Telst það ekki skrýtin "búmennska" að "fæla frá sér fé"?

Það hljómar dulítið í öfugmælastíl að þjóðir keppist nú við að reyna að fæla frá sér erlent fé.  En þannig er þó staðan að mörgu leyti.

"Fjárhirðar" reka fé sitt um heiminn og reyna að finna því öruggt skjól en gengur illa.

Og eftir að Sviss reyndi að gera land sitt minna eftirsóknarvert í augum "fjárhirðana", beinast nú augu margra að Danmörku.

En Danska krónan er bundin við euroið.  En það var Svissneski frankinn þó ekki.  Alla vegna ekki í sama skilningi.

Sviss leyfði euroinu ekki að falla, en fagnaði því ef það hefði styrkst.

En Danska krónan fer upp og niður með euroinu, innan tiltölulega þröngra vikmarka.

Þau vikmörk eru þó líkleg til að haldast í efri mörkum vegna vaxandi óvissu á Eurosvæðinu og því að flestir virðast telja að "prentvélar" seðlabanka þess verði ræstar á fimmtudaginn.

Og því vilja Danir stugga við fénu frá landi sínu.

Nokkuð hefur orðið vart við vangaveltur um að Danir gætu tekið upp á því að aftengja krónuna frá euroinu.

Það verður að teljast afar ólíklegt.  Bæði er tengingin ekki sú sama og hjá Svisslendingum og hins vegar er tengingin hjá Dönum í samstarfi við Seðlabanka Eurosvæðisins, sem var ekki raunin hjá Sviss.

Á móti er bent á að Svissneski seðlabankinn sagði réttilega að slíkar ákvarðanir væru aðeins tilkynntar "snögglega", það þýddi ekki að velta vöngum yfir þeim.

En Danska krónan hefur verið "tengd" í um 30 ár, og það er næstum óhugsandi að slíkt yrði afnumið nú.

Ekki síst vegna skilaboðanna sem það myndi senda.  Danmörk er ef til vill ekki sama "peningastofnunin " og Sviss, en Danmörk er í "Sambandinu" og að því marki væru skilaboðin mun sterkari.

En vextirnir verða líklega lækkaðir, því peningunum vilja þeir halda í burtu.

Líklega eru fleiri og fleiri að sjá að lágir vextir eru ekki einkenni þróttmikils efnahagslífs, þó að mjög háir séu það ekki heldur.

 


mbl.is Fæla fjármagn frá Danmörku með vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það eru gömul vísdómsorð að öllu megi ofgera. Og líklega nýleg vísindi að hægt sé að hafa meira af peningum en hollt sé. Kannski bara gott að menn og þjóðir séu að átta sig á því.

Þetta virðist kannski vera einhver meinlætahugsun, en eins og þú rekur ágætlega er frekar um að ræða bitra reynslu. Og hverjir hafa bitrari reynslu en Íslendingar af því að éta yfir sig af erlendu fjármagni?

Kristján G. Arngrímsson, 21.1.2015 kl. 07:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Kristján Það fer eftir því hvernig á það er litið og "hvernig" peningarnir eru.

Það sem löndin vilja forðast er snöggt innlflæði sem getur breyst í sneggra útflæði. 

Íslendingar kannast við það.

En erlendar fjárfestingar geta verið góðar og æskilegar. Ef ekkert "verkefni" eða "beitarland" er fyrir féð, er best að koma því til skila. 

Og reyna að reka það á bletinn hjá nágrannanum.

En að mörgu má segja að nú standi yfir gjaldmiðlastríð, enginn vill hafa sterkan gjaldmiðil og reynt er að keyra þá niður.

G. Tómas Gunnarsson, 21.1.2015 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband