Er fjölþjóðasamstarf það sama og alþjóðasamstarf?

Einhver mesti meinbugur á nútíma pólítískri orðræðu, er, að mínu mati, þegar reynt er að nota rangar skilgreiningar, ýmist óafvitandi eða vísvitandi um ákveðin hugtök.

Þannig er reynt að fegra ákveðin málstað með því að nota "jákvæð" hugtök.

Gott dæmi um slíkt er Evrópusambandið og málefni tengd því.

Þannig tala ýmsir Íslenskir stjórnmálaflokkar ávallt um Evrópusambandið, eða EEA/EES samninginn sem alþjóðlegt samstarf.

Að mínu mati er það ekki rétt.

Evrópusambandið og EEA/EES samningurinn er gott dæmi um fjölþjóðlegt samstarf.

Það hafa ekki öll ríki rétt á því að ganga í Evrópusambandið, eða taka þátt í EEA/EES samningnum, ekki einu sinni á því að sækja um.

Það sama gildir um fjölþjóðlegt samstarf eins og til dæmis NATO. Það gerir slíkt samtarf ekkert síður mikilvægt, eða ávinning af því meiri eða minni, en það er alltaf rétt að reyna að fara með sem réttast mál.

Þegar umræða um "falskar fréttir" er eins víðtæk og nú er raunin, er rétt að hafa þetta í huga, því röng hugtaka notkun, er af svipuðum meiði.

Það er verið að bera rangar, eða falskar, staðreyndir á borð.

Í framhaldi af því, má svo velta því fyrir sér, hvort að eðlilegt sé að stofnanir velji sé heiti, s.s. "Evrópuþingið", eða "European Parliament", þegar aðeins um það bil helmingur Evrópuþjóða á rétt á því að kjósa sér fulltrúa á viðkomandi stofnun.

Er það ekki nokkurs konar "fréttafölsun" í sjálfu sér?

Þætti okkur það eðlilegt að á einhverju sem kallaði sig "Íslandsþingið" ætti aðeins hluti Íslendinga rétt á því að kjósa sér fulltrúa?

Nú eða ef eitthvað sem kallaði sig "Heimsþingið" gæfi aðeins helmingi ríkja heimsins kost á því að tilnefna fulltrúa?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ítalía og Lúxemborg voru árið 1949 á meðal 12 stofnfélaga Atlantshafsbandalagsins (North Atlantic Treaty Organization - NATO) en hvorugt þessara ríkja er við Norður-Atlantshafið. cool

Sautján ríki í Evrópu, sem ekki eru við Atlantshafið, hafa gengið í Atlantshafsbandalagið, þannig að meirihluti 29 ríkja í bandalaginu er ekki við Atlantshafið. cool

Og Norður-Makedónía verður trúlega 30. ríkið í Atlantshafsbandalaginu.

Kýpur, sem er í Asíu, er í Evrópusambandinu.

Kýpur og Ísrael, sem einnig er í Asíu, hafa tekið þátt í Eurovision, svo og Ástralía.

En harla ólíklegt að nöfnum Atlantshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og Eurovision verði breytt. cool

Þorsteinn Briem, 25.5.2019 kl. 12:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrst þú talar um breytingar á nöfnum hugtaka í anda newspeak Orwells til að setja smá sætt ávaxtabragð á eitthvað sem er í raun hryllingur, þá dettur mér í hug orðið félagshyggja í stað sosíalisma. Einnig er fóstrið og eyðing þess tekið út úr fóstureyðingum og nú kallað þungunarrof. Planned parenthood í usa í stað abortion. Fleira má nefna. Orkupakkinn 3,  sem enginn skilur, skilst betur ef hann er kallaður sínu rétta nafni: Þriðji áfangi í fullveldisafsali orkumála.

Auðvitað á að segja þing evrópubandalagsins en ekki evrópuþingið. Maður hefur svo heyrt að andstæðingar evrópubandalagsins vilji ekki vera hluti af evrópu. Evrópa er nú einusinni álfa og ekkert val um það hvort við tilheyrum henni eður ei.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2019 kl. 15:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steini minn, Kýpur er í Evrópu. Hvað bull er þetta í þér? Einnig Rússland, hvíta rússland og Úkraína. Einhver bið á því að þau síðarnefndu verði hluti af evrópusambandinu. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2019 kl. 15:52

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þorsteinn, þakka þér fyrir þetta. Mér sýnist að þú hafir ekki skilið það sem ég var að segja. Ég er ekki að leggja til nafnbreytingar á hvorki NATO eða Evrópusambandinu og Eurovision kemur málinu varla við.

Það eru líka þjóðir í Hvalveiðiráðinu sem eiga ekki land að sjó.

En þing Evrópusambandsins er ekki þing Evrópu.  Seðlabanki Evrópusambandsins þjónar ekki Evrópu, þó að hann þjóni ríkjum sem eru í Evrópu. Hann þjónar ekki einu sinni Evrópusambandsríkjunum, heldur eingöngu ríkjum Eurosvæðisins.

Persónulega þætti mér því eðlilegra að talað væri um Evrópusambandsþingið og Seðlabanka Eurosvæðisins.

Evrópusambandið talar ekki fyrir Evrópu, ég er reyndar þeirrar skoðunar að það geti enginn.

Það er ólíklegt að einstaklingur sem er andsnúinn því að Ísland gangi í Evrópusambandið, sé á móti Evrópu, þó að það sé vissulega hugsanlegt.

Svo koma til "froðuhugtök" eins og að það þurfi "meiri Evrópu" ("more Europe").

Það eru reyndar örlítið skiptar skoðanir um hvort að Kýpur tilheyri Evrópu eða Asíu, eyjan er nær Asíu ef ég man rétt og á þeirri forsendu hafa sumir viljað telja hana til Asíu.

En ég held að það sé algengara að telja hana til Evrópu, enda skiptir vegjalengd engu máli í þessu samhengi.  Ísland er til dæmis nær Ameríku en Evrópu.

@Jón Steinar, þakka þér fyrir þetta. Það er fullgilt að breyta að orðum ef það er til hins betra eða verður þjálla.

Ég hef til dæmis ekkert á móti því að nýtt orð verði fundið fyrir fóstureyðingu, en mér finnst þungarrof ekki gott. Fyrst og fremst vegna þess að í mínum huga tengist rof yfirleitt einhverju sem hægt er að halda áfram eftir rofið.

Samanber þegar vegur rofnar, eða þegar útsending er rofin, "vegna áríðandi tilkynningar". 

En ef til vill er ég að misskilja eitthvað.

Persónulega á ég líka erfitt með að skilja hvernig orðið parenthood er notað í þessu sambandi á Ensku.

G. Tómas Gunnarsson, 25.5.2019 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband