheyrendahópnum eins og flestir. Þannig að mér er óhætt. En það varð uppi fótur og fit í einhverjum facebook hópi þar sem stóru orðin voru ekki spöruð. Ég tók þó til varna þar fyrir Peterson þannig að kannski er ég cancelled.

Mér skildist að hann hefði sagt upp af sjálfsdáðum hjá Torontoháskóla sem annars bar ekkert við að losa sig við hann.

En háskólar eru náttúrulega þannig að þeir reyna að móðga sem fæsta "viðskiptavini" (þ.e. nemendur) og forðast að gefa höggstað á sér. Þess vegna hefur Peterson verið aflýst hjá þeim sumum - þ.á m. Oxford ef ég man rétt.

Ég get tekið undir með þér að þetta er frekar hallærislegt af hálfu þessara skóla. En eins og hjá öðrum fyrirtækjum er horft til þess að fæla ekki viðskiptavinina frá og gæta að "ímyndinni".

Kristján G. Arngrímsson, 20.2.2022 kl. 16:21

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján þakka þér fyrir þetta.  Mér er stórlega létt að þú hafir ekki hitt manninn, en það vekur vissuelega ugg að þú haldir uppi vörnum fyrir hann opinberlega.

Peterson sagði sjálfur upp, en það má (með vilja) lesa ýmislegt milli línanna af yfirlýsingunni sem hann gaf við það tækifæri.

https://nationalpost.com/opinion/jordan-peterson-why-i-am-no-longer-a-tenured-professor-at-the-university-of-toronto

Ég var nú hins vegar fyrst og fremst að vísa til boðs Oxford eins og þú nefnir.

Ég held að þetta sé ekki síst stýrt af starfsfólki háskólanna, enda hafa "broddflugur" eins og Peterson ekki notið vinsælda þeirra á meðal.  Ég held að fáir nemendur myndu svo dæmi sé tekið, hætta við að koma í Oxford þrátt fyrir að Peterson kenndi þar eina önn eða svo.

Enda aðsóknin þar langt umfram "sæti í boði".

G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2022 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband