Enn traustur meirihluti gegn inngöngu Íslands í "Sambandið".

Um leið og rétt er að fagna því að í átta ár hefur alltaf verið traustur meirihluti gegn í að Íslendingar gagni "Sambandinu" á hönd, er það vissulega áhyggjuefni að samkvæmt þessari könnun hefur fylgi við "Sambandsaðild" þó aukist.

Sömuleiðis er meirihluti landsmanna andvígur því að taka upp viðræður við "Sambandið" að nýju. Því ber að fagna.

Margir hafa gert mikið úr því að nú sé meirihluta kjósenda VG fylgjandi aðild, en þó að svo sé samkvæmt könnuninni, þykir mér ekki rétt að gera mikið úr því.

Bæði vegna þess að munurinn (51/49) er innan skekkjumarka, ekki síst þegar könnunin byggir á 854 svörum, og þar af líklega kjósendur VG, í kringum 200 einstaklingar.

En Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram sem höfuðflokkur þeirra sem eru á móti aðild og er það vel.

En þó að fagna megi niðurstöðunum, eru þær þess efnis að augljóst er að sá meirihluti sem er á móti "Sambandsaðild", þarf að halda vöku sinni.

P.S.  Persónulega finnst mér alltaf að rétt sé að geta þeirrar spurningar eða spurninga sem spurðar voru þegar niðurstöður kannana eru birtar. Ekki síst þegar kannanir eru gerðar á kostnað aðila sem afa einarða skoðuna á viðkomandi máli.  Það er ekki gert hér.

 

 


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að taka upp viðræður við ESB að nýju er ekkert annað en málskrúð yfir nýja umsókn þar sú fyrri var afturkölluð. Sem betur fer enda var hún andstæð stjórnarskrá og byggðist ekki á neinu lýðræðislegu umboði.

Afherju ætti einhver að vilja inngöngu Íslands í ESB? Við höfum nú þegar bestu bitana samkvæmt EES-samnningnum en erum laus við þá verstu. Ráðlegast væri að sætta sig við það réttarástand og halda áfram.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2017 kl. 20:11

2 identicon

Guðmundur, eins og við vitum öll, þá er þetta einmitt ástæðan fyrir því að ESB sinnar vilja nýja stjórnarskrá. Og illu heilli eru yfir 50% kjósenda sem hafa verið nógu auðginntir til þess að vilja koma henni á á næsta kjörtímabili, vegna þeirrar firru að þetta hafi eitthvað að gera með að forðast annað hrun.

V+S+P munu koma nýju stjórnarskránni á, og þar með gera ESB sinnum kleift að sækja um ESB að nýju - aukinheldur eru VG farnir að vera mjög loðnir í svörum sínum um ESB aðild. Meirihluti VG kjósenda eru farnir að líta ESB hýru auga.

Að lokum munu vinstriflokkarnir flytja inn mikinn fjölda flóttamanna og veita þeim ríkisborgararétt til þess að greiða pukri þeirra atkvæði sín. Þetta sama hefur verið gert víða um Evrópu. Þess má gæta að tilvonandi stjórnarskrá bannar að menn séu sviptir ríkisborgararéttur, og erfitt verður að breyta þessu aftur með ákvæðum um þjóðaratkvæði sem verður þarna líka.

Sem sagt: eftir 11 daga eru kosningar, og stjórnin sem tekur við mun binda enda á lýðveldið.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 01:05

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt.

Ef ESB aðild krefst breytingar á stjórnarskrá.

Þá eðllegt að andstæðingar ESB aðildar leggist gegn slíkri breytingu.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 01:34

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Guðmundur Þakka þér fyrir þetta.  Hvort að umsóknin sé "dauð", eða hafi verið dregin til baka, er rifist um.

En það skiptir í sjálfu sér engu máli.  Ef "Sambandið" sjálft kysi að líta svo á að um framhald aðlögunarviðræðna sé að ræða, þá gildir það. Það myndi t.d. gefa "aflátt" í ýmsa veru, s.s. að ekki þyrfi að afla samþykkis aðildarríkjanna o.s.frv.

Sú Íslenska ríkisstjórn sem færi fram á viðræður við "Sambandið" myndi að sjálfsögðu ekki mótmæla slíkri málsmeðferð.  Og mótmælum frá einhverjum stjórnarandstæðingum upp á Íslandi yrði ekki sinnt.

En hins vegar er ekkert heillegt við gömlu umsóknina, þannig að í raun yrði um nýja umsókn að ræða.  Það hefur ekkert breyst hvað varðar kaflana um sjávarútvegs og landbúnaðarmál

Hvort að tækist að keyra í gegnum Alþingi breytingar á afstöðu Íslendinga í þeim málum á eftir að koma í ljós, ef á reynir.

Þetta vita frammámenn VG, enda Steingrímur sjálfur sem fékk neitun á opnun sjávarútvegskaflans.  Það er því ekki líklegt að hann vilji halda áfram á þeirri gönguför, en aldrei að segja aldrei.

Það er líka alveg rétt að það þarf að breyta stjórnarskránni og ekki tilviljun hvað "Sambandssinnar" leggja mikla áherslu á það. Jón Steinar, sem oft setu inn athugasemdir hér, hefur verið dugandi við að halda þeim vinkli á lofti og á þakkir skildar.

G. Tómas Gunnarsson, 17.10.2017 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband