Óþægilegar vangaveltur um dauðann?

Stundum (en þó alltof sjaldan) rekst ég á greinar sem mér þykir svo athyglisverðar að það verði að vekja athygli á þeim.

Í morgun rakst ég á grein á vefsíðunni unherd.com.  Þar skrifar Dr. John Lee, fyrrverandi prófessor í meinafræði (pathology) og ráðgjafi NHS (Breska heilbrigðiskerfið)

Greinin heitir "The uncomfortable truth about death", ég hvet alla til þess að lesa greinina í heild sinni (fylgja hlekknum hér á undan), en birti hér nokkra hluta hennar.

Greinin er reyndar það vel skrifuð og hnitmiðuð að það var erfitt að stytta hana.

"...

Almost as soon as the pandemic struck, we developed a morbid fascination with the new coronavirus. Death became a part of daily life: as restrictions were introduced and the rules of society were rewritten, our only constant seemed to be the daily announcements detailing how many more lives had been taken by the new disease.

We have, of course, always been aware that death will come for us all. Yet for most of us, most of the time, we don’t know where, when or how. We don’t know whether it will be sudden or slow, peaceful or painful, surrounded by family or alone while connected to impersonal bleeping machines. The fact that we are aware, from an early age, of being stalked by unknown threats is naturally very frightening. Every fibre of our being drives us to do what we can to avoid it. But it is precisely because of the great influence death has on our lives that is vitally important we think about it more clearly. For as we are now discovering, how we regard our final chapter has important consequences for how we live beforehand.

 

...

But as we are discovering, in unique moments of crisis such as this pandemic, these two principles can come into conflict. The first applies to individuals, while the second often implies society-wide measures that can help some individuals, but at the same time may harm others. Thinking about how to balance these principles is not easy. That became clear last week, when I appeared alongside Jonathan Sumption on the BBC’s Big Questions. During a segment on whether Britain’s lockdown was “punishing too many for the greater good”, his claim that not “all lives are of equal value” caused quite a stir. But it also raised an important question: surely there is more to life than just living and dying?

Death is a brutal endpoint, but no reasonable doctor (or court of law for that matter) makes treatment decisions based simply on whether or not a patient will die. It is also vital to take into account “quality of life”, which is not just some sort of luxury add-on that can be dispensed with in a crisis. It is literally all the things that make life worth living for different people. For an elderly person this may be having a cup of tea with family or friends; for a young sportsperson it may be competitive matches. Take these things away and the old person may die of loneliness, or the young person may tragically end their own life.

But are these life-endings equivalent? Perhaps, on a philosophical level, they are. On a practical level, however, the death of an 85-year-old person from a preventable cause has cost them a few years at the end of life, while a 25-year-old has, on the same calculation, lost over 60 years of life, including their most active and event-filled years. However much people may object philosophically to such discussions, avoiding them in practice can have serious unintended consequences for public policies.

 

It is uncomfortable to think about, but it seems quite clear to me that when you examine the “quality of life years” lost as a direct result of lockdowns, and compare them to those which would have been lost to the virus had we done nothing at all (which, for clarity, I am not advocating), the former is far greater. This is because you don’t have to die to lose quality of life. Being unable to function properly because of depression, for example, or untreated cancer, or a postponed operation, still results in loss of quality of life – as does merely being confined to your house. Surely no reasonable person can disagree that this loss must be considered when evaluating the appropriateness of society-wide measures that affect all individuals?

...

Yes, the average age at death has increased over the last century or so. But that is because more people are living to nearer our maximum age, not because that maximum age has increased. Medical advances mean that fewer of us die as children, in childbirth, of injuries and infections than used to be the case, meaning that most of us live into our 70s and 80s. The average age has increased in tandem with these advances. But the maximum age possible has not changed: the vast majority of us will still die in our 70s and 80s.

...
So the expected age at death in the UK – currently just over 81 (which incidentally is a year younger than the average Covid death) is getting close to as good as it will get.

And that isn’t necessarily a bad thing. After all, death is an essential part of the human condition. It may be a frightening prospect, but it can motivate us to get the most out of every single day. You simply can’t put a value on that, which is why putting everyone’s life on hold in the face of a new pathogenic threat would only make sense if that threat were so overwhelming that the very fabric of society was at risk.

Does Covid meet that criterion? Looking at cold, hard data, I am not convinced. Take just one straightforward statistic as an example: healthy under-50s made up less than 1% of apparent Covid-related deaths in 2020 — fewer than 700 of the 72,178 deaths recorded by Public Health England. For comparison, there are around 1,700 deaths a year from road accidents in Britain. When that context is understood, and when we start to accept death as a natural endpoint and quality of life as a vital consideration, today’s morbid climate of fear seems far from justified.

A far more intuitively wise outlook was offered by Jeanne Calment, the world’s oldest ever person. She lived to the exceptional age of 122 years and 164 days. On her 120th birthday she was asked by an over-enthusiastic young reporter “How do you see your future?” Her response: "Short." If only we could all be so frank. Perhaps then we will be better able to enjoy everything that comes before."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Soldið óljóst reyndr hver þessi meinti, óþægilegi sannleikur um dauðann er.

Vaknar líka sú spurning hvort quality of life sé ekki of einstaklingsbundið til að hægt sé að tala um það eins og eina breytu.

Svo þarf að horfa til þess, að andleg veikindi (t.d. þunglyndi) líkt og líkamleg veikindi eiga sér líklega að talsverðu leyti einstaklingsbundnar, líkamlegar forsendur/ástæður. Þ.e. ytri aðstæður (t.d. Covid) eru ekki eina breytan sem veldur þunglyndi heldur þarf að vera pre-disposition til staðar.

Hann segir:

It is uncomfortable to think about, but it seems quite clear to me that when you examine the “quality of life years” lost as a direct result of lockdowns, and compare them to those which would have been lost to the virus had we done nothing at all (which, for clarity, I am not advocating), the former is far greater.

Ef þetta á að vera hinn óþægilegi sannleikur þá gengur það ekki upp að setja "it seems to me" sem grundvallarforsendu. Greinarhöfundur gæti auðveldlega haft rangt fyrir sér. "It seems to me" er mjög vond rök fyrir fullyrðingu um einhvern "sannleika". Að svo viðbættri þeirri óræðni sem fólgin er í quality of life þá verður þetta alltsaman frekar loðið og óljóst. 

It seems to me.

Kristján G. Arngrímsson, 25.1.2021 kl. 20:36

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú kýst að stytta setningu höfundar, í "It seems to me", úr "It seems quite clear to me".

Ég myndi líklega þýða þetta sem "Mér virðist" og svo "Mér virðist það augljóst".

Á þessu er nokkur munur, en ég tel þó að útreikningur á "gæði lífs" verði seint endanlegur eða óumdeildur.

En hinu er ég sammála að að auðvitað getur höfundurinn haft rangt fyrir sér.  Ég fæ það enda alls ekki á tilfinninguna að hann telji sig vera að kynna til sögunnar "hinn eina endanlega sannleik" í málinu.

Klausan sem þú tekur út, er í raun ekki um dauðann, heldur "lífsgæði", enda eins og kemur fram í greininni er hægt að missa mikil lífsgæði án þess að deyja.

Það er frekar setningar eins og þesssar, sem fjalla um "óþægilegan" sannleik um dauðann", að mínu mati:

"On a practical level, however, the death of an 85-year-old person from a preventable cause has cost them a few years at the end of life, while a 25-year-old has, on the same calculation, lost over 60 years of life, including their most active and event-filled years. However much people may object philosophically to such discussions, avoiding them in practice can have serious unintended consequences for public policies."

jafnvel þessi:

"But after we get too old, our “usefulness” (from an evolutionary, not a philosophical standpoint) runs out. So the expected age at death in the UK – currently just over 81 (which incidentally is a year younger than the average Covid death) is getting close to as good as it will get."

og ef til vill þessi:

"Does Covid meet that criterion? Looking at cold, hard data, I am not convinced. Take just one straightforward statistic as an example: healthy under-50s made up less than 1% of apparent Covid-related deaths in 2020 — fewer than 700 of the 72,178 deaths recorded by Public Health England. For comparison, there are around 1,700 deaths a year from road accidents in Britain. When that context is understood, and when we start to accept death as a natural endpoint and quality of life as a vital consideration, today’s morbid climate of fear seems far from justified."

Enn og aftur er hann ekki að setja fram sterkar fullyrðingar, enda held ég að það sé varhugavert að telja sig hafa fundið "endanlegu niðurstöðuna eða sannleikann" í máli sem þessu.

En það er auðvitað heldur ekki hægt að segja að eitt eða annað sé þau einu lífsgæði sem séu eftirsóknarverð.

En ég enda þetta með því að vitna í (og taka undir með) Bandaríska þjóðskáldið Jon Bon Jovi, "I just want to live while I´m alive".

G. Tómas Gunnarsson, 25.1.2021 kl. 21:09

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er góð grein. Og hinn óþægilegi sannleikur er auðvitað sá að meðan við hneigjumst til að álíta allt líf jafn mikilvægt eru ákvarðanir í heilbrigðiskerfinu almennt teknar með tilliti til lífára og lífsgæða, ekki aðeins fjölda andláta.

Það eru margir sem reyna statt og stöðugt að afneita því að það hefur áhrif þegar fólki er bannað að vinna fyrir sér, það er einangrað, meinaður aðgangur að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, þegar nám, íþrótta- og tómstundastarf barna er truflað og þar fram eftir götunum. En vitanlega hefur þetta áhrif. Samfélagslegar lokanir drepa fólk, og í ljósi þess gríðarlega munar sem er á skaðsemi veirunnar eftir aldurshópum er varla nokkur vafi á að töpuð lífár vegna lokananna verða alltaf langtum fleiri en vegna sjúkdómsins sjálfs.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.1.2021 kl. 21:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stór aukning sjálfsvíga og ofbeldisglæpa í þessum faraldri bendir á sterka fylgni þessa við það ástand sem einangrun og lokanir, gjaldþrot og atvinnuleysi skapa. Að þetta sé eitthvað persónulegt vegna þess að fólk er misjafnlega afbrigðilegt fyrir er einkennileg framsetning gáfumannsins Kristjáns.

Það má þá að sama skapi segja að langflest dauðföll af völdum kóvíd séu eðlileg vegna undirliggjandi kvilla sem allflest fórnarlömb hafa. Offita er t.d. Stór faktor þar ásamt öðru. Það má að miklu leyti skirfast á lifnað og ákvarðanir kóvídsjúklinga í lifinu, en ef fólk sem fyrirfer sér gerir það vegna meðfæddra galla og upplags sem það velur ekki er talsvert annað að minni hyggju.

Ef við tölum bara um dánartölur hér má segja að aðgerðirnar gegn þessu séu ekki í neinu hlutfalli við alvarleikann. Það deyja reyndar fleiri gamalmenni og veikir úr flensu á ári hér. Veirusyking sem veltir fólki yfir móðuna miklu máske örlítið fyrr. Fleiri hafa dáið i þessum hópi hér eftir bólusetningu, hvort sem þetta skrifast á hana eður ei. Það sýnir allavega að deyjandi fólk deyr. Basta.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 22:39

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Aw shit

Halldór Jónsson, 26.1.2021 kl. 02:00

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Ég sé engan mun sem máli skiptir á seems to me og seems clear to me. Punkturinn er að þetta er "frá mínum bæjardyrum séð" og gott og vel.

Annars er svolítið erfitt að átta sig á því hvað maðurinn er að fara, hann virðist líta svo á að lífsgæði snúist um nytsemd, og að ef maður er á lífi án þess að verða að gagni, eða geta gert svo og svo mikið þá sé það líf minna virði. Gott og vel.

En það eru jú til annarskonar mælikvarðar á lífsgæði, t.d. almenn lífshamingja og skv. könnunum virðist hún jafnvel hafa verið meiri þegar það sem við nú á dögum lítum á sem lífsgæði var minna, t.d. á stríðstímum eða hjá fólki sem stríðir við fötlun.

Þeir sem núna leita röksemda gegn sóttvarnaaðgerðum grípa gjarnan til þess að fullyrða um svo og svo miklar hörmungar sem af þeim leiða, og mætti komast hjá með því að beita ekki sóttvörnum. Það seems clear to me að þetta fólk er einfaldlega á móti stjórnvaldi hvers konar og grípur þarna tilfallandi tækifæri til að koma höggi á það.

Ennfremur seems clear to me (virðist mér ljóst) að það er eins víst að lífshamingja fjölda fólks hafi stóraukist einmitt vegna sóttvarnanna, og hefði verið stórlega skert hefði ekki verið gripið til þeirra. Reyndar held ég að almenn sátt um sóttvarnirnar bendi til þess að mikill meirihluti fólks, bæði á Íslandi og víðar, sé sáttur við sóttvarnirnar og telji lífsgæði sín aukast til muna vegna þeirra. Andmæli við sóttvarnirnar koma frá fámennum en hávaðasömum hópum sem komast í fjölmiðla einmitt vegna þess að þeir eru frávik.

Skilgreiningin á "frétt" er jú einmitt "frávik frá ríkjandi ástandi".

Kristján G. Arngrímsson, 26.1.2021 kl. 08:29

7 identicon

Það eru heilmikil lífsgæði fólgin í því að hafa heilbrigðiskerfi sem er ekki hrunið.

Muni ég rétt var slagorðið í Bretlandi Save the NHS

Fyrir svo utan lífsgæðin af því að eiga lifandi ástvini, starfsþrek o.s.frv.

ls (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 10:31

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Já, Is, það er góður punktur og mér finnst einmitt eins og að þau rök fyrir sóttvarnaraðgerðum að þær hlífi heilbrigðiskerfinu vilji gleymast hjá andstæðingum þeirra aðgerða - eða að þeir kjósi að líta framhjá þeim.

Kristján G. Arngrímsson, 26.1.2021 kl. 11:08

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Ég hef ekki neinar tölur aukningu sjálfsvíga eða ofbeldis, og sjálfsagt verður aldrei um endanlegar tölur í því sambandi að ræða.

Þó hafa margar rannsóknir bent til þess, ekki síst til lengri tíma litið að efnahagssamdráttur leið t.d. til mikils taps á "lífsgæðum" og aukningu á sjálfsvígum, svo dæmi sé tekið.

En slíkt getur verið að koma fram svo árum saman.

https://wol.iza.org/articles/unemployment-and-happiness/long

Hér er ein slík rannsókn um áhrif atvinnuleysis á "lífsgæði", sem bendir til þess t.d. að lífsgæði endurheimtist ekki að fullu, jafnvel eftir að atvinna fæst á ný.

En það verður seint eða aldrei sem endanleg niðurstaða næst í málum sem þessum.  Mér þykir mun líklegra að margar rannsóknir með mismunandi niðurstöðum eigi eftir að líta dagsins ljós.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég sé nú reyndar all mikinn mun á setningunum tveimur, en það er óþarfi að dvelja mikið um það.  Það er þó angi af því hvort um fullyrðingar sé að ræða og hvort að ítarlegar rannsóknir liggi að baki.

Sem er ekki, að mínu mati.  Doktorinn er fyrst og fremst að setja fram skoðanir sínar.

En þú bendir þá líklega á rannsóknir sem sýna það gagnstæða.  Að hertar aðgerðir skili meiri lífsgæðum, að þau lönd sem beiti harðari aðgerðum uppskeri "færri smit", "færri dauðsföll" og svo framvegis.

Annars er þetta allt frá "hinum bæjardyrunum" séð.  Ekki satt?

Eru ekki lönd eins og Belgía, Ítalía, Spánn, Bretland öll í hópi þeirra sem hafa verið með hvað harðastar aðgerðir, eru með mesta efnahagssamdráttinn, hlutfallslega flestu smitin og dauðsföllin?

Hvað ánægju með sóttvarnir á Íslandi varðar, þá man ég ekki eftir að hafa séð nema eina könnun, gerða af Félagsvísindastofnun í seinnipart ágúst, eftir "ferðasumarið mikla", þar sem að mig minnir u.þ.b. 2/3 voru sáttir við þáverandi sóttvarnir.  Merkilegt nokk var hvergi að finna upplýsingar um hvað svarhlutfallið var, sem ég hélt þó að væri að öllu jöfnu gefið upp.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80004

Merkilegt nokk virðast engar kannanir hafa verið gerðar eftir að sóttvarnir voru hertar að mun, í það minnst kosti ekki sem birtar hafa verið svo að ég hafi rekist á.

En auvðitað eru lífsgæði umdeilanleg og flöktandi ef svo má að orði komast.  Það er rétt, að mínu mati,  að efnisleg gæði ráða þar alls ekki öllu.

Reyndar hafa margir þeir sem hafa lifað erfiða tíma svo sem stríð t.d. minnst á það að þegar þeir telji sig ekki vita hvað lífið verður langt, verði meira áriðandi að njóta þess tíma sem þeir hafa.  Lífið er núna, má ef til vill segja, frekar en að eiga "góða tíma" í vændum.

Svona ekki ósvipað því að reyna að njóta lífsins á jörðinni, frekar en að stóla á góða vist í himnaríki.

En þetta er nú útúrdúr.

En ég bíð spenntur eftir hlekkjum á rannsóknir á virkni sóttvarnaraðgerða.  Þar verður líklega ekkert "virðist mér ljóst".

@ls, þakka ér fyrir þetta.  NHS hefur verið "í vandræðum" árum saman ef svo má að orði komast.

"This month hospitals have reported huge pressures, with A&Es over-crowded, a lack of beds and queues of ambulances stacked up outside unable to hand over their patients.

It was a similar story last winter. The NHS, it seems, is always facing unrelenting pressure."

Þessar setningar eru úr frétt BBC, ekki frá árinu 2020, heldur í maí 2018.

https://www.bbc.com/news/health-42572110

Það er þrátt fyrir að fjármagn hafi meira en 6. faldast að raunvirði á 40 ára tímabili og sem hlutfall af útgjöldum Breska ríkisins 3. faldast.

En lífsgæðin eru eins og ég minntist á áður margvísleg og líklega skipa þau ekki sama sess í hugum allra. Líklega eru t.d. skiptar skoðanir um gæði þess að eiga ástvini á lífi, þar skitpir líklega einnig máli hvernig gæði þess lífs er, sem er svo aftur matsatriði.

Eftir mínu besta minni hafa verið tilkynnt um 7. dauðsföll eftir bólusetningar, en 29. dauðsföll af völdum Covid.  Þá er ég að tala um Ísland.

Réttilega hefur verið bent á það hvað varðar dauðsföll eftir bólusetningar að um sé að ræða einstaklinga sem séu á hjúkrunarheimilum og hafi ekki verið við fulla heilsu.  Réttilega að mínu mati, enda eins og hefur komið fram deyja að meðaltala 18. á hverri viku á slíkum stofnunum.

En af þeim 29. sem hafa látist af völdum Covid, eru eftir því sem mér hefur skilist, 22 til 23 verið í þaim sama hóp, eða tæpleg 80%.

Þá talaði engin um að 18. dauðsföll væru á slíkum stofnunum á viku, um veikburða einstaklinga væri að ræða, o.s.frv.

Það er í mörg horn að líta, ótal breytur í jöfnunni. Heldur ekki óeðlilegt að um misjöfn sjónarmið sé að ræða.

G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2021 kl. 13:57

10 identicon

Hafi NHS verið illa statt fyrir, er ekki skrýtið að menn hafi sett allar bremsur á þegar covidið byrjaði.

Bretar uppgötvuðu neflinlega (eins og aðrir) að heilbrigðiskerfið þeirra myndi ekki ráða við álagið ef þeir gerðu ekki neitt (eins og þeir ætluðu fyrst).

En svo er það líka voðalega barnalegt að kenna sótvarnarráðstöfunum um allar raunir og láta eins og veirufaraldurinn sjálfur sé alsaklaus.

ls (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 14:34

11 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hafa verður í huga þegar talað er um 29 dauðsföll af völdum Covid á Íslandi að það er með sóttvarnaaðgerðum. Því er ekki hægt að nota þessa tölu til að sýna fram á að dauðsföll af völdum sjúkdómsins séu tiltölulega fá. Það er alveg óljóst hversu margir væru látnir ef aðgerðir hefðu verið engar eða mun veikari en verið hefur. Af sömu ástæðum er marklaust að nota þessa tölu til samanburðar við andlát sem orðið hafa í framhaldi af bólusetningu.

Kristján G. Arngrímsson, 26.1.2021 kl. 15:25

12 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls, þakka þér fyrir þetta. NHS, eins og svo mörg önnur opinber heilbrigðiskerfi hafa verið í "árvissu neyðarástandi" um langa hríð.  Er ástandið svo frábrugðið á Íslandi?

Ég man reyndar eftir því að í miðri "IceSave" deilunni hófu Íslendingar söfnun á lopafatnaði fyrir eldri borgara á Bretlandseyjum.  Þá var fullyrt að vel yfir 20.000 dauðsföll væru á meðal eldri borgara í Bretlandi, ár hvert, vegna kulda á heimilum þeirra.  Gamli brandarinn um að ekkert sé eins kalt og breskt svefnherbergi virtist þá enn í fullu gildi og eitthvað segir mér að það hafi lítið breyst.

En það var ekki ástandið á NHS sem almennt er talið hafa drifið Breta í mikið harðari aðgerðir, heldur spá Imperial College (undir forysty Neil Ferguson, sem seinna sagði af sér vegna þess að hann virti ekki sóttvarnir), um að í kringum 500.000 myndu látast af völdum Covid-19 í Bretlandi.  "Lockdownið" byrjaði þar í mars á síðasta ári og hafa verið takmarkanir síðan.  Þó var slakað á yfir sumarmánuðina eins og í flestum örðum löndum.  

Einhverjar tilgátur hvers vegna Bretland er á meðal þeirra þjóða með hæstu dánartíðni/milljón íbúa í heiminum, þrátt fyrir allar þessar hörðu aðgerðir?

Þeir eiga þó vissulega all nokkuð í land með að ná Belgum í þessu sambandi?  Einhverjar tilgátur hvers vegna Belgar ná ekki tökum á dauðsföllum, þrátt fyrir aðgerðir?  Hvers vegna er Belgía með verstu dánartíðni/milljón af öllum ríkum (fyrir utan nokkur smáríki)?

Auðvitað er ekki "allar raunir" sóttvarnarráðstöfunum að kenna og það er þekkt að slæmar "flensur" t.d. 1957 og 1968 hafa haft efnahagslegar afleiðingar.  Í Frakklandi var t.d. talað um að allt að þriðjungur vinnuafls hefði lagst í rúmið.  Líkum var staflað upp í neðanjarðarlestargöngum í Berlin o.s.frv.

En afleiðingarnar ýkjast upp á sóttvarnaraðgerðum og eiga eftir að fylgja þjóðum heims um langan tíma. 

Allt í einu eiga t.d. Íslendingar 23 milljörðum króna minna í séreignarsparnað.  Það hefur hjálpað hinu opinbera sem hefur fengið u.þ.b. 8 af þessum milljörðum en þúsundir einstaklinga eiga minni lífeyri og auðvitað er þetta ekki eini sparnaðurinn sem hefur verið gengið á.

Á meðal minna kunningja finnst mér t.d. áberandi að þeir sem fá laun eða framfærslu frá hinu opinbera eru meira fylgjandi sóttvarnaraðgerðum en þeir sem bera skertar tekjur úr býtum.

Það er ekki "vísindaleg rannsókn", en það væri vissulega fróðlegt að sjá slíkt rannsakað.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Það veit enginn hvað margir hefðu, hugsanlega hefðu, eða gætu hafa dáið hefðu sóttvarnarráðstafanir verið minni. 

Þú hefur enda ekki sett inn hér neinn hlekk á rannsóknir sem sýna að harðari aðgerðir leiði af sér færri smit eða dauðsföll.

Það sem Ísland á sameiginlegt með mörgum öðrum löndum er að á stærstur hluti dauðsfalla hefur orðið á hjúkrunarheimilum eða sambærilegum stofnunum, vegna smita sem hafa orðið þar.

Ef við teljum hjúkrunarheimili til heilbrigðiskerfisins, má segja að flest þau smit sem leitt hafa til dauðsfalla hafi orðið innan heilbrigðiskerfisins.

Í mörgum löndum, Íslandi þar á meðal er þessi tala á milli 70 og 80% af öllum þeim dauðsföllum sem Covid-19 er talið hafa valdið.

En hafa þessi dauðsföll á Íslandi (hvort sem er þau sem eru talin til Covid, eða þau sem hafa orðið eftir bólusetningar) leitt til hækkunar á dauðsföllum umfram meðaltal á Íslandi eða Íslenskum hjúkrunarheimilum?

Það sem dauðsföll vegna Covid (þó að óljóst sé hve margir af þeim hafa látís af Covid eða einfaldlega með Covid) og dauðsföll eftir bólusetningu eru að stærstum hluta í "sama hópnum", er ekki óeðlilegt að slíkt sé borið saman.

Eðlilega mega einstaklingar með minnkandi starfsemi ónæmiskerfis síður við pestum, eða að reynt sé að "ræsa það".

Það má auðvitað ekki gera of mikið úr slíkri tölfræði, því heimurinn er ekki "ferkantaður", en það gerir ekkert til að hafa hana til hliðsjónar.

G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2021 kl. 22:58

13 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei, ég er ekki að hlekkja á rannsóknir sem ég veit ekki um. Enda virðist þessi umræða ekki byggð á neinum svona vísindalegum tilvísunum, meira frekar á því sem "seems clear to me".

Og svo hneigist ég til að taka mark á þeim sem eru sérmenntaðir í faraldursfræðum, frekar en sagnfræðingum eða hagfræðingum eða lýtalæknum eða ...

Þannig að ef Þórólfur segir það þá trúi ég því. Ég tel að miðað við mínar eigin forsendur sé skynsamlegast og praktískast að treysta Þórólfi og co.

Maður kannski nefnir það ef mann rámar í að hafa lesið um einhverjar rannsóknaniðurstöður sem gætu verið relevant í þetta spjall, en auðvitað er það ekki eitthvað sem maður stendur á fastar en fótunum.

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2021 kl. 15:35

14 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Annars seturðu fram mikið af spurningum sem er eiginlega ekki nokkur leið að svara nema með einhverjum ágiskunum sem hljóta að vera meira og minna úr lausu lofti gripnar þannig að maður veigrar sér kannski við því stundum.

En stundum lætur maður vaða.

Kristján G. Arngrímsson, 27.1.2021 kl. 15:37

15 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svo er hérna kannski samanburður sem gæti svarað einhverju af því sem þú spyrð um, t.d. fólksfjöldi ríkja hafa talsvert að segja:

https://interactives.lowyinstitute.org/features/covid-performance/?fbclid=IwAR0hywqGlEK1Qp5atfc_IwxtTD6gLQcZlcpVLFZRN_D7DZFgrPLHphvnuU4

Kristján G. Arngrímsson, 28.1.2021 kl. 07:09

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ég er alveg sammála því að þessi umræða byggir ekki á visindalegum gögnum.

Það virðist sóttvarnarráðstafanir að mestu leyti ekki gera heldur.  Þær byggja enda hvað mest á því sem talið var rangt að gera í "manuölum" um sóttvarnir, þangað til snemma á síðasta ári.

Ætli mætti ekki segja að þá hafi "Kínverski skólinn" í sóttvörnum tekið við.

Það verður að spyrja spurninga, annars miðar engu áfram.  Það er hins vegar enginn skyldugur til að svara þeim, allra síst ef viðkomandi hefur ekki svar. 

Það gerir reyndar ekkert illt að koma með ágiskanir eða skoðanir við spurningum, en þá fer best á að segja að um "vangaveltur" sé að ræða, til að forða miskilningi.

Þessi grein sem þú vísar til er ágætis "samantekt".  Búið að segja "World o Meters"  í Excel og búa til línurit. Í raun ekki mikið meir.

Skoðaðu Ísland og þú kemst að því að frammistaðan virðist fara versnandi.

Mér finnst Belgía líka fá skringilega góða einkunn, en ég hef ekki krufið þetta til mergjar.

Það er enda svo að það er engin ein leið til að meta árangurinn. 

Ég hef áður nefnt að Belgia hefur hvað hæsta dánartíðni/milljón af öllum ríkjum.

Bandaríkin eru t.d. verulega lægri hvað þetta atriði varðar.  Samt sem áður er New York ríki með verulega hærri dánartíðni/milljón en Belgía að það sama gildir um New Jersey og einhver önnur ríki á A-ströndinni.

En svo virðist að efnahagur "Sambandsins" hafi tekið mun stærri dýfu en t.d. Bandaríkjanna, svo ekki sé minnst á Kína.

https://www.bloombergquint.com/global-economics/european-economy-lags-peers-as-vaccine-shambles-deepens-slump

Hvaða áhrif mun það hafa á framtíð þeirra þjóða? Lífskjör og lífgæði?

Þar er rétt að hafa í huga að samdrátturinn herjar mis mikið á ríki, bæði innan "Sambandsins" og Bandríkjanna.

Það eru ótal margar breytur sem koma til með að hafa áhrif á hvernig ríki koma undan faraldrinum, líklega mun fleiri en við komum auga á í fljótu bragði.

Það að telja dauðsföll, sýkingar, skimanir og annað slíkt segir minnsta part sögunnar, sé til lengri tíma litið, (það er ekki vísindaleg niðurstaða heldur mín skoðun :-)

G. Tómas Gunnarsson, 28.1.2021 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband