Því sem næst tvöfallt hærri kosningaþátttaka í Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni en í kosningum til Evrópu(sambands)þingsins

Eðlilega vöktu kosningar til Evrópu(sambands)þingsins í Bretlandi mikla athygli, líklega þá mestu af öllum þátttökulöndunum.u

Það er enda ekki á hverjum degi sem einstaklingar eru kosnir til þings, sem þeir eiga allt eins von á að taka aldrei sæti á, en svo gæti farið þegar Bretar ganga úr "Sambandinu".

Þó er líklegra að þeir sitji á þinginu einhverja mánuði, eða fram í október, og þá verði fækkað á þinginu, ekki þó sem samsvarar þingmönnum Breta, heldur verður bætt við þingmönnum frá nokkrum þjóðum, sem verða reiknaðir efti þeim kosningaúrslitum sem urðu síðustu helgi.

En margir hafa viljað gera mikið úr úrslitnum í Bretlandi, vissulega vann Brexit flokkurinn einstakan sigur, það gerist ekki oft að 6 vikna gamall flokkur vinni nálægt einum þriðja atkvæða.

Frjálslyndir demókratar risu einnig upp frá dauðum með eftirminnilegum hætti, allt að því biblíulegum.  Íhaldsflokkurinn fékk sín verstu kosningaúrslit svo öldum skipti og Verkamannaflokkurinn fékk háðulega útreið, ekki síst þegar horft er til þess að hann hefur verið í stjórnarandstöðu í u.þ.b. 9. ár.

En kosningaþátttakan var aðeins rétt rúmlega helmingur af því sem hún var í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit.

Eins og oft er, taka kjósendur frekar þátt í kosningum eða atkvæðagreiðslum þar sem þeim þykir umfjöllunarefnið mikilvægt.

Það segir ef til vill sitt hvað um hvað Breskum kjósendum finnst um Evrópu(sambands)þingið og svo Brexit hins vegar.

En hitt er að það er jákvætt að kjörsókn hafi aukist.

Það er alltaf fagnaðarefni.

En það sem er fyrst og fremst eftirtektarvert er að kjósendur vilja refsa hinum hefðbundnu valdaflokkum.

Það ætti að vera öllum umhugsunarefni.

 

 

 


mbl.is Brexit-flokkurinn afgerandi sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband