Bloggfærslur mánaðarins, maí 2019
Internetið gleymir engu er oft sagt. Mikið til í því.
Það getur verið býsna skondið að rekast á gamla "mola" á netinu.
Í marga áratugi kepptust ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) og "vísindaráðgjafar" þeirra við að sannfæra almenning að hann gæti fátt gert betra en að skipta yfir í díselbíl.
Það var á tíunda áratug síðustu aldar sem þau vísindi urðu "viðurkennd staðreynd".
Ríkisstjórnir (aðallega í Evrópu) kepptust við að niðurgreiða dísel og díselbíla. Þeir voru framtíðin.
Líklega alger tilviljum að þessar áherslur hentuðu Evrópskum (ekki síst Þýskum og Frönskum) bílaframleiðendum afar vel, og all margar olíuhreinsunarstöðvar sem einbeittu sér að díselframleiðslu sáu fram á hafa gríðarlega umfram framleiðslugetu. Það kom til vegna stóraukins fjölda kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu, sem minnkuðu eftirspurn eftir dísel til rafmagnsframleiðslu og húshitunar.
En fyrir níu árum síðan var þessi auglýsing birt í kringum "Super Bowl", um umhverfisvænasta farartækið árið 2010.
Síðan hefur ýmislegt breyst, alla vegna hvað dísel varðar.
Það eru ekki bara auglýsingar sem eiga það til að eldast illa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.6.2019 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2019 | 17:56
Er þörf á siðanefnd Alþingis?
Það er mín skoðun, rétt eins og ýmissa annara að það sé óþarfi að Alþingi hafi siðanefnd. Það sé einfaldlega verkefni kjósenda að dæma um siðferði alþingismanna - á fjögurra ára fresti, eða oftar ef svo ber undir.
Fyrsti úrskurður siðanefndar Alþingis gerir ekkert nema að styðja undir þá skoðun mína.
Mér þykir líklegt að þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna, hafi, með hliðsjón af þeim reglum sem gilda nú, þeim ramma sem siðanefnd hafi verið sett, skaðað ímynd Alþingis.
Þannig eru þær reglur.
En þegar ég beiti heilbrigðri skynsemi, er mér nákæmlega sama um þau orð sem Þórhildur Sunna lét falla.
Þau féllu einfaldlega í "hita leiksins", eins og oft vill verð í pólítísku ati.
Engin ástæða til þess að æsa sig yfir þeim eða ræsa út nefndir.
En krafa Pírata þess efnis að Siðanefnd rannsaki hvort að ásakanir Þórhildar Sunnu, eigi við rök að styðjast er jafn mikið út í hött.
Ég get ekki beðið eftir því að Miðflokksmenn, sem urðu sér til skammar á Klaustri, geri sambærilega kröfu.
Þannig yrði "Siðanefnd Alþingis" að hinni einu og sönnu "sannleiksnefnd".
Að mínu mati er að eina sem þetta mál hefur leitt í ljós, er að "Siðanefnd Alþingis" ætti að leggja niður, þörfin fyrir siðanefnd er ekki til staðar, kjósendur geta séð um "siðferðislegt aðhald".
Ásmundur Friðriksson, Þórhildur Sunna, "Klaustursmenn" sem og allir aðrir þingmenn og frambjóðendur verða vegnir og metnir í næstu kosningum, bæði útfrá siðferðisálitamálum sem annarri framgöngu.
Næsta víst er að málefnin vega misþungt hjá kjósendum og eru sett mismunandi framlega þegar í röðina.
Rétt eins og vera ber.
Tímabært að leggja niður siðanefnd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2019 | 23:12
Er ekki eins að flytja út raforku og fisk?
Í umræðum um raforkumál og sölu á Íslandi, sem hafa verið óvenjulega lífleg á undanförnum mánuðum hefur oft mátt heyra þau rök að sala raforku lúti sömu lögmálum og sala fisks.
Það er að segja að eðlilegt sé að selja raforkuna (í gegnum sæstreng) fyrir eins hátt verð og hægt er.
Það sé aðeins eðlilegar "aukaverkanir" að raforkuverð myndi stórhækka til Íslenskra notenda, rétt eins og fiskverð hafi hækkað á Íslandi með auknum útflutningi og eftirspurn erlendis.
Að einhverju leiti er þetta réttur samanburður, en það þarf þó að skoða dæmið betur.
Að selja raforku í gegnu sæstreng til útlanda jafngildir því að opna á að erlend útgerðarfyrirtæki fái að kaupa kvóta til fiskveiða á Íslandsmiðum jafnt og Íslensk útgerðarfyrirtæki.
Að hvaðan útgerðin komi skipti engu máli, aðeins ef hún myndi vilja greiða einhverjum krónum meira fyrir tonnið af óveiddum fiski.
Engu skipti hvort að Íslenskir sjómenn fái atvinnu við fiskveiðar, engu máli skipti hvort að Íslendingar fái atvinnu við að vinna fisk í landi, engu máli skipti að aukin verðmæti verði til við frekari vinnslu á fisknum, engu skipti tekjur ríkis og sveitarfélaga af því skattgreiðslum þeirra sem vinna fiskinn (eða noti raforkuna til frekari verðmætasköpunar).
En auðvitað sýnist sitt hverjum, í þessu efni eins og öðrum.
En þetta er að mínu mati eitthvað sem nauðsynlegt er að Íslendingar - allir - ræði sín á milli.
Fyrirtækjum slátrað fyrir sæstreng? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2019 | 22:55
Því sem næst tvöfallt hærri kosningaþátttaka í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni en í kosningum til Evrópu(sambands)þingsins
Eðlilega vöktu kosningar til Evrópu(sambands)þingsins í Bretlandi mikla athygli, líklega þá mestu af öllum þátttökulöndunum.u
Það er enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar eru kosnir til þings, sem þeir eiga allt eins von á að taka aldrei sæti á, en svo gæti farið þegar Bretar ganga úr "Sambandinu".
Þó er líklegra að þeir sitji á þinginu einhverja mánuði, eða fram í október, og þá verði fækkað á þinginu, ekki þó sem samsvarar þingmönnum Breta, heldur verður bætt við þingmönnum frá nokkrum þjóðum, sem verða reiknaðir efti þeim kosningaúrslitum sem urðu síðustu helgi.
En margir hafa viljað gera mikið úr úrslitnum í Bretlandi, vissulega vann Brexit flokkurinn einstakan sigur, það gerist ekki oft að 6 vikna gamall flokkur vinni nálægt einum þriðja atkvæða.
Frjálslyndir demókratar risu einnig upp frá dauðum með eftirminnilegum hætti, allt að því biblíulegum. Íhaldsflokkurinn fékk sín verstu kosningaúrslit svo öldum skipti og Verkamannaflokkurinn fékk háðulega útreið, ekki síst þegar horft er til þess að hann hefur verið í stjórnarandstöðu í u.þ.b. 9. ár.
En kosningaþátttakan var aðeins rétt rúmlega helmingur af því sem hún var í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit.
Eins og oft er, taka kjósendur frekar þátt í kosningum eða atkvæðagreiðslum þar sem þeim þykir umfjöllunarefnið mikilvægt.
Það segir ef til vill sitt hvað um hvað Breskum kjósendum finnst um Evrópu(sambands)þingið og svo Brexit hins vegar.
En hitt er að það er jákvætt að kjörsókn hafi aukist.
Það er alltaf fagnaðarefni.
En það sem er fyrst og fremst eftirtektarvert er að kjósendur vilja refsa hinum hefðbundnu valdaflokkum.
Það ætti að vera öllum umhugsunarefni.
Brexit-flokkurinn afgerandi sigurvegari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.5.2019 | 21:32
Dýrt á Íslandi - með strætó á milli landshluta
Síðasta færsla hér fjallaði um hve mikið hagstæðara væri að taka bílaleigubíl heldur en fjöldasamgöngur á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur.
En hvað ef ferðin liggur áfram, frá Reykjavík til Akureyrar?
Er ekki sniðugt að taka strætó?
Enn og aftur er leiga á bíl mikið hagstæðari.
Á heimasíðu Strætó má finna eftirfarandi upplýsingar: Leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar keyrir í gegnum 22 gjaldsvæði. Þess vegna er verðið milli Reykjavíkur og Akureyrar 10.340 krónur (470 x 22) eða 22 strætómiðar."
Fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyar kostar með öðrum orðum, 20.680, eða 41.260 fyrir tvo.
Eins og kom fram í síðasta pistli, kostar 6 daga leiga á bíl ódýrasti kostur í ca, 21.000, en algengt verð var í kringum 24.000.
Hvort er nú líklega að ferðamaðurinn velji? Að hafa bíl í 6. daga eða taka strætó á milli Reykjavíkur og Akureyrar?
Frelsi bílsins, möguleiki á því að fara í Mývatnsveit, skreppa til Dalvíkur, Ólafs- og Siglufjarðar, renna við á Húsavík?
Hvað skyldi Strætó á alla þessa staði kosta?
Frelsi og þægindi á móti strætó?
Það er rétt að hafa í huga að samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef borga farþegar aðeins u.þ.b. 40% af rekstrarkostnaði Strætó á landsbyggðinni, en ég tek fram að ég veit ekki hvernig hlutfallið er á leiðinni Reykjavík - Akureyri, en það getur vissulega verið misjafnt á milli leiða.
Enn á ný fá fjöldasamgöngur (almenningssamgöngur) á Íslandi falleinkun.
Í dæmum sem þessum virðast þær fyrst og fremst auka vegslit og svifryk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2019 | 18:22
Dýrt á Íslandi, eða ekki?
Það er mikið rætt um að ferðafólki finnist flest dýrt á Íslandi og má það sjálfsagt til sannsvegar færa. Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi ekki að vera dýrt að koma til Íslands, en margur myndi líklega segja að fyrr megi nú rota, en....
En því finnst mörgum ferðamanninum áríðandi að reyna að spara á ýmsum sviðum.
Ég sá til dæmis frétt á Visi, þar sem fjallað var um hækkun á fargjöldum flugrútunnar. Nú kostar víst 6500 að fara til Reykjavíkur og til baka.
Það er frekar dýrt að margra mati.
Nú vill svo til að ég hef verið að aðstoða kunningjafólk mitt við að undirbúa Íslandsferð, þau ætla að vera á Íslandi í 6. daga.
Ódýrasti bílaleigubíllinn sem ég fann fyrir þessa 6. daga var 21.000, en algengt verð í kringum 24.000. Síðan mátti auðvitað finna verð upp úr.
Að fara fram og til baka með rútu kostar því frá einum fjórða yfir í ríflega 30% af því að hafa bíl í 6. daga.
Þar sem þau þyrftu tvo miða í rútuna, er rútuverðið komið langt yfir helming af leiguverði bílsins, en jafnvel fyrir einn er bílaleigubíll aðlaðandi kostur.
Ekki hef ég þó heyrt neinn tala um að bílaleigubílar á Íslandi séu óeðlilega ódýrir.
Þannig að þetta er auðvelt val.
Enn og aftur eru fjöldasamgöngur á Íslandi að fá afleita einkunn.
27.5.2019 | 00:06
"The End Of May"
Loksins tilkynnir Theresa May um afsögn sína, bæði sem forsætisráðherra Breta og sem leiðtogi þarlenska Íhaldsflokksins.
Loksins.
Mér þykir ekki ótrúlegt að hún eig eftir að rata á spjöld sögunnar sem einhver versti forsætisráðherra Breta, og nái svipuðu sæti hvað varðar leiðtga Íhaldsflokksins.
Reyndar segja "gárungarnir" að hún hafi dregið afsögn sína á langinn, vegna þess að hún hafi ekki getað hugsað sér að segja af sér í "May", hvað þá í "the end of May".
En það er önnur saga.
Ýmsir hafa reynt að bera í bætifláka fyrir May, með því að segja að hún hafi fengið erfitt mál (Brexit) í fangið, sem hún sjálf hafi verið á móti og greitt atkvæði gegn.
Vissulega greiddi hún atkvæði gegn Brexit, en hún vissi að hverju hún gekk þegar hún sóttist eftir leiðtogastöðunni, vissi að hún yrði þá forsætisráðherra og vissi að það kæmi í hennar hlut að leiða Breta út úr "Sambandinu".
Sem henni mistókst herfilega.
Henni mistókst að fá samherja sína til að vinna með sér, var reyndar legið á hálsi fyrir að vantreysta öllum.
Henni mistókst að fá kjósendur til að fylkja sér að baki sér, í afar vanhugsuðum kosningum sem hún efndi til, án skýrrar ástæðu.
Hún skilur Íhaldsflokkinn eftir í sárum, hann horfi fram á einhver verstu kosningaúrslit (í kosningum til Evrópu(sambands)þingsins) sem hann hefur nokkru sinni fengið.
Ég reikna með að það taki Íhaldsflokkinn býsna langan tíma að jafna sig eftir forystu May.
Það eina sem er flokknum þó hagfellt, er að Verkamannaflokkurinn er sömuleiðis í sárum..
May lætur af embætti 7. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.5.2019 | 23:16
Íhaldsflokkurinn mun ekki útmást
Persónulega hef ég ekki trú á því að Íhaldsflokkurinn Breski þurkist út í kosningunum til Evrópu(sambands)þingsins, en hann fær ekki marga þingmenn og mér kæmi það ekki á óvart að þá mætti telja á fingrunum, jafnvel í þeirra verstu niðurstöðu, annarar handar.
Þegar stjórnmálaflokkar verða viðskila við stóran hóp kjósenda sinna og megna ekki að fylgja eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er ekki von á góðu.
Íhaldsflokkurinn fær það hluskipti sem hann á skilið.
Einhverjir hugga sig eflaust við það að helsti keppinautur hans í gegnum tíðina, Verkamannaflokkurinn þarf sömuleiðis að sætta sig við stórt tap, verandi í stjórnarandstöðu.
En þessar kosningar (þrátt fyrir að þátttakan hefi verið í daprari kantinum, eins og búast mátti við), sýna að hinir "hefðbundnu" stjórnmálaflokkar eiga undir högg að sækja, í Bretlandi eins og víða annars staðar.
Það eru hinir "hefðbundnu" stjórnmálaflokkar sem hafa skapað hina "popúlísku" flokka, með því að tapa tengingunni við "almenna kjósendu".
Það er þarft fyrir alla að fletta því upp hvað "popúlismi" þýðir í raun, ekki síst stjórnmálamenn.
Svona er að upplifa tortímingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2019 | 02:40
Er fjölþjóðasamstarf það sama og alþjóðasamstarf?
Einhver mesti meinbugur á nútíma pólítískri orðræðu, er, að mínu mati, þegar reynt er að nota rangar skilgreiningar, ýmist óafvitandi eða vísvitandi um ákveðin hugtök.
Þannig er reynt að fegra ákveðin málstað með því að nota "jákvæð" hugtök.
Gott dæmi um slíkt er Evrópusambandið og málefni tengd því.
Þannig tala ýmsir Íslenskir stjórnmálaflokkar ávallt um Evrópusambandið, eða EEA/EES samninginn sem alþjóðlegt samstarf.
Að mínu mati er það ekki rétt.
Evrópusambandið og EEA/EES samningurinn er gott dæmi um fjölþjóðlegt samstarf.
Það hafa ekki öll ríki rétt á því að ganga í Evrópusambandið, eða taka þátt í EEA/EES samningnum, ekki einu sinni á því að sækja um.
Það sama gildir um fjölþjóðlegt samstarf eins og til dæmis NATO. Það gerir slíkt samtarf ekkert síður mikilvægt, eða ávinning af því meiri eða minni, en það er alltaf rétt að reyna að fara með sem réttast mál.
Þegar umræða um "falskar fréttir" er eins víðtæk og nú er raunin, er rétt að hafa þetta í huga, því röng hugtaka notkun, er af svipuðum meiði.
Það er verið að bera rangar, eða falskar, staðreyndir á borð.
Í framhaldi af því, má svo velta því fyrir sér, hvort að eðlilegt sé að stofnanir velji sé heiti, s.s. "Evrópuþingið", eða "European Parliament", þegar aðeins um það bil helmingur Evrópuþjóða á rétt á því að kjósa sér fulltrúa á viðkomandi stofnun.
Er það ekki nokkurs konar "fréttafölsun" í sjálfu sér?
Þætti okkur það eðlilegt að á einhverju sem kallaði sig "Íslandsþingið" ætti aðeins hluti Íslendinga rétt á því að kjósa sér fulltrúa?
Nú eða ef eitthvað sem kallaði sig "Heimsþingið" gæfi aðeins helmingi ríkja heimsins kost á því að tilnefna fulltrúa?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)