23.1.2022 | 23:13
Veldur Euroið verðbólgu? Tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu
Nú er "heimsins forni fjandi", verðbólgan kominn aftur á kreik. Það er reyndar ekki langt síðan það mátti heyra sósíalista hér og þar fullyrða að ríkið gæti fjármagnað sig með peningaprentun án þess að nokkur yrði þess var.
En "faraldurinn" færði okkur þau gömlu sannindi að peningaprentun þýðir verðbólga. Skertar flutningalinur þyðir verðbólga. Sé peningamagn aukið án þess að framleiðsla eða framboð sé það sömuleiðis þýðir það verðbólga.
En desember hefur líka fært ökkur þá staðreynd að verðbólga á Íslandi í nýliðnum desember var lægri en á Eurosvæðinu (meðaltal) og í Bandaríkjunum.
Líklega hefa einhverjir ekki átt von á því að lifa slíka tíma.
Nu er reyndar svo komið að finna má tveggja stafa verðbólgutölur á Eurosvæðinu, því verðbólgan var 12% í Eistlandi og 10.7% í Litháen í desember.
Á Íslandi var hún (best er að nota samræmdar mælingar og ´því eru notaðr tölur frá "Hagstofu" Evrópusambandsins hér) 3.9%.
Lægst er verðbólgan á Eurosvæðinu hjá Möltu, 2.6%. Það er sem sé næstum 10 %stiga munur á hæstu og lægstu verðbólgu innan svæðisins.
Það ætti að kveða í kútinn í eitt skipti fyrr öll þá mýtu að verðbólga innan sama mynsvæðis verði áþekk, eða að verðbólg hlyti að minnka á Íslandi ef euro yrði tekið upp (það segir þó ekki að slikt væri ekki mögulegt).
En svo spurningunni í fyrirsögninni sé svarað, er það auðvitað ekki euroið sem veldur þessari verðbólgu, heldur efnahagsaðgerðir og efnahagskringumstæður í mismunandi löndum. Rétt eins og sambandið er á milli efnahagsmála og krónunnar Íslandi.
En það er mikill misskilningur að gjaldmiðill valdi verðbólgu.
En ef að Íslandi hefði tekið upp euro sem gjaldmiðill er auðvitað engin leið að segja hvort að verðbólga væri 12% eins og í Eistlandi, nú eða 5.7% eins og í Þýskalandi. Hún gæti jafnvel verið sú aama og hún er nú, 3.9%.
Nú spá margir því að vaxtahækkanir séu í farvatninu hjá Seðlabönkum heims (flestum) en ýmsir þeirra, þar á meðal Seðlabanki Eurosvæðisins og sá Bandaríski eiga erfiðar ákvarðanir fyrir höndum, sérstaklega Seðlabanki Eurosvæðisins, því vaxtahækkanir hans gætu sett ríki innan svæðisins svo gott sem á höfuðið.
Að ýmsu leiti eru Íslendingar því í öfundsverðri stöðu, vaxtahækkunarferli hafið og skuldastaða hins opinbera enn viðráðanleg.
Enn margt getur farið úrskeiðis.
En það er vissulega umhugsunarefni að upptaka euros skuli enn vera þungamiðja efnahagsstefnu tveggja Íslenskra stjórnmálaflokka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.1.2022 kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2021 | 22:58
Fyrirsjáanleiki - í raforkuverði. Kaldur vetur framundan víða í Evrópu?
Orðið fyrirsjáanleiki er líklega eitt af tískuorðum undanfarinna missera. Mikið hefur verið talað um að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur fyrir fyrirtæki og einnig einstaklinga.
Vissulega er alltaf gott að vita hvað er framundan eða hvað framtíðin ber í skauti sér, en lífið er þó oft á tíðum allt annað er fyrirsjánlegt.
En vissulega leitumst við (flest) að búa í haginn fyrir okkur þannig að við vitum hvers er að vænta.
Það þarf ekki að koma á óvart að erlend fyrirtæki velti fyrir sér að setja á fót starfsemi á Íslandi, þar sem raforkuverð er nokkuð fyrirsjáanlegt.
Þannig er málum ekki háttað víðast um Evrópu þessa dagana, þar sem enginn veit hvaða raforkuverð verður á morgun (bókstaflega), hvað þá lengra inn í framtíðina.
Ný met á raforkuverði líta reglulega dagsins ljós og jafnvel er talin hætta á því að framtíðin feli hreinlega í sér orkuskort.
Lognið sem mörg okkar kunna vel að meta verður til þess að raforkuverð hækkar vegna þess að vindmyllur snúast ekki.
"In Italy, electricity bills have risen by 20 percent in the last quarter and are expected to rise by 40 percent from October, according to Minister for the Ecological Transition Roberto Cingolani."
"In Spain, the government is facing a political crisis caused by record-breaking power prices which have tripled to 172.78 per megawatt-hour over the last half-year."
Sjá hér.
Rafmagnsverð náði nýlega methæðum í Eistlandi, þar sem rafmagnsverð hækkaði "yfir nótt" um u.þ.b. 100%.
"The price of electricity in the Estonian price area of the Nord Pool power exchange will rise to an average of 160.36 per megawatt-hour on Wednesday. A year ago, electricity cost 94 euros less at the same time.
The price will be the highest on Wednesday in the morning and evening, at 9 a.m. electricity will cost 192.11 per megawatt-hour, at 7 p.m. it will rise to 192.86 per megawatt-hour.
After midnight, the price will drop again to 90.05."
Í Bretlandi hefur heildsöluverð á gasi hækkað sexfallt síðastliðið ár og reiknað er með að rafmagnreikningar hækki um fast að 40% á næstu 12. mánuðum, jafnvel meir.
Sumir notendur hafa fest raforkuverð til lengri tíma (og borga jafnan hærra verð en aðrir) en margir greiða markaðsverð á hverjum tíma (sem hefur gjarna verið ódýrara til lengri tíma).
En orkufyrirtæki sem hafa mikið selt á föstu verði hafa einmitt lent í vandræðum og sum farið á höfuðið, sbr þessa frétt Bloomberg.
Flestar spár eru á þann veg að veturinn muni verða Evrópubúum erfiður í orkumálum, verð hátt og hugsanlegur orkuskortur.
Lítið má út af bregða og þó að framleiðslugetan sé til staðar eru mörg eldri orkuver þannig úr garði gerð að framleiðsla í þeim borgar sig ekki með hækkuðum CO2sköttum.
Fyrirsjáanleiki í raforkuverðlagningu getur vissulega skapað Íslendingum tækifæri.
En hvort að Íslendingar hafa áhuga á að nýta sér slíkt tækifæri er annað mál og alls óvíst.
En það kemur m.a. í ljós þegar þeir greiða atkvæði á laugardaginn.
Íslenska orkan eftirsótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.9.2021 kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2021 | 15:47
Kosið í Kanada - Sigur, en vonbrigði fyrir Trudeau
Kanadabúar gengu til kosninga í gær. Úrslitin eru ekki enn að fullu ljós, enda mörg atkvæði greidd utankjörstaða og send í pósti.
Þó hafa meginlínur komið í ljós og breytingin er ekki mikil. Frjálslyndi flokkurinn (Liberal Party) og minnihlutastjórn hans undir forsæti Justin Trudeau heldur velli, en nær ekki þeim meirihluta sem hann vonaðist eftir og kannanir bentu til þegar boðað var til kosninga.
Rétt eins og í síðustu kosningum er Frjálslyndi flokkurinn með flest þingsæti, en færri atkvæði heldur en Íhaldsflokkurinn (Conservatives) sem hefur næst flest þingsæti.
Eitt af því sem hefur vakið athygli er að næsta víst er að Frjálslyndi flokkurinn fái 1. þingsæti í Alberta.
En í heild sinni hafa kosningarnar, sem boðað var til með stuttum fyrirvara þegar Frjálslyndi flokkurinn hafði gott forskot í könnunum (í kringum 10%) engu breytt. Flokkurinn hafði vonast eftir hreinum meirihluta.
Það er líka rétt að taka eftir að, Flokkur fólksins (sem telja má klofning út úr Íhaldsflokknum), fær hvergi nóg til að fá þingsæti, en hafði hafði nokkur þingsæti af Íhaldsflokknum, ef flest atkvæði hans eru talin hafa fallið þangað (sem er líklegt, en ekki hægt að fullyrða um). En í einstaka kjördæmum fékk hann ríflega 15% ef ég man rétt.
En víða má sjá skoðanir viðraðar að ekkert hafi áunnist í þessum kosningum, nema að þjóðin sé klofnari og heiftúðugri í garðs hvers annars en nokkru sinni fyrr.
Hér má sjá hvernig staðan er þegar þetta er skrifað, og hvað reiknað er með að hver flokkur fái marga þingmenn.
Frjálslyndi flokkurinn 32,2% 158
Íhaldsflokkurinn 34% 119
Nýi lýðræðisflokkurinn 17,7% 25
Quebec blokkin 7,7% 32
Flokkur fólksins 5,1% 0
Græningjar 2,3% 2
Aðrir 0,9% 0
Eins og glöggir menn sjá þá er ekki hægt að segja að samræmi sé á milli prósentu atkvæða og fjölda þingmanna.
En slík niðurstaða er alls ekkert sem þarf að koma á óvart þar sem einmenningskjördæmi eru kosningafordæmið.
Sjálfsagt yrði þessi niðurstaða mörgum Íslenskum stjórnmálaspekingum tilefni til þess að segja að það sé lýðræðið sé alvarlega brogað í Kanada. En þetta er einfaldlega það kosningakerfi sem þjóðin hefur valið sér.
Þó er vissulega skiptar skoðanir um núverandi kerfi og eitt af kosningaloforðum Trudeau´s í kosningunum 2015 (þá vann hann meirihluta) var að skipta yfir í hlutfallskosningu. En það loforð gleymdist fljótt, því hann hefur haft hagsmuni af núverandi kerfi bæði í kosningunum 2019 og nú.
En eins og um margt annað eru verulega skiptar skoðanir um núverandi kerfi, eða hvernig sé best að breyta.
En væri hlutfallskosningar viðhafðar, væri Íhaldsflokkurinn stærsti flokkurinn, örlittlu stærri en Frjálslyndi flokkurinn.
En i stóru og víðfeðmu landi eru ekki einfalt að setja upp kerfi sem sættir öll sjónarmið.
P.S. Var rétt í þessu að heyra fréttalestur á Bylgjunni frá í morgun, þar sem fullyrt var að Frjálslyndi flokkurinn hefði fengið flest atkvæði. Þannig skolast staðreyndir til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.9.2021 | 16:14
Verðbólga og gjaldmiðlar - Er hærri verðbólga á Eurosvæðinu en Íslandi?
Það hefur oft mátt heyra að Íslenska krónan sé verðbólguvaldandi. Því hefur líka oft verið haldið fram að verðbólga landa með sama gjaldmiðil verði svipuð eða jafnvel sú sama.
Hvorugt er rétt.
Smærri gjaldmiðlum er vissulega hættara við gengissveiflum en þeim stærri, ekki síst ef atvinnulífið byggir á fáum stoðum. Það getur valdið verðbólgu eða dregið úr henni, en verðbólga þekkist ekki síður á stærri myntsvæðum og er gjarna misjöfn innan þeirra.
Núna er verðbólga á uppleið í mörgum löndum, enda hefur "peningaprentun", eða "magnbundin íhlutun" eins og þykir fínt að kalla það, verið "mantra dagsins".
Þannig er verðbólga í Bandaríkjunum hærri en á Íslandi, verðbólgan í Kanada er svipuð þeirri Íslensku og í Eurosvæðinu eru bæði lönd með lægri verðbólgu og hærri en Ísland.
(Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að fyrirsögnin er að því marki röng, að meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er lægri en á Íslandi, en þar eru lönd með hærri verðbólgu en Ísland. En hærri verðbólga finnst á Eurosvæðinu.)
Hér miða ég við verðbólgutölur frá "Hagstofu Evrópusambandsins", enda fer best á að nota tölur þar sem sami grundvöllur er notaður.
Þar er verðbólga á Íslandi hvoru tveggja í júlí og ágúst 3.7%. Í Eistlandi er hún hins vegar 4.9 og 5% í sömu mánuðum.
Euroið virðist ekki halda verðbólgu þar niðri.
Verðbólgan í Grikklandi er hinsvegar aðeins 0,7 og 1,2% í þessum mánuðum, enda ríkti þar verðhjöðnun framan af ári.
Í Belgíu jókst verðbólga skarpt í ágúst og er nú 4.7%, 5% í Litháen, 3.4% í Þýskalandi. Meðaltals verðbólga á Eurosvæðinu er hins vegar 3%, en Írland er eina landið sem sú tala gildir um.
Það hlýtur því að vera ljóst að það er ekki gjaldmiðillinn sem skapar verðbólgu né verður hún sú sama á myntsvæði.
En stýrivextir í öllum löndum á Eurosvæðinu eru þeir sömu, það þýðir ekki að vextir á húsnæðislánum eða öðrum lánum séu eins á milli landa. Stýrivextir eru langt frá því eina breytan þegar slíkir vextir eru ákveðnir.
Það er vert að hafa þetta í huga þegar hlustað er á Íslenska stjórnmálamenn í kosningahug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2021 | 17:50
Fyrir 60 árum
Það var aðfararnótt 13. ágúst að hafist var handa við að byggja Berlínar Múrinn. Bygging hans var samþykkt á Þingi Alþýðunnar (Volkskammer) í hinni "sósíalísku paradís" sem Austur Þýskaland var.
Í fyrst var hann lítið meira en staurar og gaddavír, en fljótlega var hann byggður úr meiri og öflugri efnum.
Fyrst hleðslusteinum og síðar steyptum einingum allt að 5 metra háum. Þróun múrsins hélt áfram allt til þess að hann féll 1989, var gerður tvöfaldur, með jarðsprengjum, hreyfiskynjuðum vélbyssum, varðturnum, varðhundum og ljóskösturum, að ónefndum þúsundum varðmanna.
Hvaða ógn beindist allur þessi viðbúnaður gegn?
Jú, því að almenningur skyldi vilja yfirgefa hina "sósíalísku paradís" sem Austur Þýsk yfirvöld töldu sig hafa byggt upp.
Ekki til að verjast innrás, ekki til þess að verjast að óboðnir gestir kæmust inn í landið, heldur til þess að hindra að "þegnarnir" gætu sótt sér frelsi.
Því öreigarnir eru víst nauðsynlegir fyrir sósíalismann, það gengur ekki að láta þá flýja.
Austur Þýskaland enda "útvörður sósíalismans".
En áður en "Múrinn" var reistur var talið að í kringum 2.5 milljónir hafi flúið sósíalismann og leitað betra lífs í Vestur Þýskalandi.
Það voru ekki síst þeir sem voru betur menntaðir, sem leituðu Vestur. En auðvitað voru það einstaklingar af öllum stéttum og stöðu sem flúðu.
Sá sem fyrstur flúði yfir múrinn var A-Þýskur hermaður.
Það að flýja sósíalismann fer ekki í manngreiningar- eða stéttaálit, heldur snýst fyrst vilja, ásetning, hugrekki og þrá eftir frelsi og betri kjörum.
Múrinn var ekki reistur til varnar Austur Þýsku þjóðinni, honum var ætlað að loka hana inn í landinu.
Tölur eru á reiki, en gjarna er talað um að að í það minnsta sex hundrað einstaklingar hafi týnt lífinu við að reyna að komast yfir Múrinn (ekki bara í Berlín, heldur á landamærunum í heild).
En ríflega 5000 eru taldir hafa náð markmiðinu og komist yfir múrinn, í gegnum hann eða undir hann. Flestir á fyrri árum Múrsins, en hann var stöðugt endurbættur og drápstæki tengd honum bætt og fjölgað.
Múrinn og Stasi, var það sem hélt Austur Þýskalandi saman í kringum 40 ár. Stasi hafði í kringum 90.000 starfsmenn, tvöföld sú tala voru uppljóstrarar tengdir stofnuninni. Samanlagt var það ca 1.7% af íbúafjöldanum.
4.8.2021 | 22:40
Imagine - grínútgáfa
Fékk þetta myndband sent fyrir fáeinum tímum. Vel gert og má vel hafa gaman af því.
Með fylgdi svo þetta "meme" þar sem frasinn er eignaður Stalín, þó að hann hafi aldrei sagt þetta.
En grínið er oft gott, þó að það sé ekki satt.
4.8.2021 | 16:10
Að upplifa Nýsjálensku leiðina
Það hefur all mikið verið rætt um "Nýsjálensku leiðina" á Íslandi undanfarna mánuði hvað sóttvarnir varðar.
Sitt hefur oft sýnst hverjum, eins og eðlilegt getur talist, en Íslendingar virðast gjarna vera hrifir af "erlendum leiðum", og telja oft að hægt sé að yfirfæra þær yfir á Íslenskt samfélag án mikillar "staðfærslu".
Nú fyrir stuttu birtist grein á vef Vísis, þar sem upplifun heimamanns á Nýja Sjálandi er lýst.
Það er ekki hægt að segja að hann telji aðgerðir þarlendra stjórnvalda til fyrirmyndar.
Ef til vill er lykilsetningin í greininni:
"Mér finnst því rétt, ef ætlunin er að skoða nýsjálensku leiðina af alvöru, að tína til sumar fórnirnar sem við Nýsjálendingar höfum þurft að færa og gerum enn."
En ég hvet alla sem hafa áhuga á slíkum aðgerðum að lesa greinina og kynna sér sjónarhorn höfundar hennar.
30.7.2021 | 15:01
Vinstri græn og samstarfið
All nokkuð hefur verið skrifað um mikið óþol stuðningsmanna VG við samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér er ekki erfitt að skilja að það er ef til vill ekki það sem stuðningsmenn flokksins kysu helst.
En ef gengið er út frá því að óraunhæft sé að VG nái hreinum meirihluta, með hvaða flokkum skyldu stuðningfólkið helst vilja samstarf?
Vissulega kvarnaðist úr þingflokknum þegar leið á kjörtímabilið, enda var ekki sátt um ríkisstjórnarsamstarfið frá upphafi.
Augljóslega hefur VG eitthvað þurft að gefa eftir, eins og ég held að flestir geti tekið undir að hinir flokkarnir hafa þurft að sætta sig við málamiðlanir sömuleiðis.
Það er vert að gefa því gaum að Vinstri græn hafa aðeins tekið þátt í stjórnarsamstarfi í tvígang.
Það er nú með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki og svo áður með Samfylkingunni.
Hvernig skyldi stuðningsfólk VG leggja mat á þessar tvær ríkisstjórnir sem flokkurinn hefur starfað í?
Hvað "hurfu" margir þingmenn flokksins á braut í hvoru tilfellinu um sig?
Hvað missti VG stóran hluta fylgis síns eftir samstarfið við Samfylkingu? Er hætta á að það fylgistap verði "toppað" nú?
Hvað þurftu Vinstri græn að gefa eftir í því stjórnarsamtarfi? Var það alltaf ætlun flokksins að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
Svona má lengi ræða hlutina, en það voru vissulega skiptar skoðanir um samstarfið við Samfylkinguna ef ég man rétt.
Það er enda ekkert óeðlilegt að allir þurfi að gefa sitthvað eftir í ríkisstjórnarsamstarfi. Ég held að það hafi Vinstri græn ekki gert í meira mæli en hinir samstarfsflokkarnir í núverandi ríkisstjórn og enn síður sé miðað við styrkleika.
En pólítík er list hins mögulega og flokkar reyna að sneiða hjá "ómöguleikanum".
Ríkisstjórnarsamstarf hlýtur alla jafna að taka mið af því sem er gerlegt og því sem er í boði.
P.S. Til að forða öllum misskilngi er rétt að taka fram að ég er ekki og mun líklega aldrei verða stuðningsmaður VG.
En finnst einfaldlega fróðlegt að fylgjast með umræðum um þann flokk eins og aðra flokka.
30.7.2021 | 12:00
Fyrir 100 árum
Það var fyrir 100 árum. Oft er miðað við þann 27. júlí 1921. Þá hófst "manngerð" framleiðsla Insulins.
Eins og oft var upphaf slíkra uppgötvana "lágstemmt", Dr. Frederick Banting notaði insulin unnið úr brisi hunds til að halda öðrum hundi á lífi.
Stuttu síðar var var byrjað að vinna insulin úr brisi nautgripa.
Það voru Dr.Frederick Banting og aðstoðarmaður hans Charles Best sem unnu að rannsókninni.
En Dr. Banting, ásamt yfirmanninum, prófessor J.J.R. Macleod, hlutu nóbelsverðlaunin 1923 fyrir "uppgötvunina".
En Dr. Banting deildi verðlaunafé sínu með Best, og Macleod deildi sínu með prófessor James B. Collip, sem tók þátt í betrumbæta framleiðslu insulinsins.
Enginn þeirra hélt "patenti" fyrir vinnu sína við uppgötvun sína á insulini, heldur fékk háskólinn í Toronto réttindin. Þó að samkomulagið innan hópsins hafi á stundum verið svo að lægi við handalögmálum, var enginn ágreiningur um það.
Fyrsti einstaklingurinn sem var gefið insulin, var 14. ára drengur, Leonard Thompson. Það var 11. janúar 1922. Blóðsykur hans lækkaði en sár myndaðist á stungustaðnum og "ketones" var enn við hættumörk.
Collip lagði hart að sér við að einangra "insulinið" betur og þann 23. janúar fékk Leonard aðra sprautu með engum augljósum hliðarverkunum.
Í fyrsta sinn var sykursýki 1 ekki dauðadómur.
Leonard lifði í 13. ár til viðbótar en lést 26. ára að aldri af völdum lungnabólgu.
Á meðal fyrstu sjúklinga sem fengu insulin var Teddy Ryder. Hann hafði greinst með sykursýki 1 4.ára. 5. ára gamall var hann í kringum 12. kg að þyngd og var ekki talinn eiga nema fáa mánuði ólifaða.
Hann lést árið 1993, þá 76 ára að aldri. Þegar hann lést hafði enginn notað insulin í lengri tíma.
Teddy og Dr. Banting skrifuðust á á meðan báðir lifðu (Dr. Banting lést í flugslysi 1941).
Insulin lengdi líf Teddy um ríflega 70 ár, án þess að sykursýki háði honum verulega.
Hér hefur eins og gefur að skilja aðeins verið tæpt á því helsta.
Afrek þeirra, Banting, Best, McLeod og Collip byggði að hluta til að athugunum og rannsóknum fjölmargra sem á undan þeim komu.
Á eftir þeim hafa einnig fylgt ótal vísindamenn sem hafa þróað insulin og þannig gjörbreytt lífi sykursjúkra.
Uppgötvanir tengdar insulini hafa í það minnsta tengst 2. öðrum nóbelsverðlunum.
Myndin hér til hliðar er af einu bréfana sem Teddy sendi Dr. Banting. Ofar er mynd af rannsóknarstofu þeirra Dr. Banting og Best.
Neðst á síðunni er stutt myndband, eitt af fjölmörgum sem Kanadíska sjónvarpið (CBC) hefur gert af eftirminnilegum atburðum í sögu Kanada. Dr. Banting er gjarnan talinn meðal merkustu Kanadamanna sem hafa lifað og þjóðin stollt af uppgötvuninni. Mynd af insulin glasi prýðir m.a. ásamt öðru, 100 dollara seðil landsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2021 | 11:59
Kímnigáfa gegn ofsóknum og alræði
Það ætti enginn að vanmeta kímnigáfu eða húmor. Jafnvel við verstu aðstæður reyna einstaklingar að nota kímnigáfuna til að brosat og gera kringumstæðurnar örlítið þolanlegri.
Jafnvel í útrýmingarbúðum þróaðist húmor, gjarna kolsvartur.
Í sósíalískum löndum hefur oft hárbeittur húmor þróast sem oftar en ekki hefur beinst að stjórnvöldum.
Á seinni hluta Bresnef tímabilsins gekk t.d. þessi brandari manna á meðal (þó að hann gæti líklega haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sagður röngum aðilum..)
Bresnef og Andropov (sem þá var yfirmaður KGB og seinna æðstráðandi Sovétríkjanna) fóru saman á veitingastað.
Þeir skoðuðu matseðlana af mikilli ákefð.
Loks sagði Andropov: Ég ætla að fá steik.
Þjónnin skrifaði það samviskusamlega niður og sagði svo: Og grænmetið?
Andropov svaraði um hæl: Hann ætlar líka að fá steik.
(Seinna meir var þessi brandari svo endurunninn, um þá félaga Putin og Medvedev).
25.7.2021 | 22:08
Fyrst ofsóttu þeir .......
Fyrst þeir ofsóttu þá sem ekki voru bólusettir....
Og ég gerði ekkert?
Þýskaland íhugar að skerða réttindi óbólusettra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
15.7.2021 | 00:07
Frelsið er yndislegt
Frelsi þýðir, raunverulegt tjáningarfrelsi, frelsi til að safnast saman, gera samninga og eignaréttur. Ekki frelsi til þess að nota fyrrgreind réttindi til samþykktra athafna.
"Liberty means genuine freedom of speech, association, contract and property. Not freedom to use them for approved purposes.
1.7.2021 | 19:00
"Sambandið" og súpertölvur
Um allan heim tala stjórnmálamenn fjálglega um tæknibyltinguna sem er (eilíflega) framundan. Flestar starfsgreinar notfæra sér stafræna tækni með einum eða öðrum hætti.
Þeir sem starfa að rannsóknum þurfa æ meiri reiknigetu og æ öflugri tölvur líta dagsins ljós.
Evrópusambandið vill ekki verða eftirbátur á þessu sviði og hefur sett saman metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu "ofurtölva".
Aðeins 2. af 10 öflugustu tölvum heims eru staðsettar í Evrópu en "Sambandið" er með áætlun um að byggja net af (í það minnsta) 8 ofurtölvum.
Nýlega var síðan útboð fyrir gríðarlega öfluga tölvu sem setja átti upp á Spáni. Þá hljóp snuðra á þráðinn, vegna deilna um hvort væri mikilvægara, reiknigeta eða "aðföng innan "Sambandsins".
IBM og Lenovo var sameiginlega með besta tilboðið hvað varðaði getu og verð, en eitthvað vantaði upp á aðföng innan "Sambandsins". Atos sem er með höfuðstöðvar sínar í Frakklandi, var hins vegar með slíkt á hreinu.
En Spánverjar vildu frekar öflugri tölvu.
Frakkar eru hins vegar alfarið á því að "hollur sé heimafenginn baggi". Því geti rannsóknaraðilar einfaldlega sætt sig við heldur slakari vél.
Eða eins og segir í ágætri grein Politico um þetta mál:
"In a preliminary assessment by the Joint Undertaking's advisory boards, IBM came out on top for the quality and price of its bid, but did not reach the required threshold for "EU added value," according to the three people with knowledge of the matter. That criterion includes the need to "reinforce the digital technology supply chain in the Union."
The seemingly technical debate struck a political chord.
Spanish Prime Minister Pedro Sánchez discussed it during a meeting with French President Emmanuel Macron in March and has since also raised it with European Commission President Ursula von der Leyen, one of the people said.
Paris emphasizes the need to invest in home-grown technology and European industry a message France's EU commissioner, Thierry Breton, has taken with him to Brussels; while Madrid insists the technical performance of the supercomputer is crucial for the scientists and businesses that will make use of it.
"We expect the best supercomputer possible for the researchers," a spokesperson for the Spanish government said as the bids were being evaluated. After the tender was cancelled, the spokesperson declined to comment, as did a French government spokesperson.
Spain has an important vote in deciding which company gets the contract, but could be overruled by the European Commission, which holds half of the voting rights, as it pays half of the bill."
Þar stendur hnífurinn í kúnni og í endan maí síðastliðinn var ákveðið að fresta ákvörðuninni og fella útboðið niður.
Vegna "kórónufaraldursins" eru víst þörf á að endurskoða kröfurnar.
Frétt Politico segir reyndar að ákvörðunin hafi verið vegna þess að Spánverjar hafi algerlega tekið fyrir að skipta við Atos.
Líklegt þykir að málið geti endað í réttarsölum, en Lenovo hefur þegar farið með ákvörðun frá síðasta ári, þegar Atos vann útboð fyrir ofurtölvu sem verður staðsett á Ítalíu.
Aftur frá Politico: "France and Breton, EU Commissioner for Industry, are championing an increased emphasis on "strategic autonomy," while a group of mostly northern countries and Commission Executive Vice President Margrethe Vestager stress the importance of keeping the economy open.
Normally, Breton should be responsible for how the EU will weigh in on the Barcelona contract. But since the Frenchman was CEO of Atos before he joined the Commission in 2019, he recused himself in line with a Commission decision on his conflicts of interest, and the file is now in Vestager's hands, a Commission spokesperson said.
But Breton still has an influence. In the governing board of the Joint Undertaking, the Commission is represented by Thomas Skordas, a high-ranking official from the technology department who reports to Breton. "Breton does not need to give instructions [on the Barcelona contract], his preference is already clear from his insistence on digital sovereignty," the first person familiar with the tendering process said."
Fyrrverandi forstjóri Atos, Thierry Breton (síðasta starf sem hann gengdi áður en hann varð "kommissar") er "kommissar" í Framkvæmdastjórn "Sambandsins", en kemur auðvitað ekkert nálægt ákvörðunum, eða hvað?
En hvort er mikilvægara "innlend" aðföng eða gæði og geta?
En í innkaupum sem þessum geta verið ýmis sjónarmið, "merkantílismi" er eitt og öryggissjónarmið geta sömuleiðis verið vert að gefa gaum.
En innkaup geta vissulega verið flókin og erfitt að halda öllum í "fjölskyldunni" ánægðum.
Þegar svo stendur á, virðist "Sambandið" gjarna telja að best sé að fresta hlutunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2021 | 11:46
Flug og bíll eða fljúgandi bíll?
Það hefur oft og um all nokkra hríð verið spáð að innan tíðar komi til sögunnar fljúgandi bílar. Einhverjir hafa reyndar verið smíðaðir, en nú hefur athyglisverður flugbíll tekið sig á loft í Slovakíu.
Skemmtilegir samanbrotnir vængir og útlitið nær bíl en flugvél. BMW mótor og farartækið sýnist auðvelt í notkun.
En vænghafið gerir það að verkum að ekki verður tekið á loft eða lent á helstu umferðaræðum og flugbrautir ennþá nauðsynlegar.
En þetta gæti verið þægilegt til að skreppa á milli borga.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2021 | 01:26
Ef til vill fyrst og fremst ósigur lýðræðisins
Það er mér að meinalausu að flokkar Macron og Le Pen bíði ósigur og atkvæðin færist heldur hægra megin við miðjuna.
Reyndar virðist Franski Sósíalistaflokkurinn ætla að fá ágætis kosningu sömuleiðis, þannig að úrslitin eru "hefðbundnari" en undanfarið ef svo má segja.
En það sem stendur ef til vill upp úr er áætluð kjörsókn. Þegar þetta er skrifað er talað um að hún hafi verið eitthvað rétt yfir 30%.
Tveir þriðju Franskra kjósenda virðast hafa hundsað þessar kosningar. Þátttakan er talinn enn lægri á meðal ungra kjósenda (undir 35) eða í kringum 23%.
Þetta eru svipaðar tölur og í fyrri umferðinni, en fyrir þá seinni eru þær ekki endanlegar þegar þetta er skrifað.
Vissulega er það svo í þessum kosningum sem öðrum að það eru þeir kjósendur sem nota réttindi sín sem ráða niðurstöðunni.
En það er óneitanlega vert að gefa því gaum þegar kjörsókn er jafn lítil og raunin er nú i Frakklandi.
Hvort það er skortur á trú kjósenda á lýðræðinu eða á frambjóðendum ætla ég ekki að fullyrða um, ef til vill hvoru tveggja, eða aðrar ástæður sem blasa ekki við.
Það má einnig velta því fyrir sér hvort að aukin hætta sé á að einstaklingar og hópar leiti annara leiða en að greiða atkvæði til að finna óánægju sinni farveg.
Léleg kosningaþátttaka enda ekki eina "aðvörunin" sem hefur komið fram í Frakklandi að undanförnu.
En hins vegar er enn býsna langt til næstu forsetakosninga og margt getur breyst á þeim tíma. En það er ljóst að "hefðbundnu" flokkarnir eru að ná vopnum sínum, en hvort að þeir hafi "svörin" sem Frakkland þarfnast er önnur spurning.
Ósigur Macron og Le Pen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2021 | 16:54
Verðlag er hátt á Íslandi, en sker sig minna frá "samanburðarlöndum" en oft er talið
Það geta ekki talist nýjar fréttir að verðlag sé hátt á Íslandi. Það er nokkuð vel kunn staðreynd.
Þó að ekki séu öll ríki Evrópu með í samanburði Eurostat, má reikna með því að þó lönd sem eru utan hans séu ekki við toppinn sem gerir Ísland að 4ja dýrasta landi Evrópu í, miðað við útreikninga Eurostat.
Aðeins Sviss, Danmörk og Noregur eru dýrari. Fáum kemur líklega á óvart að sjá Sviss og Noreg á toppnum, en líklega eru einhverjir hissa á því að sjá Danmörk í öðru sæti (á undan Noregi), og þá jafnframt "dýrasta" Evrópusambandslandið.
En það vekur ekki síður athygli hve lítill munur er t.d. á Íslandi og Írlandi og Luxembourg.
Ísland er 37% yfir "Sambandsmeðaltalinu" en Írland og Luxembourg 36%. Þau eru þau tvö lönd sem eru "dýrust" á Eurosvæðinu.
Síðan koma Svíþjóð og Finnland. Ég tel það koma fáum á óvart að Norðurlöndin ásamt Sviss og Luxembourg raði sér í efstu sætin. Sjálfum mér kom það örlítið á óvart hvað Írland er ofarlega.
Ísland er í miðju Norðurlandanna, tvö þeirra eru örlítið dýrari, tvö heldur ódýrari.
En auðvitað eru svo einstaka flokkar sem skipast öðruvísi.
Hvað Ísland varðar eru það líklega 2. flokkar sem skera sig úr. Annars vegar áfengi og tóbak (en þar er Ísland u.þ.b. 90% yfir meðaltalinu, aðeins Noregur hærri, en Írland skammt undan) og svo aftur orka (en þar er Ísland með 63.4% af meðaltalinu og nokkurn veginn á pari við Noreg).
Eini flokkurinn sem Ísland er dýrasta landið í þessum samanburði er raftæki (consumer electronics), en þar er Ísland 22.9% dýrari en "Sambandsmeðaltalið".
Heilt yfir tel ég að Íslendingar geti þokkalega við unað, þó að án efa sé svigrúm til þess að gera betur.
En smár markaður þar sem flutningskostnaður verður alltaf hár gerir það líklegt að Ísland verði í "hærri sætunum".
En auðvitað er fjöldi breytanna mikill í dæmi sem þessu. En ég get ekki séð að gjaldmiðill hafi afgerandi áhrif á verðlag, eða stuðli að því að það lækki.
En hér má skoða samanburðinn nánar ef áhugi er fyrir hendi.
P.S. Meiningin var að þessi færsla tengdist þessari frétt af mbl.is, en það virðist hafa misfarist.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2021 | 00:29
Hvenær verður öfgasinnaður byltingarmaður íhaldssamur?
Ég hef oft gaman af því að velta fyrir mér hugtaka notkun, ekki síst notkun á alls kyns pólítískum hugtökum.
Það er býsna algengt að hugtök séu eitthvað á reiki og talað sé "í kross" um sama hugtakið.
Nú segja fréttir að íhaldssamur klerkur hafi sigrað í kosningum í Íran (ef kosningar skyldi kalla).
En ég hygg að flestir séu sammála því að byltingin í Íran árið 1979 hafi verið bæði róttæk og öfgafull.
En hvað þurfa "sömu öfl" að vera lengi við völd til þess að teljast "íhaldsmenn", eða íhaldssamir?
Eru þeir sem vilja auka frjálsræði og minnka "trúræðið" í Íran "róttækir"? Hvað þarf til að teljast "frjálslyndur" í Íran? Er t.d. nóg að vilja hætta að höggva hendur af fólki eða hýða það?
Voru Brezhnev og félagar "íhaldsamir kommúnistar"? Var Gorbachov "frjálslyndur kommúnisti" eða "byltingarsinni" vegna þess að hann vildi virkilega breyta hlutunum?
Gætu Sænskir jafnaðarmenn verið "íhaldsamir jafnaðarmenn" vegna þess að þeir hafa verið mikið við völd og eru ef til vill orðnir hlynntir "hægfara þróun"?
Einhvern tíma ræddi ég við einstakling sem taldi "The Founding Fathers" í Bandaríkjunum til íhaldsmanna. En ef þeir voru íhaldsmenn, hvaða skilgreiningu notum við yfir þá sem vildu áfram tilheyra Bretlandi?
Hvaða skilgreiningu höfum við á öfgamönnum?
Hvað þarf til að vera talinn öfga hægrimaður? Nú eða öfga vinstri maður?
Hvað er frjálslyndi? Er hægt að vera öfgafrjálslyndur?
Ég hugsa að svörin við spurningum og vangaveltum sem þessum séu æði mismunandi eftir því hver svarar.
Við því er í sjálfu sér lítið að gera, það er ekki hægt að segja að slíkar skilgreiningar séu meitlaðar í stein.
En ef skilgreiningar eru allar "út og suður" er hætt við að um- og samræður verði það einnig.
Raisi verður forseti Írans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2021 | 00:19
Svipmynd úr súpermarkaði
Það er svolítið sérstakt að ganga inn í súpermarkað þar sem allir eru með grímur og öllum er skipað að halda sig í skikkanlegri fjarlægð frá hver öðrum.
En svo kemur sumarið til skjalanna og hópur fólks stendur í miðjum súpermarkaðnum og handfjatlar vatnsmelónur af miklum ákafa, í leit að þeirri bestu og stærstu, því þær kosta það sama óháð stærð eða þyngd.
Allir eru ábúðarmiklir með grímu fyrir andlitinu og strjúka melónum og banka í þær.
22.6.2021 | 21:57
Loftgæði, nagladekk og götuþvottur
Ég held að varla verði um að deilt að nagladekk slíta götunum meira en önnur dekk.
Það er því æskilegt að dregið verði úr notkun þeirra eins og mögulegt er. Hitt er svo að hvaða marki það er mögulegt?
Sjálfur hef ég ekki ekið á nagladekkjum síðan áríð 2003, eftir minu besta minni.
Síðan þá hef ég ekið á snjódekkjum yfir "háveturinn" og svo yfirleitt "all season" þess á milli.
En auðvitað skiptir máli hvar er ekið, veðráttan þar og svo ekki síður hvort að snjóhreinsun og annað því um líkt sé eins og best verður á kosið.
Það vakti nokkra athygli mína í þessari frétt að loftgæði í Tallinn væru verulega betri en í Reykjavík.
Ég hef oft dvalið (og ekið) í Tallinn og bjó þar um all nokkra hríð. Loftgæði þar geta verið misjöfn, þar er mikið af dísilbílum og mikið um að hús séu kynt upp með timburafurðum (dulítið misjöfnum að gæðum), jafnvel kolum og sorpi er þar brennt til rafmagnsframleiðsu og miðlægrar húshitunar (þess má til gamans geta að fyrrverandi forstjóri þeirrar orkustöðvar er núverandi forseti Eistlands).
Í Tallinn myndi ég álíta að meirihluti bíla sé ekið á nagladekkjum, en líklega í skemmri tíma en á Íslandi, í það minnsta flest ár.
En í viðtali lét aðstoðarborgarstjóri Tallinn hafa eftir sér í viðtali árið 2020:
"Deputy Mayor of Tallinn Kalle Klandorf (Center) said that driving with studded winter tires kicks up dust in the air and wears out the roads.
"We have measured the dust molecules and they are at quite a high limit even though we are washing the roads all the time. We have never showered the roads as much as we have this year. We are washing the streets every evening with water, and when the winter tires drive on it, then just as soon the dust is back there again," Klandorf said."
Ekki ætla ég að segja að þetta sé eina skýringin, en líklega all nokkur hluti.
Leyfilegur tími fyrir nagladekk er í Eistlandi frá 15.okt til 1. maí.
Reykjavík í 16. sæti yfir loftgæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2021 | 23:13
Lyfjaþróun er sýnd veiði en ekki gefin
Það hefur oft verið talað um "óhóflegan hagnað" lyfjafyrirtækja, en minna um þau lyf sem fyrirtæki eyða jafnvel milljörðum og gríðarlegum fjölda vinnustunda í þróun á, en kemst aldrei á markað.
Ég rakst einmitt á frétt um eitt slíkt tilfelli á vef Vísis í dag.
Þar er fjallað um bóluefni gegn "Kórónuveirunni", þar sem rannsóknir virðast ætla að skila litlum eða engum árangri.
Samt er búið að eyða tugum milljarða af bæði "einka" og opinberu fé til að þróa bóluefnið.
Þannig gerast kaupin oft á þeirri eyri.
Þess vegna er það svo hættulegt að taka "einkaleyfin" af þeim sem ná árangri, og um leið svifta þau fyrirtæki möguleika á því að ná fjárfestingunni til baka.
Rétt eins og sósíalistar eins og Biden hafa lagt til.
Hver vill festa fé sitt í rannsókn sem ef hún bregst þá tapast allt, en ef hún skilar árangri, þá er einkaleyfið tekið af, og allir mega framleiða lyfið?
Ég bloggaði um þetta áður, í færslu sem má finna hér.