Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2019
22.4.2019 | 02:30
Nýr málsháttur?
Oft má súkkulaði kjurrt liggja!
19.4.2019 | 17:41
Þjóðaratkvæðagreiðsluígildi?
Stóðst ekki freistinguna að búa til hálfgert orðskrípi sem fyrirsögn, sjálfsagt ekki til eftirbreytni.
En það verður fróðlegt að fylgjast með kosningum til Evrópu(sambands)þingsins í maí. Fyrst og fremst í Bretlandi, en einngi víða í "Sambandslöndunum".
Þessar kosningar, sem svo margir vildu forðast að færu fram í Bretlandi verða án efa spennandi og baráttan verður hörð.
Það verður fróðlegt að sjá hver kosningaþátttakan veður og hvort hún muni aukast, en oft hefur hún verið frekar döpur. Þátttakan árið 2014 var 35.6%, og jókst lítillega frá kosningum þar á undan.
Til samanburðar var þátttakan í síðusut þingkosningum í Bretlandi (2017) rétt tæp 69%. En kosningaþátttaka (í þingkosningum) hefur heldur verið að aukast í Bretlandi, frá árinu 2001, en þá fór hún undir 60%.
En það er spurning hvað stóru flokkarnir eru reiðubúnir til að eyða í kosningabaráttu, Evrópu(sambands)þingið hefur aldrei verið hátt skrifað og ef aðeins er verið að kjósa til 6. mánaða eða svo, hefur það takmarkað gildi.
En gefur kjósendum vissulega tækifæri til að sýna hug sinn og senda skilaboð til stjórnvalda.
Ég spái því að megnið af UKIP fylginu eigi eftir að færa sig yfir til Brexitflokksins og sjálfsagt hefur hann eitthvað af fylgi bæði frá Íhalds- og Verkamannaflokknum.
Sést hafa hvatningar í þá átt að "Sambandssinnar" sameinist um framboð, eða vinni saman á einhvern hátt og verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað verði af því.
En ef svo yrði gætu kosningarnar orðið að einhverskonar "þjóðaratkvæðagreiðsluígildi".
Sumir segja að þessar kosningar verði ekki aðeins "in May", heldur einnig "about May".
Sveitastjórnarkosningar verða svo í stórum hluta Englands og N-Írlands þann 3ja maí. Í þeirri kosningabaráttu hefur Íhaldsflokkurinn einnig átt frekar undir högg að sækja, og Theresa May ekki auðveldað þeim að ná til kjósenda.
Það eru því spennandi tímar framundan í Breskum stjórnmálum og hörð barátta framundan innan flokka og utan.
Svo er það hrekkjavakan í október, sem verður líklega meira spennandi í Bretlandi í ár en nokkru sinni fyrr, nema auðvitað að Bretum takist að mjaka sér úr "Sambandinu" áður.
En það er ljóst að margir Bretar hafa hugsað sér að "eggja" sitjandi stjórnmálamenn í komandi kosningum.
Brexit-flokkurinn með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2019 | 16:23
Svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi
Af því að í dag er föstudagurinn langi (eða sá góði á Enskunni), og jafnframt verða seinna á þessu ári liðin 40 ár frá því að kvikmyndin "Life of Brian" var frumsýnd er ekki úr vegi að sýna hér eitt besta atriðið úr myndinni. Það jafnframt er eitt af allra bestu lögum Eric Idle, ég er auðvitað að tala um "Always Look At The Bright Side of Life".
En það er líka þarft að velta því fyrir sér hvaða móttökur hún hlaut fyrir 40 árum og hvort mikið hafi breyst,eða hvort að hún yrði yfirleitt framleidd í dag, nú eða sýnd.
Stórfyrirtæki eins og EMI treysti sér ekki til að fjármagna verkið, og ef ekki hefði verið fyrir tilstilli Georgs Harrison, bítilsins geðþekka, er óvíst að myndin hefði verið framleidd, þvi ekkert af "stóru" kvikmyndaverunum treysti sér til að koma að gerð hennar.
Það var mótmælt fyrir utan kvikmyndahús í Bandaríkjunum og hún var bönnuð í hlutum af Bretlandi og alfarið í Noregi. Það tengist einmitt fyrirsögninni, en þannig var "Life Of Brian" auglýst í Svíþjóð: Svo fyndin að hún var bönnuð í Noregi.
Persónulega er þetta ein af mínum uppáhaldsmyndum og líklega sú sem ég hef oftast horft á. Því hún er ennþá fersk.
Ég held að hún sé mjög "hollt áhorf" og á erindi til allra.
Oft þegar ég les eða sé einhvern "sármóðgaðan" einstakling hugsa ég til Python.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2019 | 23:43
Hatari! Varúð. Vinsamlegast haldið ykkur á stígnum
Ég fór með fjölskyldunni í dýragarð í dag. Ekki í frásögur færandi, skemmtum okkur vel og nutum dagsins.
En á "afrísku sléttunni", í kringum ljónin og önnur afríksk dýr mátti sjá skilti: Hatari Caution Please Stay on pathway.
Eðlilega vakti þetta forvitni Íslendingins.
Spurði Hr. Google þegar heim var komið, jú Hatari þýðir varúð á Swahili.
Hatari leggur land undir fót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 8.4.2019 kl. 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2019 | 15:00
Er brýn þörf á veitingastöðum á Hlemmi?
Nú er mikið rætt um framúrkeyrslu við framkvæmdir við breytingar á Hlemmi. Það er að sjálfsögðu ekki til eftirbreytni. En það telst varla til stórra tíðinda þegar talað er um opinberar byggingaframkvæmdir.
Þeim mun meiri þörf er að vanda til verka og velta því fyrir sér hvers vegna er farið í viðkomandi framkvæmdir.
Ég hef heyrt mikið um offramboð á veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur og að rekstur þeirra sé erfiður.
Ásóknin í að opna staði hefur verið slík að Reykjavíkurborg taldi sig þurfa að setja kvóta á fjölda þeirra á ákveðnum svæðum.
Á sama tíma er borgin svo að eyða háum fjárhæðum í að byggja upp húsnæði fyrir veitingastaði. Svo háum fjárhæðum, og svo lágum leigutekjum að margir vilja halda því fram að engin leið sé að tekjurnar standi undir kostnaði við framkvæmdirnar.
Er ekki þörf á að ræða hvers vegna borgarstjórnarmeirihlutinn taldi nauðsynlegt að auka á framboð á veitingahúsnæði í og við miðborgina?
Taldi meirihlutinn þörf á því að auka samkeppni í veitingageiranum? (með niðurgreiðslu frá útsvars- og fasteignagjaldsgreiðendum).
Hvað verður næsta útspil?
Er ef til vill þörf á fleiri fataverslunum í miðborgina?
Skattfé ekki spjálfsprottin auðlind | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2019 | 20:07
Ofmetin tollabandalög?
Það gengur mikið á varðandi "Brexit" en miðar lítið eða ekkert áfram. Alls kyns leiðir eru ræddar, en engin nýtur meirihluta í Breska þinginu.
Meðal þess sem haldið hefur verið á lofti er að nauðsynlegt sé fyrir Breta að vera í tollabandalagi með "Sambandinu".
En hve mikill ávinningur hefur verið af tollabandalaginu fyrir Breta?
Að sjálfsögðu er gott hvar sem er í heiminum að hafa enga tolla, enga kvóta, enga tollskoðun eða tollpappíra.
Ef Bretland er ekki í tollabandalagi með "Sambandinu" er það í sömu sporum og Bandaríkin, Kína eða Japan (og fjöldi annara ríkja).
En er það svo hræðilegt? Hver hefur ávinningur Breta af tollabandalaginu verið síðast liðin 20 ár?
Skipta má útflutningi Breta í grófum dráttum í 4. flokka.
Útflutning á vörum til "Sambandsríkja", útflutning á þjónustu til "Sambandsríkja", útflutning á vörum til til annara ríkja og útflutning á þjónstu til annara ríkja.
Sé litið á þá staðreynd að tollabandalag á mestu leyti við útflutning á vörum til "Sambandsríkjanna", halda líklega margir að slíkt hafi vaxið hratt á undanförnum árum, en sú er ekki raunin, reyndar er það af flokkunm fjórum sá sem minnst hefur vaxið á undanförnum 2. áratugum.
Síðast liðna 2. áratugi hefur vöruútflutningur til "Sambandsríkja aðeins vaxið um 0.2% á ári að meðaltali.
Á sama tíma hefur vöruútflutningur til annara landa aukist um 3.3% á ári að meðaltali.
Útflutningur Breta á þjónustu hefur vaxið mun hraðar, en þar hafa "önnur lönd" einnig vinningin, en hann hefur aukist að meðaltali um 5.6% á ári, en þjónustu útflutningur til "Sambandsríkja" um 5.2% árlega.
Á áratugunum tveimur hefur vöruskiptahalli Breta gagnvart "Sambandinu" aukist úr u.þ.b. 6 milljörðum punda, í 95 milljarða punda árlega. Tveir stærstu vöruflokkarnir sem valda hallanum eru bílar og matvæli.
Miðað við íbúafjölda er þessi halli stærri en vöruskiptahalli Bandaríkjanna gagnvart Kína.
Reyndar er vert að nefna að vöruinnflutningur Kína, Bandaríkjanna, Indlands og Brasilíu til "Sambandsríkja" hefur á þessu tímabili aukist hraðar en Bretlands. Þau njóta þó ekki tollabandalags.
En sé litið til þess að vöruskiptahalli Bretlands gagnvart "Sambandinu" kemur að stórum hluta frá matvælum og bílum, er hægt að draga þá ályktun að tollabandalagið komi að hvað bestum notum þar sem tollabandalagið beitir tollum til að vernda sinn "innri markað".
Það kemur sér vel fyrir stærsta bílaframleiðslulandið og stærsta landbúnaðarlandið, innan "Sambandsins"
Það er því líklegt að það kæmi sér vel fyrir Bretland að geta gert sína eigin viðskiptasamninga, því "Sambandið" er ekki mjög áfram um viðskiptasamninga sem gera þjónustuviðskipti frjálsari, en þar er styrkleiki Breta, en "Sambandið" stendur ekki jafn vel að vígi.
En það má líka líta á það svo að það sé ástand og gerð efnahagslífsins sem skiptir meira máli en tollabandalag.
Bretland er einfaldlega betri í útflutningi á þjónustu en vörum. En þó að "innri markaðurinn" fyrir vörur hafi að mestu leyti komist í gagnið árið 1992, hefur það ekki náðst hvað varðar þjónustu.
Það er því ekki að undra að margir telji að Bretland stæði betur gæti það gert sína eigin viðskiptasamninga.
Þessi færsla og tölulegar staðreyndir í henni eruk að miklu leyti byggðar á þessari grein í The Guardian.
3.4.2019 | 01:53
Meira en helmingur nýskráðra bíla í Noregi í mars eru rafmagnsknúnir
Þegar ég var að þvælast um netið, rakst ég á þessa athygliverðu frétt.
Meira en helmingur af þeim bílum sem seldust í Noregi í mars voru rafmagnsbílar. Mest munaði þar um gríðarlega sölu á Tesla model 3, en 5315 eintök voru seld í Noregi í mars.
29% af nýjum bílum í mánuðinum voru Tesla model 3, ótrúleg sala. Rúmlega 58% af nýjum bílum voru rafmagnsbílar.
Noregur, þessi mikla olíuþjóð, hefur tekið forystu sem rafmagnsbílaland. Á síðasta ári voru rúmlega 30% af nýjum bílum í Noregi rafmagnsbílar.
Óneitanlega vel af sér vikið.
3.4.2019 | 00:16
Setti veiking eurosins flugfélag á höfuðið?
Nú þegar WOW flugfélagið er orðið gjaldþrota má víða heyra "gamla" sönginn um að all hefði nú farið öðruvísi ef annar gjaldmiðill væri á Íslandi, og ef hér væri euro kæmi svona ekki fyrir.
Ef eurosins nyti við, væri WOW en að vaxa.
Þetta er söngur þeirra sem boða inngöngu í "Sambandið" og upptöku euros sem lausn á öllum vandamálum sem hrjá Íslenskan efnahag.
Það hlýtur eiginlega að teljast afleitt að vera nú þegar búin að taka upp euro, því þá er ekki hægt að taka það upp til að leysa vandamálin sem hrjá Eurosvæðið.
Og WOW er ekki eina flugfélagið sem hefur farið á höfuðið, ekki einu sinni á þessu ári.
Í febrúar fór til dæmis Þýska flugfélagið Germania á höfuðið. Mig minnir að saga þess nái aftur á áttunda áratug síðustu aldar.
Á meðal ástæðna sem stjórnendur flugfélagsins gáfu fyrir gjaldþroti þess, var veiking eurosins gagnvart dollar.
En sjálfsagt væri Germania enn fljúgandi, bara ef þeir hefðu getað selt ferðir sínar í dollurum.
Skyldi einhver trúa því?
2.4.2019 | 21:53
Trúarsöfnuðir á siðlausu framfæri?
Þessi frétt á Vísi vakti athygli mína, fyrst auðvitað fyrirsögnin, "Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi".
En innihaldið er ekki síður fróðlegt.
Í fréttinni stendur t.d.: "Í minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar.
Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður."
Nú man ég ekki betur en að sóknargjöld hafi ekki verið að finna á skattframtölum Íslendinga um einhverja áratuga skeið.
Hvernig stendur þá á þessu "baktjaldamakki" á milli söfnuða landsins og ríkisins? Hvers vegna er skattheimta ekki gegnsæ?
Hvernig getur "uppgjör" eins og þetta átt sér stað, ef engin "sóknargjöld" eru lögð á?
Hvernig getur það átt sér stað að þeir sem standa utan trúfélaga greiði sömu gjöld og þeir sem þeir sem tilheyra "sóknum"?
Hvers kyns siðferði er það?
Ef áætluð sóknargjöld eru ríflega 1500 á mánuði, er um að ræða yfir 18.000 á ári, en rétt ríflega 11.000 ef miðað er við 931.
Það er réttlætiskrafa að þessu verði hætt.
Það má alveg hugsa sér að ríkið innheimti slíkt áfram, en það ætti þá að vera í því formi að skattframteljendur óski þess.
Haka þurfi í reit sem stæði við eitthvað á þessa leið, "Framteljandi óskar eftir því að með skattgreiðslum verði dregið af sóknargjald, að upphæð 1.500, hvern mánuð. (nú eða 931).
Sú upphæð færi þá óskipt til viðkomandi sóknar.
En ranglætinu þarf að ljúka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)