Að standa að baki bæði sókn og vörn

Þetta mál hljómar allt hið undarlegasta.  Starfsmaður fer í mál við vinnuveitenda sinn.  Vinnuveitandinn ákveður að borga allan kostnað sem starfsmaðurinn ber af málaferlunum, en gerir kröfu um það fyrir dómi að starfsmaðurinn beri allan málskostnað.

Óneitanlega nokkuð sérstakt.  Ber óneitanlega keim af því að reynt hafi verið að koma í veg fyrir að vitneskja um hver bæri kostnaðinn kæmi í ljós.  En skýringin getur líka einfaldlega verið sú að lögmaður bankans hafði ekki hugmynd að hann væri að vinna hjá sama launagreiðanda og mótherji hans.

Sömuleiðis sérstakt að lesa í fréttinni að fyrrverandi stjórnarformður telji að málið hafi notið stuðnings meirihluta í stjórninni.  Lykilorðið hér er telji.

Var þá málið ekki ákveðið með formlegum hætti?  Var það einfaldlega ákveðið "óformlega"?  Voru einhverjir í stjórninni á móti þessari ákvörðun? Vissu allir í stjórninni af henni?

Það er eitthvað sem segir að við séum ekki búin að heyra það síðasta af þessu máli.

 

 


mbl.is Var krafinn um kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða leyfi taldi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands sig hafa til að virða að vettugi niðurstöðu Hæstaréttar Íslands um málskostnað?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2014 kl. 09:54

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þó að Hæstiréttur dæmi að annar málsaðili skuli bera málskostnað, hafa allir rétt til að "styrkja" þann aðila við að bera kostnaðinn.

Þar á meðal er auðvitað mótaðilinn, þó að það hljómi vissulega skringilega að hann vilji endilega bera kostnaðinn.

En það hlýtur að vera skrýtið, og setja skrýtið fordæmi, ef Seðlabankinn ætlar að greiða allan málskostnað í málum sem hann telur æskilegt að fá dómsúrskurð í.

En líklega er hinum sjálfstæða Seðlabanka frjálst að eyða fjármunum að vild og eigin geðþótta, svo lengi sem það fer ekki í laun starfsmanna bankans. Bankinn getur greitt fyrir þá alls kyns annan kostnað.

G. Tómas Gunnarsson, 8.3.2014 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband