Trúarsöfnuðir á siðlausu framfæri?

Þessi frétt á Vísi vakti athygli mína, fyrst auðvitað fyrirsögnin, "Þjóðkirkjan segir ríkið sýna siðlausa háttsemi".

En innihaldið er ekki síður fróðlegt.

Í fréttinni stendur t.d.: "Í minnisblaði þjóðkirkjunnar sem var sent samninganefndinni kemur fram að kirkjan sé afar ósátt við stjórnvöld fyrir að taka skerf af sóknargjöldum sóknarbarna kirkjunnar og setja í ríkissjóð. Af rúmum 1.500 krónum á mánuði fari aðeins rúmlega 900 krónur til kirkjunnar.

Kirkjan segir að fjárlagafrumvarp þessa árs hafi síðan aukið þetta misvægi. Þingið ákvað að lækka sóknargjald til safnaða um sjö krónur en hækka innheimt sóknargjald um 93 krónur. Þjóðkirkjan vill meina að ríkið hafi því tekið 223 milljónum króna meira frá söfnuðum kirkjunnar en árin áður."

Nú man ég ekki betur en að sóknargjöld hafi ekki verið að finna á skattframtölum Íslendinga um einhverja áratuga skeið.

Hvernig stendur þá á þessu "baktjaldamakki" á milli söfnuða landsins og ríkisins?  Hvers vegna er skattheimta ekki gegnsæ?

Hvernig getur "uppgjör" eins og þetta átt sér stað, ef engin "sóknargjöld" eru lögð á?

Hvernig getur það átt sér stað að þeir sem standa utan trúfélaga greiði sömu gjöld og þeir sem þeir sem tilheyra "sóknum"?

Hvers kyns siðferði er það?

Ef áætluð sóknargjöld eru ríflega 1500 á mánuði, er um að ræða yfir 18.000 á ári, en rétt ríflega 11.000 ef miðað er við 931.

Það er réttlætiskrafa að þessu verði hætt.

Það má alveg hugsa sér að ríkið innheimti slíkt áfram, en það ætti þá að vera í því formi að skattframteljendur óski þess.

Haka þurfi í reit sem stæði við eitthvað á þessa leið, "Framteljandi óskar eftir því að með skattgreiðslum verði dregið af sóknargjald, að upphæð 1.500, hvern mánuð. (nú eða 931). 

Sú upphæð færi þá óskipt til viðkomandi sóknar.

En ranglætinu þarf að ljúka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lög og skattar fara ekki eftir því hvað þér þóknast að þykja réttlátt og siðlegt. Og það er ekki baktjaldamakk og ógegnsæi þegar þú hefur bara ekki lesið lögin, greinargerðirnar og árlegar opinberar skýrslur um framkvæmdina.

Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 00:27

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vagn, þakka þér fyrir þetta. Ef um sóknargjald er að ræða, þá ætti það ekki að leggjast á þá sem ekki tilheyra neinni sókn.

Ef um ekki er um að ræða sóknargjald, hefur hvorki ríkiskirkjan eða nokkur önnur "sókn" tilefni til þess að halda því fram að ríkið sé að halda eftir peningum sem tilheyri þeim.

Þá er einfaldlega um að ræða framlag frá ríkinu, sem það getur ákveðið sjálft (Alþingi).

En það ætti að vera ljóst hvort um er að ræða framlag frá ríkinu eða sóknargjald.

En það virðist eitthvað ekki vera klárt í þeim efnum, ef ástæða þykir til að deila um það.

G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2019 kl. 00:56

3 identicon

Lögin eru skýr á því um hvað er að ræða. En ríkið á það til að setja lög en fara svo ekki eftir þeim ef það hentar og það telur sig geta komist upp með það. Og ráðherrar hafa sumir talið sínar ákvarðanir æðri lögum. Það er ekkert óeðlilegt við það að þeir sem skaðast við það kvarti.

Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2019 kl. 02:55

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vagn, þakka þér fyrir þetta.  Ef lögin eru skýr og um sóknargjald er að ræða, og það er krónutala, þá er það ósvífið að leggja það á alla skattgreiðendur hvort sem þeir tilheyra "sókn" eða ekki.

Annað hvort er þá aukaskattur lagður á "trúleysingja", eða að "sóknarbörn" fá skattaafslátt sem nemur sóknargjaldinu.

Kemur í nokk sama stað niður, en er mikið óréttlæti, og stenst varla stjórnarskrá, sem bannar að mismuna einstaklingum vegna trúarbragða.

Mismununin getur varla orðið meiri en að leggja auka skatt á þá sem kjósa að tilheyra ekki "sókn".

Það er varla óeðlilegt að þeir sem skaðast við slíkt myndu leggja fram kvörtun?

G. Tómas Gunnarsson, 3.4.2019 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband