Góðar fréttir fyrir Íslendinga

Það eru góðar fréttir fyrir Íslendinga að Costco sú búin að ákveða að opna verslun á Íslandi.

Ég tel það ekki eingöngu vegna þess að Costco er uppáhalds ein af upphalds verslunum minum, heldur vegna þess að það er jákvætt að samkeppni aukist og að í slaginn komi einn stærsti aðili í smávöruverslun í heiminum. (Þó að Costco líti alltaf á sig að hluta sem heildverslun).

Það ætti að tryggja að Íslendingar fái samkeppnishæft verð og í ljós kemur úr hverju Íslensku keðjurnar eru gerðar.

En að öllu óbreyttu verða ekki miklar breytingar í ferskvöru, en meiri í því sem hefur geymsluþol og má flytja inn án leyfa og ofurtolla.

Ávextir og grænmeti er þó gjarna mjög gott í Costco og á sanngjörnu verði, en jafnframt þær vörur sem ég hef oft sleppt aðk kaupa, vegna þess að slíkar vörur er oft erfiðara að kaupa í magni.

En Costco er svo mikið meira en matvæli, rafeindatæki, hjólbarðar (spurning hvort þeir opni ekki verkstæði í Íslandi), gleraugu, ljósmyndir, lyfjaverslun, vítamín og bætiefni, verkfæri, rúmdýnur og heimilistæki.

En það verður fróðlegt að sjá hvernig Costco gengur að ná fótfestu á markaðnum og hvernig Íslendingar taka versluninni.

Það er ekki ólíklegt að Íslendingum finnist sú hugsun framandi að þeir þurfi að vera "félagar" í versluninni.

Það er engin leið að fullyrða um hvernig móttökur verslanir fá, það sést til dæmis á lokun Target í Kanada.  Þar náðu þeir ekki fótfestu, þrátt fyrir gríðarlega velgengni í Bandaríkjunum.

En persónulega spái ég Costco velgengni. Ég held að Íslendingar muni kunna að meta verðlagninguna.

En Costco er ekki með "posh" útlit og það þarf að greiða árgjaldið, en mín reynsla er sú að það borgi sig margfallt til baka.

P.S. Einhvernveginn kemur það ekki á óvart að Costco hafi valið Garðabæ fram yfir Reykjavík.

 


mbl.is Costco opnar á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er aðeins mismunandi með ferskvöruna (landbúnaðarafurðir).  Þar sem MS ræður mjólkurmarkaðinum geta þeir sjálfir sett sínar afsláttarreglur sem gilda fyrir alla (byggðar á magni og afhendngartíðni og þess háttar).  Það er erfiðara með kjötið, stóru smásölukeðjurnar (stóra smásölukeðjan) setja þar leikreglurnar og það þarf talsverðann slagkraft til að slást við það.

ls (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 13:24

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Takk fyrir þetta.  Það er einmitt vegna þessa sem ég held að Íslendingar munu ekki sjá miklar breytingar verðstrúktúr á landbúnaðarvörum þegar Costco opnar.

Það er engin leið að koma inn á markaðinn og bjóða upp á mikið betra verð í því, og að kaupa innflutningskvóta, myndi sprengja verð á þeim upp.

Þess vegna verður breytingin fyrst og fremst annars staðar.  Slíkt mun gera Costco erfiðara fyrir en ella, en það verður samt mjög fróðlegt að fylgjast með innkomu þeirra á markaðinn.

Það er óneitanlega öðruvísi að geta keypt demanta,tölvur, snjóblásara bleyjur og dósamat í einni ferð, og á meðan verið er að versla er möguleik á að láta setja ný dekk undir bílinn.

Svo notfærði ég mér oft að hlaða upp myndum þegar ég kom, fór og verslaði og myndirnar voru nokkurn veginn tilbúnar þegar ég var búinn.

Yfirleitt eru Costco verslanir einnig með bakarí staðnum, kjötvinnslu, gleraugnaþjónust og lyfjabúð.  Og ekki má gleyma bensínstöðinni.

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2015 kl. 14:24

3 identicon

Vandamálið er ekki að fá kjöt til að vinna.  Vandamálið er að fá kjötvinnslu til að vinna fyrir sig og stefna þar með viðskiptum sínum við hina í stórhættu.  En ef þeir verða með eigin kjötvinnslu er þetta minna vandamál.  Stærsti hluti álagningarinnar verður líka til þar; í vinnslunni og versluninni svo þeir hafa heilmikið svigrúm til að lækka.

Tveggja stafa álagningarprósenta á matvöru almennt myndi þýða heilmikla lækkun hér, sérstaklega ef þeir geta sneitt hjá íslensku heildsölunum sem eru undir hælnum á stóra kallinum.

ls. (IP-tala skráð) 22.1.2015 kl. 15:38

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Ég get ekki fullyrt hvernig Costco verður á Íslandi, en þar sem ég hef komið þá hefur verið lítil kjötvinnsla í búðinni.  Þar er hakkað kjöt og sett á bakka, búnar til einfaldar pylsur og eitthvað smálegt.  Ég held ekki að eiginleg úrbeining fari þar fram.

Það sniðugasta er að viðskiptavinurinn getur horft á þetta í gegnum glugga, þannig að það er ekki verið að fela neitt.  "What you see is what you get".

En þetta kemur allt í ljós.

Eftir sem áður mæli ég með Costco aðild og mun án efa fara í Costco á Íslandi, þegar verður búið að opna það og ég staddur á Íslandi.

G. Tómas Gunnarsson, 22.1.2015 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband