Heimsendir

Ég hef undanfarna daga verið að reynast að fylgjast með baráttunni fyrir komandi kosningar. Ekki það að þær skipti mig miklu máli, eða það að ég komi til með að greiða atkvæði í þeim.

Staðreyndin er sú að ég er ekki á kjörskrá.

En eftir því sem ég hef séð meira af kosningabaráttunni undanfarna daga (og jafnvel vikur) hefur ein af mínu uppáhaldssjónvarpsseríum komið oftar upp í hugann.

Það er Heimsendir, sem Ragnar Bragason leikstýrði og eru einhverir mestu snilldar þættir sem ég hef séð. Ég horfi á þá svona að jafnaði einu sinni á ári.

 

Ekki það að baráttumaður verkalýðsins, Georg Bjarnfreðarson (Vaktaséríurnar, sami leikstjóri) komi ekki upp hugann sömuleiðis, en Heimsendir þó mun sterkara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband