Neikvætt "Samband"

Íbúar innan ríkja "Sambandsins" eru í vaxandi mæli að verða neikvæðir í garð þess og stefnu þess. Það á ekki eingöngu við um Svíþjóð, þar sem þessi könnun var gerð, heldur mörg önnur ríkis "Sambandsins".  

Líklega er það helst í austu hluta Evrópu, sem að nokkur velvilji ríkir í garð "Sambandsins", enda þau ríki gjarna þiggjendur á fé og svo að margir íbúa þeirra kunna vel við réttindi þau sem aðild gefur til að leita sér að vinnu í ríkari löndum þess.

Það er vegna þessarar neikvæðni sem margir af "samrunasinnum" hugsa með hálfgerðum hryllingi til kosninga til "Evrópusambandsþingsins" í vor.

Allt bendir til þess að flokkar sem vilja stöðva frekari samruna og flytja völd aftur frá Brussel vinni góða sigra.

Fréttir hafa borist af herferð "Sambandsins" til að mæta hættu þessari með því að hefja stórfellda herferð til að kynna kjósendum "gildi" sín og reyna með því að hafa áhrif á umræðu fyrir kosningarnar.

Svona eins og starfsmenn Reykjavíkur myndu skipuleggja herferð, borgaða af Borgarsjóði, um hverjir væru nú best fallnir til að stjórna borginni, hvert skuli stefna og hvaða málefni skuli ræða.

Allt í nafni "lýðræðisins".

Spurningin er hvort kjósendur velji sína eigin leið til lýðræðis. 

 

 

 


mbl.is Miklar efasemdir um ESB í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband