Spekingar spjalla: Jordan Peterson og Rex Murphy

Það er svo mikið af góðu efni á netinu (í sjálfu sér enn meira af slæmu) að enginn kemst yfir að horfa á eða melta það allt.

Það er þarf engan að undra að svokallaðir "meginstraumsmiðlar" eigi oft undir högg að sækja. Þeir eiga erfitt með að bjóða upp á jafn mikið úrval og ekki síður þá sætta æ fleiri sig ekki við það sem mætti kalla "fréttahönnun" þeirra.

En hér að neðan má finna Jordan Peterson og Rex Murphy spjalla um hið "katastrófíska" ástand í Kanada.

Jordan Peterson þekkja líklega flestir, en Rex Murphy má líklega telja "stofnun" í Kanadískri blaðamennsku.  Ríflega sjötugur en en hnífskarpur og með puttann á púlsinum.

Hann er einnig með sína eigin YouTube rás, RexTV.

Spjallið er um klukkustundar langt en er virkilega þess virði að horfa á (eða hlusta).

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Gaman að þessu. Ég man að ég var dyggur aðdáandi/hlustandi sunnudagsþáttar (minnir mig) Murphys í kanadíska ríkisútvarpinu fyrir margt löngu (en nú hefur hann radíkalíserast og skrifar bara í National Post!)

Kannski er nú útgangspunktur Petersons hérna svolítið vafasamur (eða að minnsta kosti umdeilanlegur) þ.e. að í Kanada gildi nú í raun og veru herlög. Það er soldið langt seilst, held ég. En Peterson á Trudeau grátt að gjalda vegna laga um persónufornöfn, sem Peterson taldi vera skerðingu á málfrelsi. Hann ætti nú samt að hafa í huga að það var andstaða hans við þessi lög sem skaut honum upp á stjörnuhiminninn og gerði hann að þeim efnamanni og áhrifamanni sem hann nú er. Þannig að ef út í það er farið á hann Trudeau mikið að þakka!

Ekki misskilja mig, ég ber mikla virðingu fyrir Peterson sem sálfræðingi - skal ekki segja hvort mér þykir mikið varið í samfélagskrítík hans.

Kristján G. Arngrímsson, 23.2.2022 kl. 09:45

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PS: á sínum tíma fór Murphy mikinn hjá CBC, bæði útvarpi og sjónvarpi, og ávann sér þar þá virðingu og skóp sér þar það nafn sem hann er - eins og þú segir, stofnun í samfélaginu - þannig að hann eins og Peterson situr núna í hásætinu og bítur í höndina sem gerði honum kleift að komast til efna og áhrifa.

Vert að hafa í huga.

Kristján G. Arngrímsson, 23.2.2022 kl. 09:49

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ertu viss um að Murphy hafi "radikalerast"?  Hefur hann ef til vill bara lítið breyst? Eða minna en "tíðarandinn"?

Hver er skilgreiningin á "herlögum"?  Vissulega kemur herinn ekkert nálægt þessum lögum eða framfylgni á þeim, enda lét hann vita að hann myndi ekki koma nálægt því að brjóta upp friðsamleg mótmæli.

En ríkið getur skyldað einstaklinga og fyrirtæki í vinnu fyrir sig, bankar eru "snatar" og refsivöndur hins opinbera og frysta reikninga án dómsúrskurðar (réttarríkið er aftengt) og almenningi er neitað að fara um ákveðin svæði, til þess þarf passa.  Fundafrelsi er skert.

Mér finnst þú gera æði lítið úr bókum og öðrum störfum Peterson með því að segja að hann eigi "frægð" sína Trudeau að þakka.  En vissulega vakti það athygli, verðskuldað.

En ég skil ekki alveg rökfærslu þína, eða misskil hana. Finnst þér að Peterson eigi að þakka Trudeau fyrir að setja "vitlaus" lög og vekja athygli á honum?  Og þá síður gagnrýna Trudeau?

Starfsfólk hefur verið að yfirgefa CBC vegna "rétttrúnaðar" stofnunarinnar og meintrar "fréttahönnunar".

https://nationalpost.com/opinion/tara-henley-why-i-quit-the-cbc

Farðu nú og finndu umfjöllun CBC um málsókn Brian Pecford á hendur Kanadíska ríkinu, sem ég skrifaði um hér fyrir nokkru.

Líklega er þessi frétt ein af þeim fáu nýlegu sem minnast á Peckford.

https://www.cbc.ca/news/canada/newfoundland-labrador/crosbie-protest-donation-1.6352149

Enn og aftur skil ég ekki röksemdafærslu þína? 

Eiga fyrrverandi starfsmenn ríkisstofnana einfaldlega að þegja og ekki bíta í höndina sem fæddi þá, þó að þeim þyki þær stofnanir og hið opinbera allt á rangri leið?

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2022 kl. 11:11

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er alveg óhætt að kalla þetta eða líkja þessu við herlög þar sem lögreglan er notuð sem her, vopnuð upp að tönnum með sömu fantataktík.

Sé lítinn mun á þessu og Tiananmen torgi.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2022 kl. 13:37

5 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Svonanú. Auðvitað var ég ekki að segja að fyrrverandi ríkisstarfsmenn eigi að halda kjafti. En stundum sýnist manni eins og það sé allt í lagi að nefna það að þessir "frelsispostular" eiga stöðu sína ekki síst að þakka hinu hataða ríki, sem þeir þenja sig hvað mest gegn. Þessi einfalda staðreynd setur þá í svolítið annað ljós að mínu mati.

Til viðbótar var ég að nefna að báðir, Murphy og Peterson, eru pólitískir andstæðingar Trudeaus, og það held ég að hafi án vafa töluverð áhrif á afstöðu þeirra til aðgerða ríkisstjórnarinnar, þannig að þeir eru fjarri því að vera "hlutlausir" í málinu. Þeir koma að því sem andstæðingar Trudeaus. Ef það hefði verið Íhaldsflokksformaður í forstætisráðuneytinu er eins víst að afstaða þeirra hefði verið mildari. Ég segi ekki allt önnur.

Ekki svo að skilja að ekkert sé að marka þá. En betra að skilja stóra samhengið til að maður skilji betur einstök mál, ekki satt?

Til gamans má geta þess að Joey Smallwood, sem Murphy nefnir, var fyrsti fylkisstjóri Nýfundnalands, og mun hafa verið manna duglegastur í þeirri baráttu að gera Nýfundnaland að hluta af Kanada. Það kom sér svo sannarlega vel þegar þorskstofninn við Nýfundnaland hrundi sökum stjórnlausrar ofveiði. Ef Nýfundnlendingar hefðu ekki haft alríkissjóðina í Ottawa til að leita til er ekki gott að segja hvað um þá hefði orðið. Sennilega allmargir soltið.

Það er eins og mig minni að Murphy hafi verið á sínum tíma eindreginn andstæðingur veiðibannsins sem alríkisstjórnin setti á til að koma í veg fyrir að stofninn þurrkaðist endanlega út. Ég held hann hafi haft það til marks um hvað alríkisstjórinin í Ottawa væri vond. (Var þetta ekki í forsætisráðherratíð Mulroney?) En um leið þáði Murphy væntanlega laun frá þessari sömu alríkisstjórn. 

Allt í lagi að vera gagnrýninn, en stundum er eitthvað ankanalegt við það.

Kristján G. Arngrímsson, 23.2.2022 kl. 13:59

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

PS. það getur alveg verið að mig misminni hrapalega um afstöðu Murphy til veiðibannsins.

Kristján G. Arngrímsson, 23.2.2022 kl. 14:04

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Nafnið í sjálfu sér skiptir ekki megin máli, en þetta eru í raun lög ætluð stríðstímum eða annari álíka ógn.  Það er erfitt að sjá nokkra réttlætingu fyrir beitingu þeirra.  Ég hugsa að eftirköstin af þessari lagasetningu eigi eftir að vara lengi og líklega hafa áhrif sem getur verið erfitt að koma auga á strax.

Þar með stórminnkað traust til hins opinbera og sömuleiðis bankakerfisins sem mun kosta það stórar fjárhæðir.

@Kristján, þakka þér fyrir þetta. Ef við heimfærum þetta upp á Ísland, ætti þá Sigmar Guðmundsson að fara varlega í það að gagnrýna stjórnvöld og kvótakerfið, vegna þess að hann á upphefð sína RUV að þakka?

Svona mætti nú líklega nefna ýmsa þá sem eru áberandi í þjóðlífinu, en það er nú önnur saga.

Ég ætla ekki að fullyrða neitt um afstöðu Murphy á síðustu öld, fylgdist ákaflega lítið með Kanadískum stjórnmálum þá.

Ég tel að ríkisstarfsmenn eigi jafnan rétt til að gagnrýna stjórnvöld og aðrir, burtséð frá því að þeir þiggji frá því laun.

Ég mæli með því að þú berir þetta undir starfsfólkið, t.d. í H.Í.

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2022 kl. 18:13

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að Sigmar hafi komist á þing af því að hann vann í sjónvarpinu? Ef til vill er það besta leiðin, sbr. Eið Guðnason, Ólínu Þorvarðar, Sigmund Erni, Pál Magnússon og hverja fleiri?

En það eru án efa margir hér sem hafa áunnið sér orð og átorítet á launum hjá ríkinu og hafa nú snúist gegn því. Sjaldan launa kálfarnir ofeldið, ekki satt?

Auðvitað má fólk gera þetta, annaðhvort væri nú. En mér finnst þetta bara alltaf soldið tvískinnungslegt. En það er bara mín skoðun.

Annars er málið allt dautt fyrst neyðarlögin hafa verið afturkölluð. Það hefur ekki komið fram í fréttum hérlendis enn, það ég hef séð þannig að þú skúbbaðir með þetta!

Kristján G. Arngrímsson, 23.2.2022 kl. 21:52

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég held að engin leið sé að líta fram hjá því að Sigmar á RUV það að miklu leyti að hann situr á þingi. En það er ef til vill ekki hægt að segja að það sé eina ástæðan.

Og listinn um þá sem slíkt gildir um er langur, þ.e.a.s. að sjónvarpið eða aðrir fjölmiðlar hafi lyft þeim á þann stall að þeir hlutu pólítískan frama.

Ég hugsa að Bogi Ágústsson gæti komist á þing eða í borgarstjórn hvenær sem hann kærði sig um, jafnvel stofnað eigin flokk.  Ekki það að ég eigi von á því.

Persónulega finnst mér engin tvískinningur í því að ríkisstarfsmaður gagnrýni hið opinbera og oft reyndar hið besta mál.

Það er ekki svo að eingöngu þeir sem vilja t.d. ríkið eins stórt og mögulegt er, eða til dæmis að það reki útvarp eða aðra fjölmiðla eigi að vinna fyrir hið opinbera.

Málið er dautt og ekki dautt, líklega er Trudeau að reyna að bjarga andlitinu með því að draga þau til baka, en ég reikna með alls kyns áhrifum til lengri tíma.

Ekki síst vegna þess að ég tel stöðu hans hafa veikst verulega.

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2022 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband