Lest fyrir frelsið ekur til Ottawa

Mér virðist sem víða um lönd séu einstaklingar að vakna upp við þann vonda draum að erfiðara geti orðið að endurheimta frelsi en að tapa því, og verði ekki gripið til aðgerða kunni stjórnvöld að stjórna með tilskipunum og reglugerðum um langa framtíð.

Einn hópur sem hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að neita tilskipun um skyldubólusetningu er skipaður Kanadískum trukkabílstjórum.

Langar trukkalestir hafa lagt upp frá bæði vestur sem austurströnd Kanada og bílalestir hafa einnig lagt upp frá Ontario (Windsor).

Allir stefna til höfuðborgarinnar Ottawa og er meiningin að safnast saman þar á laugardag og eyða nokkrum dögum í höfuðborginni.

Engin veit hvað er von á mörgum til höfuðborgarinnar, sumir reikna með 500.000 til milljón manns en það á eftir að koma í ljós.

En þrátt fyrir að kalt sé í Kanada á þessum árstíma hafa þúsundir Kanadabúa safnast smaan þar sem trukkalestirnar fara um, veifa skiltum og Kanadíska fánanum og sýna stuðning við baráttu trukkabílstjóranna.

Það er rétt að hafa það í huga að mótmælin snúast ekki um að vera á móti bólusetningum, heldur á móti skyldubólusetningu, eða skerðingu réttinda óbólusettra.

Sumir af þeim sem taka þátt í mótmælunum hafa lýst því yfir að þeir séu bólusettir.

"Go Fund Me" síða til að hjálpa til við kostnaðinn af akstrinum hefur þegar safnað yfir 6. milljónum Kanadadollar, en mísvísandi fréttir hafa verið um hvort að "Go Fund Me" hafi fryst söfnunarféð eða ekki.

Hvaða áhrif þetta hefur á Kanadísk stjórnvöld eða Kanadísk stjórnmál á eftir að koma í ljós.

En það er þó ljóst að trukkabílstjórnarnir munu ekki hitta Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada í Ottawa. 

Hann var svo "óheppinn" að hitta Covid smitaðan einstkling og er farinn í 5 daga sóttkví.

En þó að trukkabílstjórarnir hafi lýst yfir að mótmælin eigi að fara friðsamlega fram, óttast ýmsir að aðrir hópar muni notfæra sér mannjöldann.

En rétt eins og er oft í mótmælum sem þessum er "tjaldið býsna" stórt og þátttakendur hafa mismunandi skoðanir og eru að mótmæla mismörgum atriðum, ef svo má að orði komast.

En margir telja þetta verða stærstu mótmæli í Kanada í langan tíma.

Mikið myndefni frá akstri lestanna má finna á YouTube og hefur fjöldi beinna útsendinga verið þar um lengri eða skemmri tíma.

P.S.  Fyrir þá sem hafa gaman af "Íslenskum tengingum", þá keyrði Vesturlestin í gegnum Árborg í Manitoba.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nú skulum við bara vona að Justin fylgi ekki fordæmi pabba síns og kalli út herinn. (En það var nú kannski að öllu alvarlegra tilefni).

Annars finnst mér svolítið athyglisvert hvað fer mikið fyrir hávaðaseggjum sem krefjast síns eigin réttar, en það er ekkert talað um skyldur manns við náungann. En hávaðasamir eiginhagsmunaseggir er auðvitað ekkert nýtt fyrirbæri.

Kannski - jafnvel líklega - er yfirgnæfandi meirihluti fólks sem hugsar jafn mikið ef ekki meira um skyldur sínar við náungann heldur en sín eigin réttindi. En einmitt af því að það setur ekki sífellt sjálft sig í fyrsta sætið þá lætur það ekki mikið í sér heyra.

Ekki að ég sé að fetta fingur út í þessa "frelsisbaráttu" trukkabílstjóranna, en það er ég viss um að flestir sem hvetja þá áfram gera það af hinn alkunnu kanadísku kurteisi og líka af alminlegheitum við náungann.

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2022 kl. 20:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Tilefnið var öllu meira þegar "senior" kallaði út herinn, en hins vegar þarf ekki mikið út af að bera þegar tugir eða hundruð þúsunda safnast saman. 

Það er næsta víst að löggæsluyfirvöld búa sig vel undir það sem í vændum er.

Það er endalaust hægt að deila um hverjar eru skyldur hvers og eins við náungann, ekki síst þegar talað er t.d. um bólusetningar.

Reyndar standa "svo kallaðar bólusetningar" við Covid illa undir nafni, en geta líklega flokkast undir lyf gegn sjúkdómnum.

Þær hindra hvorki að einstaklingur veikist eða smiti aðra.  Það þarf líklega ekki að leita lengra en í handboltann til að sjá að meirihluta hópa smitast þrátt fyrir bólusetningu.

En ég held að margir séu farnir að líta yfir þá leið sem farin hefur verið undanfarin 2. ár og líta á það gagnrýnum augum.

Eins og einhver sagði, You can fool all the people some of the time, and some of the people all the time, but you cannot fool all the people all the time.

Ég held reyndar að þetta sé eignað Lincoln.

Ég held að margir stjórnmála og embættismenn eigi eftir að finna fyrir vaxandi reiði almennings á komandi mánuðum.  Munurinn er auðvitað sá að embættismennirnar verða ekki kosnir í burtu.

En almennt eru Kanadabúar seinþreyttir til vandræða og því vissulega eftirtektarvert að sjá t.d. hvað stórir hópar fólks hafa safnast saman t.d. á Stór Torontosvæðinu.

Ég held að þetta geti orðið Trudeau verulega erfitt.

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2022 kl. 21:36

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, bæti því hér við að mér var bent á ágætis grein eftir kollega þinn Vilhjálm Árnason (þessi sem Kári Stefánsson segir að sé rugludallur, lol)  um þetta efni fyrir nokkrum dögum.

https://kjarninn.is/skodun/hugleiding-um-bolusetningar-i-heimsfaraldri/

G. Tómas Gunnarsson, 27.1.2022 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er furðulegt að sumt fólk skuli enn halda að bólusetning við kóvít hafi eitthvað með "skyldur við náungann" að gera. Það er löngu komið í ljós að bólusetningin fjölgar fremur smitum en fækkar þeim. Hún verndar hins vegar einstaklinginn sjálfan fyrir alvarlegri veikindum og hefur því nákvæmlega ekkert með annað fólk að gera, nema síður sé.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.1.2022 kl. 17:51

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Má til með að bæta hérna við þessu sem ég var að rekast á um að "frelsislest" trukkabílstjóranna sé af sumum nefnd "the Karen Konvoy"

https://www.blogto.com/city/2022/01/people-ontario-denounce-karen-konvoy-support-frontline-workers/?fbclid=IwAR0fTL8zQkhjRsm331IbDUzKH1wszvBRj0yMYvtL_iluQfbOMFdz3hma3x4

Kristján G. Arngrímsson, 28.1.2022 kl. 18:07

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Ég get á engan hátt séð að "bóluefnin" standi undir því að vera kölluð bóluefni.  En virkni þeirra sem lyf virðist vera til staðar, í það minnsta um einhvern tíma.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Það kemur engum á óvart að Kanadabúar hafi ekki sameinast "sem einn maður" að baki trukkabílstjórunum.  Vissulega eru skiptar skoðanir, en ég hygg að það hafi komið mörgum á óvart hvað margir mættu til að styðja þá þegar þeir keyrðu fram hjá, ekki sist í Ontario.

Sá stuðningur er ekki léttvægur. 

Ég fór í langan göngutúr með hundinn í morgun.  Mínus 20 stig og virkar eins og  -29¨C með vindkælingunni.

Samt leggja margir á sig að standa úti til að láta stuðning sinn í ljós.

En ég reikna með þvi að stuðningur við "trukkarana" sé hvað minnstur í Toronto, enda hefur Trudeau (og Liberal Party) notið mikils stuðnings þar).

En það er fátt "kanadískara" en að standa úti í kuldanum með fánann bundinn á hokkíkylfu og drekka kaffi frá Tim (sem er reynda vont kaffi).

"Starbucksgengið" í Toronto er auðvitað annar handleggur, lol.   En þetta er það sem er að gerast svo víða, "pólaríseringin" er að aukast.

Því miður hafa margir stjórnmálamenn (þar á meðal Trudeau) gert út á slíkt.

Ég yrði ekki hissa þó að ýmsir stjórnmálamenn eigi eftir að hitta fyrir "the deplorables" eða sambærilega hópa á næstu misserum.

Besta skiltið sem ég hef séð tengt þessari trukkalest er:  Truck Fudeau. 

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2022 kl. 18:48

7 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Tim-kaffið drakk ég einu sinni ómælt og fannst það bara gott. En ég er ekki að taka afstöðu í stóra frelsistrukkamálinu, fannst þetta bara fyndin frasi, Karen Konvoy.

En hvað er "Starbucksgengið"?

Kristján G. Arngrímsson, 28.1.2022 kl. 19:10

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  "Starbucksgengið" er nú líklega ekki "opinbert" hugtak.  En það er auðvitað mikill verðmunur á t.d kaffi á Starbucks eða t.d hjá Tim.

Starbucks er heldur ekki að finna í "hinum dreifðari byggðum", þar ræður Tim og McDonalds ríkjum í kaffinu.

Það þykir oft merki um "gentrification" þegar Starbucks opnar í hverfi eða bæ þar sem það hefur ekki verið áður.

Ég hins vegar styð trukkabílstjórana í því að þetta eigi að vera ákvörðun hvers og eins.

Ég hvet engan til að láta bólusetja sig, en let heldur ekki neinn.  Sjálfsákvörðunarréttur er (að mínu mati) mikilvægur í þessum málum.  Ég er ekki fylgjandi því heldur að einstaklingur þurfi að gefa upplýsingar um lyfjainntöku til að fá að fara inn á veitingastaði, eða annað slíkt.

Það er mér hins vegar að meinalausu að eigendur fyrirtækja ákveði hver fyrir sig að krefjast þess, en það á það að vera sjálfstæð ákvörðun

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2022 kl. 21:39

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Skyldur við náungann..." til að láta sprauta sig???

Ertu að grínast Kristján eða er ekki allt í lagi?

Að veita aðgang að líkama sínum er ekki skylda nokkurs manns.

Það er skylda allra manna að virða líkamleg mörk náungans!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2022 kl. 22:06

10 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég get alveg tekið undir það að sjálfsákvörðunarréttur sé þarna mikilvægur, en um leið myndi ég hvetja alla til að láta bólusetja sig - helst þrisvar. Það er ekki brot á sjálfsákvörðunarrétti manns að hvetja hann til að gera eitthvað, reyna að telja honum hughvarf. 

Þannig að í prinsippinu er þetta giska einfalt, en ég velti fyrir mér hvort stjórnvöldum sé ekki öllu praktískari vandi á höndum því að þau þurfa jú að vernda borgarana - jafnvel stundum fyrir hverjum öðrum. Þannig að til að tryggja frelsi eins þarftu kannski að skerða frelsi annars, það er ekkert nýtt, og spurningin er hvort þú kýst að skerða frelsi þess sem vill ekki láta bólusetja sig eða hins sem fylgir skynsamlegum rökum og taka þátt í því að t.d. hlífa heilbrigðiskerfinu, sem á jú að þjóna öllum.

Þetta með að maður láti bólusetja sig til af tillitissemi við náungann er kannski framandi hugmynd þeim sem ekki gera rifið hausinn út úr eigin rassgati, en það er sosum þeirra vandamál.

Kristján G. Arngrímsson, 28.1.2022 kl. 22:16

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristján.

Þú byrjaðir fyrsta innlegg á að tala um skyldur náungans.

Það er skylda þín að virða líkamleg mörk náungans.

Ég hvet þig til að gera það.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2022 kl. 22:26

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur, þakka þér fyrir þetta, og innlitið.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það er ekki brot á sjálfaákvörðunarrétti eins og né neins að gefa upplýsingar um lyf eða hvetja til notkunar á þeim.

En þegar "svokölluð bólefni" veita enga smitvörn, skapa ekkert ónæmi, bólusettir smitast og smita jafnt og óbólusettir, hvernig er þá hið opinbera að venda einn né neinn?

Heilbrigt fólk smitar ekki.

Hvað er svo næst?  Þeir fá ekki heilbrigðisþjónustu sem voru drukknir á bíl eða slösuðust drukknir á rafskútu?

Eiga þeir sem þjást af svokölluðum "lífsstílsjúkdómum" ekki að vera dæmdir til að taka upp heilbrigðara líferni til að "hlífa heilbrigðiskerfinu"?

Eiga þeir einhvern rétt á því að "teppa" spiítala?

Hvar vilt þú draga mörkin?

Hvenær er heilbrigðisfólkið fyrir fólkið og hvenær er fólkið fyrir heilbrigðiskerfið?

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2022 kl. 22:40

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að bólusetningar skili engum árangri? Því eru flest heilbrigðisyfirvöld ósammála, hefur mér sýnst, og segja að bólusetningar dragi verulega úr alvarlegum veikindum - og þar með sjúkrahúsinnlögnum og hlífi þannig heilbrigðiskerfinu - og þess vegna sé ástæða til að sem flestir láti bólusetja sig. Svo benda rannsóknir til þess að hættan við að láta bólusetja sig sé mjög lítil.

En þessum hugmyndum heilbrigðisyfirvalda eru margir frelsisriddarar ósammála og klifa sífellt á því að bólusetningar komi ekki í veg fyrir smit. Því er held ég enginn ósammála.

Þessi mörk sem þú talar um að draga þarf ég sem betur fer ekki að draga í rauninni - það er stjórnvalda að draga þau. Ég þarf aftur á móti að ákveða hvort ég kýs umrædd stjórnvöld í næstu kosningum. Svona þér að segja er ég einn af mjög mörgum Íslendingum sem eru að mestu sáttir við viðbrögð heilbrigðisyfirvalda hér við faraldrinum.

Málið er jú að allir þurfa að fá heilbrigðisþjónustu, sama hversu mikil heimska leiddi til þess að þeir þurfa hana - og einmitt þess vegna er verið að reyna að fá sem flesta til að fara í bólusetningar gegn Covid. Til að auka líkurnar á að hægt sé að sinna þeim sem slasa sig fullir á rafskútum.

Hananú, þarna held ég að ég hafi þrátt fyrir allt dregið línuna.

Kristján G. Arngrímsson, 29.1.2022 kl. 00:08

14 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ef "bólusetnngar" koma ekki í veg fyrir smit, er raunverulega ekki um bólusetningar að ræða.  Nema við viljum endurskilgreina hvað bólusetningar séu.

Bólusetningum er ætlað að skapa svokallað "hjarðónæmi".

Ég held hins vegar að þau lyf sem ganga nú undir nafninu "bóluefni", dragi úr líkum á alverlegum veikindum, en þó er í raun of snemmt að fullyrða um slíkt og betri upplýsinga er þörf til að draga af því fullyrðingar.  En það er afar líklegt.

En "bólusetnignar" sem koma ekki í veg fyrir smit, eru ekki bólusetningar.

Er það ekki ákveðinn "heimska" sem leiðir af sér "lífstílssjúkdóma"?  Það er næsta víst ákveðin heimska sem leiðir til þess að fullir einstaklingar telja sig færa um að stjórna rafskútum.

Hvort að það sé heimska að þiggja ekki "svokölluð bóluefni", á eftir að koma í ljós.  Engin veit hver áhrif þeirra verða til langframa.

Þegar þau komu fram var lofað virkni í +90%, reyndist það rétt?

Nei.

Hvað annar mun ekki reynast rétt? 

Það veit engin.

Hins vegar er "Covid reikningurinn" að koma inn um lúgurnar hjá almenningi þessa daga og mun gera af vaxandi þunga á næstunni.

Hækkandi matarverð, hækkandi skattar, skortur, geðheilbrigðisvandamál, orkuskortur, hæakkandi orkuverð, aukin dauðsföll af öðrum sjúkdómum, unglisngar sem flosna upp úr námi, jafnvel viðvarandi verðbólga o.s.frv.

Jafnvel aukin hætta á stríði.

Er ekki jafn rökrétt að banna fyllerí og rafskútur svo hægt sé að sinna þeim sem veikjast af Covid?

Og skylda alla í líkamsrækt?

Ef til vill er Covid göngudeildin gott formæmi.  Það væri hægt að stofna offitugöngudeild og hringja í einstaklinga og minna þá´á að hreyfa sig og hætta að éta kartöfluflögur og drekka gos o.s.frv.

Þeim sem ekki hlýddu og gætu sannað að þeir hefðu hreyft sig og étið holan mat, væri bannað að koma á veitingastaði, fara í bíó (popp og kók er ekki hollt) og einstaklingar þyrftu að sýna vottorð um fitupósentu til þess að geta farið á skyndibitastaði eða eiga bíl.

Hvernig væri það?

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 01:23

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Bólusetningar sem koma ekki í veg fyrir smit eru ekki bólusetningar?

Ég er of vitgrannur til að ná utan um þetta, þú fyrirgefur. Hvað er þetta þá? 

Og hvernig hefði verið hægt að koma í veg fyrir "Covid-reikninginn"?

Og þú getur tekið endanlausan Brynjar Níelsson á þetta og spurt ótal retorískra spurninga en til hvers? 

Lógíkin í þessu bólusetningarmáli er tiltölulega einföld: Því fleiri sem fara í bólusetningu því færri þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og því fleiri rafskútuslysum er hægt að sinna og því minna mæðir á heilbrigðisstarfsfólki. Líkurnar á að bólusetning hafi slæmar afleiðingar eru mjög litlar.

Á að neyða fólk í bólusetningar? Nei, en það má hvetja það til þess með ýmsum leiðum rétt eins og ýmsar leiðir eru nýttar til að draga úr reykingum og drykkju, t.d. að banna reykingar víða innandyra og banna akstur undir áhrifum áfengis. Á nákvæmlega sama hátt má banna óbólusettum ýmislegt sem bólusettum leyfist.

Eða eru það kannski ofstopaaðgerðir ríkisvaldsins að stöðva þá sem grunaðir eru um ölvunarakstur og láta þá t.d. blása í mæli? Og til hvers er það gert? Til að vernda aðra borgara fyrir þeim. Sömu rök hníga að því að beita boðum og bönnum til að fjölga bóludsetningum. Enda hefur sýnt sig að það virkar.

Kristján G. Arngrímsson, 29.1.2022 kl. 10:28

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Hver er skilgreiningin á bóluefni? Þarf það ekki að gefa í það minnsta stærstum part þeirra sem það fá ónæmi?

En það eru til mörg lyf sem vinna gegn sjúkdómum, gera þá vægari og auðvelda fólki að kljást við þá.

Covid - reikningurinn hefði alltaf verið til staðar, en hann þyrfti alls ekki að vera jafn hár og raun ber vitni. 

Það mál verður ekki til lykta leitt hér í athugasemdum, en bara það sem hér er til umræðu (upprunalega) skyldubólusetning trukkbílstjóra til að fara yfir landamæri mun hækka reikinginn fyrir Kanadabúa og líklega fleiri þjóðir.

Það er ekkert óeðlilegt að stöðva þá sem eru grunaðir um ölvun við akstur, nú eða jafnvel hafa smá "rassíu".

En þú lokar ekki þá inni sem eru taldir líklegir til að aka undir áhrifum eða sviptir þá réttindum, vegna þess að þeir séu líklegir til að brjóta af sér.

Heilbrigðir, ósmitaðir einstaklingar smita engan. Samt er talað um þá eins og hættulega aðila og það sé rétt að svipta þá réttindum.

Offita og lífsstílssjúkdómar eru orðnir gríðarlegt vandamál fyrir heilbrigðiskerfi víða um lönd.  Fleiri látast vegna offitu en vegna reykinga.

Á að leyfa offitu að sliga heilbrigðiskerfið?  Hvað ætti að gera í málinu?  Svifta þá valdi yfir eigin líkama?  Taka af þeim sjálfsögð mannréttindi?

Einhverjir telja þetta líklega aðkallandi spurningar, enda þessi vandi ekki að hverfa. 

Eða ætti að lögfesta að einstaklingar verði að vera undir ákveðnum BMI stuðli?  Eiga ekki allir að "lifa" fyrir heilbrigðiskerfið?

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 18:39

17 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má bæta því við hér að þúsundir hafa safnast saman nálægt þingúsinu í Ottawa og stöðugt bætist í.

Í Ottawa var fallegt veður í morgun, sól og 35 stiga frost þegar vindkælingin er tekin með í reikningin.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 18:43

18 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gott að það er kalt í Ottawa. Þá er ólíklegra að mönnum hitni um of í hamsi...

Kristján G. Arngrímsson, 29.1.2022 kl. 18:53

19 identicon

Kíkti aðeins á wikipedíu og hún vísaði m.a. í þessa grein

 

https://www.gavi.org/vaccineswork/coronavirus-few-vaccines-prevent-infection-heres-why-thats-not-problem

 

Þar segir m.a.

 

In an ideal world, all vaccines would induce sterilising immunity. In reality, it is actually extremely difficult to produce vaccines that stop virus infection altogether. Most vaccines that are in routine use today do not achieve this. 

 

Sé þetta rétt eru þær allnokkrar bósusetningarnar sem væri hægt sð uppnefna sem svokallaðar

Það eru nógu margir sem hafa miklu meira vit á þessu en ég, sem kalla þetta bólusetningu.

Það nægir mér.

ls (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 20:59

20 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Ég held að fá eða nokkur bóluefni hindri smit 100%, mannskepnan er einfaldlega svo margvísleg að upplagi til að slíkt náist.

polio, Hepatitis A, Hepatitis B, smallpox, measles, mumps, rubella, and rotavirus.

eru dæmi um vírusa sem bóluefni hafa virkað virkilega vel gegn, þó að ég efist um að nokkuð þeirra hafi 100% virkni.

En virknin af "svokölluðu bóluefnunum" sem notuð hafa verið gegn Covid virðist vara stutt og vera afar takmörkuð.  Í sjálfu sér þarf það líklega ekki að koma á óvart enda hefur ekki gengið að finna bóluefni gegn Kórónaveirum.

En þegar nýgengni smita er hærra á meðal bólusettra en óbólusettra, segir það sig eiginlega sjálft að efnin eru ekki að virka til að gefa ónæmi.

Þekkir þú mörg dæmi um slíkt hvað varðar önnur bóluefni?

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 21:22

21 identicon

Nú veit ég ekki hvað þú ert að vísa í, en ef þú ert að vísa í tölur á covid.is þá er þar líka texti undir línuriti þar sem fjallar um óvissu um tölur. 

Besserevisserar sem eru hallir undir samsæriskenningar hafa gert sér mat úr þessari óvissu, Ég er hættur að nenna að reyna að rökræða við slíka.

ls (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 22:01

22 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. Auðvitað er alltaf óvissa um tölur.  Það er líka óvissa um hve margir hafa dáið úr Covid og svo aftur með Covid.  Það mun aldrei fæst árreiðanlegar tölur úr öllu þessu, en vonandi skána þær þegar lengra líður frá.

Það væri líklega ljóst að hjá þjóð sem er jafn bólusett og Íslendingar væru dagleg smit ekki á nnnað þúsundið vikur eftir viku, nema að bólusettir séu að smitast.

Alls staðar, t.d. í handboltanum eru bólusettir hópar þar sem meirihluta er að smitast.

Ég les úr því að virkni hinna "svokölluðu bóluefna" er svo gott sem engin eða enginn.

Það er engin samsæriskenning, heldur tölfræðileg staðreynd sem blasir við, þó að tölurnar séu ekki 100%.

Nítíu prósent vörnin sem sóttvarnarlæknnir lofaði ((en hafði líklega eingöngu eftir öðrum) reyndist hjómið eitt.

En sem lyf gegn sjúkdómnum, þá virðast þau slá verulega á hann og því ber að fagna.

En það er ekki ómæmisvekjandi bóluefni.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 22:46

23 identicon

Þú þarft að lesa tölurnar betur.

Enginn af handboltamönnunum veiktist nema í mesta lagi óverulega enda allir vel bólusettir.

Þú hefur kannski heyrt af því að veiran breyttist. Það er eiginlega merkilega gott að örvunarskammtur dugi eins vel og hann gerir. Í það minnsta virkar ársgömul flensubólusetning ekkert sérstaklega vel. (Afsakið, svokölluð flensubólusetning).

ls (IP-tala skráð) 29.1.2022 kl. 23:19

24 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta.  Alveg rétt hjá þér.  Engin af handboltamönnunum veiktist alvarlega, því ber að fagna.

En voru þeir með ónæmi?

Verndaði "bólusetningin" gegn smiti?  Nei.

Það er eðli kórónuveira að breytast í svo gott sem sífellu.   Þess vegna myndum við t.d. ekki ónæmi gegn kvefi.

Sérðu fyrir þér "sprautuklúbb mánaðarins", svona eins og bókaklúbbana í gamla daga?

Hvað mun örvunarskammtur duga lengi?

Veit það einhver?

En meira að segja þeir sem fá hann veikjast líka.

Persónulega hef ég prófað flensubólusetningu einu sinni á ævinni, reynslan var slík að ég hef ekki séð ástæðu til að endurtaka þá lífsreynslu.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2022 kl. 23:55

25 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Persónulega fer ég í flensubólusetningu á hverju ári og reynslan er slík að ég mun halda því áfram meðan ég lifi. Man ekki hvenær ég fékk síðast flensu. Svona er fólk mismunandi.

En þessar hártoganir um hvað nákvæmlega teljist "bólusetning" held ég að séu farnar að minna á rökræður miðaldamunka um hversu margir englar kæmust fyrir á títuprjónsoddi.

Ágæt hugarleikfimi en ólíklegar til að auka skilning á nokkru sem máli skiptir.

Og á öðrum stað á internetinu rífst fólk um hvað nákvæmlega teljist vera ofbeldi í kynlífi. Ég er ekki frá því að þessi krafa um nákvæma hugtakaskilgreiningu sé í raun lítið annað en retorík af hálfu besservissera sem upplifa umræðu/samræðu alltaf sem keppni og nota þetta í hálfgerðri nauðvörn.

En hvað varðar skrautreið trukkabílstjóranna til Ottawa verður fróðlegt að sjá hvort hún kemur til með að breyta einhverju um skyldubólusetningu þeirra sem fara yfir landamærin milli Kanada og USA. Ég veðja á að þetta breyti engu.

Kristján G. Arngrímsson, 30.1.2022 kl. 12:04

26 identicon

Það virðast varla til betri aðstæður fyrir vírus af þessu tagi til að smitast en handboltaleikur. Samt smitast tiltölulega fáir (af öllum handboltamönnum þarna). Segir mér að bóluefnin dugi líka til að minnka smithættu.

En ég læt öðrum það eftir að spá um framtíðina.

Ég hef oft fengið flensusprautu. Mun líkast til fá svoleiðis aftur, jafnvel oftar ein einu sinni.

ls (IP-tala skráð) 30.1.2022 kl. 12:08

27 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, @ls, þakka ykkur fyrir þetta. Ég vel mér bólusetningar sem ég fer í.  Ég er til dæmis bólusettur fyrir því sem ég held að kallist Heilabólga á Íslensu (encephalitis).  Sú ákvörðun var einfaldlega tekin vegna þess að það leit vel út og ég bjó á svæði þar sem mýtlar voru út um allt, þar á meðal í mínum stóra bakgarði.

Það er þarft að ræða skilgreiningar, þannig að hægt sé að ræða saman og vera á svipuðum stað.

Dæmið um hvort að "ofeldi með samþykki" sé ofbeldi er til dæmis ágætis dæmi um það. Er "obeldi með samþykki" ekki oxymoron, en óþarfi að ræða það hér.

Ég held að líkurnar á því að trukkalestin breyti miklu séu stórar.  En áhrif af atburðum sem þessum koma ekki allt af fram strax og langtíma áhrifin gætu orðið meiri en marga grunar.

Án þess að ég hafi mikið vit á handbolta, né sé sérfræðingur í smitleiðum, þá fannst mér smitin þar nokkuð athyglisverð og virðist benda til þess að sjúkdómurinn sé ekki eins smitandi og oft er talið.

Því smitin virtust að mesu, en ekki öllu, leyti halda sig innan liða en ekki smitast svo mikið yfir til andstæðinganna.  Þó er "nnoð" nokkð algengt og metrareglur lítt virtar.

En innan hóps virðist smitvörnin lítil.  Margir virðast í raun alls ekki geta smitast.  Gott dæmi er heimilisfaðirinn sem var kringum mánuð í sóttkví, með smituðum fjölskyldumeðlimum, en smitaðist aldrei.

Það væri í rauninni vel þess virði að rannsaka hvort að slíkir einstaklingar eigi eitthvað sameiginlegt.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 16:21

28 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bæti hér svo við frétt frá RUV sem kunningi minn sendi mér eftir að hafa lesið skoðanaskptin hér.

https://www.ruv.is/frett/2022/01/29/notkun-a-blodsykurslaekkandi-lyfjum-hefur-storaukist

Virðist sem engan tíma megi missa í baráttunni við offituna til að vernda heilbrigðiskerfið.

Spurning hvaða mannréttindaskerðingar rökréttast sé að fara í?

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 17:37

29 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þarna er nú svo greinilega verið að líkja saman eplum og appelsínum að það er með naumindum að taki því að benda á hvað þetta er algert púðurskot.

Er hækkaður blóðsykur bráðsmitandi sjúkdómur sem getur borist frá einum manni til annars? Það sem mestu ræður um sykursýki 2 er lífsstíll manns sjálfs og erfðir.

Covid er ekki lífsstílssjúkdómur, er það?

Epli og appelsínur. Og nei, þetta er ekki sambærilegt á neinn hátt, þannig að ég ætla ekki í frekari rökræðu um það. 

Kristján G. Arngrímsson, 30.1.2022 kl. 17:59

30 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er að sjálfsögðu ekki sama atriðið, þó að vissulega tali margir um "offitufaraldur".

Og auðvitað er smitast offita ekki á milli manna, þó að uppeldi spili þar inn í.

En það er aama hættan á því að þetta sligi heilbrigðiskerfið.  Það er það sem ég er að benda á.

Peningurinn sem fer í blóðsykurlækkandi lyf er ekki notaður í annað, heilbrigðisstarfsfólk sem þjónustar "Offiturfólkið" þjónustar ekki aðra.

Svo er það aftur að margir sem talja að fólk með undirliggjandi lífstílssjúkdóma eru þeir sem hafa farið það verst út úr Covid og skapað hvað mestu vandamálin fyrir heildbrigðiskerfið, sem og þeir sem hafa hvað oftast látist.

Þannig að þetta tengist vissulega.

En eiga þeir sem kmoma sér í "sjálfskaparvíti"; hvort það sem er vegna þess að þeir vilja ekki láta bólusetja sig, eða svo gott sem "éta sig til dauða" að lifa við skert mannréttindi?

Ég vil ítreka að heilbrigður einstaklingur smitar engan.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 18:37

31 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Fréttir tengdar þessu; 

https://www.cdc.gov/mmwr/volumes/70/wr/mm7010e4.htm

https://www.cnbc.com/2021/03/08/covid-cdc-study-finds-roughly-78percent-of-people-hospitalized-were-overweight-or-obese.html

https://www.worldobesity.org/news/obesity-and-covid-19-policy-statement

https://www.science.org/content/article/why-covid-19-more-deadly-people-obesity-even-if-theyre-young

Ef til vill, þó að ég viti ekkert um það er það ekki tilviljun að Íslenskir heilbrigðistarfsmenn eru að vekja athygli á hættunni á offitu akkúrat núna.

Hvað viltu er rétt að gare í "offitufaraldrinum", hvaða mennréttindi er rétt að skerða?

Þarf ekki að byrja strax svo að offita sligi ekki heilbrigðiskerfið?

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 20:31

32 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að þú værir tilbúinn til að setja meira af peningum í heilbrigðiskerfið til að stækka það til að það ráði betur við vandann - hvort sem það er vegna offitu eða Covid?

Eða finnst þér óskert mannréttindi vera meira virði en gott heilbrigðiskerfi? (Eða viltu fá heilbrigðiskerfi sem þjónustar bara þá sem hafa efni á því, eins og í USA? Er það kannski hið dulda agenda hérna?)

Ef út í það er farið, veistu um einhver mannréttindi sem eru alltaf óskert á öllum tímum? Til þess að njóta öryggis og stöðugleika í samfélaginu gefur fólk eftir réttindi sín, framselur þau til yfirvaldsins. Ef þetta framsal ætti sér ekki stað yrði líf mannsins "nasty, brutish and short," eins og Hobbes orðaði það. Þau sannindi hafa ekkert breyst.

En ef maður áttar sig ekki á nauðsyn þessa réttindaframsals er viðbúið að maður tali um "mannréttindabrot" við minnstu ágjöf. Úr verður að raunveruleg og stórkostleg mannréttindabrot, sem framin eru í ríkjum á borð við gamla Sovétið og Þriðja ríkið, eru gengisfelld með endalausum kröfum snjókorna sem vilja ekki láta banna sér nokkurn hlut.

Þá spyrð þú: og hvar á að draga mörkin, hvenær verða mannréttindabrot óásættanleg? Það má deila um, en ég held þó að oftast blasi það við. Að vera skyldaður í bólusetningu sem er ekki hættuleg er ekki mannréttindabrot. Bara eðlileg krafa um réttindaframsal. Þeir sem líta á þetta sem "gróft mannréttindabrot" og grípa til samlíkingar við Helförina eru bullukollar sem ekki er eiginleg ástæða til að hlusta á. En heldur engin ástæða til að banna þeim að tjá sig eða fara í frelsisökuferðir. Og endilega að hlusta á þá, aldrei að vita hvaðan góðir punktar koma inn í umræðuna. Oft ratast kjöftugum satt á munn, segir máltækið.

En að vera skyldaður í hættulausa bólusetningu sem dregur úr líkum á að maður verði fárveikur og jafnvel deyi er ekki á nokkurn hátt mannréttindabrot. 

Kristján G. Arngrímsson, 30.1.2022 kl. 21:45

33 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það má draga þá ályktun af þeim tenglum sem ég setti inn hér að ofan að í það minnsta að þónokkrum hluta sé þetta sami vandinn.  Það er að segja Covid dauðsföll og offita.

Það er í raun aldrei hægt að setja svo mikinn pening í heilbrigðiskerfi nokkurs lands að það muni ráða við öll áföll sem það mun verða fyrir.

Spurningin er hvað okkur þykir ásættanlgt?  Um það verður sömuleiðis líklega aldrei samkomulag.

Það er ekki heldur peningaupphæðir sem skipta máli, rétt eins og ég held að engin þjóð eyði meiri þeningum sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála en Bandaríkjamenn.

Það er reyndar orðum aukið að það kerfi þjónusti eingöngu þá sem hafa efni á því, en þar er mikið svigrúm til að bæta.

Spurningin er hvað eru mannréttindi, við höfum átt slíka samræður áður og hvort að þau séu algild og óháð tíma og staðsetningu.

Bólusetning er aldrei hættulaus, þó að vissulega sé mis mikil áhætta til staðar.

En hveru skilar hún og er það áhættunar virði?  Um það er auvðitað deilt, rétt eins og Svíar telja bólusetningu barna ekki áhættunnar virði.Heilbrigðisyfirvöld þar mæla gegn bólusetningu barna undir 12. ára aldri, í það minnst að svo komnu máli.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/01/27/maela_gegn_bolusetningu_yngri_en_tolf_ara/

Þannig að það er ekki hægt að segja að skyldubólusetning sé ekki mannréttindabrot, eins og þú segir má hins vega deil um hvaða mannréttindabrot séu réttlætanleg.  Það má líklega líka deila um hvort að það séu þá mannréttindi, ef avo auðvelt á að vera að brjóta þau

Persónulega finnst mér mörgun tamt að gera lítið úr þeim sem vilja að staðinn sé vörður um mannréttindi og að lagagrunnur þurfi að vera til staðar fyrir aðgerðum.

Það að ráða yfir eigin líkama og geta neitað lyfjum, nú eða taka þátt í lyfjatilraunum, er í mínum huga grundvallarmannréttindi.

En eins og þú segir er ég alltaf tilbúinn að hlusta á þá sem telja annað.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2022 kl. 23:02

34 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er útaffyrir sig merkilegt hvað USA setur mikið af peningum í heilbrigðisþjónustu í ljósi þess hve þessi þjónusta er léleg fyrir þá sem ekki eru ríkir. Talandi um mannréttindabrot í nafni "frelsis".

En um skyldubólusetningu finnst mér gilda frelsisregla John Stuart Mill úr Frelsinu, þe. að það má koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða, eigi maður þess kost. Það er jafnvel skylda manns, sbr, Samverjalög í sumum löndum.

Að hafna bólusetningu án þess að læknisfræðilegar forsendur séu fyrir því er einfaldlega óskynsamlegt, og því má skylda fólk í bólusetningu nema áðurgreindar gildar ástæður séu fyrir því. 

Hver ákveður hvað er skynsamlegt? heyri ég þig spyrja næst, og svarið er að það er hægt að færa rök fyrir því hvað er skynsamlegt og hvað ekki. En ég ætla ekki útí það röksemdafærslu hér. Bendi bara á Mill.

Kristján G. Arngrímsson, 31.1.2022 kl. 11:44

35 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PS: mér er farið að sýnast að frelsisför trukkabílstjóranna sé kannski ekki síður mótmæli við Trudeau, og jafnvel frekar það en mótmæli gegn skyldubólusetningu.

Kristján G. Arngrímsson, 31.1.2022 kl. 11:45

36 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Heilbrigðisþjónusta er reyndar mun betri almennt í Bandaríkjunum, er margir telja.  En hún er mjög misjöfn eftir ríkjum.

Ég held að Vermont sé eina ríkið sem hefur reynt "universal" heilbrigðisþjónustu, en gafst upp.

Það má deila endalaust um hvort að bólusetning gegn hinu eða þessu sé skynsamleg eða ekki. 

En ég held að flestir áskilji sér rétt til að haga sér óskynsamlega ef þeir kjósa svo.

Er skynsamt að vera alltof feitur?  Nei.  Er skynsamlegt að reykja? Nei.

En það er að mínu mati engin ástæða til að neyða viðkomandi í "hjáveituaðgerð" eða "boot camp".  Nú eða loka það inni án tóbaks.

Það er í sjálfsu sér ekkert sem bendir til þess að óbólusett fólk fari sér að voða frekar en aðrir.

Það er margt sem bendir til þess að of feitir einstaklingar geri það.  Offita er jú almennt talinn vera stærsti vandi heilbrigðiskerfa heims.

Trudeau er einfaldlega "valdhafinn", það er að segja stendur efst á pýramídanum.

Það er ekkert óeðlilegt að mótmælin beinist að stórum hluta að honum.  Ekki síst eftir að hann fullyrti að þeir hefðu "óásættanlegar skoðanir".

En ég hef ekki trú á að mikið gerist í þeirra málum, en næstu dagar geta orðið áhugaverðir.  En þeir hafa vakið all mikla athygli víða um lönd og orðið öðrum hvatning. 

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2022 kl. 15:09

37 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er eitt í þessu öllu saman sem mér finnst aldrei minnst á en samt raunverulegt: Þeir hlutfallslega fáu sem setja sig upp á móti sóttvarnaaðgerðum, og taka jafnvel ekki þátt í þeim, njóta samt góðs af þeim. Það er að segja, þeir njóta góðs af því að flestallt annað fólk lætur sig hafa það sem þeir þykjast of góðir fyrir.

Þess vegna held ég að margir þeirra sem slá sig til frelsisriddara nú um stundir geri það á kostnað annarra. Svoleiðis er frekar billegt.

Kristján G. Arngrímsson, 31.1.2022 kl. 17:25

38 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Þetta er vissulega fullgilt sjónarmið, sem hefur verið minnst á áður á þessu litla bloggi.  Líklegast af þér.

En auðvitað er það svo að í mörgum tilfellum njóta einstaklingar góðs af ákvörðunum annara.

Þannig njóta þeir sem eignast börn, að hluta til ákvörðunar þeirra sem ekki gera það, það er að segja í þeim þjóðfélögum sem niðurgreiða dagvist, tómstundaiðkun o.s.frv.

Þeir sem ekki gæta að heilsunni njóta góðs af þeim sem gera það og þurfa ekki á heilbrigðiskerfinu að halda. 

Þeir sem sækja menningaratburði s.s. leikhús og o.s.frv, njóta góðs af þeim sem það gera ekki.

Reyndar er það svo með marga sjúkdóma að margir hinna óbólusettu verða sér út um ónæmi upp á "gamla mátann", með því að smitast.

Líklega hafa margir gert það nú í þessum faraldri sem endranær.

En ofstækið víða er svo mikið að undrum sætir.  Ég þekki til dæmis konu hér, sem var sagt upp á sjúkrahúsinu sem hún starfaði, vegna þess að hún vildi ekki bólusetningu.  Þó hafði hún og öll hennar fjölskylda lagst í Covid síðast liðið haust.

Þetta er einfaldlega ákvörðun sem á að vera hvers og eins.

Stærstur hópur þeirra sem hafa smitast af Covid, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki, koma aldrei inn á sjúkrahús.

G. Tómas Gunnarsson, 31.1.2022 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband