Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2022

Selja ekki Rússneskar vörur

Það er ekki margt sem almennir borgarar geta gert andspænis yfirgangi, innrás og morðum Rússa í Ukraínu.

Líklega er eitt af því fáa sem þeir geta gert er að kaupa ekki Rússneskar vörur og verslanir geta hætt að selja þær.

Þegar er komin af stað all nokkur hreyfing í þessa veru hér og þar um lönd.

Þannig hafa margar af stærstu verslunarkeðjum Eystrasaltslandanna tekið allar rússneskar vörur úr sölu.

Áfengisala Ontarioríkis, LCBO (sem er stærsti einstaki áfengiskaupandi heims) var skipað af fylkisstjórninni í Ontario að fjarlægja alla drykki af Rússneskum uppruna úr hillum verslana sinna.

Það sama hafa áfengisölur Nýfundnalands og Labrador, Manitoba og Nova Scotia gert.

Víðast um heiminn eru líklega ekki margar rússneskar vörur á boðstólum, enda Rússar ekki þekktir fyrir vandaðar neytendavörur, ja, nema vodka og kavíar.

 

 


mbl.is Skriðdreki valtaði yfir bíl á ferð í Kænugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndbönd frá umræðum um Neyðarlögin í Kanadísku Öldungadeildinni

Eins og ég skrifaði í síðustu færslu, þá hafa "Neyðarlögin" sem ríkisstjórn Frjálslynda flokksins með Trudeau í fararbroddi verið dregin til baka, rétt áður en Öldungadeildin átti að greiða atkvæði um hvort þau yrðu staðfest.

Hér má finna hluta af þeim umræðum sem hafa verið í Kanadísku Öldungadeildinni.  Ég mæli sérstaklega með ræðu "senators" Housakos, frá því í dag, sem ég hef sett hér efst.

En ræða Donald Neil Plett er "epísk" en löng, en vel þess virði að hlusta á.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Kanadísku "Neyðarlögin" dregin til baka

Ríkisstjórn Kanada undir forsæti Justin Trudeau tilkynnti nú fyrir skömmu að "Neyðarlögin", sem Kanadíska þingið samþykkti á mánudagskvöld væru dregin til baka.

Þetta vekur eðlilega mikla athygli, enda voru ráðherrar og þingmenn Frjálslynda flokksins þeirrar skoðunar á mánudagskvöld að mikil þörf væri fyrir lögin.

En Öldungadeildin átti enn eftir að staðfesta lögin, og byrjaði að ræða þau í gær (þriðjudag).

En sumir vilja meina að það hafi litið út fyrir að Öldungadeildin myndi fella lögin, því hafi Trudeau ákveðið að taka þau úr gildi,  en það er þó algerlega óstaðfest.

En það má búast við frekari fréttum af þessu síðar.

Það er of snemmt að segja um hvernig þetta endar, en einhvern veginn lítur Frjálslyndi flokkurinn skringilega út.

 


Forsætisráðherra Ontario lýsir yfir endalokum "kófsins"

Hér að neðan má finna stutta ræðu frá forsætisráðherra Ontario, Doug Ford, þar sem hann lýsir hvernig dregið verði markvisst úr takmörkunum vegna "kófsins". Það er eins og megi skilja á honum að hann hafi verið á móti eigin aðgerðum en hafi ekki fundist að hann ætti neinn annan kost. En í því sambandi er vert að hafa í huga að það styttist í kosningar í Ontario, en þær verða líklega haldnar 2. júni næstkomandi. Víðast um Kanada eru verið að létta á, eða boða afléttingar, nema hjá Alríkinu, þar gerist lítið undir "neyðarlögum.

 

 

 

 


Spekingar spjalla: Jordan Peterson og Rex Murphy

Það er svo mikið af góðu efni á netinu (í sjálfu sér enn meira af slæmu) að enginn kemst yfir að horfa á eða melta það allt.

Það er þarf engan að undra að svokallaðir "meginstraumsmiðlar" eigi oft undir högg að sækja. Þeir eiga erfitt með að bjóða upp á jafn mikið úrval og ekki síður þá sætta æ fleiri sig ekki við það sem mætti kalla "fréttahönnun" þeirra.

En hér að neðan má finna Jordan Peterson og Rex Murphy spjalla um hið "katastrófíska" ástand í Kanada.

Jordan Peterson þekkja líklega flestir, en Rex Murphy má líklega telja "stofnun" í Kanadískri blaðamennsku.  Ríflega sjötugur en en hnífskarpur og með puttann á púlsinum.

Hann er einnig með sína eigin YouTube rás, RexTV.

Spjallið er um klukkustundar langt en er virkilega þess virði að horfa á (eða hlusta).

 

 

 

 


Hvernig atkvæðagreiðsla fer fram í Kanadíska þinginu

Fyrir þá sem hafa gaman af því að sjá hvernig atkvæðagreiðsla fer fram í Kanadíska þinginu, er hér myndband frá atkvæðagreiðslunni um "Neyðarlögin" í gær (mánudag).

 

 

 

 


Neyðarlögin verða samþykkt af "Frjálslynda" flokknum og Nýja Lýðræðisflokknum - Myndbönd frá umræðunum í dag

Eins og ég sagði í síðustu færslu, er engin raunveruleg spenna um hvort að neyðarlögin verða samþykkt.

Það kann að hljóma skringilega fyrir Íslendingum, en þingflokkar "Frjálslynda" flokksins (Liberal Party) og Nýja Lýðræðisflokksins (NDP) hafa ekki gefið þingmönnum sínum frjálsar hendur um hvernig þeir greiða atkvæði.

Það er því brottrekstrarsök, eða svo gott sem, að greiða atkvæði gegn neyðarlögunum.

Því er haldið fram (en óstaðfest) að Trudeau hafi látið NDP vita að ef neyðarlögin yrðu ekki samþykkt, yrði efnt til kosninga, enda hefur "Frjálslyndi" flokkurinn aðeins minnihlutastjórn (hlaut reyndar færri atkvæði en Íhaldsflokkurinn í síðustu kosningum, en mun fleiri þingsæti).

Hér að neðan má sjá hluta af umræðunum í dag.  Ef þú hefur eingöngu tíma til að hlusta á eina ræðu þá mæli ég með að hlusta á ræðu Leslyn Lewis, hún er öflug og kemur beint að efninu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Örlagarík atkvæðagreiðsla í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðar umræður en "neyðarlögin" verða samþykkt

Það er næsta víst að það verða harðar umræður í Kanadíska þinginu, en sömuleiðis nær öruggt að "neyðarlögin" verða ssmþykkt.

Frjálslyndi flokkurinn (Liberal) sem er í minnihlutastjórn mun njóta fulltingis Nýja Lýðræðisflokksins (NDP) til þess.  Þó munu ýmsir þingmenn flokksins gera það með "óbragð í munni".

Saman hafa þessir flokkar meirihluta á þinginu.

Íhaldsflokkurinn (Conservative Party) og Quebecblokkin (Bloc Quebecois) munu verða á móti, óvíst er hvernig flokkur Græningja mun greiða atkvæði, en mér þykir líklegt að þeir verði á móti.

En nú eru nær engin mótmæli til staðar.  Mótmælin (þar sem mér þótti reyndar full langt gengið) við landamærin voru leyst upp áður en neyðarlögin tóku gildi, og fulltrúar trukkabílstjóranna hvöttu alla til að fara á laugardag, en tóku það reyndar fram að hver og einn yrði að taka þá ákvörðun fyrir sig. En skipuleggendurnir sáu engan tilgang með frekari mótmælum og voru algerlega á móti bardaga við lögreglu.

Þennan blaðmannafund má finna hér að neðan ásamt ýmsum öðrum myndskeiðum sem mér hafa þótt athygliverð.

Vek sérstaka athygli athygli á síðustu tveimur myndskeiðunum, þar sem annars vegar má sjá "hina ofbeldisfullu og stórhættulegu" mótmælendur við Coutts í Alberta falla í faðma með lögreglumönnum þegar mótmælunum lauk.

Hins vegar er dómsmálaráðherra Kanada að tala um hvernig megi beita "neyðarlögunum". Þar fer einstaklingur sem ég treysti ekki fyrir "neyðarlögum".

Síðan neyðarlögin voru sett hafa mörg fylki Kanada, s.s. Ontario, Quebec og Alberta dregið úr sóttvarnaraðgerðum, eða sett dagsetningu þar um.

En Alríkisstjórnin hefur ekki fylgt fordæmi þeirra og sumir meðlimir hennar frekar lýst yfir vilja til að herða þær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 </p

 

 

 

 


mbl.is Kosið um umdeild neyðarlög í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lag frá Jordan Peterson

Sál- og stjórnmálafræðingnum Jordan Peterson er ýmislegt til lista lagt og hefur komið með mörg athyglisverð sjónarhorn á lífið og tilveruna.

Hann er umdeildur og kögunarhólar hans, hvort sem er á hið menningarlega eða pólitíska landslag, nú eða ráðleggingar hans til einstaklinga hafa oft valdið úlfaþyt.

En hér er splunkunýtt lag frá Peterson.


Blaðamenn máta sig í fórnarlambshlutverkið

Ég, líklega eins og svo margir aðrir, get ekki sagt að ég þekki til þessa máls, þó að ég hafi heyrt mikið af alls kyns sögum tengdu því.

Miðað við það sem ég hef heyrt (óstaðfest) virðist flest benda til þess að afbrot hafi verið framið til þess að ná i gögnin sem fjölmiðlar hafa  birt.

Það er í alla staði eðlilegt að viðkomandi blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu og hafi réttarstöðu sakbornings.

Lögreglan þarf einfaldlega að reyna að varpa ljósi á "aðfangakeðjuna" sem varð til þess að gögnin komust í hendur blaðamanna.

Ég er engin sérfræðingur í lögum, en í mínum huga er eitt að birta gögn sem blaðamanni berast í hendur, annað að stela síma og/eða brjótast inn í hann.

Það skiptir máli hvort að tilviljun réði því að símanum var stolið eða hvort um skipulagðan verknað var að ræða og þá hverjir komu að skipulagningunni.

Það er eðlilegt að lögregla rannsaki málið og yfirheyri þá sem hafa komið nálægt gögnunum, ef rökstuddur grunur er að þeirra hafi verið aflað með ólöglegum hætti.

Það verður engin sjálfkrafa saklaus við það eitt að skrifa fréttir.

Persónlega finnst mér viðhorf Arnars Þórs Ingólfssonar gagnvart kvaðningu lögreglu vera það rétta.

Hann segist engar áhyggjur hafa af komani yfirheyrslu, hann sé ekki of góður til að tala við lögregluna og hann hafi ekki framið neitt afbrot.

En alltof margir vilja teikna upp sviðmynd þar sem blaðamennirnir séu fórnarlömb ofsókna lögreglu.


mbl.is Telur lögreglu vilja upplýsingar um heimildarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband