Harðar umræður en "neyðarlögin" verða samþykkt

Það er næsta víst að það verða harðar umræður í Kanadíska þinginu, en sömuleiðis nær öruggt að "neyðarlögin" verða ssmþykkt.

Frjálslyndi flokkurinn (Liberal) sem er í minnihlutastjórn mun njóta fulltingis Nýja Lýðræðisflokksins (NDP) til þess.  Þó munu ýmsir þingmenn flokksins gera það með "óbragð í munni".

Saman hafa þessir flokkar meirihluta á þinginu.

Íhaldsflokkurinn (Conservative Party) og Quebecblokkin (Bloc Quebecois) munu verða á móti, óvíst er hvernig flokkur Græningja mun greiða atkvæði, en mér þykir líklegt að þeir verði á móti.

En nú eru nær engin mótmæli til staðar.  Mótmælin (þar sem mér þótti reyndar full langt gengið) við landamærin voru leyst upp áður en neyðarlögin tóku gildi, og fulltrúar trukkabílstjóranna hvöttu alla til að fara á laugardag, en tóku það reyndar fram að hver og einn yrði að taka þá ákvörðun fyrir sig. En skipuleggendurnir sáu engan tilgang með frekari mótmælum og voru algerlega á móti bardaga við lögreglu.

Þennan blaðmannafund má finna hér að neðan ásamt ýmsum öðrum myndskeiðum sem mér hafa þótt athygliverð.

Vek sérstaka athygli athygli á síðustu tveimur myndskeiðunum, þar sem annars vegar má sjá "hina ofbeldisfullu og stórhættulegu" mótmælendur við Coutts í Alberta falla í faðma með lögreglumönnum þegar mótmælunum lauk.

Hins vegar er dómsmálaráðherra Kanada að tala um hvernig megi beita "neyðarlögunum". Þar fer einstaklingur sem ég treysti ekki fyrir "neyðarlögum".

Síðan neyðarlögin voru sett hafa mörg fylki Kanada, s.s. Ontario, Quebec og Alberta dregið úr sóttvarnaraðgerðum, eða sett dagsetningu þar um.

En Alríkisstjórnin hefur ekki fylgt fordæmi þeirra og sumir meðlimir hennar frekar lýst yfir vilja til að herða þær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 </p

 

 

 

 


mbl.is Kosið um umdeild neyðarlög í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þegar "neyðarlög" eru sett í því skyni að berja niður andstöðu við hrein og klár brot á grundvallarmannréttingum, þá er ríkið þegar orðið fasískt.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.2.2022 kl. 19:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Það er vert að hafa í huga að það er langt í frá einsdæmi að fasisma sé komið á með atkvæðagreiðslu í þingsölum.

En það versta er að ég er farin að hafa það að tilfinningunni að neyðarlögin hafi verið markmið Trudeau frá upphafi mótmælanna.

G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2022 kl. 22:12

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Set hérna tengil á fína grein um Giorgi Agamben, ítalskan heimspeking sem hefur gagnrýnt meintan fasisma sem felst í neyðarlögum og öðrum viðbrögðum við faraldrinum. Spurning hvort frægðarsól hans er nú hnigin til viðar og hann orðinn að nýjum Heidegger. (Kannski var það alltaf planið hjá honum, sumum er mest um vert að vera umdeildir og umtalaðir, öll athygli er betri en engin).

Tilvitnun:

"The problem is that Agamben has offered no philosophical tools to formulate any collective answer to the question of what matters most to us. Agamben has always been a man of the left, albeit an idiosyncratic anti-Marxist anarchist, but his apparent overlap with the right wing in his pandemic writings is no accident. If any action by the state, including by state medical authorities, is always intrinsically oppressive, then we have no alternative but to fall back on our own individuality&#151;exactly the libertarian position that the right wing has used for decades to cut off in advance any effort to challenge existing power structures.

In Agamben&#146;s case, excessive distrust of any state authority has blinded him to the ways that individualistic approaches to the pandemic have reinforced corporate power while exacerbating the pandemic. The so-called essential workers, along with so many others, have been reduced to disposable bare life, not by direct state intervention, but by policies that claim to set them free. Whatever isolated insights we might be able to glean from Agamben&#146;s pandemic writings, a political thinker who can&#146;t see the ways that Western structures of power victimize us through our very freedom is missing a great deal&#151;in fact, nearly everything."

 

https://slate.com/human-interest/2022/02/giorgio-agamben-covid-holocaust-comparison-right-wing-protest.html?fbclid=IwAR0J5FPnt1bbeliqj8m40ETOUmWwvMOY2Bew16_jrOuhE5PU3qW13RSCl_8

 

Kristján G. Arngrímsson, 22.2.2022 kl. 09:10

4 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Sérstaklega athyglisverður punktur þarna í lokin um hvernig "Western structures of power victimize us through our very freedom" - einföld auglýsingasálfræði: seldu hlutinn með því að tengja hann við "frelsi". Hver vill ekki frelsi? Og vice versa, segðu eitthvað svipta okkur frelsi og þá færðu fólk upp á móti því.

Reyndar virðast flestir hafa séð í gegnum þessa retorík og eru fylgjandi sóttvarnaráðstöfunum. Meira að segja líka þeir sem sitja heima hjá sér í öryggi og skjóli yfirvalda og hafa hátt um meintan fasisma þeirra sömu yfirvalda og tryggja þeirra eigin öryggi. Þessir hávaðaseggir eru bólusettir í bak og fyrir og einmitt þess vegna geta þeir rifið kjaft hástöfum og andmælt bólusetningum!

Kristján G. Arngrímsson, 22.2.2022 kl. 09:23

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján, þakka þér fyrir þetta.  Ég læt mér nú heilt yfir í léttu rúmi liggja hvort að "frægðarsól" einhvers heimspekings hnígi til viðar eður ei.

Auðvitað eru einstaklingar mismunandi.  Sumir fyllast valkvíða yfir öllum tegundunum af tannkremi eða morgunkorni í hillunum.  Aðrir eiga ekkert i vandkvæðum með að ákveða hvað hentar sér.  Enn aðrir vilja einfaldlega að þeimm sé rétt það sem þeir eiga að nota.

Enn aðrir eru afar uppteknir af því að "aðrir" fari sér ekki að voða, þó þeir telji sjálfa sig full færa um að taka slíkar ákvarðanir.

Það mátti lesa ályktun frá Læknafélaginu og læknanemum þar sem þeir töldu það siðferðislega rangt að neyða einstaklinga í læknisskoðun.

En út út allan heim eru einstaklingar skyldaðir í "bólusetningu" sem ætti frekar að kalla lyfjagjöf, ella verði þeir sektaðir, sviptir atvinnu, almennum mannréttindum o.s.frv.

Það er sjálfsagt upp of ofan hvort að mótmælendur séu bólusettir eða ekki, enda ekki verið að mótmæla svokölluðum bólusetningum, heldur hitt að hver eigi að eiga um það frjálst val.

Aldrei hef ég spurt neinn hvort viðkomandi sé bólusettur eða ekki, mér kemur það einfaldlega ekki við.

G. Tómas Gunnarsson, 22.2.2022 kl. 15:06

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei ég bjóst nú reyndar ekki við að þú hefðir áhuga á Agamben, enda hef ég sjálfur engan áhuga á honum og hafði aldrei heyrt um hann fyrr en hann "sló í gegn" í byrjun faraldursins. 

En mér fannst að í þessari grein um hann kæmu fram ágæt rök og útskýringar á þeirri afstöðu sem gengur gegn þeim sem tengja andstöðu við sóttvarnaráðstafanir við frelsisbaráttu, og ráðstafanir yfirvalda um heim allan við fasisma. Að ekki sé nú talað um þá sem líkja hlutskipti bólusetningarandstæðinga við hlutskipti gyðinga í Þýskalandi á sínum tíma.

Kristján G. Arngrímsson, 22.2.2022 kl. 15:55

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Textinn sem þú birtir, Kristján, bendir nú satt að segja ekki til að höfundurinn hafi nokkurn tíma lesið Agamben. Ef þú hefðir áhuga á að kynna þér verk hans myndi ég mæla með Homo Sacer, sem kom út 1998 ef ég man rétt. Í síðasta hefti Hugar eru þýðingar á tveimur greinum hans. Önnur fjallar um flóttamenn og stöðu þeirra og hin um viðbrögð við faraldrinum.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2022 kl. 17:37

8 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Jahérna, Þorsteinn, ef þú hefðir lesið umræddan texta hefðirðu kannski séð að höfundur greinarinnar er þýðandi bóka Agambens og hefur verið mikið í samskiptum við hann. 

Viltu kannski endurskoða eitthvað athugasemdina þína?

Kristján G. Arngrímsson, 22.2.2022 kl. 18:33

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég vitnaði í textabútinn sem þú birtir. Nú þegar ég les greinina alla furða ég mig raunar á að Kotsko skuli hafa þurft að lesa Homo Sacer upp á nýtt til að átta sig á að því vægi sem gagnrýni á lýðheilsusjónarmið hefur í umfjöllun Agambens um þetta lykilhugtak. En svona getur það verið.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.2.2022 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband