Neyðarlögin verða samþykkt af "Frjálslynda" flokknum og Nýja Lýðræðisflokknum - Myndbönd frá umræðunum í dag

Eins og ég sagði í síðustu færslu, er engin raunveruleg spenna um hvort að neyðarlögin verða samþykkt.

Það kann að hljóma skringilega fyrir Íslendingum, en þingflokkar "Frjálslynda" flokksins (Liberal Party) og Nýja Lýðræðisflokksins (NDP) hafa ekki gefið þingmönnum sínum frjálsar hendur um hvernig þeir greiða atkvæði.

Það er því brottrekstrarsök, eða svo gott sem, að greiða atkvæði gegn neyðarlögunum.

Því er haldið fram (en óstaðfest) að Trudeau hafi látið NDP vita að ef neyðarlögin yrðu ekki samþykkt, yrði efnt til kosninga, enda hefur "Frjálslyndi" flokkurinn aðeins minnihlutastjórn (hlaut reyndar færri atkvæði en Íhaldsflokkurinn í síðustu kosningum, en mun fleiri þingsæti).

Hér að neðan má sjá hluta af umræðunum í dag.  Ef þú hefur eingöngu tíma til að hlusta á eina ræðu þá mæli ég með að hlusta á ræðu Leslyn Lewis, hún er öflug og kemur beint að efninu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Örlagarík atkvæðagreiðsla í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að sjá konur standa gegn einræðinu á meðan hryggleysingjar af hinu kyninu sitja þöglir.

Það sem Kanada þarf núna eru nýjar kosningar þar sem Trudeau verður kastað í ystu myrkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.2.2022 kl. 13:16

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta.  Líklega eru kosningar eitt það siðasta sem Kanadabúar óska sér akkúrat núna.

Þetta eru ekki hentugar kringumstæður fyrir kosningar.  Það var kosið í haust og ekki tímabært að kjósa aftur.

Þá hlaut "Frjálslyndi" flokkurinn flest þingsæti, þó að hann hlyti færri atkvæði en Íhaldsflokkurinn.

Hann situr því í minnihlutastjórn. 

En Kanadísk stjórnmál eru að mörgu leyti ekki á góðum stað akkúrat núna, en ég held að kosningar myndu lítið greiða þar úr.

En ég spái því að núverandi minnihlutastjórn sitji ekki út kjörtímabilið. 

G. Tómas Gunnarsson, 22.2.2022 kl. 15:18

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er vægt til orða tekið að segja að "kanadísk stjórnmál séu ekki góðum stað." þegar fólk er troðið niður, lamið með kylfum, eignaspjöll unnin á atvinnutækjum og bankareikningar frystir svo fólk getur enga bjørg sér veitt, þá erum við ekki lengur að tala um lýðræðisríki. Við erum þá að tala um grímulausa harðstjórn.

En þakka þér fyrir þessi myndbønd úr umræðunni á þinginu. Þær sýna, svo ekki verður um villst, að oft er flagð undir føgru skinni. 

Ragnhildur Kolka, 22.2.2022 kl. 21:30

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ragnhildur, þakka þér fyrir þetta.  Það er alveg rétt að það er vægt til orða tekið að Kanadísk stjórnmál séu á slæmum stað akkúrat nú.

En undir slíkum kringumstæðum eru kosningar ekki svarið. 

Bæði er það að stutt er liðið frá síðustu kosningum og svo á ég erfitt með að sjá skynsamlega kosningabaráttu undir "Neyðarlögum".

En harðstjórnin er til staðar og við eigum eftir að sjá hvernig henni verður beitt.  Þegar eru til staðar sögur um venjulegt fólk sem sendi trukkabílstjórunum smá upphæð og bankareikningur þeirra hefur verið frystur.

Myndbönd eru góð heimild, yfirleitt, og það eru einnig til fjöldinn allur af myndböndum frá mótmælunum, sem draga upp allt aðra mynd en stjórnvöld og flestir meginstraumsmiðlar gera.

En það er mikil reiði í loftinu, en einnig stór hópur sem sem "slétt sama", því þetta snertir þá ekki á neinn hátt - ennþá.

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2022 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband