Fyrirsjáanleiki - í raforkuverði. Kaldur vetur framundan víða í Evrópu?

Orðið fyrirsjáanleiki er líklega eitt af tískuorðum undanfarinna missera.  Mikið hefur verið talað um að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur fyrir fyrirtæki og einnig einstaklinga.

Vissulega er alltaf gott að vita hvað er framundan eða hvað framtíðin ber í skauti sér, en lífið er þó oft á tíðum allt annað er fyrirsjánlegt.

En vissulega leitumst við (flest) að búa í haginn fyrir okkur þannig að við vitum hvers er að vænta.

Það þarf ekki að koma á óvart að erlend fyrirtæki velti fyrir sér að setja á fót starfsemi á Íslandi, þar sem raforkuverð er nokkuð fyrirsjáanlegt.

Þannig er málum ekki háttað víðast um Evrópu þessa dagana, þar sem enginn veit hvaða raforkuverð verður á morgun (bókstaflega), hvað þá lengra inn í framtíðina.

Ný met á raforkuverði líta reglulega dagsins ljós og jafnvel er talin hætta á því að framtíðin feli hreinlega í sér orkuskort.

Lognið sem mörg okkar kunna vel að meta verður til þess að raforkuverð hækkar vegna þess að vindmyllur snúast ekki.

"In Italy, electricity bills have risen by 20 percent in the last quarter and are expected to rise by 40 percent from October, according to Minister for the Ecological Transition Roberto Cingolani."

"In Spain, the government is facing a political crisis caused by record-breaking power prices — which have tripled to €172.78 per megawatt-hour over the last half-year."

Sjá hér.

Rafmagnsverð náði nýlega methæðum í Eistlandi, þar sem rafmagnsverð hækkaði "yfir nótt" um u.þ.b. 100%.

"The price of electricity in the Estonian price area of the Nord Pool power exchange will rise to an average of €160.36 per megawatt-hour on Wednesday. A year ago, electricity cost €94 euros less at the same time.

The price will be the highest on Wednesday in the morning and evening, at 9 a.m. electricity will cost €192.11 per megawatt-hour, at 7 p.m. it will rise to €192.86 per megawatt-hour. 

After midnight, the price will drop again to €90.05."

Í Bretlandi hefur heildsöluverð á gasi hækkað sexfallt síðastliðið ár og reiknað er með að rafmagnreikningar hækki um fast að 40% á næstu 12. mánuðum, jafnvel meir.

Sumir notendur hafa fest raforkuverð til lengri tíma (og borga jafnan hærra verð en aðrir) en margir greiða markaðsverð á hverjum tíma (sem hefur gjarna verið ódýrara til lengri tíma).

En orkufyrirtæki sem hafa mikið selt á föstu verði hafa einmitt lent í vandræðum og sum farið á höfuðið, sbr þessa frétt Bloomberg.

Flestar spár eru á þann veg að veturinn muni verða Evrópubúum erfiður í orkumálum, verð hátt og hugsanlegur orkuskortur.

Lítið má út af bregða og þó að framleiðslugetan sé til staðar eru mörg eldri orkuver þannig úr garði gerð að framleiðsla í þeim borgar sig ekki með hækkuðum CO2sköttum.

Fyrirsjáanleiki í raforkuverðlagningu getur vissulega skapað Íslendingum tækifæri.

En hvort að Íslendingar hafa áhuga á að nýta sér slíkt tækifæri er annað mál og alls óvíst.  

En það kemur m.a. í ljós þegar þeir greiða atkvæði á laugardaginn. 

 

 


mbl.is Íslenska orkan eftirsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband