"The End Of May"

Loksins tilkynnir Theresa May um afsögn sína, bæði sem forsætisráðherra Breta og sem leiðtogi þarlenska Íhaldsflokksins.

Loksins.

Mér þykir ekki ótrúlegt að hún eig eftir að rata á spjöld sögunnar sem einhver versti forsætisráðherra Breta, og nái svipuðu sæti hvað varðar leiðtga Íhaldsflokksins.

Reyndar segja "gárungarnir" að hún hafi dregið afsögn sína á langinn, vegna þess að hún hafi ekki getað hugsað sér að segja af sér í "May", hvað þá í "the end of May".

En það er önnur saga.

Ýmsir hafa reynt að bera í bætifláka fyrir May, með því að segja að hún hafi fengið erfitt mál (Brexit) í fangið, sem hún sjálf hafi verið á móti og greitt atkvæði gegn.

Vissulega greiddi hún atkvæði gegn Brexit, en hún vissi að hverju hún gekk þegar hún sóttist eftir leiðtogastöðunni, vissi að hún yrði þá forsætisráðherra og vissi að það kæmi í hennar hlut að leiða Breta út úr "Sambandinu".

Sem henni mistókst herfilega.

Henni mistókst að fá samherja sína til að vinna með sér, var reyndar legið á hálsi fyrir að vantreysta öllum.

Henni mistókst að fá kjósendur til að fylkja sér að baki sér, í afar vanhugsuðum kosningum sem hún efndi til, án skýrrar ástæðu.

Hún skilur Íhaldsflokkinn eftir í sárum, hann horfi fram á einhver verstu kosningaúrslit (í kosningum til Evrópu(sambands)þingsins) sem hann hefur nokkru sinni fengið.

Ég reikna með að það taki Íhaldsflokkinn býsna langan tíma að jafna sig eftir forystu May.

Það eina sem er flokknum þó hagfellt, er að Verkamannaflokkurinn er sömuleiðis í sárum..

 

 

 


mbl.is May lætur af embætti 7. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Litlu verður Vöggur feginn." cool

Þorsteinn Briem, 27.5.2019 kl. 11:07

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

The end of May comes in June.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.5.2019 kl. 12:24

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta.  Það er áríðandi að kunna að gleðjast. Ég vona að stuðningsmenn Íhaldsflokksins kunni það.

"Always look on the bright side of life".

@Tómas, þakka þér fyrir þetta. Og ekki degi of snemma, heldur hitt.

G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2019 kl. 18:25

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svona miðað við bakgrunn May og viðhorf þá má allt eins segja að henni hafi tekist ætlunarverkið, þó svo að aðrir þurfi að taka við keflinu, því verkefnið var og er, að koma í veg fyrir Brexit.

Þó svo að það virðist vera sem svo að þurft hafi að fórna "flokknum" þá skiptir það litlu máli, hefðbundnir flokkar heyra hvort eð er brátt sögunni til. Þess má jafnvel sjá merki á Íslandi hvernig auðræðið ræður för.

Lýðnum er boðið upp á nýjar glapsýnir til að halda með á við Macron í Frakklandi og Viðreisn á Íslandi.

Magnús Sigurðsson, 28.5.2019 kl. 18:37

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Magnús, þakka þér fyrir þetta.  Þetta er fullgilt sjónarmið, "Sambandssinnarnir" í Íhaldsflokknum töldu það mikilvægast af öllu að halda sjálfum sér við völd og stýrið.

En ég held einfaldlega að verkefnið hafi verið henni um megn, ekki síst vegna þess að henni virðist ekki ganga nógu vel að fá fólk til að vinna með sér og virðist vilja hafa alla þræði í hendi sér.

Sést til dæmis á því hve margir ráðherrar hafa kosið að segja af sér.

G. Tómas Gunnarsson, 28.5.2019 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband