Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

168.000.000.000.000 - eða eitthundrað sextíu og átta trilljónir 00/100 - 20% "Samband"?

Þetta er talan sem Seðlabanki Eurosvæðisins ætlar sér að "pumpa" inn í hagkerfið á næstu tveimur árum. Það er að segja mæld í Íslenskum krónum.  Allt að 9.215 milljörðum á mánuði.

Þetta eru peningarnir sem þeir ætla að búa til "úr engu", bara smá "blipp" í tölvunni.  Síðan verða líklegast keypt skuldabréf, aðallega ríkisskuldabréf,  fyrir "allan peninginn".

En Seðlabanki Eurosvæðisins er langt í frá að vera eini seðlabankinn sem stendur í slíku eða hefur gert á undanförnum árum.

Flestir stærstu seðlabankar heims hafa framleitt peninga eins og þeir óttuðust að þeir færu úr tísku. Og reyndar er það dálítil hætta að þeir falli í vinsældum, og ekki síður verðmæti.

Bandaríkin, Japan, Bretland, Sviss og fleiri ríki hafa öll notað seðlaprentun með einum eða öðrum hætti undanfarin ár.

Hin útbreidda skoðun er að það eina sem vanti í veröldina sé meiri peningar - og jú verðbólga og seðlabankamenn um víða veröld eru í óða önn að reyna að finna út hvort að þetta tvennt fari ekki saman.

Og þannig gengur þetta "hringinn", þvi enginn vill í dag vera með sterkan gjaldmiðil í dag.

Og virkar þetta?

Um það eru skiptar skoðanir, en flestir eru þó þeirrar skoðunar að það sé þess virði að reyna. Það er ekki margt annað sem hægt er að prufa til að reyna að koma einhverju lífi í Eurosvæðið.

En gallinn er, í það minnsta miðað við fyrstu fréttir, er að þetta er ekki "alvöru" hjá Seðlabanka Eurosvæðisins.

Enn og aftur kemur uppbygging, lagaumgjörð og reglugerðir Eurosvæðisins í veg fyrir að málin séu tækluð af alvöru.

Svo virðist sem aðeins 200 milljarðar euroa, af þeim 1.1 trilljónum sem heildarpeningamagnið á að aukast um, komi frá Seðlabanka Eurosvæðins.  Lang stærstur hluti á að koma frá seðlabönkum hvers lands um sig.

Og hvað þýðir það?  Það er góð spurning sem sjálfsagt eru mismunandi svör við, svona eftir því við hvern er talað.

En ef eitthvað af þeim skuldabréfum sem viðkomandi seðlabankar munu kaupa, verða einhverra hluta vegna ekki greidd, hvað gerist þá?  Því þeir eru ekki alvöru seðlabankar.  Þeir eru meira svona "upphafðir þankatankar".  Því þeir geta ekki prentað neina peninga til að koma sér úr vandræðum?

Og hvert yrðu þeir að leita til að dekka tapið? Líklega til ríkissjóðs þess lands sem þeir tilheyra.

Og það sem meira er, ef reiknað er með að "peningaprentunin" verði í réttu hlutfalli við eignarhlut hvers lands í Seðlabanka Eurosvæðisins, þá er "kikkið" ekki mest sem ef til vill er mest þörf fyrir það, heldur auðvitað hjá stærast euro landinu, landinu sem hefur mesta eftirspurn eftir skuldabréfum sínum, landinu þar sem atvinnuleysið er hvað hæst, já auðvitað Þýskalandi.

Það er enn of snemmt að sjá fyrir hver verða viðbrögð markaða við þessu útspili. Að hluta til var það fyrirséð, en líklega heldur stærri aðgerð en margir höfðu reiknað með. Svo kemur á móti óvissa um hvernig "seðlabankaútibúin" muni höndla þetta hvert um sig, o.s.frv.

Nú þegar eru "gárungarnir" farnir að kalla þetta 20% "Samband".

En næsta víst er að euroið muni falla í verði.  Nú þegar er það komið undir það verðgildi gagnvart US dollar sem það hafði í upphafi. Líklegt verður að teljast að leiðin haldi áfram niður á við.  Æ fleiri spá 1:1 á þessu ári.

Og hvort að þetta dugir til að særa fram einhverja verðbólgu? Það er ekki víst að þetta dugi til, en ætti þó að hjálpa upp á.

En ef þetta dugar ekki til að rífa Eurosvæðið upp úr doðanum?

Þá er fátt eftir, nema ef til vill að gefa ókeypis kjúklinga, það myndi alla vegna hjálpa hænsnaræktendum.

Og því endum við þetta á "Peningum fyrir ekkert og ókeypis kjúklingum".

P.S.  "Sambandssinum" er bent á að gengissig eurosins í dag og undanafarið er ekki vegna nafns gjaldmiðilsins.  Það er beintengt efnahagsástandi svæðisins, langvarandi skuldasöfnun margar ríkja Eurosvæðisins og svo væntanlegrar peningaprentunar af hálfu Seðlabanka þess og útibúa.  Það væri ekki rétt að segja að gjaldmiðillinn sé ónýtur, þrátt fyrir mikið fall hans gagnvart Svissneskum franka, nær að segja að hann sé dulítið laskaður, eftir allt þetta.


Hið rímaða réttlæti

Voðaverkin í París standa okkur líklega flestum enn í fersku minni. Vissulega er farið að "fenna yfir þau", ódæðismennirnir voru vegnir, réttlætinu var fullnægt.

Og svo fengum við þessa fínu samstöðugöngu. Reyndar skipaði þar köttur bjarnarból, því Sarkozy sá sér leik á borði og skaust í fremstu röð, þar sem var nóg pláss vegna þess að Sigmundur Davíð og Obama sátu heima.

Og stór hluti heimsbyggðarinnar "gerðist Charie".  Margir sem svo gerðu höfðu líklega aldrei heyrt um Charlie áður.  Aðrir eins og ég sjálfur, höfðu séð það sárasjaldan, hlegið að skopmyndunum en höfðum engan áhuga fyrir "far out" vinstriskrifunum.

En að sjálfsögðu stóðum við með "Charie", jafnvel þjóðir eins og Íslendingar sem enn geta ekki lesið "Spegillinn" á löglegan máta, stóðu með tjáningarfrelsinu, en líkega þó sterkar gegn ofbeldis- og hryðjuverkum.

En það voru ekki margir sem keyptu Charlie Hobdo reglulega. Upplagið var 60.000 á viku eða hér um bil.  Og seldist sjaldan upp.

Það hefur komið fram í fréttum að útgáfan átti ekki fyrir launum í desember.  Sumir hafa sagt að ólíklegt hafi verið að hægt væri að gefa Charlie Hebdo út mikið lengur.

En nú er það breytt, útgáfan stendur líklega traustari fótum en um langa hríð.

Jafn öfugsnúið og það er, að skelfilegt fjöldamorð í nafni trúarbragða hafi í raun tryggt útgáfu blaðs sem hefur markvisst angrað og skopast að þeim sömu trúarbrögðum, þá er það raunin.

En hægt og rólega fara sölutölur "Charlie" líklega í sama farið, það er æ erfiðara að halda úti fjölmiðlum af þessu tagi.

En þannig tryggðu hryðjuverkamennirnar að Charlie Hebdo lifir og mun halda áfram að grýta eitruðum skopmyndum, af Múhameð jafnt sem öðrum.

Þeir tryggðu jafnfram dreifingu þeirra víðar en nokkru sinni áður og að fleiri sæju þær en í raun höfðu áhuga fyrir því.

Þannig vinnur hið rímaða réttlæti eða ætti ég frekar að segja hið ljóðræna?

Og rétt eins og það rignir á okkur öll verður gert grín að bæði réttlátum og ranglátum.

Sitt á hvað, á smekklegan eða ósmekklegan máta. Slíkt fer enda mest eftir sjónarhorninu.


Kristilegir Talíbanar. Aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann .....

Það er eiginlega grátbroslegt að sjá allt "uppistandið", vegna kosningar varafulltrúa í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar.

Ég þekki ekki skoðanir Gústafs Níelssonar, en eftir því sem ég hef lesið um í fréttum í dag, þá er ég varla sammála honum um neitt, en það er önnur saga.

En ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar að rétt sé að reyna að hindra skoðanir í að koma fram.  Ég held að slíkt borgi sig ekki.

Hvort sem það eru fordómar eða skop, hvort sem að borgin er París eða Reykjavík.

Ég held að sem oft áður þá eigi gamla máltækið, sem er eignað Voltaire, en var víst búið til af öðrum, við.

Ég er fyrirlít skoðanir þínar, en er reiðubúinn til að berjast fyrir rétti þínum til að tjá þær.  (Í sumum útgáfum er gengið það langt að viðkomandi er reiðubúinn til að láta lífið).

En líklega er ekki ætlast til að slíkur "liberalismi" nái inn í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Slíkt er gott í útlöndum, en óþarfi að standa í slíkri baráttu heima við, hvað þá að nokkur vilji láta lífið fyrir slíkt, enda yrði það að teljast óþarfi að mínu mati.

En ég hef verið þeirrar skoðunar að best sé að leyfa skoðunum að koma "fram".  Hindra þær ekki.  Yfirleitt dæma þær sig sjálfar. Margir leyfa sér að gera grín að þeim, sem er eðlilegt er og þar fram eftir götunum.

Einhvern veginn leyfi ég mér að efast um að framganga þeirra afli þeim margra stuðningsmanna, en ég treysti mér svo sem ekki til að dæma um "ástandið" á Íslandi.

Ímyndað "píslarvætti", þar sem skoðanir viðkomandi eru "bannfærðar" og "bannaðar" af "ríkjandi pólítískri stétt", getur jafn oft og ekki haft þveröfug áhrif.

Það var mun árangursríkara að berjast við kommúnisma en að að banna hann og ég held að það sama eigi við nazisma og ýmsan annan ófögnuð.

Sjálfur hef ég verið "uppfullur af fordómum" á ýmsum æviskeiðum, en í flestum tilfellum náð að yfirvinna þá, þó að sjálfsagt sé þar ennþá verk óunnið. Ég hef stundum sagt að engin leið hafi verið að sleppa við slíkt, í því samfélagi sem ég ólst upp í.  Ef til vill skrifa ég um það síðar.

En bönn hafa ekki spilað neina rullu, í því að losa mig undan fordómunum að ég tel. Ég er jafnvel ekki frá því að þeir sem predika þá, hafi jafnvel haft þar mikið sterkari áhrif, sem og lífið sjálft, það sem við köllum lífsreynslu.

Það er reyndar merkilegt nokk að sé tekið mið af því sem sagt er um skoðanir Gústafs um múslima og samkynhneigða, þá fara skoðanir margra múslima og Gústafs nokkuð saman, nema að sjálfsögðu um réttindi múslima.

Því það eru ekki bara til "kristilegir demókratar", það eru líka til það sem ég kýs oft að kalla "kristilega Talíbana".

Ég meira að segja leyfi mér að efast um að þar fari Gústaf einn, eða sé fremstur í flokki.

En að öllu þessu sögðu þá á Framsóknarflokkurinn að sjálfsögðu rétt á því að setja fram hvern sem er til setu í nefndum borgarinnar og sama rétt á því að draga hann til baka.

En einhvern veginn fæ ég það á tilfinninguna að þessi "hringferð" og "upphlaup" hafi ekki orðið neinum til framdráttar. Ekki Framsóknarflokknum, en ekki mannréttindum, eða baráttunni gegn fordómum heldur.

P.S. Það borgar sig svo aldrei að trufla andstæðinginn þegar hann er að gera mistök.  Það er kennt í "pólítík 101" (þá er ég ekki að tala um póstnúmerið), er það ekki?


mbl.is „Hraðnámskeið í pólitískum rétttrúnaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið bergmál frá 2007

Sunnudagur 04.11.2007 - 13:29 - Ummæli (0)

Innblásin útrásarræða Össurar á flokksstjórnarfundi

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í Silfri Egils í dag að hann teldi það besta kostinn að endurtaka samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy. Ef það gerist ekki sé hætta á því að GGE muni fá slíkt forskot að fyrirtækið verði eitt um að hagnast á þeim verðmætum sem liggja í íslenskri sérþekkingu á raforkuframleiðslu úr jarðvarma.

Aðalefni flokkstjórnarfundar Samfylkingarinnar í dag var ræða Össurar um orkumál – og er ekki ofsagt að sú ræða hafi verið innblásinn málflutningur í þágu útrásar með íslenska þekkingu á sviði nýtingu jarðvarma. Össur komst ekki sjálfur á fundinn vegna veikinda en Einar Karl Haraldsson, aðstoðarmaður hans, flutti hana fyrir hans hönd.

Í ræðu Össurar kom fram að hann telur núverandi löggjöf um orkumál allsendis ófullnægandi og hann hyggst fela sérfræðingum að meta á faglegan hátt hagrænar afleiðingar af aukinni álframleiðslu á næstu árum. „Upplýsingar sem þannig fengjust ættu að auka möguleika til þess að stýra fjárfestingunum eða afstýra þeim ef niðurstöður benda til þess að verkefni setji efnahagslífið á annan endann. Nú standa yfir viðræður við fjármálaráðuneytið og Hagfræðideild Háskóla Íslands um útfærslu og framkvæmd málsins. Greinargerð með niðurstöðum úr þessu mati ætti að liggja fyrir á útmánuðum,“ sagði Össur sem varaði við því að öll nýtanlega orka landsins yrði sett í álframleiðslu.

En veigamestu kaflar ræðu Össurar snúa að útrásinni og þeim umræðum sem fram fara um hana í landinu um þessar mundir. Eyjan birtir hér á eftir nokkra kafla ræðunnar sem að því snúa en ræðuna sjálfa er hægt að lesa með því að smella á tengil á .pdf skjal neðst í fréttinni:

„Útrásin er nú komin á flugskrið. Ég tel litlar líkur á að atburðir og deilur síðustu vikna breyti því. Það kunna að koma aðrir leikendur til skjalanna, en útrásin mun halda áfram. Víða um lönd hafa íslensk fyrirtæki, Enex, Geysir Green Energy, og hið umdeilda dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, REI, ásamt dótturfyrirtækjum, ýmist ein og sér, eða í samvinnu, eða jafnvel í samvinnu við erlend fyrirtæki í viðkomandi löndum, verið að hasla sér völl.

Haldi útrásin áfram með núverandi skriði er líklegt að á næstu 2-3 árum muni hún fyrst og fremst felast í tvennu. Annars vegar munu íslensku útrásarfyrirtækin halda áfram að kaupa sig inn í, eða yfirtaka orkufyrirtæki sem eru starfandi. Hins vegar munu þau halda áfram að verða sér úti um ný svæði, sem enn eru ónýtt, einsog í stóru jarðhitalöndunum á borð við Indónesíu, og hefja þar uppbyggingu. Það tekur nokkur ár að hefja vinnslu á ónýttum svæðum, en flest þeirra sem eru á radar íslensku fyrirtækjanna hafa þegar verið kortlögð og rannsökuð, mörg af fyrrverandi nemendum íslenska jarðhitaháskólans.

Íslenskar fjárfestingar á sviði jarðorku gætu því á næstu 2-3 árum orðið 50 – 100 milljarðar á ári, en gætu síðar miðað við áætlanir þeirra sem stýra útrásinni aukist í 2-300 milljarða á ári. Miðað við þann mikla áhuga sem er á alþjóðlega vísu á því að virkja jarðhita, og þær undirtektir sem íslensku útrásarfyrirtækin hafa fengið í stóru jarðhitalöndunum, einsog Indónesíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum, þá er ekki ólíklegt að innan 10 ára gætu fjárfestingar íslenskra útrásarfyrirtækja á sviði jarðorku numið yfir 2 þúsundum milljarða íslenskra króna og í hreinni íslenskri eign yrðu þá 10-15 þúsund MW jarðorkuvirki – í 20 til 30 löndum. Til samanburðar má nefna að uppsett afl jarðvarmavirkjana í heiminum er um 9 þúsund MW í dag, miðað við síðustu fáanlegar tölur.

Þetta kunna að þykja mjög stórar tölur en eru þó hóflegri en þær, sem byggja á bjartsýnustu áætlunum. Gengju þessi áform útrásarinnar eftir þá eru þetta samt sem áður innan við 0,3% af orkumarkaði heimsins.

[...]

Við sem jafnaðarmenn verðum að gera okkur grein fyrir að útrásin snýst ekki aðeins um að finna íslenskum höndum og hugum viðfang, eða ávaxta íslenskt fjármagn. Hún snýst líka um allt annað og meira. Tökum Djíbútí, þar sem Íslendingar eru á leið í níu milljarða fjárfestingar, til að virkja jarðhita í Sprungudalnum mikla sem liggur um Austur-Afríku. Þar er mikill orkuskortur, sem stendur bæði heilbrigði landsmanna og uppbyggingu atvinnulífs fyrir þrifum. Það rafmagn, sem þar er falt, er allt framleitt með litlum dísilrafstöðvum. Það mengar, og það er ótryggt. Það sem skiptir kanski mestu fyrir líf fólksins í Djíbútí er að það er fokdýrt. Þar kostar kílówattstundin 17-18 sent. Íslensku orkufyrirtækin gætu með því að virkja jarðhitann rafvætt Djíbútí og selt landsmönnum rafmagn, fyrir þriðjung af því verði sem menn borga í dag. Þetta snýst þessvegna líka um það að lyfta kjörum fátæks fólks, og gera líf þess léttara. Er það ekki líka okkar hlutverk?

Okkar hlutverk er að ýta fram jarðhitanum. Við kunnum að vera lítil þjóð, en á sviði jarðhita og orkuvinnslu úr jörðu erum við stórþjóð. Við höfum því móralska skyldu til að koma okkar þekkingu á framfæri, og ýta við öðrum þjóðum að ráðast í nýtingu sinna eigin jarðorkulinda. Það getur orðið okkar mikilvægasta framlag til að leysa vandamálin sem stafa af hlýnun jarðar.

[...]

Við þurfum líka að gæta þess að hafa ekki öll okkar orkuegg í einungis einni körfu, og verðum að kosta kapps um að það sé rúm fyrir fleiri orkufrek fyrirtæki en aðeins álfyrirtækin – ekki síst þau sem menga lítið, og skapa mikla atvinnu fyrir jafnt iðnaðarmenn, ófaglært fólk og háskólagengið.

Við eigum líka að styðja útrás orkufyrirtækjanna af kappi, hvað sem þau heita, og skapa þannig í senn aukna vinnu fyrir íslenskt hug- og verksvit, ódýra orku fyrir almenning í fátækum löndum, og leggja okkar af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda.“

Fréttin er ættuð héðan.

Í fréttinni sem þessi færsla er hengd við má svo sjá hver urðu örlög Geysir Green Energy, sem óttast var að fengi.... "slíkt forskot að fyrirtækið verði eitt um að hagnast á þeim verðmætum sem liggja í íslenskri sérþekkingu á raforkuframleiðslu úr jarðvarma."

Ef til fær þetta Íslendinga til að hugleiða hver áhættan er, þegar halda á í "útrás" á erlenda markaði.  Ef til vill ekki síst þegar stjórnmálamenn tala eins og "milljarðarnir bíði handan við hornið og einungis þurfi að sækja þá".

Vissulega er Íslensk þekking enn að störfum í jarðhitaverkefnum víða um heim, og það er vel, en eins og flestum tilfellum öðrum, borgar sig að fara hægar yfir og byggja ekki upp óeðilegar væntingar.

Það er líka rétt að gjalda varhug við því þegar stjórnmálamenn vilja stefna opinberum og hálfopinberum fyrirtækjum í stórfelldar fjárfestingar til að "græða vel" fyrir skattborgarana.

En nú er svo kominn annar "gullpottur undir regnboganum" í umræðuna. Jarðstrengur til Bretlands. Umframorkan (sem finnst þó ekki á álagspunktum) á Íslandi er milljarða virði út í Bretlandi og enn og aftur má svo skilja að lítið þurfi að gera nema að "sækja þá".

Enn og aftur eru opinberir aðilar í aðstöðu til að "græða vel" fyrir skattborgarana og Íslendingar geta lifað "happí ever after", eða svo gott sem.

Er ekki jafn rík ástæða til að staldra við, nú sem árið 2007?

 

 

 

 

 


mbl.is 28,5 milljarða gjaldþrot GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Íslendinga

Það eru góðar fréttir fyrir Íslendinga að Costco sú búin að ákveða að opna verslun á Íslandi.

Ég tel það ekki eingöngu vegna þess að Costco er uppáhalds ein af upphalds verslunum minum, heldur vegna þess að það er jákvætt að samkeppni aukist og að í slaginn komi einn stærsti aðili í smávöruverslun í heiminum. (Þó að Costco líti alltaf á sig að hluta sem heildverslun).

Það ætti að tryggja að Íslendingar fái samkeppnishæft verð og í ljós kemur úr hverju Íslensku keðjurnar eru gerðar.

En að öllu óbreyttu verða ekki miklar breytingar í ferskvöru, en meiri í því sem hefur geymsluþol og má flytja inn án leyfa og ofurtolla.

Ávextir og grænmeti er þó gjarna mjög gott í Costco og á sanngjörnu verði, en jafnframt þær vörur sem ég hef oft sleppt aðk kaupa, vegna þess að slíkar vörur er oft erfiðara að kaupa í magni.

En Costco er svo mikið meira en matvæli, rafeindatæki, hjólbarðar (spurning hvort þeir opni ekki verkstæði í Íslandi), gleraugu, ljósmyndir, lyfjaverslun, vítamín og bætiefni, verkfæri, rúmdýnur og heimilistæki.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig Costco gengur að ná fótfestu á markaðnum og hvernig Íslendingar taka versluninni.

Það er ekki ólíklegt að Íslendingum finnist sú hugsun framandi að þeir þurfi að vera "félagar" í versluninni.

Það er engin leið að fullyrða um hvernig móttökur verslanir fá, það sést til dæmis á lokun Target í Kanada.  Þar náðu þeir ekki fótfestu, þrátt fyrir gríðarlega velgengni í Bandaríkjunum.

En persónulega spái ég Costco velgengni. Ég held að Íslendingar muni kunna að meta verðlagninguna.

En Costco er ekki með "posh" útlit og það þarf að greiða árgjaldið, en mín reynsla er sú að það borgi sig margfallt til baka.

P.S. Einhvernveginn kemur það ekki á óvart að Costco hafi valið Garðabæ fram yfir Reykjavík.

 


mbl.is Costco opnar á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki taka af honum "tækifærið".

Ég ætla ekki að dæma um hvað er satt og rétt í þessu máli.  Það er einmitt vegna þess sem við höfum dómstóla.

Það er ljóst að aðilum ber ekki saman í málinu, en meginatriðin eru á hreinu. Fé var tekið án heimilda.

Það má halda því fram að opinberir aðilar ættu aldrei að útkljá mál sem þetta utan dómstóla. Það fer einfaldlega best á því að pólítískt kjörnir fulltrúar taki sér ekki dómsvald í málum sem þessu.

Svo er auðvitað svo mikils virði fyrir stjórnmálamenn að fá að fara fyrir dómstól, flytja mál sitt og eiga möguleika á því að verja sig.

 


mbl.is „Engin ástæða til að kæra málið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Telst það ekki skrýtin "búmennska" að "fæla frá sér fé"?

Það hljómar dulítið í öfugmælastíl að þjóðir keppist nú við að reyna að fæla frá sér erlent fé.  En þannig er þó staðan að mörgu leyti.

"Fjárhirðar" reka fé sitt um heiminn og reyna að finna því öruggt skjól en gengur illa.

Og eftir að Sviss reyndi að gera land sitt minna eftirsóknarvert í augum "fjárhirðana", beinast nú augu margra að Danmörku.

En Danska krónan er bundin við euroið.  En það var Svissneski frankinn þó ekki.  Alla vegna ekki í sama skilningi.

Sviss leyfði euroinu ekki að falla, en fagnaði því ef það hefði styrkst.

En Danska krónan fer upp og niður með euroinu, innan tiltölulega þröngra vikmarka.

Þau vikmörk eru þó líkleg til að haldast í efri mörkum vegna vaxandi óvissu á Eurosvæðinu og því að flestir virðast telja að "prentvélar" seðlabanka þess verði ræstar á fimmtudaginn.

Og því vilja Danir stugga við fénu frá landi sínu.

Nokkuð hefur orðið vart við vangaveltur um að Danir gætu tekið upp á því að aftengja krónuna frá euroinu.

Það verður að teljast afar ólíklegt.  Bæði er tengingin ekki sú sama og hjá Svisslendingum og hins vegar er tengingin hjá Dönum í samstarfi við Seðlabanka Eurosvæðisins, sem var ekki raunin hjá Sviss.

Á móti er bent á að Svissneski seðlabankinn sagði réttilega að slíkar ákvarðanir væru aðeins tilkynntar "snögglega", það þýddi ekki að velta vöngum yfir þeim.

En Danska krónan hefur verið "tengd" í um 30 ár, og það er næstum óhugsandi að slíkt yrði afnumið nú.

Ekki síst vegna skilaboðanna sem það myndi senda.  Danmörk er ef til vill ekki sama "peningastofnunin " og Sviss, en Danmörk er í "Sambandinu" og að því marki væru skilaboðin mun sterkari.

En vextirnir verða líklega lækkaðir, því peningunum vilja þeir halda í burtu.

Líklega eru fleiri og fleiri að sjá að lágir vextir eru ekki einkenni þróttmikils efnahagslífs, þó að mjög háir séu það ekki heldur.

 


mbl.is Fæla fjármagn frá Danmörku með vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólítíkin á röngunni?

Ef að einhver hefði spáð því fyrir nokkrum mánuðum að Gunnar Birgisson yrði ráðinn bæjarstjóri, með atkvæðum "vinstri" meirihluta og að fulltrúar Sjálfstæðiflokkssins sætu hjá við atkvæðagreiðsluna, hefði viðkomandi líklega ekki við boðin staða "völvu" við neinn fjölmiðil.

Traust á viðkomandi hefði líklega heldur ekki aukist þó að hann hefði nefnt Fjallabyggð.

En svona getur pólítíkin fylgt undlegum slóðum og lögmálum.

En það er rétt að óska íbúum Fjallabyggðar til hamingju og að uppbyggingin haldi áfram.

 

 

 


Ætli Óli Stef hafi unnið mikið í fiski?

Oli stef í fiskvinnslunni

En þetta verður líklega lagfært fljótlega, en það er alltaf gott að brosa og enn betra að hlægja.


Auður innflytjenda

Það hefur mikið verið rætt um málefni innflytjenda undanfarin misseri, reyndar eins og oft áður.

Umræðan er mikil á Íslandi, en líklega enn sterkari víða um heim.

Í mörgum löndum er talað um að draga þurfi úr fjölda þeirra sem flytja til landsins, innviðirnir ráði ekki við innflæðið.

Aðrir tala um að nóg pláss sé til staðar og innflytjendur auðgi mannlífið og styrki efnahaginn.

Engan hef ég þó heyrt tala um að opna land algerlega fyrir innflytjendum, flestir virðast þeirrar skoðunar að einhver takmörk verði að vera. 

Í þeirri umræðu er þó rétt að hafa í huga að á EEA/EES svæðinu eru frjálsir flutningar fólks ein af grunnstoðunum, þó að vissulega séu takmörk fyrir því hvað dvelja má lengi, ef viðkomandi fær ekki atvinnu.

En um þessa óheftur flutninga er einnig deilt.

En í mínum huga er eitt sem er mun mikilvægara en hvað marga innflytjendur land vill hleypa inn, eða taka á móti.

Og það er hvernig tekið er á móti þeim, hvernig við metum þá og hvernig tekst til með aðlögun þeirra að samfélagi og vinnumarkaði landsins.  Og vinnumarkaðurinn er líklega mikilvægasti þáttur samfélagsins og sá sem ræður úrslitum um hvernig aðlögun tekst til hjá innflytjendum.

Og að mínu mati er það hvernig aðlögunin tekst til sem dæmir um hvort að innflytjendastefna viðkomandi ríkis er góð eða slæm, ekki fjöldinn af innflytjendum.

Þess vegna langar mig að vekja athygli á þremur fréttum af Vísi.is, sem á þakkir skyldar fyrir að fjalla um málið frá þessum sjónarhóli.

Kvensjúkdómalæknir í vinnu á leikskóla í átta ár

Eiga oft erfitt með að fá vinnu við hæfi: Dýralæknir í kjötvinnslu

Vongóð um að fá að starfa sem læknir

Setjum svo þessar fréttir í samhengi við t.d. þessa:

Af­lífa dýr vegna dýra­lækna­skorts

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband