Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Á hinum pólítísku ásum

Mér var bent á að þriðja kosningaprófið (ég skrifaði hér um mbl.is og RUV áður) væri á finna á á vef Stundarinnar.

Ég fyllti það út eins og hin og útkoman kom í sjálfu sér ekki á óvart.  En kosningaprófið endar á að sína stöðu þátttakandans á hinum pólítísku ásum og gagnvart stjórnmálaflokkunum.

Ég tók því prófið aftur og gaf engar upplýsingar um kyn eða annað og setti hlutleysi við öllum spurningum sem svar.

Það gaf þessar niðurstöður um hvernig Íslenskir stjórnmálflokkar raða sér á hnitin.

Það þarf vissulega (ætti raunar ekki að þurfa að taka það fram) að taka öllum sem þessu með fyrirvara, enda mannana verk.

En það er að mínu mati fróðlegt að sjá hvernig þetta raðast upp í þessu tilfelli, þó að ég sé ef til vill ekki 100% sammála því hvar hver flokkur er.

Kosningaprof Stundin hnit

 

P.S. Þess má svo bæta við hér til gamans fyrir þá sem hafa gaman af því að velta fyrir sér orða og hugtakanotkun, merkingu orða og hugtaka og hvernig við notum þau og hvernig og hversvegna þau hafa verið að breytast.

Myndum við líta öðrum augum á grafið hér að ofan, ef í stað "breytingasinnaður", stæði "róttækur", í stað "félagshyggju" stæði "sósíalismi". Önnur orð sem oft er notuð í Íslenskri stjórnmálaumræðu eins og frjálslyndi, er líklega eitt dæmi sem er túlkað á næstum óteljandi vegu.


Er óska efnahagstefnan massív peningaprentun, uppkaup seðlabanka á skuldabréfum og að keyra upp verðbólgu?

Margir halda því fram að vextir á Íslandi séu mun hærri en í mörgum öðrum Evrópulöndum vegna krónunnar. Það er í sjálfu sér rangt.

Vissulega má segja að í því felist sannleikskorn, en það er aðeins lítill hluti skýringarinnar.

Í fyrsta lagi er rétt að velta því fyrir sér hvers vegna vextir eru svona lágir í mörgum Evrópulöndum, sérstaklega á Eurosvæðinu og þeim löndum sem tengjast því sterkum böndum.

Staðan er einfaldlega sú að hagvöxtur er þar ákaflega lítill, atvinnuleysi er hátt og til skamms tíma geysaði þar verðhjöðnun.

Er það það sem Íslendingar vilja stefna að?

Seðlabanki Eurosvæðisins hefur prentað peninga eins og enginn væri morgundagurinn, og hefur ásamt seðlabönkum aðildarríkjanna keypt upp skuldabréf frá ríkisstjórnum og stór fyrirtækjum og keyrt niður vexti, og þannig gert ríkisstjórnum kleyft að halda áfram skuldasöfnun og jafnframt tryggt hagnað fyrirtækjanna.

Er það þetta sem Íslendingar vilja að stjórnmálin stefni að?

Væru Íslendingar betur staddir ef Seðlabankinn væri að kaupa upp ríkisskuldabréf og skuldabréf stórfyrirtækja og stefndi ótrauður að því að keyra upp verðbólgu?

Þannig væri staðan ef Íslendingar væru aðilar að Evrópusambandinu og hefðu tekið upp euro. Ekkert ríki mátti skorast undan, ekki Þjóðverjar sem höfðu engan áhuga á því að taka þátt, eða Eistland, þar sem ríkið hefur aldrei gefið út skuldabréf.

Hverjir halda að ríki eins og Ísland þar sem hagvöxtur hefur verið allt að 7%, hafi þörf fyrir slíkar trakteringar?

Eina ríkið á Norðurlöndum sem er með euro er Finnland. Þar er atvinnuleysi á milli 7 og 8%,

Þar var verðbólga í september 0.87%. 80 kílómetrum sunnar er verðbólgan í Eistlandi 3.67%.

Verðbólgan var enn hærri í Litháen í ágúst, eða 4.6%

En stýrivexirnir eru þeir sömu, er það virkilega skoðun einhvers hluta Íslenkra stjórnmálamanna að vextir hafi ekki eða eigi ekki að hafa neina tengingu við stöðu efnahagsmála?

Eru einhverjir Íslenskir stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að helsta verkefni Seðlabanka Íslands ætti að vera nú að keyra upp verðbólgu og massív peningaprentun?

Það er hlutskipti seðlabanka euroríkjanna nú.

Ein af mýtunum sem haldið hefur verið fram er að við upptöku euros verði verðbólga á Íslandi svipuð og í öðrum ríkjum eurosvæðisins.

Tölurnar hér að ofan ættu að fullvissa flesta um að það er rangt, og eru aðeins enn eitt dæmi um að "sölumenn" eurosins halda fram rökum sem halda engu vatni.


mbl.is Viðreisn sýnir spilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er "Sambandsaðild" dottin úr umræðunni, nú fyrir kosningar?

Ég hef verið að þvælast um netið og m.a. skoða umfjöllunina á Íslandi um komandi kosningar. Ég gerði það mér til gamans að taka það "próf" sem er hér viðhengt og kallast Kosningaspegill.

Það kom mér lítið á óvart að skoðanir mínar ættu mesta samleið með Sjálfstæðisflokknum, og ekki heldur að fylgnin mældist undir 50%.

Ég tók einnig svokallað kosningapróf á vef RUV. Það kom einnig fátt á óvart og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins röðuðu sér í efstu sætin hvað varðaði að skoðanir svipaðar og mínar.

En það vakti athygli mína að í báðum þessum prófum kom engin spurning um Evrópusambandsaðild.

Ég geri mér grein fyrir því að svona próf eru aðallega til gamans gerð og geta ekki fylgt eftir öllum málum.

En er spurningin um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópussambandið virkilega komin út úr "mainstream" pólítískri umræðu á Íslandi?

Nú heyrist mér að enn sé aðildin meðal lykilatriða í stefnu Samfylkingarinnar og fyrirferðarmikil í málflutningi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.  Tveir síðarnefndu flokkarnir eru vísu ekki atkvæðamiklir akkúrat nú, en þó er allt eins líklegt að Viðreisn gæti slampast á þing.

Og Samfylkingin gæti hæglega orðið einn af sigurvegurum kosninganna ef marka má skoðanakannanir.

Samt velja þeir sem setja saman "prófin" að skauta algerlega fram hjá þessari umræðu.

Það má velta því fyrir sér hvaða flokkum það kemur til góða í kosningaprófum sem þessum, þegar litið er til þeirrar staðreyndar að andstaða við "Sambandsaðild" mælist yfir 60% og hefur gert það í 8 ár eða svo.

 


mbl.is Kosningaspegill mbl.is 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í fasisma í Frakklandi?

Það ríkir stríðsástand í Frakklandi, alla vegna ef marka má málflutning innanríkisráðherra landsins.

Það sem áður var kallað "neyðarlög", eru nú lög, partur af daglegu lífi og "hversdagslegum" stjórntækjum yfirvalda.

Það má allt að því segja að yfirvöld telji að viðvarandi neyðarástand ríki.

Hin umdeilda hryðjuverkalöggjöf hefur þó vakið ótrúlega litla athygli utan Frakklands.

Heimilt verður að hefta ferðafrelsi og skylda einstaklinga til að tilkynna sig til lögreglu daglega, án dómsúrskurðar. Bænahúsum má loka, leitarheimildir eru rúmar o.s.frv.

Nú ætla ég ekki að dæma um hvort að allt þetta séu eðlilegar ráðstafanir miðað við ástandið í Frakklandi, en þó hlýt ég að velta því fyrir mér hvort nauðsynlegt sé að festa þetta í lög.  Hefði ekki verið eðlilegra að framlengja "neyðarlög" þannig að þau falli þá úr gildi, samþykki þingið ekki áframhald þeirra?

Er ekki æskilegt að lög sem heimila miklar skerðingar á réttindum einstaklinga hafi "sólarlagsákvæði"?

Það kom líka upp í huga mér að oft eftir hryðjuverkaárásir, er talað um að við megum ekki láta þau verða til þess að við breytum siðum okkar og venjum, heldur höldum áfram okkar daglega lífi og virðum réttindi einstaklina og okkar opnu samfélög.  Annað þýði að hryðjuverkafólkið hafi unnið.

Hefur Frakkland þá verið sigrað?


mbl.is Samþykkja nýja hryðjuverkalöggjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?

"Lögbannsmálið", ef svo má kalla er í raun að verða skrýtnara og skrýtnara.  Að miklu leyti má segja, svona eins langt og mitt hyggjuvit nær, að það sé farsi.

Glitnir er orðinn að athlægi, alla vegna að mínu mati og hefur orðið sér til skammar.  Enn eitt skiptið þar sem sá sem biður um lögbann, gerir sína hlið aðeins verrri.

Ekki er enn búið að biðja um lögbann á umfjöllun hjá Guardian. Það er bara ekkert að frétta segir forsvarmaður Glitnis.

En er eitthvað að frétta hjá Guardian?

Eins langt og mín vitneskja nær eru engar fréttir þaðan?  Eru engar fréttir í "Glitnisskjölunum"?

Það er ljóst að ef markmiðið væri fyrst og fremst að miðla fréttum til almennings, þá væru auðvitað fréttir sem skipta hann máli birtar í Guardian.

Þegar þær væru birtar gætu allir miðlar (hugsanlega ekki Stundin) á Íslandi endurbirt þær fréttir og þær kæmust til almennings.

Hugsanlega gæti Stundin birt þær sömuleiðis, enda væri þá fréttin ekki byggð á "Glitnisskjölunum", heldur umfjöllun Guardian.

En ef til vill hentar lögbannið og engar fréttir best pólítískum og fjárhagslegum hagsmunum Stundarinnar og Reykjavík Media.

Það er ekki annað hægt en að velta því fyrir sér.

 


mbl.is „Ekki búið að fara fram á lögbann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansað með Skatta Kötu

Ég var að þvælast um netið nú í morgunsárið og sá umfjöllun á Eyjunni um að urgur væri í vinstri mönnum. Þar segir að urgurinn stafi af myndböndum sem má finna á YouTube og mun einnig vera dreift á Facebook (hef ekki séð þau þar enda ekki með reikning þar).

En ég fór auðvitað inn á YouTube og fann umrætt myndband og horfði á það. Það má finna hér að neðan.

 

 

Vissulega eru alltaf umdeilanlegt þegar skoðunum og upplýsingum er deilt undir nafnleysi. Persónulega hef ég reynt að tileikna mér þá meginreglu að hlusta á það sem sagt er eða sýnt án þess að það skipti mig meginmáli hver segir það eða hvort ég viti hver það er.

En ég tek undir það að betri stíll og meiri reisn sé að koma fram undir nafni. Þó hefur marg oft verið rætt um nauðsyn þess að hægt sé að koma fram upplýsingum með nafnleynd, enda ekki óalgengt á Íslandi að eingöngu sé "hjólað í" (gríðarlega vinsælt orðfæri nú um stundir) manninn en ekki málefnið.

Ég get ekki séð að myndbandið sé í neinum meginatriðum rangt, þó að ég hafi ekki farið og "staðreyndatékkað" það.

Það er reyndar athyglisvert að lesa mjög góða umfjöllun á Visi.is, samhliða, ég vil hvetja alla til þess að leggja þann lestur á sig. Umfjöllun Visis má finna hér.

Þar er góð umfjöllun um hugsanlegar breytingar á skattkerfi, og segir m.a.:

"Gert er ráð fyrir að nýju þriðja þrepi verði bætt inn í tekjuskattskerfið og að allir þeir Íslendingar sem hafi 25 milljónir króna eða meira í árslaun, en þeir eru 946 manns samkvæmt gögnum frá Hagstofunni, verði í því skattþrepi. Þess má geta að umræddur hópur greiðir nú 46,24 prósenta tekjuskatt."

Og litlu neðar:

"Taka skal fram að í útreikningunum er ekki gert ráð fyrir að fólk bregðist með einhverjum hætti við skattheimtunni, svo sem með því að draga úr vinnuframlagi, greiða lægri laun út úr eigin rekstri eða flytja einfaldlega af landi brott. Slík viðbrögð yrðu vitanlega til þess fallin að draga úr heimtum af skattahækkununum."

Ég vil líka minna á þegar við heyrum um að afgangur ríkissjóðs sé alltof mikill og nær sé að eyða þeim í þarflegri hluti, aðj ef ég man rétt hefur hið opinbera eytt undanfarin ár  mun hærri fjármunum í vaxtagreiðslur en til samgangna.

Minnki afgangur af fjárlögum, mun slíkt ástand vara mun lengur en ella. Það er vissulega valkostur að hið opinbera sé áfram verulega skuldsett, en það verður þá að gera sér grein fyrir því að framkvæmdir, eða velferðarmál sem þannig er staðið er, eru fjármögnuð með skuldum.

En nóg um það, enn og aftur hvet ég alla til þess að lesa umfjöllunina á Vísi, það er líklega besta umfjöllunin sem ég hef séð fyrir þessar kosningar (verður þó að taka með í reikningin að ég fylgist ekki grimmt með Íslenskum fjölmiðlum akkúrat núna.).

En það er rétt að enda á léttu nótunum og stíga dans með Skatta Kötu.  Hér er þó ekki um að ræða Íslenska stjórnmálakonu, heldur Indónesíska hljómsveit sem ber einmitt nafnið Skatta Kata.  Ég tók mér að bessaleifi að fallbeygja nafnið eins og það væri Íslenskt og hér að neðan má sjá myndband við lag þeirra "Dancing With Skatta Kata".

Mér þótti nafnið skondið þegar ég rakst á þetta myndband fyrir nokkrum mánuðum, en þykir það enn skondnara í dag.

 

 

 


Heimsendir

Ég hef undanfarna daga verið að reynast að fylgjast með baráttunni fyrir komandi kosningar. Ekki það að þær skipti mig miklu máli, eða það að ég komi til með að greiða atkvæði í þeim.

Staðreyndin er sú að ég er ekki á kjörskrá.

En eftir því sem ég hef séð meira af kosningabaráttunni undanfarna daga (og jafnvel vikur) hefur ein af mínu uppáhaldssjónvarpsseríum komið oftar upp í hugann.

Það er Heimsendir, sem Ragnar Bragason leikstýrði og eru einhverir mestu snilldar þættir sem ég hef séð. Ég horfi á þá svona að jafnaði einu sinni á ári.

 

Ekki það að baráttumaður verkalýðsins, Georg Bjarnfreðarson (Vaktaséríurnar, sami leikstjóri) komi ekki upp hugann sömuleiðis, en Heimsendir þó mun sterkara.

 


Lögbann virkar sjaldnast vel fyrir þann sem óskar eftir því

Í fljótu bragði man ég ekki eftir því að lögbann á fjölmiðla hafi virkað vel fyrir þá sem óska eftir því. Þvert móti dregur það aukna athygli að því sem fjallað hefur verið um, eða stendur til að fjalla um.

Og ímyndunarafl almennings er það kröftugt að það fer sjálfkrafa að velta því fyrir sér á hvað það sé sem lögbannið nái til.

En hitt kann einnig að vera að (gamli)Glitnir verði að grípa til einhverra ráðstafana, enda líklegt af þessum viðbrögðum að hann telji að lögbrot hafi verið framið.

Einhver hefur tekið gögn ófrjálsri hendi og komið þeim áfram til fjölmiðla.

Slíkt er eðlilegt að kæra til lögreglu og líklega er það eðlilegur farvegur málsins.

En þetta sýnir enn og aftur að gagnaöryggi er víða ábótavant, hvort sem er í raun eða netheimum.

Persónulega hef ég ekki fylgst svo náið með þessari umfjöllun, en vissulega má deila um hvaða erindi hún á við almenning.  Þar verða menn líklega seint á eitt sáttir.

Komið hefur fram að að engin merki finnist um lögbrot eða ólöglegt athæfi. Hversu mikið erindi eiga þá fjármál einstaklings við almenning, þó að hann sé stjórnmálamaður?

Þar sýnist líklega sitt hverjum.

 

 


mbl.is Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn traustur meirihluti gegn inngöngu Íslands í "Sambandið".

Um leið og rétt er að fagna því að í átta ár hefur alltaf verið traustur meirihluti gegn í að Íslendingar gagni "Sambandinu" á hönd, er það vissulega áhyggjuefni að samkvæmt þessari könnun hefur fylgi við "Sambandsaðild" þó aukist.

Sömuleiðis er meirihluti landsmanna andvígur því að taka upp viðræður við "Sambandið" að nýju. Því ber að fagna.

Margir hafa gert mikið úr því að nú sé meirihluta kjósenda VG fylgjandi aðild, en þó að svo sé samkvæmt könnuninni, þykir mér ekki rétt að gera mikið úr því.

Bæði vegna þess að munurinn (51/49) er innan skekkjumarka, ekki síst þegar könnunin byggir á 854 svörum, og þar af líklega kjósendur VG, í kringum 200 einstaklingar.

En Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram sem höfuðflokkur þeirra sem eru á móti aðild og er það vel.

En þó að fagna megi niðurstöðunum, eru þær þess efnis að augljóst er að sá meirihluti sem er á móti "Sambandsaðild", þarf að halda vöku sinni.

P.S.  Persónulega finnst mér alltaf að rétt sé að geta þeirrar spurningar eða spurninga sem spurðar voru þegar niðurstöður kannana eru birtar. Ekki síst þegar kannanir eru gerðar á kostnað aðila sem afa einarða skoðuna á viðkomandi máli.  Það er ekki gert hér.

 

 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta fyrst og fremst skipulagsmál?

Ég ætla að taka það fram að ég hef engar sérstaka skoðun á þessum virkjunarframkvæmdum. Ég hef aldrei komið á svæðið og tel mig einfaldlega ekki dómbæran í málinu. Þess vegna hef enga mótaða skoðun í málinu.

En í þessu sambandi vil ég minna á að þeir sem hafa haldið því fram að staðsetning Reykjavíkurflugvallar sé skipulagsmál Reykvíkinga, hljóta að vera þeirrar skoðunar að staðsetning og uppbygging umræddrar virkjunar sé fyrst og fremst skipulagsmál þess sveitarfélags (eða sveitarfélaga) sem ráða viðkomandi landsvæðum.

Nú eða ekki síst landeiganda.

Ég hef áður bloggað á þessum nótum.

 


mbl.is „Þetta fólk þjáist af athyglissýki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband